Morgunblaðið - 17.07.2001, Side 20
ÚR VERINU
20 ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
GÓÐ loðnuveiði var við ísinn í græn-
lensku lögsögunni á laugardag og
fylltu nokkur norsk skip sig á
skömmum tíma en síðan hefur ísinn
sett strik í reikninginn á þessum
slóðum.
Víkingur AK er væntanlegur til
Akraness árla dags með um 850 tonn
af loðnu sem fékkst í grænlensku
lögsögunni. Viðar Karlsson, skip-
stjóri, segir að veiðin hafi gengið
hægt, en skipverjarnir voru um tvo
sólarhringa á miðunum. Hann segir
að ísinn liggi langt norðaustur og
stór og falleg loðna hafi verið við
hann, en smærri loðna lengra frá
honum. Hins vegar sé engin rauðáta
og það skapi vandamál.
Sulta við Kolbeinsey
Fyrir mörgum árum fannst hvergi
loðna nema á þessu svæði og nú er
útlitið svipað, að sögn Viðars, en
hann hefur samt ekki gefið upp alla
von varðandi hefðbundna svæðið í
kringum Kolbeinsey.
Þar hafi svonefnd sulta hindrað
menn að undanförnu en í græn-
lensku lögsögunni geri ísinn mönn-
um lífið leitt, því loðnan hafi farið
beint inn undir hann, og norðaustan
kalda í nokkra daga þurfi til að ráða
bót á því.
Mjög góð loðnuveiði hefur annars
verið í sumar og eru Norðmenn t.d.
búnir með um 46.000 tonna kvóta
sinn í íslensku lögsögunni. Færey-
ingar hafa veitt rúmlega 15.000 tonn
og eru hálfnaðir með sinn kvóta hér
við land. Grænlendingar hafa veitt
um 5.500 tonn en kvóti þeirra í ís-
lensku lögsögunni er um 38.000 tonn
með ákveðnum takmörkunum.
Um 10.000 tonn
á 25 dögum
Ekkert lát er á kolmunnaveiðinni,
en á sunnudag landaði Jón Kjartans-
son SU um 1.530 tonnum hjá Hrað-
frystihúsi Eskifjarðar hf. og Börkur
NK um 1.600 tonnum hjá Síldar-
vinnslunni hf. í Neskaupstað.
Sturla Þórðarson, skipstjóri á
Berki, segir að hann hafi náð þremur
túrum á níu dögum en um sex til átta
tíma sigling er á miðin á Rauða torgi
frá Neskaupstað. „Veiðin hefur verið
ágæt hjá stóru og öflugu bátunum,“
segir Sturla og bætir við að mikill
kolmunni hafi gengið norður eftir að
þessu sinni.
Börkur hefur verið á kolmunna-
veiðum undanfarna 25 daga og feng-
ið samtals um 10.000 tonn. „Þetta
hefur gengið vel og er ekki svo
slæmt,“ segir Sturla.
Ljósmynd/Þorgeir Baldursson
Sigurður VE landaði fullfermi, um 1.500 tonnum, af loðnu í Krossanesi
um helgina. Veiðin hefur verið með bezta móti miðað við árstíma.
Ís setur strik
í reikninginn
Á NÆSTU dögum skilar Jón
Kristjánsson, fiskifræðingur,
sjávarútvegsráðherra Færeyja
umbeðnu áliti sínu á fiskiráðgjöf
Færeyinga vegna næsta fiskveiði-
árs.
Að sögn Jóns bað sjávarútvegs-
ráðherra Færeyja hann um að líta
yfir ráðgjöfina, sem Færeyingar
fá frá eigin hafrannsóknastofnun
og Alþjóða hafrannsóknaráðinu,
og greina auk þess frá skoðun
sinni á fiskiráðgjöf almennt, eins
og hún kemur frá hafrannsókna-
stofnunum. Ennfremur áliti á
fiskidagakerfinu sem stjórnunar-
tæki, en Færeyingar veiða sam-
kvæmt sóknardagakerfi.
Óskin um álit Jóns á fyrr-
greindum málum var borin fram
fyrir rúmri viku. Hann segir að
með þessu sé ekki verið að biðja
um að taka einhvern á teppið,
heldur að fá fleiri skoðanir á mál-
inu. Færeyingar vilji einfaldlega
heyra sem flest sjónarmið áður en
ákvörðun verður tekin í lok mán-
aðarins.
Fyrir þremur árum var haldin
ráðstefna í Bergen í Noregi um
hvernig skýra mætti út sveiflur í
þorskstofninum í Norður-Atlants-
hafi. Jón segir að sveiflurnar séu
einna greinilegastar í færeyska
stofninum, hann hafi kynnt sér
þær og flutt um þær erindi í Fær-
eyjum á þessum tíma. Ennfremur
hafi hann um svipað leyti sagt að
stofninn við Ísland væri á niður-
leið og það hafi gengið eftir en
vegna þessa hafi Færeyingar beð-
ið hann um fyrrgreint álit.
Í biðstöðu
Í febrúar 1988 sótti Jón um
rannsóknarleyfi til sjávarútvegs-
ráðuneytisins til rannsókna á
þorski við Vestfirði, en hann segir
að sér hafi verið sett skilyrði sem
hafi verið óaðgengileg. Hann hefði
t.d. þurft að útvega eftirlitsmann
ef þörf væri á því og afla kvóta.
Fyrir skömmu var greint frá því,
að umboðsmaður Alþingis hefði
beint þeim tilmælum til sjávarút-
vegsráðuneytisins að það tæki
þessa umsókn til endurskoðunar,
óskaði hann þess, sem og beiðni
um heimild til að veiða þorsk utan
aflamarks til að standa undir
hluta rannsóknarkostnaðar.
Jón segir að í áliti umboðs-
manns komi fram að ráðherra hafi
í raun ekki haft heimild til að út-
vega sér kvóta og Hafrannsókna-
stofnun hafi ekki lagaheimild til
að veiða utan kvóta. Sjávarútvegs-
ráðherra hafi ekki sagt álit sitt á
niðurstöðu umboðsmanns og mál-
ið sé í biðstöðu.
Jón Kristjánsson fiskifræðingur
Skilar áliti á
fiskiráðgjöf
við Færeyjar
UMRÆÐA um lögleiðingu fíkniefna
hefur farið vaxandi í Bretlandi að
undanförnu. Háttsettir stjórnmála-
menn og embættismenn hafa nú
hvatt til þess að kannabisefni verði
lögleidd og þykir það til marks um að
hugarfarsbreyting sé að eiga sér
stað.
Peter Lilley, fyrrverandi varaleið-
togi breska Íhaldsflokksins og ráð-
herra almannatrygginga, ruddi
brautina þegar hann skrifaði grein í
The Daily Telegraph 6. júlí sl., þar
sem hann hvetur til þess að bann við
sölu og neyslu kannabisefna verði af-
numið. Leggur hann til að fólk yfir
18 ára aldri geti keypt efnin á stöð-
um sem hefðu til þess sérstök leyfi,
og að strangt eftirlit yrði haft með
sölunni.
Lilley bendir á að helmingur
breskra ungmenna hafi prófað
kannabisefni og að yfir ein milljón
manna brjóti lögin í hverjum mánuði
með því að neyta þeirra. Telur hann
þetta grafa undan virðingu fyrir lög-
um og reglu meðal almennings, ekki
síst í ljósi þess að önnur fíkniefni -
áfengi og tóbak - séu lögleg. Lilley
segir bannið jafnframt neyða venju-
legt fólk til að eiga viðskipti við harð-
svíraða fíkniefnasala, sem hafi einnig
hörð eiturlyf á boðstólum.
Lilley er kunnasti stjórnmálamað-
urinn í Bretlandi sem hefur lagt til
opinberlega að kannabisefni verði
lögleyfð, en fleiri pólitíkusar, þar á
meðal Charles Kennedy, formaður
Frjálslyndra demókrata, og Mo
Mowlam, fyrrverandi Írlandsmála-
ráðherra í ríkisstjórn Tonys Blairs,
hafa vakið máls á því að viðurlög við
neyslu þeirra verði afnumin.
Æðsti yfirmaður fangelsismála í
Englandi og Wales, Sir David Rams-
botham, hefur tekið í sama streng.
Sagði hann í viðtali við BBC að lög-
leiðing fíkniefna myndi draga til
muna úr glæpum tengdum eitur-
lyfjaneyslu. „Eftir því sem ég velti
þessu meira fyrir mér verð ég sann-
færðari um kosti þess að lögleiða
fíkniefni, því afleiðingar [fíkniefna-
tengdra] glæpa eru svo hræðilegar
og ólöglegur ágóði [af fíkniefnasölu]
er svo gríðarlegur,“ sagði Rams-
botham við BBC.
Stríðið gegn
fíkniefnum tapað
Keith Morris, fyrrverandi sendi-
herra Breta í Kólombíu, hefur einnig
hvatt til endurskoðunar fíkniefna-
löggjafarinnar, en hann lýsti nýlega
reynslu sinni af dvölinni í Kólombíu í
grein í The Guardian.
Morris kveðst hafa verið fullur
bjartsýni á að unnt væri að vinna
„stríðið gegn eiturlyfjunum“ þegar
hann var skipaður í embætti sendi-
herra árið 1990, en nú hafi hann
sannfærst um að stríðið sé tapað.
Þrátt fyrir að reynt hafi verið í 30 ár
að uppræta eiturlyfjahringana í Kól-
ombíu, með aðstoð Bandaríkja-
manna og fleiri þjóða, hafi fram-
leiðslan aldrei verið meiri í landinu.
Stríðið hafi ekki skilað neinu nema
hörmungum; tugþúsundir manna
hafi týnt lífi, grafið hafi verið undan
pólitískum og efnahagslegum stöð-
ugleika og ímynd landsins hafi verið
eyðilögð.
Morris segir að eftirspurn eftir
fíkniefnum fari stöðugt vaxandi og
að boð og bönn breyti engu um það.
Bannið hafi hins vegar getið af sér
glæpaiðnað sem velti 500 milljörðum
dollara á ári. „Það hlýtur að vera
tímabært að ræða hvernig koma
megi á betra fyrirkomulagi, innan
ramma laganna,“ segir Morris í The
Guardian.
Með hliðsjón af tölum um neyslu
fíkniefna í Bretlandi er ekki að undra
þótt margir telji stríðið gegn fíkni-
efnum tapað. Alltént virðist neysla
ólöglegra efna vera töluvert út-
breidd þar í landi.
Helmingur grunnskólanema
hefur prófað kannabisefni
Samkvæmt rannsókn, sem fíkni-
efnastofnun Evrópusambandsins
stóð að fyrir nokkrum mánuðum,
hafði einn af hverjum tíu fullorðnum
Bretum neytt kannabisefna á und-
angengnu ári. Þá hefur nær helm-
ingur breskra ungmenna prófað
kannabisefni þegar skólaskyldu lýk-
ur.
Neysla harðra fíkniefna er einnig
útbreidd, en samkvæmt rannsókn-
inni eru fimm heróínfíklar af hverj-
um þúsund íbúum í Bretlandi.
Skoðanakannanir benda til þess
að stuðningur almennings við lög-
leiðingu kannabisefna fari vaxandi.
Samkvæmt nýrri könnun Independ-
ent on Sunday eru 37% Breta hlynnt
lögleiðingu þeirra og 51% andvíg, en
í könnun blaðsins árið 1996 voru 66%
andvíg og 26% fylgjandi.
Forsætisráðherrann Tony Blair
hefur gefið út yfirlýsingu um að
stefna stjórnvalda sé óbreytt; lög-
leiðing fíkniefna sé ekki á dagskrá,
hvorki kannabisefna né annarra. En
innanríkisráðherrann David Blun-
kett sagði þó í vikunni að nauðsyn-
legt væri að skoða allar hliðar máls-
ins.
Vaxandi umræða um
lögleiðingu fíkniefna
Reuters
Kólumbískir hermenn gera kókaínfarm upptækan í Putumayo-héraði í
febrúar sl. Kólumbía er eitt mesta útflutningsríki fíkniefna í heiminum.
STJÓRNMÁLAMENN og íbúar spænsku borgarinnar
Leitza í Navarra-héraði efndu á sunnudag til þögulla
mótmæla gegn morðum á tveim mönnum á laug-
ardag. Vitað er að hryðjuverkamenn úr samtökum
aðskilnaðarsinna Baska (ETA) stóðu að baki morð-
unum. Stjórnmálamaðurinn sem hét, Jose Javier
Mugica, var andsnúinn aðskilnaðarsinnum sem telja
að Navarra eigi að vera hluti sjálfstæðs ríkis Baska.
Um helgina safnaðist fólk saman til að mótmæla
morðunum á Mugica og Mikel Uribe, háttsettum lög-
reglumanni sem skotinn var til bana síðar á laug-
ardag í borginni Leaburu. Frá því að ETA hóf bar-
áttu sína árið 1968 hafa 800 manns fallið í valinn,
flestir saklausir borgarar.
Reuters
Morðum ETA mótmælt á Spáni