Morgunblaðið - 16.06.2001, Page 54

Morgunblaðið - 16.06.2001, Page 54
FÓLK Í FRÉTTUM 54 LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ PAPARNIR Vesturgötu 2, sími 551 8900 gera allt vitlaust í kvöld HLJÓMPLATA Kanada kom út í fyrra hjá TMT, undimerki íslensku útgáfunnar Thule, og hefur nú feng- ið almenna dreifingu um Evrópu. Og góðu heilli hefur kvikmyndarokkið sem sveitin leikur verið að falla vel í kramið hjá Evrópubúum. Tónlist sveitarinnar fer um víðan völl, hljóm- og hljóðbútum er raðað sam- an að því er virðist á handahófs- kenndan hátt, stefnur og stílar flökt- andi inn og út um hljóðrásirnar. Vel úthugsuð og samansett steypa? Tón- leikar sveitarinnar eru og kostuleg- ar sýningar en í kvöld hlotnast sveit- inni sá heiður að hita upp fyrir þýsku rokkgoðin í Rammstein. Dómarnir Kanada hefur verið að fá dóma í blöðunum TimeOut, Uncut, Rock- sound, The Independent og einnig eru franskir fjölmiðlar hrifnir. Danska ríkisútvarpið valdi plötuna svo eina af tíu bestu plötum ársins í fyrra. Mér er tjáð af þeim piltum að dómurinn í TimeOut hafi verið svo- kallaður „yfirgírsdómur“, fullt af löngum og fínum orðum og tilvísanir í myndlistamenn og rithöfunda....eða þannig. Rokkblaðið Rock Sound fer hefðbundnari leiðir en það ætti að segja sitthvað um víða skírskotun sveitarinnar að „hefðbundið“ rokk og ról blað taki hana fyrir. Þar segir að hljómborðið á plötunni sé „sval- ara en andsk...“, hún geymi „til- komumikla flóru af dýrahljóðum“ og lögin séu „nítróknúnir ruslrokksrús- síbanar“. Niðurstaðan er sú að það mætti misskilja þetta sem „list- arokk“ en meðlimir virðast fjarri slíkum pælingum. „Tilgangslaust en ári skemmtilegt engu að síður,“ seg- ir þar að lokum. Uncut gefur plötunni fjórar stjörnur af fimm og segir tónlist sveitarinnar vera blöndu af bílskúr- spoppi, sýrurokki, kjötkveðjuhátíð- artónlist, „mexicana“, harðkjarna- pönki og spagettívestratónlist, hrært saman með tilraunakenndri raftónlist. Sá er dæmir er auðsjáan- lega mjög hrifinn og í enda dómsins er fólk varað við því að hlusta á alla plötuna í einu, það gæti valdið sturl- un! Þeir félagar eru ánægðir með veruna á Thule og segja það henta sér vel. „Þórhallur [yfirmaður Thule] er alger hugsjónamaður,“ segir Ragnar, þar sem hann situr í hinum víðfræga gula sófa uppi á Mogga, ásamt félögunum. „Það er auðvitað draumastaða að vera hjá fyrirtæki þar sem útgefandinn stendur algerlega með því sem hann er að gera.“ Strákunum líst eðlilega vel á að leika með Rammstein en sveitirnar eiga ýmislegt sameiginlegt, einkan- lega í gjörningalegu tilliti. „Þetta verður mjög fyndið,“ segir Ragnar. „Þarna verður fullt af fólki og enginn þekkir tónlistina okkar.“ „Ætli það verði ekki svona 50 manns þarna sem mætti telja sem aðdáendur okkar,“ segir Úlfur og hlær. „Þrátt fyrir það held ég að þetta séu réttu áhorfendurnir fyrir okkur.“ Og þeir eru ekki hræddir við sam- keppnina frá Rammstein. „Við erum ekki að setja upp ein- hverja sýningu vegna þess að þeir [Rammstein] eru með einhverja sýningu,“ segir Þorvaldur. „Það þýðir ekkert að keppa við svona hluti.“ „Við höldum bara okkar sýningu,“ bætir Ragnar við. „Sem er mjög rússnesk. Blóð, glimmer og brjósta- hristingar. Þetta verður Kanada- Þýskaland í Höllinni.“ Þeir halda áfram að velta fyrir sér muninum á Kanada og Rammstein og styðjast við líkingar úr heimi knattspyrnunnar. „Við höfum verið að æfa öll okkar sóknarkerfi,“ segir Þorvaldur. „Og við höfum verið að skoða myndbönd með Rammstein,“ upp- lýsir Ragnar. „Þjóðverjarnir spila alltaf vörn. Þeir eru stórir, þéttir og spila lokaðar stöður. Við höfum engu að tapa hins vegar og spilum opnari stöður.“ Morgunblaðið/Jim Smart Kanada-skössin tamin: Frá vinstri: Úlfur, Óli Björn, Ragnar, Egill og Þorvaldur. Gítarleikarinn Haukur er staddur erlendis um þessar mundir. Nítróknúnir rusl- rokksrússíbanar Hljómsveitin Kanada hefur vakið talsverða athygli erlendis fyrir fyrstu plötu sína, sam- nefnda sveitinni. Arnar Eggert Thorodd- sen tók saman helstu dóma og ræddi við þá Úlf, Ragnar og Þorvald. Kanada leikur með Rammstein í kvöld arnart@mbl.is ÁRLEGA fer fram vinsæll brúð- kaupsleikur í Brúðkaupsblaði Morgunblaðsins, sem margir taka þátt í. Í ár var vinningurinn tveggja vikna ferð til Krítar með Úrvali- Útsýn, auk flugs og gistingar í tvær vikur á Golden Bay hótelinu við Apostoliströndina rétt hjá Chania, annarri stærstu borg Krítar. Það eru brúðhjónin tilvonandi Þórey Birgisdóttir og Guðlaugur Guðmundsson, sem duttu í lukku- pottinn og eru nú á leið til Grikk- lands í haust, en þau gifta sig í Há- teigskirkju 8. september nk. „Ég var búin að ákveða að taka þátt í leiknum, ef hann væri í ár,“ segir Þórey, sem hefur safnað Brúðkaupsblaðinu frá 1996, en henni finnst mjög gaman að skoða hvernig skreytingar og annað breytist frá ári til árs. „Ég átti samt ekki von á því að vinna,“ segir hún hæstánægð. Guðlaugur við- urkennir að íþróttasíðurnar veki venjulega meira áhuga hjá honum en brúðkaupsblaðið. Þar sem Þórey og Guðlaugur reiknuðu ekki með því að vinna voru þau þegar farin að athuga með brúðkaupsferðina. „Stefnan var fyrst sett á San Diego eða Krít og þegar dollarinn hækkaði upp úr öllu ákváðum við að fara til Krít- ar,“ segir Guðlaugur, og Þórey segist því ekki hafa trúað því þegar hún fékk símtalið um vinninginn. „Þetta er ótrúleg tilviljun. Við höf- um farið til Mallorca og Portúgal og langaði að prófa eitthvað nýtt og allt við Krít er mjög heillandi, bæði bæjarlífið og fornminjarnar,“ bætir Þórey við, en Guðlaug langar mest að kafa í tærum sjó. Þau búast við að leggja af stað nokkrum dögum eftir brúðkaupið, og ætla að leyfa tveggja ára syn- inum Elíasi að njóta ferðarinnar með þeim, og jafnvel fleiri fjöl- skyldumeðlimum. Ótrúleg tilviljun Morgunblaðið/Emilía Þórey og Guðlaugur voru ánægð þegar þau tóku við gjafabréfinu úr hendi Steinunnar Tryggvadóttur, þjónustustjóra Úrvals-Útsýnar. Brúðkaupsleikur Morgunblaðsins ÞAÐ SKÁKAR enginn Em- inem þegar kemur að því að gera lítið úr félögum sínum í skemmtanabransanum. Fræg eru orðin ófögur ummæli hans um Christinu Aguileru og Britney Spears en í sam- starfsverkefninu, plötu með félögum hans úr hverfinu, sem gengur undir nafninu D12, slær hann sjálfum sér gjörsamlega við. Þar tekur hans sig til og rakkar niður, auk vinkvenna sinna Aguileru og Spears, Whitney Houston, Everlast, DJ Lethal, Justin Timberlake kærasta Spears, Ben Affleck og meira að segja gömlu vini sína í Limp Bizkit og það meira að segja í einu og sama laginu! Umrætt lag heitir „Ain’t Nuttin’ But Music“ og er unnið í samstarfi við Dr. Dre. Reuters Sannur mannvinur. Eminem við sama heygarðs- hornið

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.