Morgunblaðið - 16.06.2001, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 16.06.2001, Blaðsíða 36
Í GREIN eftir Gunnlaug Árnason í Stykkishólmi, sem birt var í Morgunblaðinu sl. fimmtudag, er Sam- herji hf. vændur um óheilindi í tengslum við sölu bátsins Sæþórs EA 101. Sú ásökun er úr lausu lofti gripin. Málavextir eru þeir að útgerðarfyrirtækið Sólborg hf. í Stykkis- hólmi gerði Samherja tilboð í Sæþór EA og var það tilboð sam- þykkt. Síðan gerðist það að sveitarfélagið, sem samkvæmt lögum átti forkaups- rétt að viðkomandi bát, nýtti sér þann rétt og gekk inn í kaupin. Við því gat Samherji vitanlega ekkert gert og kom þar hvergi nærri. Það kann vel að vera að ég hefði átt að greina Sólborgarmönnum fyrr frá hugmyndum manna á Dalvík um að ganga hugsanlega inn í kaupin á grundvelli forkaupsréttar. Það gerði ég hins vegar ekki. Fréttir um fyr- irhuguð kaup voru mjög á reiki og óstaðfestar. Við hjá Samherja höfum á liðnum árum selt og keypt tugi Skipasala Samherji, seg- ir Aðalsteinn Helgason, gekk ekki á bak orða sinna. skipa. Í þeim viðskipt- um hefur venjan verið sú að viðkomandi skipasali sér um að sveitarfélaginu sé boð- inn forkaupsréttur með lögformleg- um hætti. Ég get alveg tekið það á mig að hafa ekki kannað hvort geng- ið hafi verið frá málum með þessum hætti við söluna á Sæþóri. Það er deginum ljósara að Sam- herji gekk á engan hátt á bak orða sinna. Ég harma þau óþægindi sem Sólborg hf. hefur orðið fyrir vegna þessa máls og óska félaginu alls hins besta í framtíðinni. Samherji borinn röngum sökum Aðalsteinn Helgason Höfundur er framkvæmdastjóri landvinnslu Samherja. UMRÆÐAN 36 LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ GAMAN er að því, hvernig mál geta undið upp á sig, eins og sést hér á eftir. Miklar þakk- ir færi ég Ásgeiri Guðmunds- syni í Reykjavík fyrir þá fyr- irhöfn sem hann hefur gert sér vegna þessara pistla og þá fræðslu sem hann veitir okkur. Þessi þáttur hefði kannski átt að heita „Enskt mál“, en ég er ekkert hræddur, þó að hann sé bæði íslenskt mál og English language. Um revíutextann og aðdraganda hans veit ég nokk- uð meira, en læt kyrrt liggja að sinni, en hér kemur bréf Á.G. og má Billy Boy vel við una. „Komdu sæll, Gísli. Ég hef að undanförnu fylgst með umfjöllun í þætti þínum um dægurlagatextann við lagið Billy Boy og þær margvíslegu útgáfur, sem eru til af honum. Í 1101. þætti kom fram, að þér finnst það ekki að bera í bakka- fullan lækinn að halda áfram að fjalla um þetta efni, og hef ég því ákveðið að láta slag standa og leggja líka orð í belg. Tilefnið er það, að fyrir síðustu jól áskotnaðist mér geislaplata með söng Franks Crumits. Hann var kunnur skemmti- kraftur í Bandaríkjunum á 3. og 4. áratug síðustu aldar, kom einkum fram í útvarpi en söng einnig inn á fjöldann allan af hljómplötum. Á plötu þessari er m.a. lagið um Billy Boy. Það er þjóðlag, og ekki er heldur kunn- ugt um, hver samdi textann, sem Frank Crumit hljóðritaði í desember 1925, en hann er á þessa leið (ég held, að mér hafi tekist að ná honum nokkurn veginn réttum): Where have you been, Billy Boy, Billy Boy, oh where have you been, charming Billy? I have been to seek a wife, she is the joy of my life. She is a young thing and cannot leave her mother. Did she ask you to come in, Billy Boy, Billy Boy, did she ask you to come in, charming Billy? Yes, she asked me to come in with a dimple in her chin. She is a young thing and cannot leave her mother. Did she set for you a chair, Billy Boy, Billy Boy, did she set for you a chair, charming Billy? Yes, she set for me a chair, combing down her hair. She is a young thing and cannot leave her mother. Did she ask you for a ride, Billy Boy, Billy Boy, did she ask you for a ride, charming Billy? Yes, she asked me for a ride, said she would sit by my side. She is a young thing and cannot leave her mother. But why should you wed, Billy Boy, Billy Boy, but why should you wed, charming Billy? I can find my happiness, if she will only tell me yes. But she is a young thing and cannot leave her mother. Has she often seen the church, Billy Boy, Billy Boy, Has she often seen the church, charming Billy? Yes, she has often seen the church With a bonafide birch. She is a young thing and cannot leave her mother. Can she bake a cherry pie, Billy Boy, Billy Boy, can she bake a cherry pie, charming Billy? She can bake a cherry pie quicker than a cat can wink her eye. She is a young thing and cannot leave her mother. But how old is she, Billy Boy, Billy Boy, how old is she, charming Billy? She is six times seven twenty eight and eleven. She is a young thing and cannot leave her mother. Eins og sjá má, er þessi texti frábrugðinn því textabroti, sem þú birtir í 1097. þætti. Í bækl- ingi, sem fylgir plötunni, segir m.a. á þessa leið: „Billy Boy still survives in the English oral tradition, and this American variant of the West Country song was first noted down in 1824.“ Samkvæmt þessu virðist hér um að ræða amerískt til- brigði við upphaflega enska textann, og það er sennilega sá, sem þú birtir hrafl úr. Þá langar mig að víkja að öðru. Í 954. og 1092. þætti birtir þú revíubrag, sem byrjar svona: „Við Eyjafjörð eru átök hörð...“ Nú vill svo til, að fyrir nokkru gaf Ríkisútvarpið út geislaplötu með hljómsveit Bjarna Böð- varssonar. Þar er þetta lag í flutningi hljómsveitar Bjarna og Róberts Arnfinnssonar og heitir Norðanlands og sunnan. Ég geri ráð fyrir því, að þér sé kunnugt um tilefni þessa brags, en það tengist atviki, sem henti Guðbrand Hlíðar dýralækni í Barnaskóla Akureyrar árið 1929 og segir frá í ævisögu hans, sem kom út árið 1992 og heitir Eyrnatog og steinbítstak. Með bestu kveðjum.“ Þá þakka ég Erlingi Dags- syni í Reykjavík fyrir glepsur úr kveðskapnum um Billy Boy, bæði á ensku og íslensku. Þar kemur fátt nýtt fram, svo að Billaþáttum er hér lokið um sinn.  Hlymrekur handan kvað: Fögur er Freygerðar stefna, en frið má að vísu ekki nefna, og haldi Jón fram hjá um eitt gramm, skal þess harðlega á ’onum hefna. Auk þess er frá því að segja að mér hefur borist langt bréf frá Kristínu Pétursdóttur í Reykjavík til varnar íslensku máli, og birtist það innan skamms tíma, í tvennu eða þrennu lagi vegna lengdar, og er þá nokkurt mótvægi við alla enskuna í þessum þætti. Þar að auki sá ég eða heyrði merkan mann nota fleirtöluna „skotspónarnir“. Ég hélt að fleirtalan spænir væri svo snar- lifandi, að mér dauðbrá. Athuga: Síðasti þáttur var ekki tandurhreinn. Lakast var að á hafði fallið niður í tilvitnun (feitletraðri úr Mergi málsins). Beðist er velvirðingar á þessu. ÍSLENSKT MÁL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 1114. þáttur ÞAÐ ER engin tilvilj- un, að Reykjavík skuli hafa yfirburðastöðu gagnvart öðrum sveit- arfélögum í landinu hvað styrkleika og stærð varðar. Margt kemur til, en ekki sízt ber að nefna, að stjórn- endur Reykjavíkur hafa jafnan verið framsýnir, þegar uppbygging at- vinnulífsins er annars vegar og hafa í því sambandi beitt sér fyrir stórhuga framkvæmd- um á sviði hafnar- og orkumála, sem leitt hafa til öflugra atvinnulífs og bættra búsetuskilyrða í borginni. Í kjölfarið hefur Reykjavík síðan styrkst sem miðstöð stjórnsýslu og verzlunar. Í byrjun 20. aldar var Reykjavík nánast eins og stórt þorp, án stein- lagðra stræta. Þá var hvorki rafmagn né rennandi vatn í húsum og engar hafnarbryggjur. Það er ekki fyrr en ráðist er í stórhuga hafnarfram- kvæmdir og vatnsveita er lögð, að hjólin fara að snúast og fólkinu að fjölga í Reykjavík. Síðan er ráðist í virkjun Elliðaánna og í framhaldi af því er Sogið virkjað og hitaveita er lögð í Reykjavík. Allt voru þetta stórframkvæmdir, sem kostuðu gífurlegt fé, sem fjár- magnaðar voru með er- lendum lánum, sem höfnin og veitufyrir- tækin greiddu sjálf nið- ur með tekjum sínum af hinum arðbæru fjár- festingum. Raunar komu þessar fram- kvæmdir öðrum lands- mönnum einnig til góða. Þannig má segja, að Sogsvirkjanirnar hafi orðið upphafið að raf- orkuvæðingu landsins alls og íbúar nágranna- sveitarfélaga Reykja- víkur nutu góðs af sam- býlinu við Reykjavík bæði hvað varðaði raforku og hita, sem þeir fengu á sama verði og höf- uðborgarbúar. Núverandi meirihluti borgar- stjórnar hefur ekki látið deigan síga með framkvæmdir á sviði orkumála og atvinnumála. T.d. hafði Norðurál ekki orðið að veruleika, nema með Nesjavallavirkjun. Næstu daga verð- ur þriðja vélasamstæða Nesjavalla- virkjunar tekin í notkun og stækkar hún þá úr 60 MW í 90 MW. Þá er haf- inn undirbúningur að nýrri virkjun á Hellisheiði í landi, sem Orkuveitan keypti nýlega. Allar þessar framkvæmdir skila Reykvíkingum milljarða tekjum og lægra raforkuverði en ella hefði verið. Þessar framkvæmdir, eins og allar fyrri virkjunarframkvæmdir á vegum Reykjavíkurborgar og Landsvirkjun- ar, eru fjármagnaðar með lánsfé. Af- borganir og vextir af þeim lánum eru greiddar af Orkuveitunni sjálfri og íþyngja ekki borgarsjóði á nokkurn hátt. Styrkleiki Reykjavíkurborgar er ekki sízt fólginn í öflugu fyrirtæki eins og Orkuveitu Reykjavíkur, sem skilar eigendum sínum góðum arði og eflir og styrkir atvinnulífið í borginni. Af hverju er Reykjavík jafnsterk og hún er? Alfreð Þorsteinsson Framkvæmdir Meirihluti borgarstjórn- ar, segir Alfreð Þor- steinsson, hefur ekki látið deigan síga með framkvæmdir á sviði orku- og atvinnumála. Höfundur er borgarfulltrúi og stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur. ÍÞRÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.