Morgunblaðið - 26.07.2001, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 26.07.2001, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 2001 29 um vegna áður en ögu hafði um mat á m kveðið m fram fer tæði fyrir allt háðar m. Lögin di fyrr en ar 29. maí u laga um g var það imilt væri rr en úr- fisáhrifum r lýst yfir unar, að „klárlega amkvæmt ðuneytis r veitt esturlands að auglýsa rög. Nátt- kyldan á semdir við ágúst tók vörðun að rra á því starfsleyfi ta mati á vo starfs- sins heil- éf, fyrir greint var komist að kun svína- nýju lögin m. Í bréf- úrskurðar fyrirtæk- sótt hafði víaeldis á g í máli n Salar Is- landica áður en nýju lögin um mat á umhverfisáhrifum tóku gildi, en ráðuneytið kvað upp þann úrskurð að Salar Islandica bæri að tilkynna fyrirhugaða framkvæmd sína til Skipulagsstofnunar skv. ákvæðum nýju laganna um mat á umhverfis- áhrifum. Að mati ráðuneytisins átti hið sama álitaefni við í máli Stjörnugríss. Þegar þessi afstaða ráðuneytisins lá fyrir tilkynnti heilbrigðisnefndin forsvarsmönnum Stjörnugríss að fyrirtækið þyrfti að tilkynna fyrir- hugaða framkvæmd til Skipulags- stofnunar til mats á umhverfisáhrif- um samkvæmt nýju lögunum og umsókn fyrirtækisins um starfsleyfi yrði ekki tekin til efnislegrar af- greiðslu, fyrr en það hefði verið gert. Kröfðust að ráðherra og starfsmenn vikju sæti Eigendur og lögmaður Stjörnu- gríss mótmæltu þessum úrskurði og kærðu ákvörðun heilbrigðisnefndar til umhverfisráðherra. Kröfðust þeir þess jafnframt að bæði umhverfis- ráðherra og starfsfólk ráðuneytisins vikju sæti vegna vanhæfis. Var kær- an m.a. studd þeim rökum að um- hverfisráðherra og starfsmenn hans hafi haft afskipti af umsókn kæranda á meðan málið var enn til meðferðar hjá heilbrigðisnefnd. Hafi ráðuneyt- ið þegar látið í ljós þá afstöðu að starfsleyfi til handa Stjörnugrís verði ekki gefið út nema áður verði gætt ákvæða nýju laganna um mat á umhverfisáhrifum. Þá var vakin at- hygli á að tengdasonur hjónanna að Melaleiti væri deildarstjóri náttúru- og auðlindadeildar ráðuneytisins og dró kærandi einnig óhlutdrægni ráð- herra og starsfólks hans í efa sökum forsögu málsins. Umhverfisráðuneytið komst að þeirri niðurstöðu að starfsmenn ráðuneytisins, sem hefðu áður komið að málinu, og tengdasonur hjónanna að Melaleiti myndu víkja sæti, en hafnaði kröfunni um að umhverfis- ráðherra viki sæti. Kvað ráðherra svo upp þann úrskurð 5. desember sl. að sú ákvörðun heilbrigðisnefnd- ar Vesturlands að framkvæmdirnar skuli settar í umhverfismat skuli standa óbreytt. Stjörnugrís höfðaði þá dómsmál á hendur umhverfisráðherra til ógild- ingar úrskurðarins og áskildi sér all- an rétt til að krefja íslenska ríkið um skaðabætur vegna þess tjóns sem fyrirtækið kynni að verða fyrir vegna málsins. Hélt lögmaður Stjörnugríss því m.a. fram fyrir dómi að fara hafi átt að eldri lögum um mat á umhverf- isáhrifum við meðferð umsókna fyr- irtækisins, sem í gildi voru þegar umsóknin var lögð fram en skv. þeim var bygging og rekstur svínabúa ekki háður mati á umhverfisáhrifum, eins og áður segir. Lögmaður ríkisins hélt því hins vegar fram að byggja ætti afgreiðslu málsins á nýju lögunum því starfs- leyfisumsóknin hafi ekki verið af- greidd, þegar þau tóku gildi. Meginregla um lagaskil á sviði stjórnsýsluréttar hafi almennt verið talin sú, að nýjum lögum verði beitt frá og með gildistöku þeirra í sér- hverju stjórnsýslumáli, sem ólokið er án tillits til þess hvort málsatvik eigi rót sína að rekja til atburða sem gerðust fyrir gildistöku laganna. Þá mótmælti lögmaður ráðuneytisins því að ráðherra og allir starfsmenn ráðuneytisins hafi allir sjálfkrafa orðið vanhæfir og hélt því fram að þótt starfsmaður hafi tekið þátt í meðferð máls á lægra stjórnsýslu- stigi og verði af þeim sökum van- hæfur til meðferðar kærumáls á æðra stigi, leiði það ekki sjálfkrafa til þess að aðrir starfsmenn hins æðra setta stjórnvalds verði vanhæfir. Bæði héraðsdómur Reykjavíkur og Hæstiréttur féllust á kröfur Stjörnugríss í málinu og komust að þeirri niðurstöðu, að umhverfisráð- herra hafi með áliti sínu til heilbrigð- isnefndar 4. september tekið skýra afstöðu í máli Stjörnugríss, á meðan mál þess var enn til meðferðar á lægra stjórnsýslustigi. Leiði það til þess, að umhverfisráðherra hafi ver- ið vanhæfur til meðferðar málsins á æðra stjórnsýslustigi skv. ákvæðum stjórnsýslulaga. Var úrskurður ráð- herra frá 5. desember jafnframt felldur úr gildi en Hæstiréttur kvað upp dóm sinn og staðfesti niðurstöðu héraðsdóms 23. maí síðastliðinn. ,,Er nú mál að linni“ Þegar dómur Hæstaréttar lá fyrir krafðist Guðjón Ólafur Jónsson, lög- maður Stjörnugríss, þess fyrir hönd fyrirtækisins að settur yrði hið fyrsta annar umhverfisráðherra til að taka á ný til meðferðar kærumál Stjörnugríss hf. Í bréfi hans til Sivjar Friðleifsdóttur umhverfisráð- herra segir hann m.a.: ,,Þér kusuð að áfrýja ofangreindum dómi til Hæstaréttar Íslands sem staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur með dómi sínum, uppkveðnum 23. þessa mánaðar. Þetta er eins og yður mun gjörla kunnugt í annað sinn á rúmu ári sem Hæstiréttur ógildir stjórn- sýsluathafnir yðar í tengslum við svínabú umbjóðanda míns á Melum í Leirár- og Melahreppi. Hlýtur það að vekja yður og aðra til umhugs- unar. Er nú mál að linni.“ Páll Pétursson fellir ákvörðun heilbrigðisnefndar úr gildi Í lok maí sl. var Páll Pétursson félagsmálaráðherra, settur um- hverfisráðherra til að fara með kærumál Stjörnugríss og úrskurða í því. Kvað hann upp úrskurð sinn í seinustu viku þar sem hann féllst á kröfur Stjörnugríss og felldi ákvörð- un heilbrigðisnefndar Vesturlands úr gildi. Lagði ráherra jafnframt fyrir nefndina að taka umsókn Stjörnugríss til meðferðar að nýju og fara eftir þeim réttarreglum sem í gildi voru þegar umsókn fyrirtæk- isins um starfsleyfi barst nefndinni, þ.e.a.s. hinum eldri lögum um mat á umhverfisáhrifum. Gengur úrskurður Páls þvert á fyrri niðurstöður umhverfisráðu- neytisins og Skipulagstofnunar um að stækkun svínabúsins félli undir nýju lögin og einnig gegn þeim úr- skurði sem ráðuneytið kvað upp í hliðstæðu máli Salar Islandica í sept- ember í fyrra. Stjörnugrís var í gær veitt starfs- leyfi heilbrigðisnefndar Vesturlands til stækkunar svínabúsins í sam- ræmi við upphaflegar áætlanir. Fyr- irtækið hefur orðið fyrir gríðarlegu tjóni vegna þeirra rúmlega tveggja ára tafa sem orðið hafa á að rekstur gæti hafist, að sögn Geirs Gunnars Geirssonar, framkvæmdastjóra Stjörnugríss. Hann sagði ,,hundrað prósent víst“ að fyrirtækið myndi reyna að sækja skaðabætur á hend- ur ríkinu en nú væri verið að reikna út allt það tjón sem fyrirtækið hefur orðið fyrir. Sagðist hann telja að tjónið næmi tugum eða hundruðum milljóna. ,,En nú erum við komnir með leyfið í hendur. Réttlætið sigr- aði að lokum,“ sagði hann. Vonar að starfsemin valdi ekki skaða á umhverfinu Magnús Jóhannesson, ráðuneytis- stjóri í umhverfisráðuneytinu, sagði í gær að álitamál hefðu verið í þessu máli líkt og í öðrum flóknum lög- fræðilegum málum en niðurstaða lægi nú fyrir og málið væri komið heim í hérað. ,,Frá hendi ráðuneyt- isins er málið afgreitt,“ sagði hann. Aðspurður hvort niðurstöður þessa máls væru áfall fyrir ráðuneytið sagði Magnús ætla að vona að ekki verði skaði á umhverfinu vegna þessarar starfsemi. „Þótt málið fari ekki í sérstaka athugun vegna um- hverfismats og ljóst er að hér er um mjög stórt fyrirtæki að ræða þá vænti ég þess að tekið verði þannig á málum í starfsleyfinu að umhverfið beri ekki skaða af,“ sagði hann. Magnús sagðist ekki geta metið hvort Stjörnugríss ætti einhverjar réttmætar kröfur um bætur á hend- ur ríkisvaldinu. rfisráðuneytis í máli Stjörnugríss hf. á Melum og und- r á ríkið þar um omfr@mbl.is í gær mum gði setts ngur áðu- ndur fur á kur gríss SLÁTURFÉLAG Suðurlands(SS) ætlar að hækka vegiðmeðalverð sem greitt varfyrir dilkakjöt á innanlands- markaði síðasta haust um 7%. Hækk- unin er mismikil eftir flokkum eða frá rúmum 2% í 9,2%. Goði hf. býður á hinn bóginn lækkun upp á 8% og ekki verður greitt fyrir kjötið fyrr en á næsta ári. Í gær var jafnframt starfsfólki Goða á Hellu, Höfn í Hornafirði og á Egilsstöðum tilkynnt að því yrði sagt upp að lokinni slátrun í haust. Á þriðjudag var starfsfólki fyrirtækis- ins í sláturhúsinu á Hvammstanga og í Búðardal einnig tilkynnt um upp- sagnir. Steinþór Skúlason, forstjóri Slát- urfélags Suðurlands (SS), segir að þeir búist við 30–50% aukningu í sauðfjárslátrun þetta árið en í fyrra var um 100 þúsund dilkum slátrað hjá fyrirtækinu. „Miðað við þær fréttir sem hafa verið í fjölmiðlum þess efnis að Goði ætli að lækka verð frá því í fyrra um 7% á meðan við erum að hækka það þá held ég það sé ljóst að við munum fá það innlegg sem við ráðum við. Það er bara spurning hversu fljótir bændur eru að bregðast við. Við munum þó ekki fjölga sláturhúsum þar sem hagkvæmast er að slátra meira í sömu húsum.“ Goði 15–25% undir meðalverði bænda Kristinn Geirsson, framkvæmda- stjóri Goða, segir að verðið lækki mismunandi mikið en verð fyrirtæk- isins verði á bilinu 15–25% undir meðalverði Landsambands sauðfjár- bænda (LS). Hann segir enn fremur að Goði muni í haust slátra á Höfn í Horna- firði, Fossvöllum í Jökuldal og á Hvammstanga. „Við ætluðum að halda fjórum hús- um opnum til langs tíma en við mun- um ekki hafa sláturmagn fyrir Borgarnes. Þá munum við loka hin- um húsunum eftir sláturtíð þar sem við munum ekki hafa þar opið allt árið. Þess vegna erum við að segja upp starfsfólki. Við teljum að það sé ekki rekstrargrundvöllur til þess að vera með húsin í rekstri allt árið.“ Kristinn segir að ekki sé ljóst hversu miklu þeir eigi eftir að slátra í haust. „Við teljum að við fáum það lág- marksmagn sem ekki kemst annað þar sem við munum ekki bjóða eins vel og aðrir. Það verða eflaust um 120 þúsund dilkar en það er helm- ingurinn af því sem við vorum með í fyrra. Þetta ræðst bara af því hvernig innleggið skilar sér enda eru menn ekkert æstir yfir því að koma til okkar.“ Alls 74 starfsmönnum tilkynnt um uppsagnir Kristinn segir að Goði muni greiða fyrstu greiðslur til bænda í febrúar á næsta ári og síðan annan hvern mánuð ákveðnar greiðslur út árið. Eftir sláturtíð Goða í haust munu níu manns á Hellu missa vinnuna, 11 á Höfn , 19 á Egilsstöðum og 21 á Hvammstanga. Þá hafði fyrirtækið tilkynnt í síðasta mánuði um lokun sláturhússins í Búðardal og var 14 starfsmönnum þess tilkynnt um uppsagnir vegna þess á þriðjudag- inn. Kristinn segir að verið sé að segja upp nánast öllum starfsmönn- um fyrirtækisins. Reksturinn verði nánast einungis í sauðfjársláturtíð en þá verði einhver rekstur í kring- um sölu á kjötafurðum auk af- greiðslu úr frystigeymslum. Eins og fram hefur komið í fjöl- miðlum hefur fyrirtækið óskað eftir greiðslustöðvun. Segir Kristinn að Goði hafi óskað eftir styrk frá ríkisvaldinu til að loka sláturhúsum vegna hagræð- ingar en þeir hafi fengið litla samúð. Goði hefur nú þegar selt Norð- lenska tvær eignir en á móti varð Goði stór hluthafi í Norðlenska. Spurður segir Kristinn að hann úti- loki ekki að Norðlenska kaupi fleiri eignir af Goða. Það verði hins vegar að koma í ljós. Goði hafnar öllum viðræðum Varðandi eignir Goða þá segir Haraldur L. Haraldsson, sveitar- stjóri í Dalabyggð, að þeir hafi talað við Sláturfélag Suðurlands og fleiri sláturleyfishafa um að taka við rekstri sláturhúss Goða í Búðardal. Hann segir að forráðamenn Goða hafni hins vegar öllum viðræðum við sveitarstjórnina. „Það virðist ekki standa á slát- urleyfishöfum, nema þá hjá Goða, að koma hingað og vinna þetta verk á þeim kjörum sem almennt er á markaðnum í dag fyrir slátrun.“ Segist hann vera bjartsýnn á að slátrun geti haldið áfram í Búðardal ef þeir komist yfir sláturhúsið. „Eins og staðan er í dag hefur Goði yfirráð yfir þessu húsi og ef þeir fara ekki í gjaldþrot eða halda sig við þau sjónarmið sem fram hafa komið þá komumst við ekki inn. Þetta stendur því og fellur með Goða.“ Hann segir jafnframt að það sé alvarlegt að Goði sé að fara í greiðslustöðvun. „Í skjóli hennar ætla þeir svo að neyða bændur til að koma með sauðfé til slátrunar hjá þeim á af- arkostum. Þeir tala um að þetta sé verð sem byggist á endurskipulagn- ingu á rekstri en þegar þetta er skoðað betur á þessi lækkun á verði að hluta til að bera uppi kostnað vegna skulda Goða en ekki vegna slátrunar í haust.“ Möguleiki á að stofna eignarhaldsfélag Spurður hvort sveitarfélagið væri tilbúið til að kaupa sláturhús Goða í Búðardal sagði hann; „Við reynum að halda eins mörg- um möguleikum uppi og við getum. Einn af þeim möguleikum er að stofna eignarhaldsfélag utan um sláturhúsið og gera síðan samning við ákveðinn aðila um rekstur þess og þá helst líka kjötvinnsluna. Það eru fleiri en SS sem eru í þeirri mynd.“ Er Steinþór Skúlason, forstjóri SS, var spurður út í viðræður við sveitarstjórn Dalabyggðar um að taka við rekstri sláturhúss Goða þar sagði hann: „Við höfum ekki verið í formleg- um viðræðum við sveitarstjórnina. Það hefur þó komið til tals ef ákveðnar forsendur eru hugsanlega fyrir hendi. Það er ekkert upp á borði hér, enda á Goði þessi hús og það tekur þau enginn af þeim.“ Hafa fleiri sveitarstjórnir haft samband við ykkur vegna óska um að taka við rekstri sauðfjárslátur- húsa? „Fjöldi manns hefur hringt í okk- ur víða af landinu en það er ekkert sem hægt er að segja frá.“ Goði tilkynnir frekari uppsagnir á starfsfólki Ljóst þykir að margir bændur koma til með að færa viðskipti sín frá Goða til annarra sláturleyfishafa í haust. SS hækkar verð til bænda vegna slátrun- ar en Goði lækkar Á sama tíma og Goði kynnir bændum lækkun á greiðslum fyrir dilkakjöt til- kynnir SS um hækkun á greiðslum til bænda. Í gær upplýsti Goði um uppsagnir starfsfólks. Halldór Jón Garðarsson kynnti sér stöðu mála. halldor@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.