Morgunblaðið - 17.07.2001, Page 8

Morgunblaðið - 17.07.2001, Page 8
FRÉTTIR 8 ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Nei, nei, strákar, þið eigið að sprauta með slöngunum. „UPPLÝSINGAR úr Krabbameinsskránni eru dulkóðaðar og unnar í lokuðu tölvu- kerfi og geta með eng- um hætti tengst mið- lægum gagnagrunni á heilbrigðissviði. Krabbameinsskráin er safn af upplýsingum um sérgreiningu á ein- um sjúkdómi, með dagsetningu á grein- ingunni og síðan dag- setningu með afdrifum sjúklings. Þetta eru mjög takmarkaðar upplýsingar,“ segir Sigurður Björnsson, formaður Krabbameinsfélags Ís- lands, aðspurður um hver munur- inn væri á þeim krabbameinsskrán- ingum sem nú er verið að opna aðgang að og hinum miðlæga gagnagrunni sem miklar deilur hafa staðið um. „Krabbameinsskráin hefur verið notuð í fimmtíu ár, bæði sem heilsu- skráningartæki fyrir opinbera aðila s.s. landlækni og heilbrigðisráðu- neytið og einnig hafa vísindamenn fengið aðgang að upplýsingum úr skránni einkum til faraldsfræði- legra rannsókna, innlendra og al- þjóðlegra. Allar þær vísindarann- sóknir sem um er að ræða þurfa að fara í gegnum Persónuvernd og Tölvunefnd. Krabbameinsfélagið hefur aldrei synjað neinum, sem fer eftir þessum leiðum, um upplýsing- ar úr skránni. Nú komu tvö líf- tæknifyrirtæki og báðu um upplýsingar og þau fá þær eftir þessum ákveðnum leiðum og með mjög þröngum girðingum. Í miðlægan gagnagrunn á heilbrigðissviði er hinsvegar ráðgert að færa allar upplýsingar um Íslendinga sem finnast í sjúkra- skýrslum og setja þær inn í þennan grunn þar sem leyfishafi grunns- ins getur unnið úr þeim það sem honum dettur í hug. Persónuvernd og Tölvunefnd hafa ekkert með að gera hvers konar vísindi eru gerð þar eða hreinlega hvort það eru vís- indi yfirleitt. Þetta er gjörólíkt – við hjá Krabbameinsfélaginu erum ekki að gera annað en að halda áfram á þeirri braut að veita þeim aðilum aðgang að skránni sem sækja um hann til vísindarann- sókna, sem eru gerðar undir eft- irliti Persónuverndar og Tölvu- nefndar,“ segir Sigurður. Hann segir einnig að þegar frum- varp um miðlægan gagnagrunn á heilbrigðissviði var lagt fram, þá var í fyrstu drögum lagt til að Krabbameinsskráin öll færi inn í grunninn. „Það hafði aldrei verið rætt um það við nokkurn mann hjá Krabbameinsskránni. Í þeim lögum sem síðar voru samþykkt var búið að breyta þessu og klausan farin út. Þessi miðlægi gagnagrunnur er ekki orðinn að veruleika og afstaða margra til hans hefur ekkert breyst. Miðlægur gagnagrunnur er hugmynd sem er meira eins og söluvara, þar sem ótrúlegustu upp- lýsingum um hegðun, lífsstíl og heilsu fólks er safnað saman. Það sem hér er um að ræða er að við er- um að veita aðgang að upplýsingum – við erum ekki að framselja Krabbameinsskránna. Þarna er því um tvo algjörlega aðskilda hluti að ræða,“ segir Sigurður. Eðlilegt að greiða fyrir vinnu sem fylgir skránni Krabbameinsfélag Íslands í sam- vinnu við landlækni hefur haldið ut- an um Krabbameinsskrána frá árinu 1954 og hefur Krabba- meinsfélagið að sögn Sigurðar nær alfarið staðið straum af kostnaðin- um við hana. Framreiknaður nemur sá kostnaður til þessa tíma 6–700 milljónum. Um 10% eða 60 milljónir hafa fengist á undanförnum 10 ár- um til verkefnisins úr ríkissjóði. „Nú koma fyrirtæki sem vinna á allt öðrum forsendum heldur en þeir vísindamenn sem hafa áður unnið að vísindarannsóknum á Ís- landi. Þessi fyrirtæki koma með gíf- urlegt fjármagn á bak við sig til að vinna að vísindum og ætla sér að gera verðmæti úr þeim. Mér fynd- ist það vera að sniðganga og fara aftan að íslenskri þjóð ef þessi stóru og fjársterku fyrirtæki ættu að fá aðgang að þessum gögnum fyrir ekki neitt. Líftæknifyrirtækin tvö tóku í sama streng við samningagerðina og sögðu ekki annað koma til greina en að Krabbameinsskráin fengi greitt fyrir þá vinnu sem þetta kostar, vegna viðbótarmannskaps og -tölvukostnaðar sem fylgir þess- ari miklu og dýru vinnu. Nútímavís- indi kosta mikla peninga og menn hafa áttað sig á þeirri staðreynd,“ segir Sigurður Björnsson. Sigurður Björnsson, formaður Krabbameinsfélags Íslands, um sölu aðgangs að Krabbameinsskránni Tengist á engan hátt miðlægum gagnagrunni Sigurður Björnsson Nýr bæklingur Hjartaverndar Offita er alvörumál ÚT ER kominnþriðji bæklingur-inn í ritröð Hjartaverndar um áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma. Ástrós Sverrisdóttir hefur haldið utan um útgáfu þessara bæklinga. Hún var spurð um hvað væri fjallað í hinum nýja bæklingi? „Í þessum nýja bækl- ingi er fjallað um offitu, en helstu áhættuþættir hjarta- og æðasjúkdóma hérlendis eru, skv. niður- stöðum rannsókna Hjartaverndar, reyking- ar, hækkuð blóðfita, kyrr- seta, hækkaður blóðsyk- ur, hækkaður blóðþrýst- ingur, erfðir og offita. Bæklinga Hjartaverndar má fá endurgjaldslaust á skrif- stofunni eða í tölvupósti: astros@hjarta.is.“ – Er offita áhættuþáttur á borð við reykingar og hækkaða blóðfitu? „Já, niðurstöður úr rannsókn- um Hjartaverndar hafa sýnt að offita er sjálfstæður áhættuþátt- ur. Offita er því viðurkennd sem slíkur og jafnframt hefur offita áhrif á aðra þætti, svo sem háan blóðþrýsting og hækkaðan blóð- sykur. Með því að draga úr of- fitu er hægt að draga úr áhrifum annarra áhættuþátta.“ – Um hvað er verið að skrifa í bæklingnum um offitu? „Það er komið víða við. Offita er skilgreind og sagt frá flokkun offitu út frá líkamsþyngdarstuðli (BMI). Þá er sagt frá niðurstöð- um Hjartaverndar um samband offitu og dánartíðni. Sagt er frá tengslum offitu og kransæða- sjúkdóma og þar kemur m.a. fram að meira en helmingur kransæðasjúklinga flokkast með fyrsta stigs offitu, þá er BMI yf- ir 25 og því má segja að offita vegi þungt sem áhætta hjá kransæðasjúklingum. Einnig er sýnt fram á tengsl offitu og hækkaðs blóðþrýstings. Jafn- framt er bent á að á fyrstu stig- um hækkaðs blóðþrýstings dug- ar stundum að létta sig.“ – Eru ráð í bæklingnum fyrir fólk sem vill létta sig? „Já, það er einmitt kafli í bæk- lingnum þar sem sýnt er fram á af hverju fólk fitnar og bent á hagnýt ráð til að reyna að koma í veg fyrir að það gerist og hvernig fólk á að létta sig. Það sem skiptir máli eru M-in þrjú, það er rétta máltíðamynstrið, rétta magnið og rétti maturinn. Á einni síðunni er skammtalisti yfir æskilegt matarræði.“ – Hvað er æskilegt mataræði? „Fjölbreytt fæði án óþarfa fitu og sykurs. Það er lagt til að borða á hverjum degi annað hvort magurt kjöt, egg, baunir eða fisk og magrar mjólkurvör- ur, einnig að borða daglega grænmeti, ávexti og kolvetnarík- ar fæðutegundir eins og gróft brauð eða morgun- korn. Það er lögð rík áhersla á að sleppa ekki úr máltíðum og njóta matarins þegar fólk borðar – ekki borða á hlaupum. Einnig eru skýr skilaboð til fólks um að hreyfa sig daglega þar sem hreyfingin bæði hjálpar okkur í baráttunni við aukakílóin og er veruleg forvörn við hjarta- sjúkdómum.“ – Sagt er að íslenska þjóðin sé sífellt að þyngjast – er það rétt? „Svo sannarlega. Út frá hóp- rannsókn Hjartaverndar er unnt að sjá þróun líkamsþyngdar hjá þátttakendum þar sem BMI- stuðull er notaður til að meta holdafar. Þar kemur í ljós að þjóðin er að fitna. Í nýrri ís- lenskri rannsókn kemur og fram að níu ára íslensk börn hafa þyngst verulega umfram það sem þau hafa stækkað á und- anförnum áratugum. Mikilvægt er að hafa þetta í huga, venja börn á hollt matarræði og dag- lega hreyfingu. Við hvetjum ein- dregið til að foreldrar og börn hreyfi sig saman. Börn sem eru virk og hreyfa sig mikið eru lík- legri til að gera það á fullorðins- árum. – Hafa konur þyngst meira er karlar? Bæði konur og karlar hafa þyngst aukalega um 4,6 kíló á undanförnum áratug. Það skal tekið fram að hér er verið að tala um meðaltal sem þýðir að sumir þyngjst lítið en hinir þá að sama skapi meira.Veruleg offita hefur því aukist og ef ekkert verður að gert má búast við offitufaraldri í náinni framtíð.“ – Hvers vegna er þetta eig- inlega? „Við borðum of mikið og ekki rétt fæði. Með einu símtali getur þú fengið pitsuna heim, það er svo auðvelt aðgengi að fituríku fæði. Freistingarnar leynast víða og enginn fær nokkurn tíma að vera svangur.“ – Geta allir létt sig? „Ljóst er að offita er bæði vegna umhverfisþátta og erfða. Sumir verða að fá lyf gegn offitu þegar aðrar leiðir hafa ekki gagnast. Á Íslandi er nú einungis eitt lyf, Xenical, skráð af ís- lenskum lyfjayfirvöld- um sem lyf við offitu og fæst eingöngu gegn lyfseðli. Trygginga- stofnun viðurkennir þetta lyf ef BMI er meira en 40 eða meira en 35 og t.d. kransæðasjúkdóm- ur eða sykursýki er einnig til staðar. Þeir sem eru á lyfinu eru einnig á hitaeiningaskertu fæði og eru hvattir til að hreyfa sig meira. Ef allt um þrýtur geta vissar skurðaðgerðir á maga og meltingarvegi komið að gagni.“ Ástrós Sverrisdóttir  Ástrós Sverrisdóttir fæddist í Reykjavík 1965. Hún lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1985 og lauk BS-námi í hjúkrun frá Háskóla Íslands 1991. Hún starfaði lengst af á hjartadeild Landsspítalans en sl. tvö ár hefur hún starfað sem fræðslufulltrúi hjá Hjartavernd. Hún var um tíma formaður Um- sjónarfélags einhverfra. Hún er gift Sigfúsi Bjarnasyni viðskipta- fræðingi, þau eiga tvö börn. Offita er bæði vegna um- hverfisþátta og erfða ÁREKSTUR varð í gærkvöldi á Suðurlandsvegi til móts við Þórs- merkurveg. Slysið varð ekki á gatna- mótunum heldur við plan sem þar er að finna. Engin slys urðu á fólki. Að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli var fólksbíl með fellihýsi í eftirdragi ekið í austur. Ökumaður bifreiðar- innar dró úr hraða og ætlaði að beygja til vinstri inn á planið en þá kom önnur bifreið og keyrði aftan á hana. Að sögn lögreglu var um tölu- vert tjón á bifreiðum að ræða en þó hægt að gera þær ökufærar. Árekstur austan við Hvolsvöll

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.