Morgunblaðið - 16.06.2001, Blaðsíða 14
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
14 LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Í GARÐLÖNDUM Reykja-
víkur í Skammadal í Mos-
fellsbæ getur að líta húsa-
þyrpingar beggja megin
dalsins og víðfeðma kartöflu-
garða á milli. Þangað hafa
borgarbúar lagt leið sína um
árabil, ræktað sinn skika og
notið kyrrðarinnar og nátt-
úrufegurðarinnar í kring.
Skúrarnir eru litlir en
hver með sínu lagi og ljóst
að flestum er vel við haldið.
Við túnfótinn standa stikur
upp úr jörðinni og á þeim
eru númer. Hver kofi hefur
sína tölu og kartöfluskiki
fylgir hverjum og einum sem
jafnframt er auðkenndur
með sama númeri. Blaða-
maður og ljósmyndari lögðu
leið sína þangað í vikunni og
tóku púlsinn á mannlífinu í
Skammadal.
Kallar kofann dalakofa
Hjónin Guðbjörg Guðna-
dóttir og Valdimar Friðriks-
son úr Reykjavík hafa ný-
verið fest kaup á kofa nr. 103
en Björg Aðalsteinsdóttir úr
húsi nr. 147 sem einnig er úr
Reykjavík var í heimsókn
hjá þeim.
„Þetta er passlega langt
fyrir okkur og hérna er gott
að vera,“ segir Guðbjörg.
Hún er fljót að leiðrétta þeg-
ar blaðamanni verður á að
nota orðið „skúr“ um vist-
arveruna og segir um leið og
hún brosir út í annað: „Þetta
er dalakofinn minn.“
Valdimar, eiginmaður
hennar, er með pensilinn við
höndina og er að mála pall-
inn og grindverkið. Aðspurð
segjast þau ekki hafa sett
niður kartöflur í ár og Björg
tekur undir það.
„Ég ætlaði að leyfa bróð-
urdóttur minni að nota skik-
ann. Ætli það sé ekki orðið
of seint að setja niður núna,“
segir Guðbjörg.
Þau eru sammála um að
gott sé að dvelja í Skamma-
dal og þar vilja þau helst
vera lungann úr sumrinu.
Dýrar kartöflur
Hjónin Anna Kalmans-
dóttir og Ingvar Bjarnason
úr Garðabæ eiga húsið Hlíð.
Kofinn var reistur um miðj-
an níunda áratuginn en við
hlið hans stendur annar kofi
með sama nafni sem þjónar
sem nokkurs konar geymsla.
Ingvar er upptekinn við
málningarvinnu á milli þess
sem hann mundar pípuna.
„Við byggðum þennan
kofa ’84 eða ’85 og hinn
stuttu seinna,“ segir Anna.
Aðspurð segjast þau hafa
sett niður kartöflur, en einn-
ig rækti þau rófur, gulrætur
og svolítið af jarðarberjum.
„Þetta eru dýrar kart-
öflur,“ bætir Ingvar við.
„Þeir komu á fasteignagjöld-
um um síðustu áramót og við
erum líka að borga leigu af
jörðinni,“ segir hann.
Kofarnir eru í einkaeigu
þó nú sé bannað að byggja
meira á svæðinu, stækka eða
breyta. „Við vitum í sjálfu
sér ekki hvað við fáum að
vera hérna lengi. Kannski
tíu ár, hver veit,“ segir Ing-
var.
Þau hjónin hafa rennandi
vatn úr krana við bústaðinn
sem þau sækja úr lítilli upp-
sprettu rétt ofan við húsið.
Flestir í kring notast við
rigningarvatn og víða má sjá
yfirfullar tunnur undir þak-
rennum þangað sem fólk
sækir vatn.
Garðhúsabæir
Ingvar og Anna eru bæði
á því að gott sé dvelja í
Skammadal og segjast
gjarnan vilja fá að vera þar
eins lengi og unnt er. Engu
að síður þrengi þéttbýlið að
og því sé framtíð byggðar í
Skammadal óráðin. Reykja-
víkurborg sér um að halda
svæðinu snyrtilegu í sam-
vinnu við íbúa og Ingvar tek-
ur fram að borgaryfirvöld
sinni sínu hlutverki vel.
Húsaþyrpingin í Skamma-
dal er vísir að því sem á
dönsku kallast kolonihave og
er stundum nefnt garð-
húsabæir á íslensku. Í Sögu
Reykjavíkur segir að Reyk-
víkingar hafi verið miklir
ræktunarmenn um miðja
öldina og matjurtagarðar
hafi notið aukinna vinsælda
meðal almennings með
hverju árinu sem leið. Á
þeim tíma var kartöfluupp-
skera bæjarbúa yfirleitt tal-
in nema um fjórðungi af
heildaruppskeru lands-
manna.
Í Skammadal hófst kart-
öflurækt Reykvíkinga árið
1965. Að sögn Einars Er-
lendssonar skrifstofustjóra
garðyrkjudeildar Reykjavík-
urborgar var landið lengi
framan af í eigu Reykjavík-
urborgar en var selt á síð-
asta ári og er nú í eigu Mos-
fellsbæjar. Reykjavíkurborg
leigir hins vegar út landið.
Í dalnum eru nokkrir tug-
ir húsa sitthvoru megin dals-
ins og kartöflugarðar á milli.
Borgin hefur umsjón með
svæðinu og eftirlitsmaður á
vegum borgarinnar sinnir
þar tilfallandi verkefnum. Þá
er umsjón með vatnsklósett-
um og öðrum aðbúnaði sem
þar er í höndum borgarinn-
ar.
Að sögn Einars hefur
kartöflurækt dregist nokkuð
saman á undanförnum árum.
Hann segir að þegar kart-
öflugarðarnir við Korpúlfs-
staði hafi lagst af hafi borgin
boðið fólki að flytja sig um
set og rækta sinn skika í
Skammadal.
„Það voru 1.000 leigjendur
í kringum 1990 en þeir eru
300 í dag,“ segir Einar. Að-
eins lítill hluti ræktenda á
afdrep í Skammadal. Hann
segir skikana sem fyrir eru
ekki fullnýtta og töluvert
vanti þar upp á.
Meira fyrir sportið
og útivistina
Ólöf Aðalsteinsdóttir frá
Patreksfirði, sonur hennar,
Hilmir Þór Bjarnason,
tengdadóttirin Karen Páls-
dóttir frá Ísafirði og barna-
barn, Valdís Ósk, voru í óða-
önn að setja niður kartöflur.
„Þetta er svona meira gert
fyrir sportið og útvistina,“
segir Ólöf.
„Við erum að setja niður
15 kíló af kartöflum. Við von-
umst til að fá allavega það
tilbaka,“ segir hún og hlær
aðspurð hversu mikil upp-
skeran verði.
Ólöf og hennar fólk á ekki
kofa í Skammadal en hefur
afnot af einum slíkum og
kartöfluskikanum. Þau segj-
ast vel geta hugsað sér að
eignast eigin kofa. Líklega
er litla Valdís Ósk sammála
þessu því á meðan á samtal-
inu stendur hleypur hún um
moldarbeðin hæstánægð
með tilveruna og gott fram-
tak ömmu sinnar, mömmu
og pabba.
Sérstætt samfélag kartöflubænda og fjölbreytt garðhúsabyggð innan höfuðborgarsvæðisins
Morgunblaðið/Jim Smart
Valdimar Friðriksson, Björg Aðalsteinsdóttir og Guðbjörg Guðnadóttir nutu veðursins.
Húsin í Skammdal eru lágreist og standa þétt og hverju
þeirra fylgir lítill, númeraður kartöflugarður.
Ólöf Aðalsteinsdóttir, Karen Pálsdóttir og Hilmir Þór
Bjarnason og litla Valdís Ósk Hilmisdóttir.
Hver með sínu lagi
Ingvar Bjarnason og Anna Kalmansdóttir eiga garð-
húsabæinn Hlíð sem þau reistu á níunda áratugnum.
Mosfellsbær
MINNINGARSKILDI um sr.
Gunnar Árnason, fyrsta
sóknarprestinn í Kópavogi,
var komið fyrir í tilefni
hundrað ára afmælis hans
13. júní síðastliðinn. Það
voru börn sr. Gunnars, sem
beittu sér fyrir að koma
minnisskildinum upp, en
honum var fenginn staður,
þar sem hús hans og eig-
inkonu hans, Sigríðar Stef-
ánsdóttur, stóð að Digra-
nesvegi 6.
Að sögn Árna Gunn-
arssonar, sonar sr. Gunnars
og Sigríðar, nutu þau systk-
inin mikils velvilja bæjaryf-
irvalda í Kópavogi, en
Kópavogsbær gekkst fyrir
lítilli hátíðarstund á mið-
vikudagskvöld af þessu til-
efni. Árni segir að húsið á
Digranesvegi 6 standi þar
ekki lengur, en nú sé þar
lítill trjálundur. „Okkur
systkinin langaði, í tilefni
hundrað ára afmælis föður
okkar, að minnast foreldra
okkar með því að setja upp
þennan málmskjöld og sýna
hvar hús þeirra stóð,“ segir
Árni. Sr. Gunnar Árnason
var sóknarprestur í Kópa-
vogi frá 1952 til 1971.
Systkinin Árni, Auðólfur, Hólmfríður og Stefán M. Gunn-
arsbörn, ásamt Sigurði Geirdal, bæjarstjóra í Kópavogi.
Minnisvarði um
fyrsta sóknarprestinn
Kópavogur
FORMAÐUR húsafriðunar-
nefndar ríkisins segir fulla
ástæðu til að fara varlega í
allar breytingar á Sundhöll
Reykjavíkur, en mikil um-
ræða hefur verið undanfarið
um hugmyndir að viðbygg-
ingu við Sundhöllina.
„Sundhöll Reykjavíkur er
eitt af höfuðverkum Guðjóns
Samúelssonar og því er full
ástæða til að fara að með
mikilli gát,“ segir Þorsteinn
Gunnarsson formaður húsa-
friðunarnefndar ríkisins.
Þorsteinn segir að komið
hafi til tals að gera rækilega
úttekt á byggingum Guðjóns,
einmitt með friðun í huga.
„Það er ekki búið að hrinda
því í framkvæmd en það
verður gert fyrr eða síðar,“
segir hann og bendir jafn-
framt á að margar byggingar
Guðjóns séu þegar friðaðar,
en Sundhöllin sé ekki ein
þeirra. Dæmi um friðaðar-
byggingar Guðjóns eru
Landsbankinn í Austur-
stræti, gamla sjúkrahúsið á
Ísafirði og Nathan & Olsen-
húsið í Austurstræti 16. Hins
vegar segir Þorsteinn að
ýmsar merkilegar byggingar
eftir Guðjón séu ekki friðaðar
og auk Sundhallar Reykja-
víkur megi nefna aðalbygg-
ingu Háskóla Íslands og að-
albyggingu Landspítalans við
Hringbraut.
Sundhöllin
verði friðuð
Að sögn Þorsteins var
skipaður vinnuhópur árið
1994 á vegum Borgarskipu-
lags Reykjavíkur, sem síðar
gaf út skýrslu um húsvernd í
Reykjavík. „Þessi vinnuhóp-
ur, sem vann þetta plagg,
lagði það til að Sundhöllin
yrði friðuð,“ bendir hann á og
segir að húsafriðunarnefnd
ríkisins styðjist við skýrsluna
varðandi hús í Reykjavík, til
dæmis í sambandi við styrk-
veitingar til endurbóta og
hafi að auki lagt til friðun
nokkurra húsa, sem þarna
séu á skrá.
Að sögn Þorsteins verða
hús sjálfkrafa friðuð ef þau
eru byggð fyrir 1850 og
kirkjur byggðar fyrir 1918,
en að sjálfsögðu er hægt að
friða yngri hús. Hann segir
menntamálaráðherra taka
ákvörðun um friðun húsa, að
fengnum tillögum húsafriðun-
arnefndar ríkisins.
„Síðastliðið haust voru 366
friðuð hús á landinu öllu og
síðan þá hefur ekkert hús
bæst við,“ segir Þorsteinn, en
húsafriðunarnefnd hefur
starfað í um þrjátíu ár og
gerir tillögur nánast á hverju
ári. Hann segir að ýmis atriði
geti ráðið tillögum, stundum
sé það aldur, stundum ein-
stök byggðarlög, en það sé
mjög misjafnt.
Hugmyndir um stækkun Sundhallarinnar
„Rétt að fara með gát“
Miðborg