Morgunblaðið - 26.07.2001, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 26.07.2001, Qupperneq 20
FERÐALÖG 20 FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ                                                             !   "  #    "    $%&' ( )(*+,& - ,.' )/ 01234(&( *45 (6. 6 )/ 7(&25.( +(6,.5 *45& 65./ 01234(& 65./ 7 ,6*.'& 6./(&( 8((. *.65&(&( 5&( . )(*+,269:&,, ;65& 199 .     "         "                     ÞAU ráðast ekki á garðinn þar sem hann er lægstur, hjónin Grétar Þór Sigurðsson og Signý Sigurhansdóttir frá Keflavík sem nýlega fluttu á Blönduós til þess að taka m.a. við rekstri sjö orlofshúsa, spánnýs gisti- heimilis, upplýsingamiðstöðvar og tjaldstæðis. Hjónin segja ekki hafa verið ætlunina í upphafi að opna gisti- heimili. „Við keyptum gamla pósthús- ið til einkanota, bæði sem heimili og aðstöðu fyrir vini og ættingja en kom- umst svo brátt að raun um að ekkert hótel eða gistiheimili var að finna í bænum.“ Hendur voru því látnar standa fram úr ermum við að breyta og bæta og nú er Gistiheimilið Glaðheimar nánast tilbúið. Unnt er að hýsa þar um 20 gesti í níu tveggja manna her- bergjum en snyrtingu, salerni og sturtu er að finna á göngum og eld- húsaðstaða er á hvorri hæð. Alls kyns afþreying og skemmtan Signý og Grétar hafa sinnt alls kyns atvinnurekstri suður með sjó en ekki fyrr á lífsleiðinni starfað í ferða- þjónustu. Þau láta þó vel af nýja starf- inu. „Hér býr gott fólk og segja má að Blönduós sé óplægður akur í ferða- þjónustu. Ekki er á allra vitorði að hér býðst alls kyns afþreying og skemmtan fyrir ferðamenn.“ Gistiheimilið Glaðheimar stendur við Blöndubyggð 10, skammt frá elsta húsinu á Blönduósi, Hillebrandtshús- inu. Gestir Gistiheimilisins Glaðheima dvelja því í gömlu og virðulegu húsi, sem reist var árið 1930 og var lengi vel pósthús en síðustu árin íbúðarhús. Glaðheimar kallast einnig norsku orlofshúsin sem staðsett eru í Braut- arhvamminum neðan við Þjóðveg 1, rétt við bakka Blöndu. Fánar ýmissa ríkja blakta við hún þegar komið er þar að enda er á sama stað prýðis tjaldstæði og upplýsingamiðstöð. Grétar segir að til standi að reisa nýja þjónustumiðstöð fyrir tjaldbúa þar skammt frá. Húsin eru sjö og taka samtals um 50 manns. Þau eru alla jafna þéttsetin á sumrin, ekki síst af stangveiðimönn- um sem fiska lax úr ánni. Grétar og Signý leigja út veiðileyfi í Blöndu og í Laxárvatni auk Friðmundarvatna en hafa aðgang að fleiri vötnum. „Blanda hefur átt stöðugt meira fylgi að fagna meðal stangveiðimanna hin síðari ár og margir hafa gist í þessum húsum. Þetta eru heilsárshús byggð árið 1993 og við flest þeirra eru heitir pottar og sauna. Á haustin og veturna höfum við í hyggju að höfða einnig til fuglaveiðimanna, gæsa- og rjúpnaskyttna því í næsta nágrenni eru fjöldi veiðilanda, þau bestu á land- inu.“ Að endingu benda hjónin á Hrútey sem stendur í Blöndufljóti miðju rétt við orlofshúsin sjö. „Eyjan er friðlýst- ur fólkvangur og annáluð fyrir nátt- úrufegurð og mikið fuglalíf. Segja má því að orlofshúsin séu í útjaðri mið- stöðvar verslunar og þjónustu í Húnavatnssýslum en jafnframt stein- snar frá ýmsum náttúruperlum. “ Nýtt gistiheimili og orlofshús fyrir veiðimenn Morgunblaðið/HM Glaðheimar á Blönduósi TENGLAR ..................................................... Upplýsingar í símum 452 4520 og 8981832 og á Netinu: www.gladheimar.is Eitt sinn pósthús en nú Gistiheim- ilið Glaðheimar þar sem rými er fyrir um 20 manns. Í orlofshúsunum geta fuglaveiðimenn hreiðrað um sig yfir haust- og vetrartímann. SÆFERÐIR ehf. í Stykkis- hólmi bjóða upp á fjölbreyttar siglingar um Breiðafjörðinn eins og undangengin ár. Auk ferjunnar Baldurs er fyrir- tækið með tvo af stærstu far- þegabátum landsins í ferðum. Annar þeirra fer í siglingar frá Stykkishólmi, þar sem meginviðfangsefnið er fugla- og náttúruskoðun og einnig eru farnar veisluferðir um helgar, en hinn fer í stór- hvalaskoðun frá Ólafsvík. Að sögn forráðamanna fyrirtæk- isins er mikil fjölgun farþega í allar ferðir. Sæferðir tóku um sl. áramót við rekstri Breiða- fjarðarferjunnar Baldurs og í sumar hefur verið mikil fjölg- un farþega. Í júní voru farþegar 1000 fleiri en á sama tíma í fyrra. Bílapláss skipsins er mikið nýtt en ferðamanna- straumur yfir til Vestfjarða virðist vera mun meiri en oft áður. Vinsælar stórhvalaferðir Stórhvalaferðirnar frá Ólafsvík hafa gengið vel. Út af Snæfellsnesi er eitt af öruggustu svæðum í heimi til þess að finna stórhveli ákveðinn tíma sumarsins en fjölgun í þessar ferðir er gríðarleg. Tímabilið er stutt í stór- hvalnum, frá fyrri hluta júní fram undir miðjan ágúst. Utan þess tíma er hægt að fara í hefðbundnar hvala- skoðunarferðir og sjá strandhvali eins og hrefnur, höfrunga og oft og tíðum háhyrninga. Ferðir um Breiðafjarðareyjar hafa fyrir löngu áunnið sér miklar vinsæld- ir. Aðsókn hefur alltaf verið ágæt og ferðalangar undantekningarlaust komið ánægðir að landi. Þar sem veð- ursæld er mikil inn á milli eyjanna- þarf mikið að ganga á til þess að veðr- ið spilli ferðalaginu. Auk þess að skoða fuglalíf og fleira er veiddur skelfiskur í hverri ferð, þar sem farþegarnir geta smakkað á aflanum. Ferðir fyrir fjölskylduna Í vor var ákveðið að gera fjölskyldufólki auðveldara að fara í eyjasiglingar, þannig að að öll börn 11 ára og yngri eru á fríu fari í fjölskylduhóp og unglingar 15 ára og yngri á hálfu gjaldi. Barnafólk hefur notað þetta fyrirkomulag í auknum mæli enda eru skoð- unarferðirnar ekki síður fyrir börnin, sér í lagi nýtur skel- veiðin mikilla vinsælda. Um verslunarmannahelgina verða settar upp tvær sérstakar fjöl- skylduferðir. Þar verða öll börn í fjöl- skyldum innan 16 ára aldurs á fríu fargjaldi. Í ferðunum er boðið upp á að farþegar geti grillað veiðina á staðnum eða fengið keypt um borð hamborgara eða pylsur til að setja á grillið. Mikil aukning í sigl- ingum um Breiðafjörð Stykkishólmi. Morgunblaðið. Um verslunarmannahelgina fá börnin frítt í eyjasiglingar með foreldrum sínum. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason TENGLAR ..................................................... Sími: 438-1450 www.islandia.is/eyjaferdir og www.saeferdir.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.