Morgunblaðið - 26.07.2001, Page 23

Morgunblaðið - 26.07.2001, Page 23
ERLENT BERNARD Kouchner, heilbrigð- isráðherra Frakklands, hefur við- urkennt að hann hafi stundað líknardráp er hann starfaði sem læknir. Kouchner játaði í viðtali við hol- lenska vikuritið Vrij Nederland að hafa stundað líknardráp þegar hann starfaði sem læknir í stríð- inu í Líbanon og Víetnam. Hann kvaðst í viðtalinu hafa gefið fólki, sem að hans mati þjáðist of mikið, banvæna sprautu af morfíni frek- ar en að gefa því pillur. „Þegar fólk þjáðist af miklum sársauka og ég vissi að það myndi deyja þá hjálpaði ég því,“ sagði ráð- herrann. „Læknar eiga að vernda líf“ Kouchner er einn stofnenda frönsku samtakanna Læknar án landamæra. Hann sagði í viðtalinu að „óvirkt“ líknardráp, þegar læknar hætta meðferð dauðvona sjúklinga, væri algengt í Frakk- landi. Franski heilbrigðisráðherrann segist ekki hafa í hyggju að koma á löggjöf sem leyfir líknardráp en málefnið er mjög viðkvæmt í Frakklandi. Hann sagði að ef til umræðu kemur að breyta löggjöf- inni um líknardráp þá muni það verða til að vernda hagsmuni sjúklingsins. „Líknardráp stang- ast á við siðfræði læknavísinda. Læknar eiga að vernda líf en ekki binda enda á líf. Á hinn bóginn á samfélagið að taka tillit til þess ef einhver vill deyja,“ sagði Kouch- ner. Holland verður fyrsta landið í heiminum sem lögleiðir líknar- dráp þegar ný lög þess efnis taka gildi í haust. Hollenskir læknar hjálpa nú þegar um 4.000 sjúk- lingum að deyja ár hvert en þurfa að fylgja ströngum reglum vilji þeir ekki eiga á hættu að verða lögsóttir. Ráðherra játar á sig líknardráp Haag. AFP. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 2001 23 DANIR kunna að neyðast til þess að handtaka Carmi Gillon, nýskipaðan sendiherra Ísraels í Danmörku, er hann kemur til landsins, vegna að- ildar landsins að sáttmála Sameinuðu þjóðanna gegn pyntingum. Þetta kemur fram í svari Frank Jensen, dómsmálaráðherra Danmerkur, við fyrirspurn þingmanns Einingar- flokksins. Skipun Gillons er orðin að miklu hitamáli og hefur orðið til þess að frysta samskipti landanna. Gillon var yfirmaður ísraelsku leyniþjónustunnar á árunum 1994- 1996 og hefur viðurkennt í blaðavið- tölum að hafa leyft að palestínskir fangar yrðu beittir „hóflegum líkam- legum þrýstingi“ við yfirheyrslur. Hann er nú yfirmaður friðarstofnun- ar sem Shimon Peres, utanríkisráð- herra Ísraels, stofnaði, og heldur Peres því fram að Gillon sé góður kostur og „maður friðar“. Dönsk yfirvöld hafa verið undir þrýstingi vinstrimanna og mannrétt- indasamtaka að koma í veg fyrir að Gillon komi til landsins eða að hand- taka hann. Mogens Lykketoft utan- ríkisráðherra hefur lýst því yfir að Gillon sé velkominn til Danmerkur, það sé mál hvers og eins ríkis hvern það velji sem fulltrúa sinn. Ísraelska þingið staðfesti í fyrrakvöld skipun Gillons, þrátt fyrir þrýsting mann- réttindasamtaka. Aldrei áður reynt á sáttmálann Óljóst er hvort Gillon muni njóta friðhelgi sem sendiherra samkvæmt Vínar-sáttmálanum. Í svari dóms- málaráðherra er ekki tekin afstaða til þess hvaða áhrif friðhelgi hefur á sáttmálann gegn pyntingum en sam- kvæmt honum „kann aðildarríkjum að bera skylda til að handtaka hvern þann sem sekur er um pyntingar, um tilraun til pyntinga eða hlutdeild í þeim“, segir í svari ráðherra. Dansk- ur þjóðréttarfræðingur, Ole Esper- sen, hvatti í gær til þess að látið yrði á málið reyna en það yrði í fyrsta sinn sem sáttmálanum gegn pyntingum yrði beitt á þennan hátt. Samskipti Danmerkur og Ísraels hafa kólnað mjög vegna máls Gillons, svo og komu Yassers Arafats, leið- toga Palestínumanna, í maí sl. en honum var tekið með kostum og kynjum á sama tíma og Ísraelar sök- uðu dönsk stjórnvöld um að virða ísraelska sendiherrann ekki viðlits. Ísraelskur sendi- herra sætir hugs- anlega handtöku Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.