Morgunblaðið - 26.07.2001, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 26.07.2001, Blaðsíða 23
ERLENT BERNARD Kouchner, heilbrigð- isráðherra Frakklands, hefur við- urkennt að hann hafi stundað líknardráp er hann starfaði sem læknir. Kouchner játaði í viðtali við hol- lenska vikuritið Vrij Nederland að hafa stundað líknardráp þegar hann starfaði sem læknir í stríð- inu í Líbanon og Víetnam. Hann kvaðst í viðtalinu hafa gefið fólki, sem að hans mati þjáðist of mikið, banvæna sprautu af morfíni frek- ar en að gefa því pillur. „Þegar fólk þjáðist af miklum sársauka og ég vissi að það myndi deyja þá hjálpaði ég því,“ sagði ráð- herrann. „Læknar eiga að vernda líf“ Kouchner er einn stofnenda frönsku samtakanna Læknar án landamæra. Hann sagði í viðtalinu að „óvirkt“ líknardráp, þegar læknar hætta meðferð dauðvona sjúklinga, væri algengt í Frakk- landi. Franski heilbrigðisráðherrann segist ekki hafa í hyggju að koma á löggjöf sem leyfir líknardráp en málefnið er mjög viðkvæmt í Frakklandi. Hann sagði að ef til umræðu kemur að breyta löggjöf- inni um líknardráp þá muni það verða til að vernda hagsmuni sjúklingsins. „Líknardráp stang- ast á við siðfræði læknavísinda. Læknar eiga að vernda líf en ekki binda enda á líf. Á hinn bóginn á samfélagið að taka tillit til þess ef einhver vill deyja,“ sagði Kouch- ner. Holland verður fyrsta landið í heiminum sem lögleiðir líknar- dráp þegar ný lög þess efnis taka gildi í haust. Hollenskir læknar hjálpa nú þegar um 4.000 sjúk- lingum að deyja ár hvert en þurfa að fylgja ströngum reglum vilji þeir ekki eiga á hættu að verða lögsóttir. Ráðherra játar á sig líknardráp Haag. AFP. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 2001 23 DANIR kunna að neyðast til þess að handtaka Carmi Gillon, nýskipaðan sendiherra Ísraels í Danmörku, er hann kemur til landsins, vegna að- ildar landsins að sáttmála Sameinuðu þjóðanna gegn pyntingum. Þetta kemur fram í svari Frank Jensen, dómsmálaráðherra Danmerkur, við fyrirspurn þingmanns Einingar- flokksins. Skipun Gillons er orðin að miklu hitamáli og hefur orðið til þess að frysta samskipti landanna. Gillon var yfirmaður ísraelsku leyniþjónustunnar á árunum 1994- 1996 og hefur viðurkennt í blaðavið- tölum að hafa leyft að palestínskir fangar yrðu beittir „hóflegum líkam- legum þrýstingi“ við yfirheyrslur. Hann er nú yfirmaður friðarstofnun- ar sem Shimon Peres, utanríkisráð- herra Ísraels, stofnaði, og heldur Peres því fram að Gillon sé góður kostur og „maður friðar“. Dönsk yfirvöld hafa verið undir þrýstingi vinstrimanna og mannrétt- indasamtaka að koma í veg fyrir að Gillon komi til landsins eða að hand- taka hann. Mogens Lykketoft utan- ríkisráðherra hefur lýst því yfir að Gillon sé velkominn til Danmerkur, það sé mál hvers og eins ríkis hvern það velji sem fulltrúa sinn. Ísraelska þingið staðfesti í fyrrakvöld skipun Gillons, þrátt fyrir þrýsting mann- réttindasamtaka. Aldrei áður reynt á sáttmálann Óljóst er hvort Gillon muni njóta friðhelgi sem sendiherra samkvæmt Vínar-sáttmálanum. Í svari dóms- málaráðherra er ekki tekin afstaða til þess hvaða áhrif friðhelgi hefur á sáttmálann gegn pyntingum en sam- kvæmt honum „kann aðildarríkjum að bera skylda til að handtaka hvern þann sem sekur er um pyntingar, um tilraun til pyntinga eða hlutdeild í þeim“, segir í svari ráðherra. Dansk- ur þjóðréttarfræðingur, Ole Esper- sen, hvatti í gær til þess að látið yrði á málið reyna en það yrði í fyrsta sinn sem sáttmálanum gegn pyntingum yrði beitt á þennan hátt. Samskipti Danmerkur og Ísraels hafa kólnað mjög vegna máls Gillons, svo og komu Yassers Arafats, leið- toga Palestínumanna, í maí sl. en honum var tekið með kostum og kynjum á sama tíma og Ísraelar sök- uðu dönsk stjórnvöld um að virða ísraelska sendiherrann ekki viðlits. Ísraelskur sendi- herra sætir hugs- anlega handtöku Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.