Morgunblaðið - 09.08.2001, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 09.08.2001, Blaðsíða 31
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 2001 31 sínar aftur í stríðslok þegar ekki var lengur þörf á breskum hernaðar- mannvirkjum í borginni og komin á lögformleg ríkisstjórn Íslendinga? Hvað hefur íslenska ríkið haft miklar tekjur af þessu illa fengna landi frá stríðslokum og til dagsins í dag? Af hverju í ósköpunum er fólkinu ekki fengið landið sitt aftur núna þegar yfirvöld hafa loksins ákveðið að leggja gamla herflugvöllinn niður? Landstjórnin getur þá hirt aftur „skaðabæturnar“ sínar í skiptimynt. Og hvernig dettur Reykjavíkurlist- anum í hug að hann geti vaðið inn á lendur manna og lóðir til að reisa þar einhver hús eftir eigin höfði? Vatnsmýrin og Magnús Leópoldsson Margt hefur breyst frá stríðslok- um og öldin er önnur á Íslandi. Lögin um upptöku gamalla mála sem kennd eru við Magnús Leópoldsson eru góð vísbending um nýtt og betra hugarfar í stjórnsýslu landsins og sáttastreng í hjörtum manna. Lögin eru bæði dómsmálaráðherra og rík- isstjórn landsins til sóma. Eignar- námið í Vatnsmýrinni er hins vegar ofbeldi gegn friðhelgi heimilisins af verstu tegund þótt málavextir séu aðrir en Magnús mátti þola. Niður- læging fjölskyldunnar nær hámarki þegar hún má horfa á eftir heimili sínu undir erlendan herflugvöll eða á vörubílspalli á leið út í bæ. Andblær nýrrar aldar hvetur eindregið til að gerðar séu upp gamlar sakir frekar en grafa þær áfram í jörðu. Leysa fjölskyldurnar úr ánauð og gömlu landstjórnina úr herfjötrum. Nú- tímaviðhorf bjóða að fólkið fái lendur sínar aftur ef því býður svo við að horfa og getur þá ráðstafað þeim sjálft undir húsbyggingar ef það vill. Stríðsglæpir falla ekki á tíma eins og sagan kennir okkur á hverjum degi. Höfundur er fyrrverandi varaborgarfulltrúi og þingmaður Reykvíkinga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.