Morgunblaðið - 16.06.2001, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 16.06.2001, Blaðsíða 48
48 LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ENN á ný hefur „ribbaldaflokkur“ ríkisstjórnarinnar farið af stað til að nema lönd. Það var hin fagra sveit Mýrdalur í Vestur-Skafta- fellssýslu sem varð fyrir barðinu á landtökumönnum í þetta sinn. Ég, undirrituð, ásamt systkinum mín- um, á jörðina Hjörleifshöfða í Mýr- dal, en land þetta hefur verið í eigu ættarinnar í rúmlega 100 ár. Svo sá ég það í blaði einn góðan veð- urdag að búið var að hirða af land- inu góða spildu sem ganga á til rík- isins. Því ekki krjúpa þessir „háu herrar“ sem vinna að eignaupptöku landa, svo lágt að eyða orðum á löggilta eigendur fasteignanna, sem verið er að taka af þeim. Hins vegar er okkur heimilt að sækja mál og kosta til þess ærnu fé til að sanna það fyrir misvitrum embætt- ismönnum að við séum, þegar allt kemur til alls, löggiltir eigendur eigna okkar. Ekki eru fréttamenn heldur að æsa sig yfir smámununum, þess er tæplega getið í fjölmiðlum að rík- isstjórn herra Davíðs Oddssonar sé að gera upptækar eignir fólks í stórum stíl. Það er víst vegna þess að við búum „austan Elliðaáa“ að við eigum okkur fáa eða enga mál- svara í þessu máli, en samkvæmt nýjustu heimildum er óvíst hvort líf sé á þessum slóðum. Samanber ágætan þátt í RÚV fyrir skemmstu. Þar sagði frá manni sem flutti til Reykjavíkur í ein- hverjar óbyggðir fyrir norðan og hefur ekkert til hans spurst síðan. Vinir hans fyrir sunnan hafa þó samband við hann öðru hvoru, lík- lega í gegnum miðla, og telja að hann sé dáinn. Oft hef ég horft á bíómyndir úr villta vestrinu og undrað mig á yfirgangi hvíta mannsins þegar hann ruddist yfir lönd indíánanna og hrakti þá af arfleifðum sínum og hirti lönd þeirra fyrir sig. Ég hef þó alltaf álitið að þetta væri liðin tíð og svona atburðir heyrðu sögunni til. Allra síst gat mig órað fyrir að slíkt gæti gerst hér uppi á Íslandi á því herrans ári 2001. Ég velti því fyrir mér hvað verði um aðrar fátæklegar eigur mínar s.s. hús og bíl sem ég telst eiga til hálfs með eiginmanni mínum. Hvort einhvern vanhagi um þessa hluti. En vísast þarf ég ekki að vera mjög óttaslegin um það, því bíllinn er orðinn garmur og húsið er á alröngum stað, það er í Þor- lákshöfn og þar er fiskilykt – ennþá. En ef ráðslag stjórnvalda heldur áfram sem horfir verður engin fiskilykt í Þorlákshöfn eða annars staðar á landinu. Þá verður gaman og hægt að dansa í kringum súlur allan liðlangan daginn, eða naga blýanta. Gamalt máltæki seg- ir að „þeir þurfi að fela sem stela“, það hefur víst verið út af því að einu sinni skömmuðust menn sín sem freistuðust til að taka eigur annarra og þurftu líka að gjalda fyrir ef upp komst. En nú er öldin önnur, nú takast lögvitringar á um hlutina og sá sem fær best borgað vinnur gjarnan málin. Ég verð þó að segja að einn hlut er ég afar ánægð með, ég þarf ekki að segja mig úr Sjálfstæðisflokknum, eins og sumir frændur mínir í Skafta- fellssýslunni, þeim flokki hef ég aldrei tilheyrt og mun aldrei gera. Á þann flokk hef ég aldrei eytt bleki í kjörklefa og mun aldrei gefa atkvæði mitt og heldur ekki skó- sveinum þeirra sem verma nú ráð- herrastóla þessa lands. HALLA KJARTANSDÓTTIR, Heinabergi 16, Þorlákshöfn. Villta vestrið á Íslandi Frá Höllu Kjartansdóttur: BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329 Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. BRÝNT er að skerpa línurnar milli andstæðra fylkinga. Annarsvegar er Jón Steinar, lögm., talsmaður frelsis í orði og hugsun (e.t.v. í athöfnum líka). Hinsvegar er Óskar Magnús- son, lögm. og fyrrum framkvæmda- stjóri Baugs hf., talsmaður kúgunar, arðráns og fjötra. Jón Steinar er vafalaust fær um að svara fyrir sig sjálfur en hér á landi hefur það ekki verið lenska að mæra sjálfan sig. Óskar reynir vissulega að gera til- raun til þess þegar hann segist ekki reykja. Jón Steinar hefur sjálfur sagt að hann hafi hætt drykkju og óreglu en hann er ekki að mæra sjálfan sig. Hann er að berjast fyrir sjálfsögðu og eðlilegu skoðana- og tjáningar- frelsi jafnvel þó skoðanir séu „óheil- brigðar“ og allt aðrar en í samræmi við meirihluta þjóðarinnar. Hann er réttilega að gæta hagsmuna margra skjólstæðinga sinna nokkuð vel. Hvert var síðan verkefni þitt, Ósk- ar, sem framkvæmdastjóri Baugs hf.? Er hægt að halda því fram að þú hafir gætt hagsmuna skjólstæðings þíns nokkuð vel eða er pínulítill svartur blettur á samviskutetrinu hjá þér? Þú hefur að mínu viti fullan rétt á að verja þinn málstað jafnvel þó vondur sé. Ég er sannfærður um að Jón Steinar er mér sammála um að slæmur málstaður á fullan rétt á varnarviðbrögðum jafnvel þó að þinn málflutningur sé öndverður við skoð- anir okkar Jóns Steinars. Hvernig gengur annars að flá sama köttinn tvisvar? (tilv. í grein í Morgunblaðið 22, maí sl.) Við Jón Steinar höfum báðir fengið nöfn okk- ar birt í bridsdálkum dagblaðanna. Ég minnist ekki að hafa séð þitt nafn í þeim dálkum. Brids veitir vissa þjálfun í rökhugsun. Þú klikkaðir væntanlega á þessu. Við Jón Steinar eigum brids og frelsisbaráttuna sam- eiginlega jafnvel þó í minnihluta séum. Á tímum millistríðsáranna urðu þjóðernissinnar í meirihluta í Þýskalandi en þeir eru það ekki leng- ur. Frelsið sigraði í þeirri orrahríð. SIGURÐUR LÁRUSSON, Klapparstíg 11, Njarðvík Ekki setja lög á Jón Steinar Frá Sigurði Lárussyni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.