Morgunblaðið - 16.06.2001, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 16.06.2001, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 2001 11 stúlkna í stærðfræði er 5,1 en pilta 4,9, en meðaleinkunn stúlkna og pilta í ensku er sú sama, eða 5,0. Einkunnir ekki fullgildur mælikvarði á gæði skóla Sigurgrímur segir að taka þurfi margt til greina þegar einkunnir úr samræmdum prófum eru bornar saman milli einstaka skóla, en ein- kunnirnar einar og sér séu ekki fullgildur mælikvarði á gæði skól- anna. Þegar námsárangur nemenda sé annars vegar komi margt til auk kennslu, til dæmis hvatning á heim- ilum og ýmsir aðrir þættir úr um- hverfinu. Sigurgrímur Skúlason, sviðstjóri samræmdra prófa hjá Námsmats- stofnun, segir niðurstöðurnar í ár mjög sambærilegar við niðurstöður undanfarinna ára hvað varðar dreifingu einkunna meðal lands- hluta. Nemendur á höfuðborgar- svæðinu standi sig yfirleitt betur en nemendur á landsbyggðinni og það eigi einnig við núna. Stúlkur hærri en piltar Einnig má sjá nokkurn mun milli kynja en stúlkur stóðu sig talsvert betur en piltar. Meðaleinkunn stúlkna í íslensku er 5,4 en pilta 4,6, meðaleinkunn stúlkna í dönsku er 5,5 en pilta 4,5, meðaleinkunn HLÍÐASKÓLI í Reykjavík hlaut hæstu meðaleinkunn í íslensku, stærðfræði og dönsku í samræmdu prófunum í 10. bekk grunnskólanna í vor. Álftamýrarskóli í Reykjavík var með hæstu meðaleinkunn í ensku. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Námsmatsstofnunar en í skýrsl- unni er miðað við normaldreifðar meðaleinkunnir. Gera þær ráð fyrir að landsmeðaltal sé alltaf 5,0. Meðaleinkunn Hlíðaskóla í ís- lensku var 6,5, meðaleinkunn skól- ans í stærðfræði var 6,3 og með- aleinkunn skólans í dönsku var 7,0. Þá var meðaleinkunn Álftamýrar- skóla í ensku 6,7.                                                                                                                                                                                                                                                                          !" "#     $   %    &"     & '(    )(   * +,   -     ./'(        0 1"   2 '(     # "   3    *#    3( 1   +   4    .+                - 5   0 1"4   &     #    )$    6   7 '   +%   89-(         1        ) '4    6  :;$;<(  #     6"  ;6 1-$ " 6"   ;$; 1  6    <5 "#    (        = -$ "   ">)(         2 "#    6" 1   6"   ;$;2( 6"   ;$;?  -$ 6"  ;5 -  6"   ;$;5  ' +      @  ;@ 6"  ;2( " -$ " 6"   ;%;  6"   ; +-$        6"  ;4 A  ;- 6"   ;%;2 B 1" *   )+' $   6"  ; "         6    ;%;?   -$ "   $"   6 %  ;-:;B' $ C11 5   2 "   &" 1            2('              5     =   6"   ;%; 6"  ;. 5  6"  ;3% 4    99"  ;B       6"  ;<,1 ' 99 -(   6"   ; " 6: :;%;5# ;(;( 5  1-$ "    -    3 4   6"   ;$;-   6"   ;$;7( % 'B 2   ;) +  5  +                                                                                                     Niðurstöður samræmdra prófa í 10. bekk grunnskóla Hlíðaskóli með hæstu meðaleinkunnir HEIMDALLUR, félag ungra sjálf- stæðismanna í Reykjavík, vakti á því athygli að í gær var vinnu lands- manna fyrir opinberum útgjöldum lokið. Í tilefni af því var borgarstjór- anum í Reykjavík, Ingibjörgu Sól- rúnu Gísladóttur, afhentur stór pen- ingaseðill sem tákn um skattheimtu opinberra aðila. Seðillinn hljóðaði upp á upphæð samsvarandi útgjöldum Reykjavíkurborgar árið 2000 segir í tilkynningu Heimdallar til fjölmiðla. Þá segir að frá áramótum til 15. júní hafi venjulegur Íslendingur eingöngu verið að vinna fyrir skyldugreiðslum fyrir hið opinbera. „Heimdallur vill vekja athygli á að ríkisútgjöld og út- gjöld sveitarfélaga hafa þanist út á síðustu þremur árum. Nauðsynlegt er fyrir alla landsmenn að sporna gegn eyðslu stjórnmálamanna og færa fleiri verkefni í hendur einstakling- anna sjálfra,“ segir í tilkynningunni. Borgarstjóri veitti seðlinum við- töku í Ráðhúsi Reykjavíkur og sagð- ist taka við honum sem fulltrúi sveit- arfélaganna í landinu. Hún áréttaði að sveitarfélögin veittu mjög mikils- verða þjónustu og að hún áliti skatt- inn eitt besta tekjujöfnunartæki sem völ væri á og að fólk væri að fá mjög mikið fyrir þá fjármuni sem sveitar- félögin innheimtu. Þá líkti hún rekstri sveitarfélaganna við fyrirtækjarekst- ur þar sem boðað væri til aðalfundar á fjögurra ára fresti. „Það er góð þátt- taka á aðalfundinum og fólk kýs sér þar stjórn sem er falið það verkefni að útdeila sameiginlegum fjármunum hluthafanna. Svo getur fólk, sé það ekki sátt, látið það í ljós á næsta aðal- fundi,“ sagði borgarstjóri. Morgunblaðið/Jim Smart Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri í Reykjavík, veitir viðtöku táknrænum peningaseðli úr hendi Björg- vins Guðmundssonar, formanns Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík. Heimdellingar fagna á „skattadeginum“ Á SUNNUDAGINN, 17. júní, verð- ur hátíðarguðþjónusta í tilefni af eins árs vígsluafmæli Grafarvogs- kirkju og mun sr. Ólafur Skúlason biskup predika en hann stjórnaði fyrsta fundi sóknarinnar að sögn sr. Vigfúsar Þórs Árnasonar sóknar- prests. Kirkjan var vígð 18. júní 2000 en sóknin var stofnuð 1989. Að sögn sr. Vigfúsar hefur verið fjallað um arki- tektúr Grafarvogskirkju í erlendum arkitektablöðum og danska ríkis- sjónvarpið gerði þátt um kirkjuna. „Verið var að fjalla um nútímalegan arkitektúr á Norðurlöndunum og var ein bygging í hverju landi valin.“ Sr. Vigfús segir að kirkjan sé mjög hagkvæm og veki það einna mesta athygli. „Það er hægt að afmarka hana með milliveggjum þannig að hægt er að stækka hana eða minnka að vild eftir fjölda kirkjugesta. Því er hún mjög þægileg við allar athafnir en það komast upp í 1200 manns í sæti. Þá þykir hún afar björt og mjög nútímaleg hvað arkitektúr varðar. Útsýnið úr henni er mjög gott og það er eins og umhverfið komi inn í kirkj- una. Jafnframt hefur listaverk Leifs Breiðfjörð haft stórkostleg áhrif en það er allur glugginn í endanum og heitir „Kristnitakan árið 1000“. Ekki má gleyma hljómburðinum sem hef- ur fengið mikið lof á meðal sérfræð- inga.“ Vígsluafmæli í Grafarvogi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.