Morgunblaðið - 16.06.2001, Page 23
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 2001 23
Gullsmiðir
INDÓNESÍSKA lögreglan beitti
táragasi og gúmmíkúlum gegn mót-
mælendum á götum þriggja borga í
landinu á miðvikudag. Talið er að
minnst fimm hafi særst í átökum í
borginni Sidoarjo í Austur-Java er
um 5000 manns kröfðust þess að ný
vinnulöggjöf stjórnarinnar yrði
dregin til baka. Löggjöfin gengur út
á það að lækka laun verkamanna
með langan starfsaldur.
Harkaleg mótmæli blossuðu einn-
ig upp í héraðinu Aceh sem er á norð-
urhluta eyjunnar Súmötru. Þar lét-
ust minnst 10 manns í átökum
mótmælenda og lögreglu. Þar með
er tala látinna í mótmælum undan-
farinnar viku komin í 52 en alls hafa
595 látist í átökum lögreglu og
óbreyttra borgara það sem af er
árinu.
Til að komast hjá frekari mótmæl-
um hefur Indónesíustjórn ákveðið að
draga til baka áætlanir um hækkun á
eldsneytisverði. Þrátt fyrir það hefur
þúsundum hermanna verið skipað að
vakta bensínstöðvar í stærstu borg-
um landsins sem varúðarráðstöfun.
AP
Brennandi bíll í borginni Bandung í Indónesíu. Verkamenn hafa gengið
berserksgang í borginni í mótmælum síðustu tveggja daga.
Mannskæð mót-
mæli í Indónesíu
Jakarta. AFP.
FYRIRTÆKJUM, viðskiptavinum
og starfsmönnum hefur nú verið
lofað peningagreiðslum komi þeir
upp um ólöglegt samráð fyrirtækja
í Danmörku. Nú liggja olíufélögin
undir grun um slíkt samráð og því
hefur Ole Stavad skattamálaráð-
herra gripið til þess ráðs að hvetja
fólk til að koma upp um slíkt. Þá vill
hann að sektir og viðurlög við verð-
samráði verði stórhert.
Í mörgum Evrópulöndum tíðkast
að verðlauna þá sem koma upp um
ólöglega starfsemi auk þess sem
starfsmenn njóta verndar gegn
uppsögn ljóstri þeir upp um ólög-
legt samráð.
Ekki eru þó allir jafnhrifnir af til-
lögunni. Hjá Sambandi danskra
iðnrekenda er varað við því að þetta
muni hvetja einstök fyrirtæki til að
koma höggi á andstæðinga sína.
Undir þetta tekur lagaprófessorinn
Vagn Greve. Hann segir dómstól-
ana taka tillit til upplýsinga sem
berist frá starfsmönnum svo og
öðrum fyrirtækjum en hann kveðst
hafa alvarlegar efasemdir um lof-
orð um peningagreiðslur og rétt-
arvernd til þeirra sem upp komi um
ólöglegt samráð. „Hættan er sú að
fyrirtæki, sem stunda slíkt, rjúki til
og ákæri aðra til þess að komast
hjá ákæru. Á þennan hátt kunna
þeir, sem eru á kafi í ólöglegu sam-
ráði, að sleppa,“ segir Greve.
Annar lagaprófessor, Lars Bo
Langsted, segir að vegna hags-
muna samkeppnisaðila sé ekki
hægt að treysta því að allar þær
upplýsingar sem berist séu réttar.
„Spyrja má hversu sannar ákær-
urnar verða ef menn og fyrirtæki
eru verðlaunuð fyrir að ákæra
aðra?“
Uppljóstr-
urum heitið
peninga-
greiðslum
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
Hertar reglur
gegn verðsamráði
TÖLVULEIKUR sem gerður er að
fyrirmynd stunguárásar í japönsk-
um skóla 8. júní sl. þar sem átta börn
létu lífið hefur nú verið fjarlægður af
vefsíðu netfyrirtækisins Yahoo.com.
Óþekktur einstaklingur hafði
smíðað leikinn og komið honum fyrir
á heimasíðu fyrirtækisins. Lögregl-
an í Tókýó bað netfyrirtækið um að
fjarlægja leikinn af síðunni sl. mið-
vikudag þar sem hann gæti verið
særandi fyrir aðstandendur
barnanna átta sem létust í árásinni.
Tölvuleikurinn gekk út á það að
stinga sem flest börn til bana.
Forsvarsmenn fyrirtækisins
Yahoo leggja áherslu á að fyrirtækið
eigi engan þátt í atvikinu. Leikurinn
birtist á síðu á heimasvæði fyrirtæk-
isins þar sem notendur sjálfir geta
komið fyrir tölvuleikjum.
Börn stung-
in í tölvuleik
Tókýó. AP.
♦ ♦ ♦