Morgunblaðið - 26.07.2001, Page 21

Morgunblaðið - 26.07.2001, Page 21
um. Fyrir kom að frú Graham varð einnig fyrir slíkum árásum. Slíkur þrýstingur hefði orðið til þess að margur útgefandinn hefði afráðið að taka völdin á ritstjórninni en það gerði frú Graham ekki. Þess í stað studdi hún Bradlee ritstjóra og lið hans dyggilega. Um það bil tveimur árum síðar, að hluta til sökum festu blaðsins, neyddist Nixon forseti til að segja af sér. Frú Graham var jafnframt harð- ákveðin kaupsýslukona sem aldrei hvikaði frá því sjónarmiði að blaða- mennska í háum gæðaflokki yrði ekki stunduð án þess að blaðið skil- aði hagnaði. Þessi staðreynd var ekki síður mikilvæg fyrir framgang blaðsins. Hún beindi kröftum sín- um mjög að því að ná árangri í rekstri blaðsins og var í farar- broddi þegar erfitt verkfall skall á um miðjan áttunda áratuginn á sama tíma og hún stjórnaði frekari útþenslu útgáfufyrirtækisins The Post Co. sem bætti við sig sjón- varps- og kapalstöðvum í stjórnar- tíð frú Graham. Þessar ákvarðanir allar hefðu dugað til að skjóta sérhverjum for- stjóra skelk í bringu og orðið til þess að auka enn frekar á einsemd hans. Þetta átti ekki síður við í til- felli frú Graham þegar haft er í huga hversu óvenjuleg staða henn- ar var. Nú gera margir sér ef til vill ekki grein fyrir hversu óvenjulegt var að kona sinnti þessu starfi en í mörg ár var hún eina konan sem komst inn á lista Fortune yfir 500 stærstu fyrirtæki Bandaríkjanna. Menn fá betri tilfinningu fyrir því hversu undarleg staða hennar var þegar haft er í huga að hún var stórvelgefin og hafði lokið prófi frá Chicago-háskóla auk þess sem hún hafði starfað við blaðamennsku bæði hér á blaðinu sem annars staðar. Samt var það svo að þegar að því kom að faðir hennar afhenti næstu kynslóð veldissprotann var það Philip Graham, eiginmaður KATHERINE Graham, sem var stjórnarformað- ur útgáfufyrirtækis bandaríska dagblaðsins The Washington Post ár- in 1973-1993, lést hinn 17. þessa mánaðar á sjúkra- húsi í Idaho, 84 ára að aldri. Eftirfarandi for- ystugrein birtist í The Washington Post daginn eftir andlát hennar. „EITT af dásamlegum undrum blaðamennsk- unnar er sú staðreynd að þótt þörf sé á kunnáttu þúsund manna til að framleiða tölublað dags- ins öðlast sérhvert dag- blað eigin sérkenni. Þau sérkenni kunna að mótast af fólki sem lesendur hafa heyrt um - af framúrskar- andi ritstjóra, góðum dálkahöfundi, aðal stjórn- málaskýranda, fréttarit- ara heima í héraði – og af fólki sem lesendur þekkja næstum því ábyggilega ekki: fréttastjórum, auglýsingasölufólki, prenturum og starfsfólki við dreifingu. Fáir hér á „Póstinum“ myndu halda öðru fram en að blaðið okkar sé það sem það er í dag fyrst og fremst sökum einnar konu. Hér ræðir um Kather- ine Graham sem lést á þriðjudag, 84 ára að aldri. Áhrif frú Graham komu til sök- um gildismats hennar sem mótaði blaðið og vegna þeirra mikilvægu ákvarðana sem hún tók varðandi stjórnun og stefnu blaðsins. Bæði á „Póstinum“ og Newsweek réð hún til starfa mikilhæfa ritstjóra á borð við Ben Bradlee á The Washington Post. Hún tryggði þessum mönnum það sjálfstæði og þá fjármuni sem þeir þurftu á að halda til að fá hald- ið uppi öflugri blaðamennsku. Hún studdi þá einnig á úrslitastundum þegar starf þeirra var dregið í efa og þeir sættu árásum af hálfu valdamikilla aðila innan ríkisstjórn- ar og utan. Tvö slík mál mótuðu all- an feril hennar og The Washington Post: sú ákvörðun hennar að berj- ast gegn tilraunum ríkisstjórnar- innar til að hefta birtingu Penta- gon-skjalanna og stuðningur hennar við umfjöllun blaðsins um Watergate-hneykslið. Sú ákvörðun hennar árið 1971 að birta hið leynilega yfirlit varnar- málaráðuneytisins um stríðið í Ví- etnam var jafnvel erfiðari en hún virðist nú þegar horft er til baka. Alríkisdómstóll hafði þá þegar komið í veg fyrir að The New York Times birti skjölin. Í þessum skjöl- um var ekkert að finna sem skaðað gat öryggishagsmuni Bandaríkj- anna en Nixon-stjórnin hélt hinu gagnstæða fram og undirsátar for- setans hikuðu ekki við að hóta The Washington Post Co. því að fyrir- tækið yrði svipt leyfum til sjón- varpsrekstrar. Lögfræðingar frú Graham ráðlögðu henni að birta ekki skjölin; þeir sögðu að ákvörð- un í þá veru gæti riðið fyrirtækinu að fullu. En eftir að hún hafði hlýtt á röksemdir með og á móti sagði frú Graham: „Við gerum það. Við skulum birta þau.“ Hún taldi að við slíkar aðstæður gæti ríkisstjórnin ekki sagt dagblaði fyrir verkum. Þessa afstöðu sína ítrekaði hún ári síðar þegar blaðið sætti enn gríðarlegum þrýstingi af hálfu stjórnvalda er ritstjórn þess leitað- ist, nánast ein síns liðs, við að upp- lýsa baksvið innbrotsins í Water- gate-bygginguna. Starfsmenn forsetaembættisins fullyrtu að fréttir „Póstsins“ væru rangar og hófu skipulegar árásir á blaðið, bæði duldar og fyrir opnum tjöld- hennar, sem tók við stjórninni. Þetta þótti engum furðuleg ráðstöf- un og síst af öllum henni. Frú Graham tók ekki við blaðinu fyrr en eiginmað- ur hennar dó; hún lýsir því vel hversu óörugg hún var sökum þeirra um- skipta í ævisögu sinni, „Personal History“, en fyrir hana fékk hún Pulitzer-verðlaunin. Með tímanum varð frú Graham þekkt í sam- kvæmislífinu. Hún bauð forsetum (þar á meðal þeim sem nú ræður ríkj- um í Hvíta húsinu), her- foringjum og utanríkis- ráðherrum að sækja sig heim í Georgetown-hverf- inu í Washington eða í sumarhúsið á Martha’s Vineyard. Hún hafði af þessu gaman – frú Gra- ham taldi sig ekki hafna yfir slúðrið og hún taldi að stjórn- málalífið í Washington ætti, ásamt öðru, að vera skemmtilegt. En þátt- takan í samkvæmislífinu hafði einn- ig á sér alvarlegri hlið. Undir glys- kenndu yfirborðinu var að finna gamaldags föðurlandshyggju; þá trú að vinstri sinnar og íhaldsmenn, repúblikanar og demókratar og jafnvel blaðamenn og stjórnmála- menn ættu sameiginlegt háleitt verkefni sem væri mikilvægara en ágreiningur þeirra og gerði að verkum að þessir aðilar ættu að geta starfað saman. Hæfileikar hennar til að laða fólk til samstarfs nutu viðurkenningar ekki síst sök- um þess að hún gætti þess jafnan í hvívetna að misnota ekki aðstöðu sína (svo ekki sé talað um forystu- greinar) í því skyni að bæta fjár- hagsstöðu sína eða fyrirtækja sinna. Hið sama átti við um störf hennar að mannúðarmálum; hún studdi stofnanir og áhugasamtök rausnarlega bæði innan og utan Washington en sóttist ekki eftir viðurkenningu fyrir framlög sín. Þegar frú Graham ákvað að setj- ast í helgan stein eins og hún kall- aði það af gamansemi sinni virtist hún aðeins verða enn meira önnum kafin. Þegar sjálfsævisaga hennar kom út þar sem hún fjallaði um líf sitt af sláandi heiðarleika og raunsæi varð útgefandinn þekkti að enn frægari rithöfundi. En þótt hún væri þekkt kona gortuðum við hér á blaðinu okkur af því að þekkja hana mun betur en aðrir. Það vor- um við sem nutum góðs af fjárfest- ingum hennar, ár eftir ár, í hágæða framleiðslu: nýir efnisþættir litu dagsins ljós, nýjar ritstjórnarskrif- stofur voru opnaðar heima og er- lendis, nýtt fólk með fjölbreytta og mikla hæfileika var ráðið til starfa. Við nutum góðs af því hvernig hún rétti veldissprotann næstu kynslóð, í áföngum og af virðuleika. Hjá henni virtust þau umskipti næsta auðveld en reynsla annarra mikilla dagblaðafjölskyldna kennir að fara þarf mjög varlega í þeim efnum ef vel á til að takast. Við fengum að heyra þegar hún fjallaði um upp- skrúfaða fræga fólkið í Washington og dró ekkert undan í dómum sín- um. Málfarið var slíkt að það gleymist engum sem á hlýddi. En einkum og sér í lagi gafst okkur tækifæri til að fylgjast með þeirri virðingu sem heiðarleg blaða- mennska öðlaðist sökum fram- göngu hennar og þeirra væntinga sem hún gerði til ritstjórnarinnar um að slík vinnubrögð væru jafnan stunduð. Sú virðing var miklu meira en gagnkvæm. Við munum sakna hennar sárlega. Katherine Graham minnst í The Washington Post Katherine Graham ásamt hinum þekkta ritstjóra The Washington Post, Ben Bradlee, sem stjórnaði fréttaflutningi blaðsins af Watergate-málinu. Festa og sjálfstæði gagnvart valdhöfum Reuters Slíkur þrýstingur hefði orðið til þess að margur útgefandinn hefði afráðið að taka völdin á ritstjórn- inni en það gerði frú Graham ekki. Þess í stað studdi hún Bradlee ritstjóra og lið hans dyggi- lega. Um það bil tveimur árum síðar, að hluta til sökum festu blaðsins, neyddist Nixon forseti til að segja af sér. ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 2001 21

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.