Morgunblaðið - 17.07.2001, Side 14

Morgunblaðið - 17.07.2001, Side 14
AKUREYRI 14 ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Blaðbera vantar • Skerjafjörður Upplýsingar fást í síma 569 1122 Hjá Morgunblaðinu starfa um 600 blaðberar á höfuðborgarsvæðinu ⓦ vantar Blaðburður verður að hefjast um leið og blaðið kemur í bæinn. Góður göngutúr sem borgar sig. Morgunblaðið, Kaupvangsstræti 1, Akureyri, sími 461 1600. í syðri hluta Oddeyrar, Rimasíðu - Lindasíðu, Byggðaveg - Ásveg. FJÖLSKYLDUHÁTÍÐ fullveldis- ins í Hrísey verður haldin í fimmta sinn nú um komandi helgi. Að venju fá gestir afhent vega- bréf ásamt dagskrá um borð í ferj- unni, fara síðan gegnum tollinn þar sem stimplað er í vegabréfið. Dagskrá hefst síðdegis á föstudag þar sem m.a. verður boðið upp á ökuferðir fyrir börn, fuglaskoðun og diskótek. Dagskrá stendur yfir allan laug- ardaginn frá kl. 11 og meðal atriða er sjóstöng á gamla Sævari, leik- tæki af ýmsum toga verða á svæð- inu, markaðstorg verður opið, öku- ferðir út í vita eru í boði, keppt verður í akstursleikni á dráttarvél- um, efnt verður til söngvarakeppni barna, ratleiks, kvöldsiglingar með grilli um borð í Sævari og um kvöld- ið verður kvöldvaka á hátíðarpalli þar sem feðgarnir Árni Tryggvason og Örn Árnason skemmta gestum, kveikt verður í varðeldi og þá verð- ur flugeldasýning. Dansleikur verð- ur um kvöldið. Svipuð dagskrá verður einnig á sunnudag, keppnir af ýmsu tagi, markaðstorg, stangveiðikeppni og fleira. Hríseyjarhlaup á sunnudag Hápunktur dagskrárinnar á sunnudag er Hríseyjarhlaup sem hefst kl. 14 en um er að ræða víða- vangshlaup og eru tvær vegalengdir í boði, 3,5 kílómetrar og 10 kíló- metrar. Í styttra hlaupinu er keppt í flokkum 12 ára og yngri, 13 til 16 ára og 17 ára og eldri, en í því lengra er keppt í flokki karla 17 ára og yngri og 18 ára og eldri. Drykkjarstöð verður á Háey. Verð- laun verða veitt fyrir fyrstu þrjú sætin í hverjum flokki og að auki fá allir þátttakendur viðurkenningar- skjöl og boli. Skráning í hlaupið er næstkom- andi laugardag, 21. júlí, í miðasölu fjölskylduhátíðarinnar frá kl. 10 til 22 og á sunnudag frá kl. 10 til 12. Veittar eru nánari upplýsingar um hlaupið á skrifstofu Hríseyjar- hrepps, eða á www.hlaup.is. Tjaldstæði verða ókeypis í Hrísey þessa helgi og ferðir frá bryggju og þangað verða í boði. Fjölskylduhátíð fullveldisins haldin í Hrísey í fimmta sinn Vegleg og fjölbreytt dagskrá alla helgina Hrísey ÞEIR ágætu listamenn Jürgen Brilling og Símon H. Ívarsson gít- arleikarar héldu tónleika í Reykja- hlíðarkirkju á laugardagskvöldið við ágætar undirtektir tónleika- gesta. Á efnisskránni voru verk eft- ir Gunnar Reyni Sveinsson og Jón Ásgeirsson, auk sígildra erlendra tónskálda. Tónleikarnir voru liður í dagskrá Sumartónleika við Mývatn. Morgunblaðið/BFH Símon H. Ívarsson og Jürgen Brilling léku á tónleikum í Reykjahlíðarkirkju. Gítartónleikar í Reykja- hlíðarkirkju Mývatnssveit TÆPLEGA tvítugur karlmaður hef- ur í Héraðsdómi Norðurlands eystra verið dæmdur í 60 daga fangelsi fyr- ir fíkniefnabrot, en fullnustu refsing- ar frestað og hún látin niður falla haldi maðurinn almennt skilorð. Frestunin er bundin því skilyrði að maðurinn sæti sérstakri umsjón Fangelsismálastofnunar á skilorðs- tímanum. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa gert ráðstafanir til að fá pakka sendan með flugi frá Reykjavík en hann innihélt 14 e-töflur. Lögregla handtók manninn á Akureyrarflug- velli er hann hafði fengið pakkann af- hentan í flugafgreiðslu. Maðurinn hefur tvívegis áður ver- ið dæmdur til refsingar, fyrir grip- deild og líkamsárás. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að hann hafði í vörslum sínum nokkurt magn af hættulegu efni, en einnig var til þess litið að hann var einungis 18 ára er hann framdi brotið og játaði auk þess afdráttarlaust. Héraðsdómur Norðurlands eystra Vitjaði pakka með e-töflum NÚ UM helgina var fluttur nýr 17 fermetra skáli úr Mývatnssveit suð- ur að Drekagili og settur þar niður samkvæmt deiliskipulagi. Hann hlaut nafnið Höttur eftir kennileiti á Öskjuleið. Það eru þeir feðgar Jón Árni og Gísli Rafn sem eiga skálann og hyggjast nýta þarna til þæginda fyr- ir ferðamenn sem notfæra sér Öskjuferðir þeirra. Árið 1979 hóf Jón Árni Sigfússon áætlunarferðir með rútu úr Mý- vatnssveit inn í Öskju. Þessar ferðir nutu strax mikilla vinsælda ferða- manna og hefur Jón haldið þeim áfram síðan lengstaf á Sólskríkjunni, nú hin síðari ár í samvinnu með Gísla Rafni syni sínum. Oft vilja ferðalang- ar dvelja innfrá á milli ferða og njóta einstaks umhverfis Dyngjufjalla, þá eru stundum þrengsli í Dreka, skála Ferðafélgs Akureyrar sem þar er. Þeir feðgar hafa því nú ráðist í að koma sér upp eigin aðstöðu þarna innfrá. Misjafnt er eftir árferði hversu snemma hægt er að komast inneftir, nú í sumar varð ekki fært í Drekagil fyrr en á föstudag 29. júní sem er óvenju seint. Enn er ekki bílfært nema hálfa leið inn Öskjuopið vegna snjóa, en þeir feðgar sjá við því með öflugum snjóbíl sem flytur farþeg- ana síðasta spölinn. Boðið er uppá 3 ferðir í viku fram í miðjan júlí en eft- ir það alla daga til 15. ágúst þegar ferðum er fækkað aftur. Leiðsögu- maður er með í þessum ferðum og áning er í Herðubreiðarlindum. Fjallaskálinn Höttur í Drekagili Mývatnssveit MJÖG vinsæl gönguleið er frá bíla- stæði á Vítismó fyrir ofan Kröflustöð og að eldstöðinni Leirhnjúk. Þangað liggur góður göngustígur og er mátulegt að ætla sér 1-2 klst til hringferðar um hnjúkinn, leiðin er auðfarin og glögg. Aðgæslu er þörf tilað fara ekki út fyrir merktar gönguleiðir einkum þar sem sjóðandi hverir eru fast við gangstíginn. Nú er verið að opna snyrtingar, vatnssalerni fyrir ferðamenn á bíla- stæðinu á Vítismó og standa að því sameiginlega Ferðamálaráð, Skútu- staðahreppur og Landsvirkjun. Mjög aðkallandi var orðið að bæta þar aðstöðu ferðamanna sem skipta hundruðum á degi hverjum. Leirhnjúkur er vinsæll Mývatnssveit ♦ ♦ ♦ÞORVALDUR Makan Sigbjörnsson hefur verið kosinn formaður Varðar, félags ungra sjálfstæðismanna á Ak- ureyri. Hann tekur við að Arnljóti Bjarka Bergssyni sem ekki gaf kost á sér til áframhaldandi formennsku vegna náms í útlöndum næsta vetur. Tveir buðu sig fram til formanns, Þorvaldur Makan og Laurent F. Somers og þurfti að endurtaka at- kvæðagreiðsluna til að fá fram úrslit. Aðrir í stjórn Varðar eru Jónas Þór Hafþórsson, varamaður, Baldur Snorrason, gjaldkeri, Atli Þór Ragn- arsson, ritari, og Bergur Lúðvík Guðmundsson, meðstjórnandi. Vörður, félag ungra sjálfstæðismanna á Akureyri Þorvaldur Makan tekur við for- mennsku DAGSKRÁNNI „Á slaginu sex“ sem staðið hefur yfir á vinnustofum Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur og Jóns Laxdals Halldórssonar í sumar fer nú að ljúka. Í dag, þriðjudaginn 17. júlí, sér Níels Hafsteinn Steinþórsson um dagskrá undir þessum lið, Haraldur Bessason á morgun, miðvikudag, og Guðbrandur Siglaugsson lýkur dag- skránni á fimmtudag. „Á slaginu sex“ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ STARFSMENN Umhverfisdeildar Akureyrarbæjar vinna nú af kappi við lokaáfanga að umfangs- miklum breytingum á brekkunni neðan Sigurhæða - Húss skálds- ins. Jón Birgir Gunnlaugsson hjá Umhverfisdeild sagði að um hefði verið að ræða þriggja ára verk- efni og var hafist handa sumarið 1999 og svo haldið áfram síðasta sumar. Timburverkið var að mestu klárað á þeim tíma, en nú er verið að setja niður plöntur á svæðinu og þá verður útbúin tjörn neðst fyrir miðju og vatni dælt upp í brekkuna og það látið streyma niður aftur. Kostnaður við þetta verkefni er á bilinu 13 til 15 milljónir króna og dreifist sem fyrr segir á þrjú ár. „Brekkan verður eftir þesssar breytingar mun léttari í viðhaldi og vitanlega einnig fallegri,“ sagði Jón Birgir. Um hönnun sá teiknistofan Teikn á lofti. Morgunblaðið/Rúnar Þór Fjöldi fólks vann við gróðursetningu á stöllunum undir Sigurhæðum. Það þarf margar plöntur á alla stallana og hér eru starfs- menn umhverfisdeildar með fangið fullt. Lokafrágangur brekkunnar við Sigurhæðir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.