Morgunblaðið - 09.08.2001, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.08.2001, Blaðsíða 14
AKUREYRI 14 FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ JÓN M. Ragnarsson versl- unarstjóri í Joe’s á Akureyri mátti spretta úr spori til að hafa uppi á ungu pari sem staðið var að því að stela vörum í verslun hans sl. þriðjudag. Jón hljóp fólkið uppi og tókst að ná af þeim vörum sem það hafði tekið ófrjálsri hendi. Þessa dagana stendur yfir út- sala í verslun Joe’s og hefur tölu- verðu af útsöluvörum verið stillt upp á pallinum fyrir utan sjálfa verslunina. Jóhann Norfjörð for- svarsmaður Borgarbíós starfar í næsta húsi við Joe’s og hann var að tala í síma á skrifstofu sinni og fylgjast með fólki skoða vörurnar á pallinum út um gluggann. Þá tók hann eftir því að konan stakk skyrtu í tösku sína sem hún hafði áður lagt á manninn, svona rétt að athuga hvort stærðin væri rétt. Einnig hafði hann séð konuna fara með tvær skyrtur í bíl sem þau skötuhjú voru á og lagt hafði verið skammt frá versluninni. Jóhann sá til þess að Jón verslunarstjóri fengi að vita af framferði kon- unnar og gekk Jón með símann út á pallinn og fékk greinargóða lýs- ingu á konunni. Jón gekk strax að bílnum úti á bílastæði og kíkti inn um rúðurnar í leit að þýfi. Sá hann þá hvar konan fór að ókyrrast á pallinum og fljótlega kallaði hún á manninn og saman tóku þau á rás fyrir hornið á versl- uninni. „Ég hljóp á eftir þeim í átt að Sjallanum og fann þar eina skyrtu á bak við ruslagám. Ég hljóp svo áfram á eftir þeim suður Geislagötu og niður hjá Stjörnusól þar sem mér tókst að stöðva þau. Þar vildi ég fá að skoða í tösku konunnar og eins í bílinn en þau neituðu því. Ég sagði þá konunni að sést hefði til hennar á pallinum og þar sem ég var enn með símann í höndunum hótaði ég að hringja á lögregluna. Ég sagði þeim jafn- framt að ef ég fengi mínar vörur aftur myndi ég ekki leggja fram kæru. Skyrtur og stakkur í bílnum Þá loks fékk ég að skoða í töskuna og bílinn og þar komu í ljós tvær skyrtur til viðbótar undir handklæði í aftursætinu og þessi fíni stakkur í skottinu.“ Jón sagðist hafa staðið við orð sín og ekki lagt fram kæru en til- kynnt um atburðinn til lögreglu og m.a. gefið upp númer bílsins sem skráður er á höfuðborgar- svæðinu. Bíræfnir þjófar á útsölu í fataverslun á Akureyri Morgunblaðið/Kristján Jón M. Ragnarsson með stakkinn góða sem stolið var úr verslun hans. Verslunar- stjórinn hljóp þjóf- ana uppi ÞAÐ verður mikið um að vera á Dal- vík laugardaginn 11. ágúst nk. en þá ætla fiskverkendur og tengdir aðilar í Dalvíkurbyggð að halda Fiskidag- inn mikla og bjóða öllum í mat. Markmiðið með deginum er að fá sem flesta landsmenn til bæjarins, borða fisk og eyða góðum degi sam- an. Hátíðin fer fram á Ránarbrautinni á Dalvík og stendur frá kl. 11.00 til 17.00. Þar verður komið upp sviði og mun skemmtidagskrá í höndum heimamanna rúlla þar allan daginn. Yfirkokkur Fiskidagsins mikla verð- ur Úlfar Eysteinsson, kokkur á Þremur frökkum í Reykjavík, en honum til aðstoðar verður 30 manna grillsveit. Skemmtidagskrá með óvæntum leyninúmerum Júlíus Júlíusson framkvæmda- stjóri hátíðarinnar sagði að viðbrögð landsmanna hafi verið góð og hann á von á miklum fjölda gesta til bæj- arins og þá ekki síst brottfluttum Dalvíkingum. „Við munum bjóða upp á sjö fiskrétti og þar af Afríku- súpuna sem ekki hefur boðist áður og rétt með lúðu frá Fiskeldi Eyja- fjarðar. Auk þess munum við bjóða upp á skemmtidagskrá allan daginn og þá m.a. með óvæntum leyninúm- erum.“ Júlíus sagði að jafnframt yrði boð- ið upp á siglingu um Eyjafjörðinn með ferjunni Sæfara á hálftíma fresti, Sæplast byði upp á 1.000 kerja völundarhús fyrir börnin á lóð sinni og þá myndu alls kyns fígúrur heim- sækja svæðið. Júlíus sagði að öll dag- skráin væri ókeypis og einnig væri frítt á tjaldsvæðið fyrir þá sem vilja stoppa lengur. Sérstakt lag hefur verið samið og heitir það „Fiskidag- urinn mikli“ og er eftir Friðrik Ómar Hjörleifsson skemmtanastjóra há- tíðarinnar en textinn er eftir Gunnar Þór Þórisson. Veðrið verður gott um helgina Þá verður ýmislegt annað um að vera á Dalvík um helgina, knatt- spyrnuleikur í 1. deild á föstudags- kvöld sem og leiksýning á Kaffi Menningu. Á laugardag fer fram knattspyrnumót í 6. flokki og árlegt kvennamót í golfi. Sýning er opin á Grund í Svarfaðardal, Byggðasafnið verður opið lengur um helgina og sundlaugin mun skarta sínu feg- ursta. Júlíus, sem hefur umsjón með hin- um landsfræga Veðurklúbbi á Dalbæ, sagði aðspurður um veðrið: „Veðrið verður mjög gott um helgina. Ég er bæði búinn að ræða við mína menn í Veðurklúbbnum sem segja útlitið gott og aldrei þessu vant segir Veðurstofan það líka.“ Fiskidagurinn mikli verður haldinn á Dalvík á laugardag Fiskverkendur bjóða öll- um gestum sínum í mat                          ! "    #          ! $%# & %! $  !  '()  $ #   * +   ,  - ## .% / 0  1  %    ) ,2 444! ! ) %           5 2 67    89& &6! +      &! %/ !     :-    ## # 0 % &9 &! 2 ! Á SJÖUNDA Tuborg-djassi í Deiglunni á Heitum fimmtudegi 9. ágúst, kl. 21.30, leikur djasstríó skipað þeim Jóni Páli Bjarnasyni á gítar, Birki Frey Matthíassyni á trompet og flugelhorn ásamt Ólafi Agli Stolzenwald kontrabassa Tríóið heitir „Jasstríó Óla Stolz“ og í því koma saman og spila þrjár kynslóðir djassleikara. Þeirra þekktastur er sá elsti, gítarleikar- inn Jón Páll Bjarnason, sem starf- að hefur um árabil í Bandaríkj- unum og verið í fremstu röð djassgítarleikara í heiminum. Yngstur er Birkir Freyr sem er að öðlast meiri og meiri viðurkenn- ingu sem okkar skærasta stjarna á djasstrompetinn. Sá sem leiðir og tríóið er kennt við, Óli Stolzenwald, er mikilsmetinn sem kontrabassa- leikari. Hrært verður í súpu sígildra djassnúmera og lög leikin eftir ólíka höfunda svo sem Benny Gol- son, Clifford Brown, Charlie Park- er og fleiri. Tríóið varð til í kring- um þorra og lék á Múlanum djassklúbbi sl. vor. Styrktaraðilar Jazzklúbbs Akur- eyrar eru: Akureyrarbær, Café Karolína, Sparisjóður Norðlend- inga, Útgerðarfélag Akureyringa, Menningarsjóður FÍH, Norður- mjólk, Kristján Víkingsson, Bún- aðarbankinn á Akureyri og Ís- landsbankinn á Akureyri. Aðgangseyrir er kr. 500. Jasstríó Óla Stolz spilar í Deiglunni Á SUNNUDAGINN var helgistund í hraunhvelfingu þeirri sem kennd er við kirkju í Dimmuborgum. Sóknar- presturinn okkar, Sr. Örnólfur, stóð fyrir athöfninni en þar komu fram auk hans Margrét Bóasdóttir söng- kona, Ásmundur Kristjánsson sem las ritningarorð og Valmar Valjaots sem lék á fiðlu. Um 80 gestir voru við athöfnina. Þetta er annað árið sem boðið er upp á athöfn sem þessa í Dimmuborgum um verslunarmannahelgi og er ánægjulegur atburður. Á laugardag- inn var messa á Víðirhóli sem er ein af sóknarkirkjum Sr. Örnólfs. Þar fékk fámennur söfnuður Fjöllunga sína ár- legu guðsþjónustu og gefin voru sam- an ein hjón. Fjölmenni var við athöfn- ina þar sem Laufey Sigurðardóttir lék á fiðlu en Kristín Axelsdóttir í Grímstungu og Hlín Torfadóttir á Dalvík léku á orgelið, söfnuðurinn söng. Brúðkaupsveisla var í tjaldi á túninu á Víðirhóli að athöfn lokinni. Helgihald í Dimmuborgum Mývatnssveit

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.