Morgunblaðið - 09.08.2001, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.08.2001, Blaðsíða 2
Viðskiptavinum Fiskbúðarinnar Varar býðst að kaupa hrefnukjöt á 200 krónur kílóið, en verslunin festi í gærmorgun kaup á eins og hálfs tonns hrefnu sem veiddist við Grindavík í fyrrinótt. Hrefnan eyðilagði sex netatrossur þegar verið var að fanga hana. Hrefnan, sem var um sex metra löng, var verkuð í fiskbúðinni. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Hrefnu- kjöt til sölu FRÉTTIR 2 FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isDamon Johnson á ný með Keflavík/B1 Stórsigur hjá Liverpool í Finnlandi/B6 8 SÍÐUR12 SÍÐUR Sérblöð í dag VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS S É R B L A Ð Á F I M M T U D Ö G U M U M V I Ð S K I P T I , S J Á V A R Ú T V E G & A T H A F N A L Í Á FIMMTUDÖGUM FJÓRIR útlendingar sem hingað hafa komið sem burðardýr vegna fíkniefnainnflutnings afplána nú dóm hér á landi. Mennirnir sem um ræðir koma víða að, frá Danmörku, Ítalíu, Þýskalandi og Grænhöfða- eyjum. Að auki eru þrír í gæslu- varðhaldi vegna fíkniefnainnflutn- ings, Breti, Pólverji og Portúgali. Þá luku nýlega afplánun tvær ítalskar stúlkur og ein hollensk vegna samskonar mála. Að sögn Jó- hanns R. Benediktssonar, sýslu- manns á Keflavíkurflugvelli, hefur viðlíka fjöldi erlendra fíkniefna- smyglara aldrei áður afplánað dóm eða setið í gæsluvarðhaldi á sama tíma. Jóhann segir að sjaldan hafi komið upp jafn mörg stór fíkniefna- mál á sama tíma sem ekki eru tengd innbyrðis. Hins vegar hafi menn oft áður náð stórum send- ingum af eiturlyfjum og einhverju minna magni í tengslum við sömu mál. Síðast á föstudag fundust við hefðbundið tolleftirlit í Leifsstöð 2500 e-töflur, sem rúmlega tvítugur Portúgali hafði falið innanklæða. Maðurinn var úrskurðaður í þriggja vikna gæsluvarðhald og hefur fíkni- efnadeild lögreglunnar í Reykjavík tekið yfir rannsókn málsins. Ásgeir Karlsson, yfirlögregluþjónn og yf- irmaður fíkniefnadeildarinnar, sagði að mál Portúgalans væri í skoðun en varðist allra fregna af gangi rannsóknarinnar. Gríðarlegt magn af eiturlyfjum gert upptækt Í lok júlímánaðar var tuttugu og tveggja ára pólsk kona handtekin með 1600 e-töflur. Þá fundust sex kíló af hassi í ferðatösku bresks karlmanns er hann kom til landsins frá Ósló um miðjan júlímánuð. Í vor var Þjóðverji handtekinn með fimm kíló af hassi í Leifsstöð. „Ég veit ekki hvort fólk áttar sig á því hvað þetta er gríðarlegt magn af eiturlyfjum. Það er almennt talað um að það sé góður árangur hjá tollgæslu og lögreglu að ná 5 til 10% af eiturlyfjum í umferð,“ sagði Jóhann. Jóhann segir að fíkniefnadeild Tollgæslunnar á Keflavíkurflugvelli hafi lagt hald á hátt í 20 kíló af hassi það sem af er þessu ári og yf- ir 26 þúsund e-töflur. Hann segir að sum málanna hafi verið upplýst í samstarfi við fíkniefnadeild lögregl- unnar í Reykjavík og að gott sam- starf sé á milli hennar og Tollgæsl- unnar. Ásgeir Karlsson tekur undir orð Jóhanns og segir samstarfið gott. Hann segir að aukningu á magninu sem tekið er úr umferð megi bæði rekja til þess að innflutningur sé að aukast en ekki síður að menn nái betri árangri. Hann segir að fíkni- efnainnflutningur sé betur skipu- lagður nú en áður auk þess sem al- gengt sé að erlendir aðilar komi hingað sem burðardýr. Þessir aðilar séu oft á tíðum lítt fúsir til sam- starfs og taki á sig þungar refs- ingar í stað þess að upplýsa um aðra aðila sem málinu tengjast. Æ fleiri útlendingar eiga aðild að fíkniefnamálum hér á landi Sjö útlendingar eru í varðhaldi STARFSMÖNNUM Reykjagarðs á Hellu var tilkynnt síðdegis í gær að ákveðið hefði verið að flytja kjúkl- ingaslátrun og -pökkun fyrirtækis- ins, sem starfrækt hefur verið á Hellu, í kjúklingastöð Ferskra kjúkl- inga í Mosfellsbæ. Ráðgert er að flutningurinn eigi sér stað seinni hluta þessa mánaðar. Í fréttatilkynningu frá Reykja- garði segir að um 70 stöðugildi séu nú hjá fyrirtækinu á Hellu, þar með taldir um 20 sumarstarfsmenn og er- lendir starfsmenn sem hafa fengið tímabundið starfsleyfi hér á landi. Öllum ætti að bjóðast starf Guðmundur Guðmundsson, stjórnarformaður Reykjagarðs, seg- ir að ákveðið hafi verið að bjóða um 20 starfsmannanna starf við slátr- unina í Mosfellsbæ og að samninga- viðræður séu langt komnar við fjár- festa úr röðum heimamanna um kaup á húsnæði og vélum fyrirtæk- isins á Hellu til að starfrækja kjöt- vinnslu, þar sem 20–25 starfsmönn- um ætti að bjóðast starf. Guðmundur segir að Sláturfélag Suðurlands á Hvolsvelli hafi boðið öllum starfs- mönnum Reykjagarðs sem vilja vinnu, þannig að öllum ætti að bjóð- ast starf á svæðinu. Guðmundur segir að meginástæða þess að ákveðið var að flytja starf- semina hafi verið sú að þurft hefði að ráðast í miklar fjárfestingar og end- urbætur á húsnæði fyrirtækisins á Hellu sem er ríflega 20 ára. Einnig hefði þurft að endurnýja tækjabúnað sem ekki hefði verið hagkvæmt. Ennfremur segir hann að með til- komu kjúklingastöðvarinnar í Mos- fellsbæ hafi Reykjagarðsmenn misst verkefni frá Móum og öðrum fyrir- tækjum sem þeir hafi haft í tólf ár. Eins og fyrr segir eru viðræður við heimamenn um kaup á húsnæð- inu og búnaðinum langt komnar og stendur til að reka þar kjötvinnslu. Það kann að virðast öfugsnúið að kjúklingi sé slátrað og kjötinu pakk- að í Mosfellsbæ en kjötið unnið á Hellu. Guðmundur segir að aðeins vinnsluefni, þ.e. læri og annað sem til fellur, verði flutt austur þar sem kjúklingaálegg, pylsur og annað þess háttar verði framleitt. „Þetta er í rauninni deild sem hefur mátt búa við lítið rými og fá tækifæri. Menn hafa miklar væntingar til kjötvinnsl- unnar.“ Um 50–60 starfsmenn mættu á fundinn á Hellu í gær. Guðmundur segir að fólk hafi tekið þessum frétt- um misjafnlega og sumir hafi verið mjög óánægðir. Hann segist þó telja að fólk sé ánægt með að nú sé búið að létta af því óvissuástandi um framtíð fyrirtækisins sem ríkt hefur í nokkur misseri. Hann bendir á að áður hafi verið hugmyndir um að flytja starf- semina, jarðskjálftarnir í fyrrasum- ar hafi sett strik í reikninginn og margir starfsmenn hafi aðeins verið með örugga vinnu mánuð fram í tím- ann um langt skeið. Þungt hljóð í mönnum Guðmundur I. Gunnlaugsson, sveitarstjóri Rangárvallahrepps, segir að þungt hljóð sé í heimamönn- um þótt fréttirnar hafi ekki verið al- veg óvæntar. „Það eru talsverðar að- gerðir í gangi til að milda áfallið eins og hægt er fyrir það fólk sem í lend- ir. Maður vonar að það takist bæri- lega,“ segir hann. Fyrir skemmstu sagði Goði upp öllu starfsfólki sínu á Hellu, um tíu manns. „Þetta hefur allt dunið yfir á sama tíma og gerir það ástandið ekki betra,“ segir Guð- mundur. Hann segir að heimamenn séu einnig að kanna möguleika á að kaupa sláturhúsið af Goða og halda áfram starfsemi eins og í Reykja- garði. „Það er verið að vinna í hvoru tveggja og við vonum að eitthvað rætist úr,“ sagði Guðmundur. Reykjagarður flytur slátrun og pökkun til Mosfellsbæjar Starfsemi fyrirtækis- ins lögð niður á Hellu ÖKUMAÐUR vélhjóls, sem slas- aðist alvarlega í slysi á Vestur- landsvegi við Brú- artorg í Borgar- nesi 24. júní síðastliðinn, lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi í gær af völdum áverka er hann hlaut í slysinu. Hinn látni hét Sigurður Árni Sigurbergsson, til heimilis á Háaleitisbraut 30 í Reykja- vík. Sigurður var 44 ára að aldri, vél- virki að mennt. Hann lætur eftir sig eiginkonu og fjögur börn á aldrinum 9–23 ára. Sonur Sigurðar var með honum á hjólinu þegar slysið átti sér stað en slasaðist ekki alvarlega. Lést eftir vélhjólaslys Sigurður Árni Sigurbergsson ♦ ♦ ♦ Vörubíll sleit rafstreng RAFMAGN fór af fjórum bæjum skammt vestan Borgarness eftir að vörubíll sleit þar loftlínustreng síð- degis í gær. Engan sakaði og vöru- bíllinn skemmdist ekki, að sögn lög- reglunnar í Borgarnesi. Viðgerð á strengnum lauk í gærkvöldi og raf- magn komst á að nýju á bæjunum. Vegaframkvæmdir standa yfir við bæinn Þursstaði og slitnaði línan við það að vörubíllinn rak pallinn í lín- una. Annar endi línunnar fór í jörð- ina og við það kviknaði eldur í jarð- vegi, sem slökkvilið slökkti. Fallist á höfn í Reyðarfirði SKIPULAGSSTOFNUN hefur fallist á fyrirhugaða byggingu hafn- ar við iðnaðarsvæði á Hrauni í Reyðarfirði en höfnin tengist fyr- irhugaðri byggingu álvers í firð- inum. Telur stofnunin að höfnin muni ekki hafa í för með sér um- talsverð umhverfisáhrif. Hægt er að kæra úrskurð Skipulagsstofnun- ar til umhverfisráðherra og er kærufrestur til 12. september. Í úrskurði Skipulagsstofnunar segir að höfnin verði byggð í tveim- ur áföngum, en markmiðið með framkvæmdum er að skapa aðstæð- ur til uppskipunar á hráefni og vörum fyrir fyrirhugað álver í Reyðarfirði og til útskipunar á full- unnum afurðum. ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.