Morgunblaðið - 26.07.2001, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 26.07.2001, Qupperneq 8
FRÉTTIR 8 FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Friðarháskólinn í Costa Rica Íslenskur prófessor Nýlega var Guð-mundur Eiríkssondómari skipaður deildarforseti við Frið- arháskólann (University of Peace) í Costa Rica. Hann var spurður hvert væri eðli hins nýja starfs? „Ásamt nýjum embætt- ismönnum mun ég vinna að uppbyggingu starfsemi skólans og ber sjálfur ábyrgð á tilvonandi kennslu í þjóðarétti og mannréttindum.“ – Hvenær var skólinn stofnaður? „Skólinn var stofnaður í framhaldi af ályktun Sam- einuðu þjóðanna árið 1980 og var því tuttugu ára á síð- asta ári, en starfsemin hef- ur verið í lágmarki vegna fjárskorts. En skólinn er ekki á föstum fjárlögum hjá Sameinuðu þjóðunum. Við endurskipulagn- ingu Sameinuðu þjóðanna fyrir tveimur árum var ákveðið að blása meira lífi í þennan skóla og Kofi Annan aðalframkvæmdastjóri Sameinu þjóðanna fékk Maurice Strong til þess að vinna það verk. Sl. tvö ár hefur hann lagt drög að öflugu starfi skólans og fengið til liðs við sig helstu frammámenn í friðarmálum í heiminum.“ – Hverjir eru þar á meðal? „Til dæmis koma hjónin Nelson Mandela og Graca Machel að skól- anum, en hún er forseti skólans og hann er meðal fimmtán Nóbels- verðlaunahafa sem mynda heið- ursráð skólans. Sjálfur er Kofi Annan heiðursforseti skólans.“ – Hver eru markmið skólans? „Hugmyndafræðin að baki skólastarfinu er að sterkasta aflið í friðarviðleitni sé menntun. Með rannsóknarstarfi og kennslu á há- skólastigi stuðlar skólinn að því að friðarmál verði þáttur í menntun hvers og eins.“ – Hvernig verður kennslunni háttað? „Í aðalstöðvum skólans í Costa Rica verður kennt til masters- gráðu í sex til átta fögum ásamt styttri námskeiðum í friðarmálum. Þar verða að jafnaði um 500 nem- endur. En í framtíðinni er áætlað að kennslan fari fram í fjar- kennsluformi þannig að hugsan- lega þúsundir geti notið kennslu í þessum fögum.“ – Hvers konar rannsóknarstarf hyggið þið á í Friðarháskólanum? „Meðal annars verður rannsak- að samband fjölmiðla og friðar í útibúi skólans í París og í rann- sóknarmiðstöð hans í Genf verður hugað að þætti einkageirans. Þá koma áhrif alþjóðavæðingar inn í friðarmyndina.“ – Hvernig verður þessi starf- semi fjármögnuð? „Frammámenn skólans standa nú í fjáröflunarátaki og leita til rík- isstjórna víða um heim, t.d. Norð- urlanda. Hafa þessar nýju áætlan- ir almennt fengið góðar undirtektir.“ –Hvað með þitt dómarastarf – muntu gegna því sam- hliða kennslunni? „Dómarastarfið er enn hlutastarf og hefur dómurinn skilning á því að slík starfsemi sem þessi sé mjög samrým- anleg starfi í dómnum. Enda hef ég leitað til kollega minna í dómnum til þess að fá ráð og biðja þá að taka þátt í kennsl- unni.“ – Þarftu að dvelja langdvölum í Costa Rica? „Á þessu undirbúningstímabili er ég þrjá til fjóra mánuði á ári í höfuðstöðvum skólans en er mikið á ferðinni á vegum skólans til þess að festa sambönd í sessi m.a. við aðrar milliríkjastofnanir, svo sem UNESCO og Háskóla Sameinuðu þjóðanna.“ – Verður í Friðarháskólanum margt greina sem Íslendingar hefðu verulegt gagn af? „Í september hefst kennsla í nýrri mastersgrein í samvinnu við American-háskóla í Washington DC um alþjóðasamskipti og sjálf- bæra nýtingu auðlinda. Þá má geta námskeiðs um tengsl ferða- mála og umhverfisins en sem kunnugt er er Costa Rica mjög framarlega í umhverfismálum. Áhugasamir Íslendingar geta fengið upplýsingar hjá mér eða á netsíðu skólans, www.upeace.org.“ – Verður þú var við mikinn áhuga á þessu starfi sem fram á að fara í Friðarháskólanum? „Já, gífurlegan – enda er varla hægt að hugsa sér betri málstað. Fólk virðist vera að leita nýrra leiða í friðarmálum og helst hjá óbundnum samtökum og hefur skólinn sérstaklega góða stöðu hvað það varðar.“ – Hvernig er aðstaðan hjá ykk- ur? „Það er ekki hægt að ímynda sér fallegri staðsetningu í nátt- úruparadís, rétt fyrir utan höfuð- borg Costa Rica. En það þarf verulega að styrkja að- stæður þar m.a. með fjarkennsluna í huga, t.d. með því að efla tölvubúnað skólans.“ – Hvað kenna margir við skólann? „Þegar fyrirhuguð starfsemi verður komin á fullt reiknum við samt með að megin- hluti kennslunnar verði í höndum gistiprófessora – við munum fá færustu menn á hverju sviði til að kenna styttri tíma við skólann í greinum eins og mannréttindum, hagfræði, nýtingu auðlinda og þjóðarétti.“ Guðmundur Eiríksson  Guðmundur Eiríksson fæddist 26.10. 1947 í Winnipeg. Hann lauk BA-prófi og BS-prófi í byggingaverkfræði frá Rutgers- háskólanum í Bandaríkjunum. Lagaprófi lauk hann frá Lund- únaháskóla og meistaraprófi í lögum frá Columbia-háskóla í Bandaríkjunum. Hann hefur starfað hjá Sameinuðu þjóðunum og sem sendiherra og þjóðrétt- arfræðingur í utanríkisráðuneyt- inu en síðan 1996 sem dómari í alþjóðahafréttardómstólnum í Hamborg. Frá janúar sl. hefur hann starfað sem deildarforseti í Friðarháskólanum í Costa Rica. Guðmundur er kvæntur Þóreyju Vigdísi Ólafsdóttur félags- ráðgjafa og sálfræðingi og eiga þau fjögur börn. Samband fjöl- miðla og frið- ar rannsakað og þáttur einkageirans HÉRAÐSDÓMUR Norðurlands vestra hefur sýknað tæplega fer- tugan mann af ákæru um stórfelld eignaspjöll á húsi sem hann bjó í á Blönduósi. Þá vísaði dómurinn frá skaðabótakröfum fyrrverandi sam- býliskonu mannsins um fébætur að fjárhæð 5 milljónir króna auk skaðabótakrafna frá Sjóvá-Al- mennum hf. upp á rúmar 6 millj- ónir króna. Ákærða var gefið að sök að hafa að kveldi föstudagsins 17. sept- ember 1999 lagt eld að húsi sem hann bjó í á Blönduósi, ásamt fyrr- verandi sambýliskonu og dóttur, svo að af hlaust eldsvoði og veru- legt eignatjón á húsnæðinu og öllu innbúi. Í niðurstöðu dómsins kem- ur fram að af framburði vitnis, sem er sérfræðingur í brunarann- sóknum, verði ráðið að eldurinn kviknaði ekki út frá rafmagni eða öðru slíku heldur af mannvöldum. „Þá er og, með vísan til fram- burðar vitnisins og þeirra rann- sókna sem framkvæmdar voru eft- ir brunann, óhætt að fullyrða að eldhvetjandi efni hafi ekki verið notuð við íkveikjuna. Vitnið bar einnig að ekki væri hægt að full- yrða neitt um hversu lengi eld- urinn kraumaði áður en hann braust út. Vitnið taldi ólíklegt að kviknað hafi í út frá sígarettuglóð og kvað sennilegra að eldur hafi kviknað við það að eldspýtu hafi verið kastað í klæðaskápinn. Vitnið kvaðst hins vegar ekkert geta sagt um hvort kveikt hafi verið í af ásetningi eða ekki,“ segir m.a. í niðurstöðu dómsins. Eindregin neitun ákærða Í dóminum segir að í raun liggi ekki annað fyrir í málinu en að kveikt hafi verið í húsinu af mannavöldum. Ekki verði hins vegar fullyrt að það hafi verið gert af ásetningi. Engin vitni hafi séð ákærða á vettvangi á þeim tíma sem eldsins varð vart. Í niðurstöðu dómsins segir jafn- framt; „Ekkert fannst við rannsókn á bifreið ákærða sem benti til þess að hann hafi kveikt í húsinu enda voru eldhvetjandi efni ekki notuð til að koma brunanum af stað. Verður ákærði því ekki gegn ein- dreginni neitun hans sakfelldur fyrir háttsemi þá sem honum er í ákæru gefin að sök og ber því að sýkna hann af öllum kröfum ákæruvaldsins í máli þessu.“ Allur sakarkostnaður, þar með talin 150 þúsund króna málsvarn- arlaun verjenda ákærða, Sveins Andra Sveinssonar, hæstaréttar- lögmanns, greiðist úr ríkissjóði. Dómurinn var kveðinn upp af Halldóri Halldórssyni, dómstjóra. Sýknaður af ákæru um að hafa kveikt í Það er nú svo sem ekki til setunnar boðið Kjartan minn. Johnseninn var ekki mikið fyrir það.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.