Morgunblaðið - 26.07.2001, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 26.07.2001, Qupperneq 52
52 FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Í KVÖLD verða haldnir tónleikar þar sem hin góðkunni Geir Ólafsson og félagi hans, danski söngvarinn Tomaz Christensen, syngja saman við undirleik Furstanna. „Tilefni tónleikanna er eiginlega bara að ég er staddur hér á landi,“ segir Tomaz. „Við Geir hittumst fyrst í Danmörku fyrir tveimur árum og sungum saman þar og við ákváð- um að endurtaka leikinn.“ Tomaz segist mest syngja sálar- tónlist, fönk og R&B-tónlist heima fyrir. „Hann er með stórt band úti í Danmörku, alveg þrælfínt,“ upplýsir Geir. „Þeir eru að gera mjög góða hluti og eru að fara gefa út plötu. Þeir eru á svipuðum slóðum og við Furstarnir hérna heima.“ Svipaðar raddir „Við náum svo vel saman í tónlist- inni af því að við leikum keimlíka tónlist þótt margt sé frábrugðið,“ heldur Geir áfram. „Svo eru raddir okkar mjög svipaðar. Það var eig- inlega þess vegna sem við ákváðum að syngja aftur saman og að nú væri kominn tími til að hann kæmi og syngi með mér hérna heima.“ Aðspurðir segjast þeir félagar m.a. ætla að syngja saman eða í sitt hvoru lagi lög eftir Stevie Wonder, Frank Sinatra og Elvis. „Bara bestu klassísku lögin,“ eins og Geir orðar það. Þeir Geir og Tomaz segjast vera búnir að æfa daglega fyrir komandi tónleika, en Tomaz mun dvelja hér í þrjár vikur. „Ég á litla fjöl- skyldu hér sem ég er að heim- sækja,“ segir hann. „Það er gaman að fá að koma hingað og sjá svolítið af fall- ega landinu ykk- ar og syngja.“ Miklir vinir Þeir félagar segjast staðráðn- ir í að syngja aft- ur saman í fram- tíðinni, hvort sem það verður á Ís- landi eða í Dan- mörku. „Við erum miklir vinir og höfum samband og það er það sem skiptir máli,“ segir Geir. „Að eiga vini og virða þá og virkja, því þá eru manni allir vegir færir. Annars er mjög kalt á toppnum.“ Geir bætir svo við að lokum, að hann vilji hvetja alla Dani sem bú- settir eru á Íslandi til að koma í kvöld og hlusta á samlanda sinn. Einnig sagðist hann geta lofað Íslendingum stemmningu sem væri engri lík. Tón- leikarnir hefjast klukkan 23. Geir Ólafsson og Tomaz Christensen á Kaffi Amsterdam Geir Ólafs og Tomaz Christensen. „Stemmning sem er engri lík“ Morgunblaðið/Billi birta@mbl.is SVOKÖLLUÐ Bravókvöld hafa blásið lífi í raftónlistar- senuna hér á landi en þau eru haldin á Kaffi Thomsen ann- að hvert fimmtudagskvöld. Dagskráin í kvöld ætti svo sannarlega að hrista upp í áhugamönnum um raftónlist því auk þess sem íslenska sveitin Atingere kemur fram ætlar skoska söngkonan Nicolette að gera sitt fyrir gesti en hún er ef til vill þekktust fyrir söng sinn með hinni margrómuðu sveit Massive Attack. Nicolette er fædd í Skot- landi, en uppalin í Nígeríu, Frakklandi og Sviss. Hún hefur starfað sem söngkona frá 23 ára aldri og hennar fyrsta smáskífa, „Wicked Mathematics“, kom út árið ’92 og fylgdi breiðskífan Now Is Early í kjölfarið sama ár. Tónlist Nicolette heillaði liðsmenn Massive Attack upp úr skónum og fengu þeir hana til liðs við sig við gerð plötunnar Protection, sem kom út árið ’94 en þar syngur hún í tveim- ur lögum. Önnur sólóplata Nicolette, Let No One Live Rent Free in Your Head, kom svo út tveimur árum síðar. Söngkonan er annars stödd hér á landi í þeim erindagjörðum að vinna með Barða Jóhannssyni úr Bang Gang. Eins og áður sagði leikur íslenska sveitin Atingere einnig á tónleikun- um, en hún hyggst frumflytja nýtt efni. Biogen ætlar að flytja mynd- bandsverk sitt og plötusnúðurinn DJ Árni þeytir skífur. Sem fyrr er að- gangseyrir 500 kr. Bravókvöld á Kaffi Thomsen Nicolette tekur lagið á Kaffi Thomsen í kvöld. Nicolette heillar KRYDDSTÚLKUNNI og fyrrum tengdadóttur Ís- lands, Mel B, hefur verið sagt upp samningi við Virg- in-útgáfufyrirtækið. Ástæð- an er sú að Virgin telur feril hennar hafa beðið skipbrot. „Það borgaði sig einfald- lega ekki að halda þessu áfram,“ er haft eftir tals- manni Virgin. „Hún einbeitir sér nú að sjónvarpsstörfum og við óskum henni góðs gengis.“ Hættulega kryddið, eins og Mel B var gjarnan kölluð er ferill Spice Girls var í fluggír, leitar nú fyrir sér annars staðar með útgáfu á tónlist sinni. Hún er þó enn samningsbund- in Virgin sem Kryddstúlka en ef tek- ið er mið af gengi síðustu plötu, For- ever, sem var æði hrapalegt, a.m.k. sölulega, er talið ólíklegt að Krydd- stúlkurnar hljóðriti nýja plötu. Ekki er þó loku skotið fyrir safnplötu að sögn innanbúðarmanna hjá Virgin. Einherjaferill Mel B byrjaði engu að síður vel er lagið „I Want You Back“, sem er dúett með R og B/ rapplistakonunni Missy Elliot, fór rakleitt á toppinn í Bretlandi. Seinni smáskífur hennar hafa aftur á móti valdið sölulegum vonbrigðum. Breið- skífan Hot komst svo ekki hærra en í 28. sæti sem þykir víst harla dapurt í þessum bransa. Mel B samningslaus „Hætta“ kryddið? Mel B gengur nú um samningslaus. NÝTT OG BETRA Álfabakka 8, sími 587 8900 og 587 8905 FYRIR 1090 PUNKTA FERÐU Í BÍÓ www.sambioin.is Sýnd kl. 8.10 og 10.10. Vit nr. 250 Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Vit 243. Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. Vit 255. Sýnd kl.8.Vit 235. B.i. 12.  strik.is Íslenskt tal. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Vit nr. 245 Enskt tal. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Vit nr. 244 Ævintýrið góða sem aldrei var sagt frá …fyrr en nú. Crocodile Dundee Sýnd kl. 4 og 6. Vit 249 The Mummy returns Sýnd kl. 3.50 og 6. Vit 234 Nýji stíllinn keisarans Sýnd kl. 3.45. Vit 345 Kvikmyndir.com  Ó.H.T.Rás2  strik.is Kvikmyndir.com DV Hugleikur Heilsuviðvörun: Ef þú tekur upp lífshætti Bridget Jones þá gæti það skaðað heilsu þína.  DV HÁSKÓLABÍÓ þar sem allir salir eru stórir Hagatorgi sími 530 1919 Hluti myndarinnar var tekinn upp á Íslandi Frábær hasarmynd sem fór beint á toppinn í Bandaríkjunum Stærsta ævintýri sumarsins er hafið TILLSAMMANS Sýnd kl. 4, 6, 8, 10.15. B.i. 12.Sýnd kl. 4, 6, 8, 10.15. B.i. 12. 1/2 Kvikmyndir.com  H.L. Mbl.  H.K. DV  Strik.is  ÓHT Rás 2 Kvikmyndir.com DV  strik.is  strik.is Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.15. Kl. 4, 6 og 8 með ísl. tal. Kl. 4, 6, 8 og 10 enskt tal Ævintýrið góða sem aldrei var sagt frá …fyrr en nú. Kvikmyndir.com Ó.H.T.Rás2 Sýnd kl. 10.30. B. i. 16. betra er að borða graut- inn saman en steikina einn Hugleikur  DV

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.