Morgunblaðið - 09.08.2001, Side 4

Morgunblaðið - 09.08.2001, Side 4
FRÉTTIR 4 FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ SAMKVÆMT nýrri könnun Gallup, sem gerð var í júlí, helst fylgi stjórn- málaflokkanna nokkuð stöðugt ef frá er talið fylgi Sjálfstæðisflokksins sem eykst eftir niðursveiflu síðasta mánaðar og mælist nú 41%. Fylgi Framsóknarflokksins mælist 14% sem er prósenti minna en í júní sl. Stuðningur við ríkisstjórn Davíðs Oddssonar fer úr 57% í júnímánuði niður í 55% nú. Samfylkingin hefur stuðning 20% kjósenda, sem er hið sama og í fyrri könnun, og Vinstri hreyfingin – grænt framboð hefur stuðning 23% kjósenda. Frjálslyndi flokkurinn mælist með 2% fylgi líkt og áður. Málefni Árna höfðu áhrif Í Þjóðarpúlsi Gallups kemur fram að fyrirtækinu hafi leikið forvitni á að vita hvort umræðan um fjárreiðu- mál Árna Johnsen, fyrrverandi þing- manns Sjálfstæðisflokksins, hefði áhrif á fylgi flokksins. Í ljós kom að fylgi flokksins var meira áður en um- fjöllun um mál Árna birtist í fjölmiðl- um en meðan á umræðunni stóð, munaði þar fjórum prósentustigum. Fylgi VG jókst hins vegar er leið á júlímánuð og telja könnuðir Gallups bein tengsl ekki þurfa að vera þarna á milli. Fylgi annarra flokka var jafnt allan mánuðinn. Gallup mældi jafnframt ánægju landsmanna með störf ráðherra Framsóknarflokksins. Í ljós kom að ánægjan jókst með alla ráðherrana, nema hvað að Jón Kristjánsson heil- brigðisráðherra var „mældur“ í fyrsta sinn. Hafnaði hann í þriðja sæti þar sem 46% kjósenda sögðust vera ánægð með störf Jóns. Sem fyrr varð Halldór Ásgrímsson, utanríkis- ráðherra og formaður flokksins, efstur í ánægjumælingunni með 57%, sem er nokkur aukning frá síð- ustu mælingu í desember í fyrra þegar 51% kjósenda lýsti sig ánægt með störf Halldórs. Næstur kom Guðni Ágústsson landbúnaðarráð- herra í röðinni en 51% kjósenda sagðist ánægt með hann. Á eftir Jóni Kristjánssyni koma Siv Friðleifs- dóttir umhverfisráðherra (42,4%), Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra (41,8%) og minnst ánægja er með störf Páls Pétursson- ar félagsmálaráðherra, eða 32,4%. Ánægja framsóknarmanna með Pál hefur þó aukist verulega frá því í fyrra, eða úr 28% í 56,5%. Könnun Gallup í júlí Sveiflur í fylgi Sjálf- stæðis- flokksins SIV Friðleifsdóttir, umhverfisráð- herra, heimsótti í gær þjóðgarðinn í Jökulsárgljúfrum, þar sem hún kynnti sér þá þjónustu, sem þar er boðið upp á og starf landvarða, en í ár heldur landvarðafélagið upp á 30 ára afmæli sitt. Stóð meðal annars til að ganga um Ásbyrgi, að Hljóða- klettum og skoða Dettifoss. Siv hef- ur ekki fyrr komið í þjóðgarðinn í Jökulsárgljúfrum í embætti um- hverfisráðherra, en hún hefur þegar sótt Skaftafell heim og í fyrra ferð- aðist hún um friðlýst svæði á hálend- inu og hitti landverði þar. Segir hún, að sem umhverfisráðherra vilji hún koma á öll friðlýst svæði og hitta starfsfólk þar og einnig vilji hún vegna afmælis landvarðafélagsins hitta landverði og kynna sér störf þeirra. Þjónustugjald stendur undir rekstrinum Siv er nýkomin frá Kanada, en þangað fór hún í boði David And- erson, umhverfisráðherra Kanada, til að kynna sér starf Kanadamanna í málefnum þjóðgarða. Í ferðinni heimsótti hún fjóra þjóðgarða, Pacif- ic Rim á Vancouver eyju á vestur- strönd Kanada, Jasper og Banff í Klettafjöllum og Gros Morne á Ný- fundnalandi. Banff er elsti þjóðgarð- ur Kanada, stofnaður 1885, en í land- inu eru nú 39 þjóðgarðar. Að sögn Sivjar fékk hún í öllum þjóðgörðunum mjög góðar upplýs- ingar frá þjóðgarðs- og landvörðum og fræðslu um stefnumótun í þjóð- görðunum og hvernig þeir stýra um- ferð fólks um þá, en hún hafði óskað sérstaklega eftir því að fá upplýsing- ar um það. Það, sem að sögn Sivjar var hvað athygliverðast varðandi rekstur þjóðgarða í Kanada, er að krafist er aðgangseyris eða þjón- ustugjalds. Einnig verða þeir, sem bjóða upp á þjónustu fyrir gesti þjóð- garðanna, að greiða fyrir „leigu“ á rekstrarleyfi, en hægt er að gera samning um slíkt leyfi til mislangs tíma. Innheimta aðgangseyrisins og greiðslna fyrir rekstrarleyfi gerir stóru þjóðgörðunum, eins og Jasper og Banff, kleift að standa undir sér rekstrarlega. Hvor tekjuliðurinn um sig dekkar um helming rekstrar- kostnaðar garðanna. Minni þjóð- garðar, eins og Pacific Rim og Gros Morne verða hins vegar einnig að fá framlög frá stjórnvöldum. Aðspurð kvaðst Siv ekki velkjast í vafa um að í framtíðinni muni inn- heimt þjónustugjald af gestum þjóð- garða á Íslandi. „Það er alveg ljóst í mínum huga, að við munum taka upp þjónustugjald, til dæmis á þeim stöð- um, sem mikill fjöldi fer um, til þess að geta sinnt betur rekstri slíkra svæða,“ sagði Siv. Hún bendir á, að í nýlegri skýrslu OECD um umhverf- ismál á Íslandi sé lögð áhersla á mik- ilvægi þess að taka upp þjónustu- gjöld á fjölsóttum ferðamannasvæð- um. „Þetta var skoðað fyrir stuttu síð- an í nefnd á okkar vegum, en það var ekki samstaða um að taka upp slík þjónustugjöld að sinni. Það var tals- verð andstaða, til dæmis hjá ferða- þjónustunni. En við munum skoða þetta í framtíðinni.“ Viss vandkvæði eru fylgjandi gjaldtöku hér á landi, sem ekki eru til staðar í Kanada. Til dæmis nefnir Siv nauðsyn þess að girða viðkom- andi svæði af, til að geta haft stjórn á umferð fólks um þau. Á okkar bera landi séu slíkar girðingar mörgum þyrnir í auga en í Kanada sé hægur vandi að fela þær í skóglendi. Markaðstækifæri í náttúruvernd Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull var opnaður 28. júní sl. og á næsta ári, sem SÞ hafa lýst alþjóðaár fjalla, mun gervöll jökulhetta Vatnajökuls verða lýst þjóðgarður og verða stærsti þjóðgarður í Evrópu. Siv er þeirrar skoðunar að t.d. það, að lýsa Vatnajökul þjóðgarð styrki ferða- þjónustuna, menn muni geta nýtt sér það í markaðssetningu, að Vatnajök- ull verði stærsti þjóðgarður í Evrópu og eini staðurinn á jörðinni, sem sameinar jökul og virkar gosstöðvar. Siv segir, að Íslendingar standi á krossgötum í málefnum þjóðgarða og náttúruverndar á Íslandi. Það mikilvægasta, sem hún hafi lært í ferð sinni til Kanada hafi verið, að það gangi vel, að láta fólk greiða fyr- ir aðgang að þjóðgörðunum og gestir telji það sjálfsagt, enda fái það að- stöðu til að ganga um svæðið, þjón- ustu og fræðslu, og vel sé hugað að öryggismálum. Hún er þeirrar skoð- unar, að hér á Íslandi þurfi breiðari samstarfsvettvang um málefni þjóð- garðanna og friðlýstra svæða. „Og ég mun sérstaklega skoða það mál í framhaldi af þessari ferð, með hvaða hætti við munum skapa þennan breiða samstarfsvettvang, til að geta eflt ferðaþjónustu og bæði hagsmuni náttúrunnar og heimamanna.“ Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra í Jökulsárgljúfrum Þjónustugjald í þjóðgörð- um lagt á í framtíðinni Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra hitti m.a. Kára Kristjánsson land- vörð á ferð sinni í Jökulsárgljúfur í gær. ÁTTA ára strákur, Sverrir Krist- insson, gerði sér lítið fyrir og setti í 18 punda hæng í Dagmálahyl á efsta svæði Stóru-Laxár í Hrepp- um fyrir fáeinum dögum. Laxinn var svo sterkur og lét svo ófriðlega að faðir drengsins, Kristinn Sæ- mundsson, þurfti að grípa í taum- ana. Yfirleitt er það öfugt, þ.e.a.s. foreldri setur í laxinn sem ungviðið síðan þreytir og landar. Þetta er í annað skipti í sumar sem krakkarn- ir snúa dæminu við, en fyrr í sumar setti sjö ára drengur í 20 punda lax í Svalbarðsá. „Þetta var jólagjöf Sverris, hann fór með mér fyrir þremur árum og var alveg bergnuminn yfir þessu svæði. Talaði alltaf um að fá að fara aftur, þannig að draumurinn var látinn rætast núna. Við fengum tvo aðra laxa, 12 punda í Heimahyljum og 10 punda á Horni. Sá stóri tók maðk og var veiddur með flotholti, löngum taumi og sökku,“ sagði Kristinn, faðir stórveiðimannsins, í samtali við Morgunblaðið. Fín veiði var í Bíldsfelli í Soginu síðastliðinn sunnudag, átta laxar komu á land og voru sjö þeirra grá- lúsugir. Einn þessara laxa var 19 punda hængur sem tók rauða Frances númer 10 á Neðra-Horni. Stærsti laxinn úr Soginu í sumar. Góður gangur í Langá „Við kvörtum ekki, það voru komnir 840 laxar á land á hádegi í dag og 330 hafa farið um teljarann. Allar tölur stemma við sumarið 1999 þegar áin náði 1.600 laxa heildarveiði. Það var stórstreymt um helgina og það kom slatti af nýj- um laxi, engar stórgöngur, en það voru að koma lúsugir laxar víða á land. Það er mikill lax í ánni og horfur góðar, enda erum við enn með gott vatn þótt langt sé orðið síðan síðast rigndi að gagni,“ sagði Ingvi Hrafn Jónsson, leigutaki Langár, í gærdag. Fréttir úr ýmsum áttum Þær fregnir berast að Blanda sé að losa 1.000 laxa og er það með ólíkindum í ljósi þess hve slakar aðrar ár á Norðurlandi hafa verið í sumar. Álftá er komin yfir 100 laxa að sögn Dags Garðarssonar, eins leigutaka árinnar, og er talsvert af laxi og sæmilegt vatn enn sem kom- ið er. Gljúfurá er í hægagangi, þar voru komnir 58 laxar á land eftir helgina, holl sem þá var í ánni særði upp tvo laxa, en tvö síðustu hollin á undan „núlluðu“ eins og veiðimenn komast að orði og þarf vart þýð- ingar við. Um 250 laxar eru komnir úr Hít- ará og er það nokkuð gott. Besta hollið náði tæplega 40 löxum, en önnur holl hafa verið talsvert lægri, en með prýðisafla þó. Feðgarnir Sverrir Kristinsson t.v. og Kristinn Sæmundsson, með lax- ana þrjá úr Stóru Laxá. Sverrir er að vonum stoltur með feng sinn. Átta ára setti í 18 punda lax ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? REYKJAVÍKURLISTINN, R-list- inn, hefur marktækt meira fylgi með- al kjósenda í Reykjavík en D-listinn ef marka má niðurstöðu nýrrar könn- unar Gallup, sem gerð var í júlí sl. Þá mældist R-listinn með 54% fylgi en Sjálfstæðisflokkur með 46%. Þegar Gallup gerði sambærilega könnun í maí sl. var nokkuð mjótt á mununum en þó R-listanum í hag, sem þá var með 50,9% fylgi og Sjálf- stæðisflokkurinn 49,1%. Í júníkönn- uninni fór fylgi R-lista í 53,3% og D- lista niður í 46,7%. Samkvæmt upp- lýsingum frá Gallup sækir D-listi fylgi sitt nú frekar til karla en kvenna og hefur sterkastan stuðning hjá yngsta hópnum en minnstan stuðn- ing í hópi elstu kjósenda. R-listinn hefur aftur á móti meiri stuðning meðal kvenna en karla og hefur mest- an stuðning í elsta hópnum en minnst fylgi hjá yngstu kjósendunum. Gallupkönnun R-listinn með 54% fylgi í borginni ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.