Morgunblaðið - 26.07.2001, Side 1

Morgunblaðið - 26.07.2001, Side 1
168. TBL. 89. ÁRG. FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 26. JÚLÍ 2001 BANDARÍKJASTJÓRN tilkynnti í gær að hún hefði hafnað drögum að alþjóðlegum samningi um hvernig framfylgja ætti sáttmála frá 1972 um bann við framleiðslu og notkun sýklavopna. „Við teljum að samningsdrögin myndu stofna öryggishagsmunum Bandaríkjanna og trúnaðarupplýs- ingum bandarískra fyrirtækja í hættu,“ sagði Donald A. Mahley, aðalsamningamaður Bandaríkj- anna í viðræðum 56 ríkja um samn- ing sem gera á alþjóðlegum eft- irlitsmönnum kleift að skoða verksmiðjur sem grunur leikur á að framleiði sýklavopn. Mahley bætti við að Bandaríkin myndu ekki taka þátt í frekari viðræðum um drögin. Samningsdrögin eru afrakstur tæpra sjö ára viðræðna í Genf og sérfræðingar segja að ákvörðun Bandaríkjastjórnar þýði að hefja þurfi samningaumleitanirnar aftur frá grunni. Mörgum sérfræðingum kom á óvart að Bandaríkin skyldu hafna drögunum strax með svo afdrátt- arlausum hætti. Ekkert annað ríki, sem tekur þátt í viðræðunum, hef- ur neitað að halda viðræðunum áfram á grundvelli draganna. Samningamenn nokkurra ríkja, þeirra á meðal landa sem hafa náið samstarf við Bandaríkin, sögðust hafa orðið fyrir vonbrigðum með afstöðu bandarísku stjórnarinnar. „Þótt ég skilji sum rökin varð ég hissa á afstöðu Bandaríkjastjórnar á þessu stigi,“ sagði Seiichiro No- boru, sendiherra og formaður samninganefndar Japans. Hann kvað samningaumleitanirnar hafa færst aftur á byrjunarreit, en stefnt hafði verið að því að gengið yrði frá samningnum í nóvember. Boðar nýjar tillögur Áður hafði Bandaríkjastjórn sætt gagnrýni fyrir að hafna Kyoto-bókuninni um aðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsaloftteg- unda og drögum að samningi sem miðar að því að stemma stigu við ólöglegri sölu léttvopna. 143 ríki hafa fullgilt sáttmálann um bann við sýklavopnum og þau þurfa öll að samþykkja drögin til að þau geti orðið að bindandi al- þjóðasamningi. Hreyfingar, sem hafa barist fyrir drögunum, vonast þó til að hin ríkin geti fundið leið til að samþykkja nýjan samning á grundvelli draganna án Bandaríkj- anna. Graham Pearson, prófessor við Bradford-háskóla og sérfræðingur í sýklavopnum, sem hefur fylgst grannt með samningaviðræðunum, kveðst óttast að Bandaríkjastjórn hafi orðið á „mikil mistök“ og telur að hún þurfi að endurskoða afstöðu sína. Mahley sagði að Bandaríkja- stjórn styddi enn sáttmálann um sýklavopnabannið og hygðist leggja fram nýjar tillögur um hvernig ætti að framfylgja því. Philip Reeker, talsmaður banda- ríska utanríkisráðuneytisins, varði ákvörðunina í gærkvöldi og sagði að „verulegir annmarkar“ væru á samningsdrögunum. Hann vísaði einnig á bug ásökunum um að ákvörðunin væri til marks um að bandaríska stjórnin aðhylltist ein- angrunarstefnu í utanríkismálum og vildi draga úr samstarfinu við önnur ríki á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og stofnana þeirra. Sjö ára viðræður stranda á afstöðu Bandaríkjastjórnar Hafnar samningi um sýklavopnaeftirlit Genf. AP, AFP. OPEC, samtök olíuútflutningsríkja, ákváðu í gær að minnka olíufram- leiðsluna um milljón fata á dag, eða um 4% miðað við gildandi fram- leiðslukvóta samtakanna. Markmiðið með ákvörðuninni er að koma í veg fyrir að olíuverð lækki vegna minnkandi eftirspurnar í Bandaríkjunum, Evrópu og Asíu og tryggja að það verði ekki undir 25 döl- um á fatið. Ákvörðunin tekur gildi 1. september. Heimsmarkaðsverð á olíu hækkaði eftir að ákvörðunin var tilkynnt en hækkunin var ekki mikil þar sem bú- ist hafði verið við að framleiðslan yrði minnkuð. Verð Brent-hráolíu úr Norðursjó hækkaði í 25,22 dali á fatið, eða um 32 sent. Sérfræðingar í orkumálum spáðu því að ákvörðunin myndi valda skammvinnri verðhækkun en ekki hafa mikil áhrif til lengri tíma litið. OPEC-ríkin framleiða um 40% olíunnar sem notuð er í heiminum og samtökin minnkuðu framleiðslukvóta sína tvisvar fyrr á árinu, um alls 2,5 milljónir fata á dag. Bush hefur áhyggjur af efnahagslegu áhrifunum Olíumálaráðherrar ríkjanna til- kynntu ákvörðunina í stuttri yfirlýs- ingu eftir að hafa rætt málið í síma án þess að efna til fundar í Vín eins og venja er þegar framleiðslukvótunum er breytt. Þeir sögðust hafa komist að þeirri niðurstöðu að nauðsynlegt væri að minnka framleiðsluna eftir að hafa „metið áhrif minnkandi hagvaxtar í heiminum á olíueftirspurnina og til- tölulega mikla birgðasöfnun“. Þeir sögðu að til greina kæmi að efna til sérstaks fundar bráðlega um frekari aðgerðir ef ástæða þætti til. George W. Bush Bandaríkjaforseti kvaðst hafa áhyggjur af því að ákvörðun OPEC-ríkjanna kynni að skaða efnahag Bandaríkjanna. „Mjög mikilvægt er að stöðugleiki ríki á mörkuðunum,“ sagði Bush. „Ef þetta er tilraun til að hækka olíuverðið lát- um við auðvitað skoðun okkar í ljós og gerum þeim grein fyrir því að það skaði Bandaríkin og markaðina.“ OPEC-ríkin minnka olíu- framleiðsluna London. AP, AFP. FÓRNARHÁTÍÐ var haldin í bænum Suphan Buri í Taílandi í gær í þeim tilgangi að biðja eitur- lyfjasölum böls. Hátíðin fór fram eftir siðum búdd- ískrar andatrúar og markmiðið var að hræða þá sem stunda eiturlyfjaviðskipti og vekja athygli al- mennings á fíkniefnavandanum. Háttsettir embættismenn taka hér þátt í fórnar- athöfninni. AP Eiturlyfjasölum beðið böls STJÓRNMÁLALEIÐTOGAR á Ind- landi lýstu í gær harmi sínum yfir morðinu á þingkonunni Phoolan Devi. Hún varð heimsþekkt 1996 er gerð var kvikmyndin Ræn- ingjadrottningin, sem byggðist á ævi hennar. Þrír grímuklæddir menn gengu að Devi í grennd við bústað hennar í Nýju-Delhí og skutu hana til bana. Devi var 38 ára gömul og sat í neðri deild indverska þingsins fyrir kjördæmi í Uttar Pradesh. Þing- fundi var þegar frestað er tíðindin bárust og þúsundir manna efndu til mótmæla í borginni Mirzapur í Uttar Pradesh vegna morðsins. Vandamenn þingkonunnar standa hér við lík hennar á sjúkra- húsi í Nýju-Delhí. AP „Ræningja- drottningin“ skotin til bana  Líf Phoolan Devi/22 MIKIL mótmæli almennings í Færeyjum hafa nú orðið til þess að stjórnmálamenn hafa afráðið að afturkalla lagabreytingu, sem bætt hefði stórlega eftir- launakjör þeirra. Nýja lífeyriskerfið, sem ein- göngu átti að nýtast fyrrverandi og núverandi stjórnmálamönn- um, var samþykkt meðal margra annarra þingmála á síð- asta starfsdegi Lögþingsins fyr- ir sumarhlé í lok maímánaðar. Upphaflega hafði verið ráð fyrir því gert að fyrrum ráðherrar nytu einir hærri lífeyris- greiðslna og átti sú breyting að vera afturvirk allt til ársins 1951. Frumvarpinu var á hinn bóginn breytt á síðustu stundu til þess að fleiri færeyskir stjórnmálamenn nytu góðs af. Málið hefur vakið gríðarlega reiði í Færeyjum. Talsmenn verkalýðsfélaga hafa m.a. sagt að nýja lífeyriskerfið sýni að sið- ferðisvitund stjórnmálamanna í Færeyjum sé nákvæmlega eng- in. Efnt var til undirskriftasöfn- unar og stefnir í að um 20.000 manns mótmæli þessum áform- um stjórnmálamannanna. Í Færeyjum búa 47.000 manns. Nú hafa leiðtogar stjórnar- flokkanna tveggja, þau Högni Hoydal og Helena Dam, lýst yfir því að þau hyggist beita sér fyrir því að nýju lögin verði felld úr gildi. „Eftirlauna-málið hefur skaðað trúverðugleika stjórn- kerfisins í Færeyjum og dregið úr því trausti sem það nýtur. Slíkt er með öllu ólíðandi,“ sagði m.a. í sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoganna. Færeyjar Stjórnmála- menn ofur- liði bornir Þórshöfn. Morgunblaðið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.