Morgunblaðið - 16.06.2001, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.06.2001, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ MENGUNARSLYS varð í Varmá í Mosfellsbæ í fyrrakvöld þegar heitt vatn frá Orkuveitu Reykjavíkur lak í ána. Tugir fiska sem og nokkrir and- arungar drápust. Ljóst er að um bil- un var að ræða hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Páli Kristjánssyni, hnífasmið, sem búsettur er við Álafossveg í Mos- fellsbæ, varð litið út um eldhús- gluggann sinn í fyrrakvöld og sá að það rauk úr Varmá. „Það er svo sem ekki óvanalegt að áin sé óeðlileg, stundum er hún rauð, stundum blá og stundum er froða í henni en það hefur aldrei rokið úr henni fyrr. Ég fór og athugaði þetta og þá kom í ljós að hún var svo heit að ég gat ekki haldið hendi í henni,“ segir Páll. Fljótlega fór hann að sjá dauða fiska fyrir neðan Álafoss og að- spurður segir hann að þeir hafi skipt tugum. Þá sá hann einnig þrjá til fjóra dauða andarunga. Þegar Guðmundur Þóroddsson, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, var inntur eftir ástæðu slyssins sagði hann að í augnablik hefði stöðvast vatnsrennsli til Reykjavík- ur en við það fylltust skiljurnar sem taka við vatninu frá borholunni. Það vatn hefði því runnið í Varmá. „Tal- ið er að heita vatnið hafi lekið í ána í 10 mínútur en það var rúmlega 80 gráða heitt.“ Spurður hvað fyrirtækið hygðist gera í framhaldi sagði hann að nú væri búið að laga bilunina í stjórn- lokanum. Honum var ekki kunnugt um að slíkt hefði komið fyrir áður. Slæmar afleiðingar fyrir lífríkið Þorsteinn Narfason, fram- kvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis, hafði rétt nýlokið að skrifa Orkuveitunni bréf þegar blaðamaður náði tali af honum. Þar var þess óskað að fá nánari skýringu á því sem gerst hafði sem og að hvatt var til að boðaður yrði fundur þar sem hægt væri að ræða fyr- irbyggjandi aðgerðir. „Við gengum nokkrir upp með allri ánni og fundum enga orsök þannig að ég hafði samband við hita- veitustjóra hjá Mosfellsbæ og hann sagði mér frá því að bilun hefði orð- ið hjá Orkuveitunni,“ segir Þor- steinn og bætir við að þetta hafi slæmar afleiðingar fyrir lífríkið í og umhverfis ána sem verið sé að reyna að byggja upp. „Heilbrigðiseftirlitið er búið að vinna kerfisbundið í nokk- ur ár við að hreinsa ána en það hef- ur verið endalaust álag á hana eins og fram hefur komið í fjölmiðlum.“ Morgunblaðið/Billi Páll Kristjánsson við Álafoss í Varmá með hluta þeirra dauðu fiska sem hann fann. Tugir fiska og nokkrir andar- ungar drápust Heitt vatn rann í Varmá í Mosfellsbæ KIRKJUDAGAR á Jónsmessu verða haldnir á Skólavörðuhæð föstudaginn 22. og laugardaginn 23. júní næst komandi með þátttöku fólks hvaðanæva af landinu og lýkur þeim aðfaranótt 24. júní. Á Kirkjudögum verður fjölbreytt dagskrá. Hún var kynnt á blaða- mannafundi í Hallgrímskirkju af skipuleggjendum daganna, þeim sr. Bernharði Guðmundssyni, verkefn- isstjóra Kirkjudaga, Birgittu Thor- steinsson, fulltrúa Reykjavíkurpró- fastsdæmis eystra, sr. Gísla Jónassyni prófasti í Reykjavík- urprófastsdæmi eystra, Gyðu Karls- dóttur, framkvæmdastjóra lands- sambands KFUM og K og Guðna Má Harðarsyni, starfsmanni Kirkjudaga. Ókeypis aðgangur Þetta er í fyrsta sinn sem Kirkju- dagar eru haldnir hér á landi en þeir eiga sér langa hefð í nágranna- löndum okkar. Bernharður Guð- mundsson, verkefnisstjóri, segir að kirkjan sé með þessu að bjóða til samtals og samveru, til sameigin- legrar uppbyggingar og stefnu- mörkunar, ekki með ályktunum eða yfirlýsingum heldur með upplifun- um. „Yfirskrift Kirkjudaga er, eins og biskup segir; „Komdu fagnandi til kirkjudaga“. Þetta verða látlausir dagar en glaðir og gagnlegir og það er ókeypis aðgangur.“ Áhersla lögð á börn og unglinga Hann segir að þjóðkirkjan sé einnig að láta það sjást og heyrast að hún eigi samleið með íslensku þjóðinni og að hún vilji halda áfram að eiga veigamikinn hlut í mótun nýrrar kynslóðar. „Þess vegna höf- um við lagt mikla áherslu á dagskrá fyrir börn sem við skiptum niður í fjóra hópa eftir aldri. Þá verður haldið Kirkjuþing unga fólksins og á það koma tveir fulltrúar úr hverju prófastsdæmi,“ en framkvæmda- stjóri þess er Guðni Már Harðar- son. Guðni segir að þar sé um að ræða fólk á aldrinum 15 - 22 ára. „Fengn- ir voru tíu einstaklingar víðsvegar að af landinu til að koma með hug- myndir um hvað þeim þætti mik- ilvægast að kirkjan myndi ræða um á nýrri öld. Við ætlum meðal annars að ræða um hvernig kirkjan getur náð til ungs fólks, hvernig bæta megi markaðssetningu, hvernig nýta megi Netið og skoða hvar sóknarfærin liggi helst.“ „Trú og efi í textum U2“ Á Kirkjudögum verður eins og áður segir um fjölbreytta dagskrá að ræða. Boðið verður upp á tónlist, leiklist og myndlist. Þá verða um 50 málstofur haldnar sem standa í klukkustund þar sem rætt verður um genarannsóknir og siðfræði, mannréttindi, umhverfisvernd, trúarbrögð, samskipti hjóna og upp- eldismál svo eitthvað sé nefnt. Sem dæmi um málstofur má nefna „Eru stelpur trúaðri en strákar?“, „Trú og efi í textum U2“ og „Afnám skulda fátækustu ríkja heims, leið til betri framtíðar“. Á Kirkjudögum taka ritstjórar, skáld, leikarar og fjöldi tónlistar- manna þátt í kvöldsamverum. Dagskrá Kirkjudaga fer fram í Iðnskóla Reykjavíkur, Vörðuskóla, Hallgrímskirkju og í tjaldi úti á hlaði. Boðið verður upp á barna- gæslu á staðnum og enn fremur verður matsala á staðnum. Hægt er að nálgast dagskrá kirkjudaga í öllum kirkjum, á slóð- inni www.kirkjan.is og á Biskups- stofu. Kirkjudagar haldn- ir á Skólavörðuhæð Morgunblaðið/Golli Dagskrá Kirkjudaga kynnt: Birgitta Thorsteinsson, Guðni Már Harð- arson, Bernharður Guðmundsson, Gyða Karlsdóttir og Gísli Jónasson. BJÖRN Bjarnason menntamálaráð- herra opnar sýningu á íslenskri skurðlist úr Þjóðminjasafni í Ljósa- fossstöð kl. 14.00 í dag. Þjóðminjasafn Íslands gengst í samvinnu við Landsvirkjun og Byggðasafn Árnesinga fyrir sýningu í kynningarsal Landsvirkjunar í Ljósafossstöð við Sog. Sýningunni var valið heitið Skáldað í tré – Íslensk skurðlist úr Þjóðminjasafni en þar er lögð áhersla á að kynna fyrir sýning- argestum sem fjölbreyttast úrval út- skorinna muna úr tré, beini og horni sem varðveittir eru í Þjóðminjasafn- inu. Varpað er ljósi á hina íslensku tréskurðarlist sem var stunduð hér á landi allt frá landnámsöld. Hið elsta sem til sýnis er eru Flatatungufjal- irnar frá 12. öld og það yngsta frá of- anverðri tuttugustu þar sem eru munir eftir útskurðarmeistara sem áttu þess kost að leggja stund á fag- legt nám í greininni. Norski fræðimaðurinn Ellen Marie Magerøy hefur í áratugi stundað rannsóknir á íslenskri tréskurðarlist og eru rannsóknarniðurstöður henn- ar lagðar til grundvallar á sýningunni og innan skamms mun birtast yfirlits- grein í Árbók Hins íslenzka fornleifa- félags. Í tengslum við sýninguna var gefin út vönduð sýningarskrá, segir í fréttatilkynningu. Þar ritar Þór Magnússon stutt yfirlit um íslenskan útskurð og birtar eru ljósmyndir af völdum gripum. Steinþór Sigurðsson listmálari hannaði sýninguna í Ljósafossstöð. Aðrir sem komu að uppsetningu hennar frá Þjóðminjasafni eru Margrét Gísladóttir, Árni Guðmunds- son, Gunnar Smári Þorsteinsson og Lilja Árnadóttir. Jafnframt aðstoð- uðu starfsmenn Ljósafossstöðvar á ýmsa lund. Sýningin verður opin fram á vetur en í sumar er hún opin alla virka daga kl. 13:00 til 17:00 og um helgar kl. 13:00 til 18:00. Skurðlist úr Þjóðminjasafni í Ljósafossstöð HIÐ árlega Kvennahlaup ÍSÍ fer fram í tólfta sinn í dag, laug- ardaginn 16. júní. Aðalhlaupið verður við Garðaskóla í Garða- bæ og hefst dagskrá þar klukk- an 13:30, en ræst verður í hlaupið sjálft klukkan 14:00. Einnig verður hlaupið í Mos- fellsbæ klukkan 12 og á meira en 100 stöðum bæði hérlendis og erlendis. Nánari upplýsingar um hlaupin má finna á heima- síðu Kvennahlaupsins í gegnum sjova.is. Gígja Gunnarsdóttir, fram- kvæmdastjóri Kvennahlaupsins, segir undirbúning þess hafa gengið afar vel og að um þrjú þúsund konur hafii þegar skráð sig. Hún segir að mjög góð stemning sé fyrir hlaupinu, alls staðar um landið, en búist sé við að um 20 þúsund konur á öllum aldri taki þátt, þar af sex til áttaþúsund í hlaupinu í Garða- bæ. Gígja segir að Kvennahlaupið sé orðið árviss viðburður hjá fjölda kvenna og að margar hafi tekið þátt frá upphafi og geti ekki hugsað sér að missa af því. Þannig miði þær sumarfrí og annað við þátttöku í hlaupinu. Búist er við þátttakendum á öllum aldri að vanda, en í fyrra var yngsta konan fáeinna vikna gömul og sú elsta níutíu og níu ára. Mikill áhugi á kvennahlaupi KARLMAÐUR meiddist þegar hann varð fyrir þungri járnstöng í steypuskála álversins á Grundar- tanga um klukkan 11 á fimmtudags- morgun. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni í Borgarnesi fékk maðurinn stöngina í kviðinn þegar verið var að hreinsa gjall af kerjum. Maðurinn var fluttur á sjúkrahús til læknis- skoðunar. Vinnuslys í álverinu á Grund- artanga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.