Morgunblaðið - 26.07.2001, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 26.07.2001, Blaðsíða 19
NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 2001 19 Spurt og svarað um neytendamál Notuð leikföng Er einhvers staðar tekið á móti notuðum, vel með förnum leik- föngum? „Við hjá Rauða krossinum höf- um tekið við vel með förnum leik- föngum í húsnæði okkar á Gylfa- flöt 24 í Grafarvogi þar sem við tökum einnig við notuðum fötum. Í haust mun þó sú móttaka flytja í nýtt húsnæði í Garðabæ,“ segir Anna B. Hendriksdóttir hjá Rauða krossi Íslands. Hjá mæðrastyrksnefnd er einn- ig tekið við vel með förnum leik- föngum, að sögn Ásgerðar Jónu Flosadóttur, formanns nefndarinn- ar. „Núna stendur hins vegar yfir sumarlokun hjá okkur í júlí og ágúst en frá og með 1. september verður tekið við leikföngum í hús- næði okkar á Sólvallagötu 48. Við höfum einnig séð um að miðla leik- föngunum sem við höfum fengið áfram á fleiri staði.“ Ostahúsið í Hafnarfirði hefur ný- lega sett á markað nýja ostadeserta og tiramisu. Ostadesertarnir eru fá- anlegir með vanillu og súkkulaði eða kirsuberjum. Nýtt Tiramisu og ostadesertar Gasbrennarar brenna illgresi Ný tegund illgresisbrennara er kom- in á markað hérlendis. Brennararnir eru ekki með opnum loga eins og hef- ur tíðkast heldur keramikplötu yfir brennaranum sem svíður illgresið með innrauðum geisla við 1000°C. „UMRÆÐAN um útihátíðir hefur snúist afskaplega mikið um allt hið neikvæða sem fylgir þeim en hið já- kvæða og skemmtilega sem flestir upplifa vill gleymast,“ segir Vigdís Jónsdóttir, eigandi verslunarinnar Fantasíu í Kringlunni, en þar verður seldur svokallaður viðlegubúnaður eða „survival kit“, fyrir verslunar- mannahelgina, sem er lítill pakki með smokkum, tannbursta, lítilli tannkremstúpu, timburmannatöflu, þrúgusykurspakka, sjampóbréfi og buxnainnleggi. „Þetta eru hlutir sem vilja gleymast en hugmyndin hjá okkur þróaðist út frá umræðunni um kynsjúkdóma og ótímabærar þung- anir þannig að smokkurinn er aðal- atriðið í pakkanum. Hitt eru hlutir sem við töldum líka nauðsynlegt að hafa með á útihátíðir en þeir bættust síðan smám saman við.“ Selja viðlegu- búnað fyrir útihátíðir Morgunblaðið/Arnaldur ♦ ♦ ♦ Grænmetisætur og járn Úr hvaða fæðutegundum er best fyrir grænmetisætur að fá járn? Björn Sigurður Gunnarsson, næringarfræðingur, segir ýmsar tegundir fæðu járnríkar. „Þurrk- aðir ávextir eru járnríkastir, rús- ínur, döðlur, sveskjur og þurrk- aðar apríkósur svo eitthvað sé nefnt. Ýmsar baunategundir má einnig nefna eins og grænar nið- ursoðnar og rauðar nýrnabaunir.“ Annað grænmeti sem Björn bendir á er kál, grænkál, hvítkál, sperg- ilkál, spínat, steinselja og jafnvel afurðir úr tómötum. Einnig mætti nefna gróft brauð, heilhveitibrauð, maltbrauð og rúg- brauð. Járnbætt morgunkorn inni- heldur mikið járn og auðvelt að sjá járninnihald á umbúðunum. Björn bætir við að ýmsir þættir úr umhverfinu hafi áhrif á upptöku járns í líkamann. „C-vítamín er talið örva upptöku járns í melting- arvegi, en C-vítamín er í miklu magni í ávöxtum og einnig töluvert í mörgu grænmeti. Hins vegar geta fýtöt og oxalöt, efnasambönd sem finnast í ýmsu grænmeti og kornvörum, hamið upptöku járns eitthvað (þessi áhrif eru minni í hefuðum brauðum), og það sama á við um kalk úr mjólkurvörum. Þó ætti alls ekki að hætta neyslu mjólkurvara af þessum sökum, en ef mjólkurneysla er mikil mætti takmarka hana eitthvað, t.d. með því að drekka ekki mjólk með aðal- máltíð dagsins. Te og kaffi geta einnig dregið úr járnupptöku.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.