Morgunblaðið - 26.07.2001, Side 16
LANDIÐ
16 FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ÞÝSKA skemmtiferðaskipið
Hanseatic kom til Húsavíkur fyrir
skömmu. Með skipinu voru um 120
farþegar, Bandaríkjamenn og
Þjóðverjar. Þegar skipið lagðist að
bryggju biðu hópferðabílar farþeg-
anna og farið var með þá í skoð-
unar-ferðir um svæðið, m.a upp í
Mývatnssveit. Það var mikið um að
vera við höfnina meðan skipið
hafði viðdvöl. Hvalaskoðunarbát-
arnir sigldu inn og út með ferða-
menn auk þess sem Mærudagarnir
stóðu yfir með tilheyrandi bryggju-
hátíð. Hanseatic, sem komið hefur
áður til Húsavíkur, hélt síðan úr
höfn eftir um sjö tíma viðdvöl.
Stefán Stefánsson, hafnarvörður
á Húsavík, tjáði fréttaritara að
þetta væri fyrsta skipið sem kæmi
hingað í sumar. Von væri á öðru
skipi í september. Það skip, Evr-
ópa, væri miklu stærra en Hanse-
atic og gæti ekki lagst að bryggju á
Húsavík og farþegarnir því ferj-
aðir í land.
Húsavík
skoðuð og
Mývatn
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Það var mikið um að vera í höfninni þegar Hanseatic kom til Húsavíkur.
Tvö skemmtiferðaskip koma til Húsavíkur í sumar
Húsavík
ÞAÐ hefur verið mikið að gera í
vinnuskólanum í Reykdælahreppi að
undaförnu og verður unnið í allt
sumar að sögn Kristjáns Guðmunds-
sonar verkstjóra sem er mjög
ánægður með frammistöðu ungling-
anna.
Vinnuskóli hefur verið starfrækt-
ur í Reykjadal um árabil og hefst
yfirleitt fyrri hluta júnímánaðar og
lýkur ekki fyrr en um 20. ágúst.
Stærsta verkefnið á þessu vori var
að planta 15 þúsund trjáplöntum fyr-
ir Skógræktarfélag Þingeyinga í
landi Hjalla og venja er að sjá um
lóðirnar við félagsheimilið Breiðu-
mýri, grunnskólann, íþróttahúsið og
hreppsskrifstofuna í Kjarna. Auk
þess geta einstaklingar fengið slátt
og hreinsun lóða gegn greiðslu og er
það vel þegið hjá mörgum. Á síðast-
liðnu vori fór Kristján í leiðtogaskóla
Ungmennafélags Íslands sem hald-
inn var í Mývatnssveit og verður
framhald á náminu í haust. Námið
gekk út á starfsmannastjórnun og
hvernig koma megi inn réttu hug-
arfari gagnvart því sem verið er að
gera. Hann segir mikilvægt að láta
krakkana vita þegar vel er gert og
efla þannig áhuga þeirra á þeim
verkefnum sem til falla. Þá sé mik-
ilvægt að læra að vinna sem ein heild
þannig að árangur verði sem bestur.
Starfsemi vinnuskólans hefur verið,
fyrir ungt fólk í hreppnum, kærkom-
ið tækifæri til þess að stunda úti-
vinnu yfir sumarið og breyta þannig
til frá margra mánaða bóknámi yfir
veturinn.
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
Unglingarnir í vinnuskólanum ásamt verkstjóra sínum Kristjáni Guðmundssyni.
Vinnuskólinn með
margvísleg verkefni
Laxamýri
HEYSKAPUR er um það bil að verða
hálfnaður hjá bændum í Árneshreppi.
Bændur byrjuðu slátt yfirleitt um ell-
efta til þrettánda þessa mánaðar. Vel
hefur viðrað til heyskapar, þurrt og
hægviðri en fremur svalt í veðri.
Flestallir bændur setja allt í rúllur og
þarf því að vera þurrt á í sólarhring
áður enn pakkað er í rúllur.
Allt bendir til að sláttur hér í sveit
verði búin um og uppúr verslunar-
mannahelgi, en nokkrir bændur
munu slá seinni slátt seint í ágúst ef
veður leyfir.
Morgunblaðið/Jón G Guðjónsson
Verið var að rúlla og pakka heyi í Árneshreppi um helgina.
Heyskapur hálfnaður
Árneshreppur
ÞAÐ eru ekki margir Vestmanna-
eyingar sem vita hvar Hafursdalur
er á Heimaey. Hann er norðan við
svokallaðar Taglir rétt norðan við
Breiðabakka.
Þar hefur til margra ára verið
mikið rofabarð sem í gegnum tíðina
hefur stækkað mjög og gengið erf-
iðlega að rækta upp. Kristján
Bjarnason, garðyrkjustjóri í Vest-
mannaeyjum, hefur ráðist til atlögu
við rofabarðið ásamt starfsmönnum
Vinnuskólans í Eyjum og starfs-
mönnum áhaldahúss bæjarins. Til
að hefta fokið var barðið all hulið
með gamalli loðnunót en áður hafði
verið sáð grasfræi og borið í það
fiskimél og tilbúinn áburður.
Að sögn Kristjáns garðyrkju-
stjóra hefur þessi framkvæmd tek-
ist mjög vel og þegar er gras farið
að spretta upp úr rofabarðinu. Ekki
er lengur beit á svæðinu og það af-
girt svo vonir standa til að verkefnið
takist samkvæmt upphaflegri áætl-
un.
Unnið á rofabörð-
um í Hafursdal
Vestmannaeyjar
Morgunblaðið/Sigurgeir
MIKLAR vegaframkvæmdir
standa nú yfir í Fljótsdal vegna fyr-
irhugaðra virkjunarframkvæmda.
Myndin er tekin við Hengifossá í
Fljótsdal þar sem verið er að
byggja nýja brú. Jón Egill Sveins-
son og Halldór Berg Sigmundsson
frá Héraðsverki voru að setja út
hæðir fyrir burðarlag á nýja veginn
við Hengifossárbrúna.
Setja út hæðir
Norður-Hérað
Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteins
BÆJARSTJÓRN Borgarbyggðar
hefur samþykkt tillögu bæjarráðs
um umhverfisátak frá 20. ágúst til
1. september í Borgarnesi.
Markmiðið með átakinu er að
stuðla að fallegri ásýnd bæjarins og
er því sérstaklega beint til fyrir-
tækja og stofnana um að þau fegri
og bæti umhverfi sitt. Verður þeim
boðið að fá járnagáma og timb-
urgáma fyrir það sem á að henda.
Tilboða verður leitað í málningu
átaksdagana og garðyrkjufræðing-
ur leiðbeinir varðandi gróðursetn-
ingu. Laugardaginn 25. ágúst æta
bæjarfulltrúar að fara í vinnugall-
ana og taka til hendinni við að
fegra umhverfið.
Umsjónarnefnd sem í verða
fulltrúar úr frjálsum félagasamtök-
um í Borgarbyggð fylgist með
framgangi átaksins, leggur til hug-
myndir og velur þá sem hljóta
skulu viðurkenningar fyrir góða
frammistöðu. Ráðgjafi Borgar-
byggðar í átakinu er Ragnhildur
Sverrisdóttir, verkefnisstjóri ,,Feg-
urri sveita“.
Umhverfisátak í Borgarnesi
Borgarnes