Morgunblaðið - 16.06.2001, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 16.06.2001, Blaðsíða 52
MEÐLIMIR Rammstein eru búnir að vera að kynna sér land og þjóð undanfarna daga en í kvöld fara seinni tónleikar þeirra fram og mun íslenska sveitin Kanada hita upp. Hljómsveitarmeðlimirnir lentu á Keflavíkurflugvelli kl. 21.05 á mið- vikudaginn var og skelltu þeir sér þá umsvifalaust í Bláa lónið. Þar undu þeir sér svo vel að afráðið var þegar í stað að fara aftur áður en þeir yf- irgefa klakann á morgun. Þrír þeirra, Till Lindeman söngv- ari, Paul Landers gítarleikari og Christoph Doom Schneider trommu- leikari ráku inn nefið á Ham-tón- leikana á Gauknum þá um kvöldið og hlýddu þar á eitt lag, „Musculus“. Síðar kíktu þeir svo í eftir-á-partíið og ræddu þar við íslenskar yngis- meyjar og voru hinir kátustu. Á fimmtudaginn var svo farið í bátsferð; „rafting“-ferð niður Aust- ari-Jökulsá í Skagafirði sem ku víst vera ansi torfarin. Meðlimir Rammstein veittu síðan nokkrum fjölmiðlum viðtöl í gær en snæddu þar næst síðbúinn hádegis- verð á Stokkseyri áður en allur hóp- urinn fór niður í Laugardalshöll til að veita viðurkenningu fyrir gull- plötusölu á plötunum Sehnsucht og Mutter en sú síðastnefnda hefur nú selst í 6.000 eintökum. Morgunblaðið tók Paul Landers í stutt spjall og hann var sýnilega ánægður með heimsóknina hingað. Meðlimir hafa löngum verið miklir áhugamenn um land og þjóð; eiga myndbönd og bækur um Ísland og hvaðeina. Paul sagðist hafa verið nokkuð stressaður fyrir bátsferðina. „En þegar við vorum komnir af stað þá hefði þetta mátt vera aðeins hættulegra og brattara.“ Aðspurður hvernig honum líki tónlist Ham, en sveitunum er oft líkt hvorri við aðra, svarar hann stutt og laggott: „Mér finnst hún mjög fín.“ Hann sagði að lokum að ef hann hefði vitað hversu fallegt væri hér- lendis hefði hann reynt að gera ráð- stafanir til að vera lengur. „Nokkrir af okkur ætla reyndar að vera aðeins lengur. En það er bara vika í að við förum til Ameríku og mínar áætlanir voru því aðrar. En einhverjir okkar koma alveg örugglega hingað aftur í frí.“ Rammstein á Íslandi Stoltir strákar með litað hár og gullplötur ásamt Halldóri Baldurssyni frá Skífunni. Morgunblaðið/Árni Sæberg Morgunblaðið/Palli Paul Landers (1. frá vinstri) og Till Lindeman (3. frá vinstri). Á milli þeirra er Finnur Jóhannsson en hann hefur verið sérlegur aðstoðar- maður Rammstein hérlendis. Gullplötur og bátsferðir FÓLK Í FRÉTTUM 52 LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ sími 551 1200 Stóra sviðið kl. 20.00:            >  -   ?@?    "@?    @?     !@?     3@?    8@?   -  @?  !  "# $ %& ! '("  )) %   *#  '+     - @?   +,+-! .! /01  ,, 2 + 3 4.++ -! 4 5 ! ! ,6! +++7 ,6! 4 +++  8 ,! 9: .5,++  ++  ;++! '.+++  8!<= ! ,! 9>39? .!3! ,! 9></:! HEDWIG KL. 20 Frumsýning fös 29/6 UPPSELT lau 30/6 A,B,C,D,E,F,G,H&I kort gilda örfá sæti laus fös 6/7 Hádegisleikhús KL. 12 RÚM FYRIR EINN fim 21/6 nokkur sæti laus fim 28/6 nokkur sæti laus FEÐGAR Á FERÐ KL. 20 mið 20/6 UPPSELT fim 21/6 nokkur sæti laus sun 24/6 nokkur sæti laus Allar sýningar hefjast kl. 20. Miðasalan er opin frá kl 10-14 alla virka daga og frá kl 17-20 á sýningarkvöldum. Hópasala er í síma 530 3042 og skrifstofusími er 530 3032 eða 530 3037. midasala@leik.is — www.leik.is Miðasölusími er 530 3030 MEÐ VÍFIÐ Í LÚKUNUM e. Ray Cooney Í KVÖLD Lau 16. júní kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI Fös 22. júní kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI Lau 23. júní kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI Fim 28. júní kl. 20 - NOKKUR SÆTI Fös 29. júní kl. 20 - NOKKUR SÆTI Lau 30. júní kl. 20- NOKKUR SÆTI PÍKUSÖGUR e. Eve Ensler Í KVÖLD Lau 16. júní kl. 19-ÖRFÁ SÆTI Í KVÖLD Lau 16. júní kl. 22 - UPPSELT Þri 19. júní kl. 20 - UPPSELT Sýnt á Stóra sviði í tilefni 19. júní, eftir sýningu flytur Ragnheiður Eiríksdóttir, hjúkrunarfræðingur og kynlífspistlahöfundur, erindi tengt Píkusögum. ATH. ekki er hleypt inn í salinn eftir að sýningin hefst. SÍÐUSTU SÝNINGAR Í SUMAR. SÝNINGAR HEFJAST AÐ NÝJU Í HAUST Miðasala: 568 8000 Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is Stóra svið 3. hæðin Nemendadansflokkur Listdansskóla Íslands Pronto! í Íslensku óperunni laugardaginn 16. júní kl. 20.00 „JÁ, SÁ ER mað- urinn,“ þannig svarar Óskar Al- bertsson listamað- ur, þegar blaða- maður kannar hvort hann hafi slegið inn rétt símanúmer. Óskar opnaði á dögunum mynd- listarsýningu í Gallerí Geysi, Hinu húsinu þar sem hann sýnir af- urðir sköpunar- gáfu sinnar. „Ég sýni þar pennateikningar,“ útskýrir Óskar. „Ég er mikið fyrir form og línur og allskonar skúlptúr inn í línunum. Ég veit ekki alveg hvernig á að lýsa þessu, það er kannski bara best fyr- ir fólk að koma hingað niður eftir á Gallerí Geysi og sjá þetta hjá mér.“ Og ef fólk leggur leið sína á sýn- ingu hans er ekkert svo víst að allir verði sammála um hvað fyrir augu ber. „Það sér enginn það sama út úr myndunum. Það geta komið hundr- að manns og skoðað myndirnar og þeir sjá allir eitthvað nýtt út úr hverri mynd, mér finnst það mjög heillandi. Ég er ekki formfastur í neinu.“ Það er oft sagt að listamenn „vinni innan vissra ramma.“ Óskar vinnur hinsvegar ekki aðeins innan rammanna, heldur vinnur hann rammana sjálfa. „Ég er að sýna þau verk sem ég hef unnið á þessu ári. Ég byrja á því að gera línu og svo vinn ég mig út frá henni. Svo gerði ég rammana sjálfur. Við gerðum það í handverk- stæðinu Ásgarði, þar sem ég er að vinna. Þetta eru trérammar. Þeir eru eiginlega hluti af sýningunni. Ég málaði þá rauða og bláa, þeir gefa svona heildarsvip á sýninguna.“ En Óskar fær ekki einungis útrás fyrir sköpunargleði sína í gegnum myndlistina. „Ég var að gefa út mína fyrstu ljóðabók með sjö ljóðum. Ég hef verið að reyna að selja hana. Hún heitir bara Óskar Albertsson 2001. Ég er bara að semja svona um lífið og tilveruna. Ég er búinn að hafa þetta í tölvunni minni í fimm til sex ár og hef alltaf ætlað að koma þessu út. Loksins ákvað ég að láta þetta verða að veruleika, með sýning- unni.“ Þegar blaðamaður bað Óskar um nánari lýsingu á innihaldi ljóðanna, brást skáldið þannig við; „Ég skal bara lesa eitt stutt ljóð sem er í bókinni: Prestur knýr dyra, í litla húsinu við götuna. Eftir smá stund heyrist grátur, og prestur gengur út. Eða var það sorgin sem knúði dyra í litla húsinu við götuna. Sýning Óskars Gallerí Geysi er opin á opnunartíma Hins hússins. Óskar Albertsson sýnir í Galleríi Geysi Línur, form, ramm- ar, lífið og tilveran Listamaðurinn Óskar Albertsson, utan og innan ramma. Morgunblaðið/Golli JÚLÍUS Vífill Ingvarsson borg- arfulltrúi, lögmaður og óp- erusöngvari fékk óvænta heim- sókn eldsnemma í gærmorgun. Hann áttaði sig fyrst á að eitthvað undarlegt væri á seyði utan við heimili sitt er hann heyrði koma þaðan lúðrablástur og söng. Hann komst brátt að því að þar voru á ferð félagar hans í Hverfafélagi Sjálfstæðisflokksins í Nes- og Melahverfi. Þeir komu líka færandi hendi, færðu honum blóm og forláta ís- lenskan blaðahníf, áletraðan og skreyttan ópalsteini. Tilefnið var líka alveg sérstakt því Júlíus Vífill fagnaði fimmtugs- afmæli sínu í gær. Að afloknum hlýjum orðum í garð Júlíusar Víf- ils, sólríkum söng og kampavíns- skál í plastglösum bauð Svanhild- ur Blöndal eiginkona afmælisbarnsins til morgunkaffis. Óvænt morgun- heimsókn Morgunblaðið/Billi Júlíus Vífill og eiginkona hans, Svanhildur Blöndal, skála í tilefni af stóra áfanganum í lífi Júlíusar. Til að auglýsa á þessari síðu hafðu samband við okkur í síma 569 1111 eða sendu okkur tölvupóst á augl@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.