Morgunblaðið - 09.08.2001, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 09.08.2001, Blaðsíða 44
FÓLK Í FRÉTTUM 44 FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ setja á tímabilið (og gera reyndar enn). Þeir fá viðurnefnið undrabörnin – „wonderkind“, það er orð að sönnu því sjaldan hefur nýtt blóð látið jafn hressilega til sín taka í kvikmynda- heiminum. Það sem meira er, allir hafa þeir auga fyrir gæðum jafnt sem gengi. Myndir þeirra fá yfirleitt hvorttveggja, rífandi aðsókn og frá- bæra dóma. Fyrstan skal frægan telja Steven Spielberg, sem liðlega tvítugur getur sér gott orð sem leikstjóri sjónvarps- mynda. Ein þeirra, Duel (‘71), er það góð að hún fær dreifingu í kvik- myndahúsum utan Bandaríkjanna. Eitt leiðir af öðru, fyrsta, langa bíó- myndin hans, Sugarland Express, er frumsýnd ’74. Þar með hefst linnulaus sigurganga sem ekki sér fyrir endan á. Þessi snjalli sögumaður slær síðan í gegn svo um munar með Jaws (’75). Frábær, brellum prýdd hrollvekja um mannætuhákarl sem ógnar íbúum strandbæjar á Nýja Englandi, verður mest sótta mynd sögunnar um árabil. Eða þar til annar, ungur snillingur, George Lucas (1944-), slær hann út nokkrum árum síðar. Áður, eða árið 1973, hefur Lucas vakið heimsathygli með American Graffiti, óvenju skýrri og hnitmiðaðri mynd um síðustu stundir sakleysis og æskuára ung- linga í smábæ í Kaliforníu. Hér koma við sögu urmull verðandi stórleikara og myndin, sem varð ein sú ábata- samasta í kvikmyndasögunni, markar upphafið á ótrúlegum velgengnisferli. Elstur ungmennanna er Francis Ford Coppola (1939-), sem var byrj- aður að leikstýra á síðari hluta sjö- unda áratugarins. Hann vekur hins- vegar ekki mikla athygli fyrr en Guðfaðirinn – The Godfather, setur allt á annan endann árið 1972. Mynd- in kemst umsvifalaust í tölu útvalinna, sögumennska Coppola er sláandi áhrifarík og vafningalaus og hann lað- ar fram stórleik hjá öllum leikhópn- um, sem m.a. telur Marlon Brando, Al Pacino, James Caan og Diane Keat- on. Guðfaðirinn er ein besta mynd allra tíma, óaðfinnanlegt sambland listar og afþreyingu. Tónlist, taka og klipping, allt er á sömu bókina lært. Coppola gerir jafnvel enn betur með framhaldsmyndinni, The Godfasther Part II, tveimur árum síðar. Hún fer svipaða sigurför um heiminn. Copp- ola lýkur fyrri hluta áttunda áratug- arins með The Conversation (’74), þriðju klassíkinni. Þar tekur hann fyrir þrúgandi ástandið í Bandarísku þjóðfélagi í skugga Watergate. Martin Scorsese er enn eitt undra- barnið. Fæddur ’42, útskrifaður frá New York University í kvikmynda- fræðum og hefur að baki fjölda stutt- og heimildarmynda er hann hittir naglann á höfuðið í Mean Streets (‘72), sinni fyrstu löngu bíómynd. Sem markar einnig gifturíkt samstarf hans og stórleikarans Roberts De Niro. Scorsese eykur enn við hróður sinn með Taxi Driver (’75), næstu mynd þeirra De Niros. Með henni er Scorsese skipað á bekk með bestu leikstjórum samtíðarinnar og al- mennt álitinn sá sem mest er af að vænta. Woody Allen (’34), er af allt öðru sauðahúsi. Kostulegur og fágaður í senn, jafnframt þrúgaður af angist og ímyndunargrillum. Fyrstu myndirn- ar hans, Bananas (’71), Everything You Always Wanted to Know About Sex (́72), Sleeper (’73) og Love and Death (́75), eru þó frábrugðnar öllum þeim sem á eftir koma og gerast und- antekningarlítið innan borgarmarka New York. William Friedkin er einn þeirra sem blómstrar upp úr ’70. Hafði áður gert nokkrar, auðgleymdar myndir, en ’71 kemur snilldarverkið og verð- launamyndin The French Connect- ion. Næsta stórvirkis er ekki langt að bíða, hrollvekjan Særingamaðurinn - The Exorcist, setur allt á annan end- an ‘73. Robert Altman hefur mishæð- óttan en athyglisverðan feril ótrúlega misjafnra mynda með stórvirkinu M*A*S*H (’70), og fjallað var um í síðasta þætti. Hann heldur sínu striki með tveim snilldarverkum til viðbót- ar, McCabe and Mrs Miller (́71), og Nashville (́75). Önnur verk hans á ÁTTUNDI áratugurinn er öðru fremur tími ungra og upprennandi leikstjóra sem umsvifalaust skrá nafn sitt stórum stöfum í kvikmyndasög- una og leiða tímabilið fram til alda- móta. Eins gerist það að fjölmargar myndir taka inn fjárhæðir, áður óþekktar í kvikmyndaheiminum. Þessar risaaðsóknarmyndir, eða „blockbusters“, eins og þær eru gjarnan kallaðar, eru flestar fram- úrskarandi af- þreyingarmyndir þar sem gælt er við hvern þátt, stóran sem smá- an. Samtímis stækkar hópur- inn sem bregst í miðasölunni. Bíó- gestir eru orðnir vandfýsnari. Tíðarandinn tekur stakka- skiptum. Meiri harka, léttúð og kjaftbrúk fær fót- festu í kvikmynd- unum. Gamlar, löngu staðnaðar bannhelgar og velsæmisreglur forpokaðs kvik- myndaeftirlits, týna smám saman töl- unni í umskiptum áttunda áratugar- ins, sem vissulega býr að hugarfarsbyltingu þess sjöunda. Þró- unina má að talsverðu leiti skrifa á viðvarandi íhaldssemi sjónvarps- stöðva í þessum efnum, aukið frelsi í tungutaki, ofbeldi og kynlífi, skrifast á blóðuga samkeppnina við sjón- varpsskjáinn, sem aldrei hefur verið vinsælli. Harðsoðnar myndir eins og The French Connection (‘71), e. William Friedkin; Dirty Harry (‘71), e. Don Siegel; Hustle (‘71), e. Robert Ald- rich; Chinatown (‘74), e. Roman Pol- anski, höfða allar til karlrembu og lof- syngja ofbeldi og hafa gífurleg áhrif á komandi kvikmyndagerð. Ofbeldinu er einnig gert afar hátt undir höfði í A Clockwork Orange (‘71), Prime Cut (‘72), Deliverance (‘72), Texas Chain- saw Massacre (‘74), að ógleymdum myndunum um Guðföðurinn, og The Marathon Man (‘76). Hollywood hafði til þessa umgeng- ist kynferðismál eins og köttur heitan graut, en kvikmyndaborgin er ekki lengur hrædd við að brenna sig. Mike Nichols er einn af frumkvöðlum djarf- ari mynda með Carnal Knowledge (‘71); Hal Ashby gerir Shampoo (’75). Rocky Horror Picture Show (‘75), Pretty Baby (́78) og Chinatown, koma inná ný svið og öfuguggakenndari. Á sama tíma ganga Evrópubúar jafnvel enn lengra með myndum á borð við Emm- anuelle (‘75) og Last Tango in Paris (‘72). Osh- ima skelfir ís- lenska kvik- myndaeftirlitið með Á valdi til- finninganna (‘76) og Salo (‘75), eftir Pasolini, hefur aldrei komið á löglegan hátt inn fyrir 200 mílurn- ar. Svo mætti lengi telja. Í kjölfar birt- ingu skýrslu nefndarinnar um morðið á John F. Kennedy, og at- burðanna löngum kennd- um við Water- gate, missa Bandaríkjamenn að stórum hluta trúna á leiðtoga sína. Verða óöruggir og smeykir við grugg- ugt ástandið, sem endurspeglast í fjölda mynda um samsæriskenning- ar, öfl myrkraaflanna og spillta stjórnsýslu og pólitíkusa. Á meðal þeirra bestu eru Three Day’s of the Condor (‘75), The Anderson Tapes (‘72), The Conversation (‘73), The Parallax View (‘74), The China Synd- rome (‘75), og All the President’s Men (‘76). Á sama tíma slá Evrópumenn á svipaða strengi í myndum eins og State of Siege (‘73), The Mattei Affair (‘75) og Investigation of a Citizen Above Suspicion (‘72). Þeir settu svip á öldina Að öðrum ólöstuðum er það stór og glæsilegur hópur ungra leikstjóra/ handritshöfunda sem mestan svip tímabilinu sveiflast frá leiðindum upp í áhugaverðar myndir; Brewster McCloud (’72), The Long Goodbye (’73) og Thieves Like Us (́74), en eru engu að síður allar áhugaverðar. Enn eitt undrabarnið, Peter Bogd- anovich (’39), kveður sér hljóðs á þessu einstaka tímabili. The Last Picture Show (́71) er ein besta mynd sem gerð hefur verið um þá trega- blöndnu tíma er unglingurinn byrjar að feta inn í fullorðinsárin. Umhverfið er nákvæmlega við hæfi efnisins, deyjandi smábær á miðri flatneskju Texas. Leikhópurinn er framúrskar- andi og frægðarsól leikstjórans held- ur áfram að skína í tveimur kvik- myndaperlum til viðbótar; What’s Up Doc? (’72) og Paper Moon (’73). Clint Eastwood er tæpast í þessum hópi undrabarna, en hann lætur held- ur betur vita af sér báðu megin töku- vélanna í tveim afburðavestrum; High Plains Drifter (‘73) og The Out- law Josie Wales (́76). John Boorman á Deliverance (’72), eina bestu spennu- mynd sögunnar og Kubrick slær ekki af kröfunum, hvorki í hinni ofurof- beldisfullu A Clockwork Orange (́71), né andstæðunni, Barry Lyndon (’75). Sidney Lumet heldur áfram að sanna sig í fremstu röð með The Anderson Tapes (’71), Serpico (’73), Murder on the Orient Express (’74) og Dog Day Afternoon (’75). Evrópa Evrópskir kvikmyndagerðarmenn halda áfram að streyma vestur um haf, þ. á m. Roman Polanski sem gerir garðinn frægan beggja vegna Atl- antsála. Lýkur við Macbeth í Bret- landi (’71), áður en hann skapar Chinatown (’74), eitt af öndvegisverk- um kvikmyndanna, í Vesturheimi. Frakkar eru í forystuhlutverki sem oft áður. Francois Truffaut lýkur við La Nuit Américaine (’73), eitt af sín- um öndvegisverkum. Hann er fremst- ur meðal jafningja. Frumsýnir tvær aðrar, úrvalsmyndir á tímabilinu: Les Deux Anglaises (́71) og L’ Histoire d’ Adele H (’75). Godard kemur með To- us va bien (’71); Louis Malle sendir frá sér Lacombe, Lucien (’73). Cha- brol heldur sig á kunnuglegum hryll- ingsslóðum í Blóðnóttum - Les noces rouges (’71). Meistari Bunuel lætur ekki deigan síga og gleður kvik- myndaunnendur með stórvirkjunum Le Charme discret de la Borgeoisie (’71) og Cet Obscur Objet de Desir (’75). Vestur-þýska nýbylgjan heldur áfram með fullum þunga undir stjórn Rainers Werner Fassbinder sem vek- ur heimsathygli með Die bitteren Träuen der Petra von Kant (́71), Angst essen Seel auf / Ali og Effi Briest (báðar ’74). Werner Herzog sendir frá sér Aguirre der Zorn Got- tes (’73) og Jeder für sich und Gott ge- gen Alle (’75). Gömlu meistararnir halda öðrum fremur nafni Ítalíu á lofti. Fellini sendir frá sér öndvegisverkin Roma (’71) og Amarcord (’74); Vittorio De Sica sannar að hann hefur engu gleymt með Garði Finzi Contini (‘71); Bertolucci gerir Ultimo tango a Par- igi (’72) og heimurinn stendur – á önd- inni. Það er heldur rólegt yfir Bretum. Helstar eru myndirnar Sunday Bloody Sunday (‘72), gerð af John Schlesinger; O Lucky Man! (’73), eftir Lindsay Anderson og Don’t Look Now (’74), hin kyngimagnaða mynd Nicolas Roeg. Jan Troell ber Ægis- hjálm yfir Norðurlandabúa, með Ud- vandrarna (’71) og Bergman minnir heiminn á að hann er enn meðal þeirra fremstu með Viskningar och Rop (’72). Austantjaldsríkin eru löm- uð eftir atburðina ’68, þaðan kemur fátt annað en viljaverk húsbændanna. Stórslys, söngur og svartagall Eitt af sérkennum áttunda áratug- arins eru svonefndar stórslysamyndir („disaster films“). Þetta eru fokdýrar brellu- og átakamyndir þar sem allt er í hers höndum. Þær raða sér í topp- sæti vinsælustu mynda áratugarins. Flestar eru ágætis afþreying þar sem ekkert er til sparað. Öll áherslan er lögð á spennu og ytri atburðarás, til- finningamálin í öðru sæti. Allar eru þær hlaðnar stórstjörnum og leik- stjórnin í höndum útvaldra. Bestu myndirnar af þessum toga eru The Poseidon Adventure (’72), þar sem Gene Hackman fer fyrir hópi farþega sem er innilokaður í lestum skemmtiferðaskips sem marar nánast í kafi eftir að því hvolfir í fárviðri. Í The Towering Inferno (‘74), leiða þeir saman hesta sína, Paul Newman og Steve McQueen; myndin, sem gerist á efstu hæðum stórhýsis sem stendur í björtu báli, er einnig sögufræg þar sem hún er sú fyrsta þar sem risarnir Warner Bros og 20th Century Fox, vinna saman. Aðrar aðsóknarmyndir af þessum toga eru m.a. Airport (’70) og Earthquake (’74) Dans- og söngvamyndir halda sín- um hlut, þar sem þess er gætt að þær aðlagist og endurspegli tíðarandann í höndum færustu manna eins og Bob Fosse. Hann gjörbyltir forminu með Cabaret (’72), þessi rótgróni Broadway-söngleikur verður fyrsta músíkalið fyrir fullorðna og gerir Lizu Minelli að ofurstjörnu. Fiðlarinn á þakinu (’71), Man of La Mancha (’72) og Jesus Christ Superstar (’73), eru hefðbundnari. Blökkumannamyndir – „Blaxploit- ation film“, verður enn eitt æðið í Hollywood. Allt í einu fá þeldökkir tækifæri á hvíta jaldinu og þeir æða út í frelsið. Fjallhressir einsog naut- gripir á vordegi og ætla allt að gleypa. Þó þessar myndir gefi langþjáðum og afskiptum minnihlutahópi vissa upp- reisn er myndin sem þær draga af blökkumönnum oftast lítið eftirsókn- arverð né nálægt sanni. Kynlíf og karlremba Atriði úr Towering Inferno (Paul Newman lengst til hægri). Stórslys voru kvikmyndagerðarmönnum hugleikin á áttunda áratugnum. Franski leikstjórinn Francois Truffaut var meðal þeirra sem héldu nafni evrópskra mynda á lofti í byrjun áttunda áratugar- ins, ekki síst með meistaraverki sínu La Nuit Américaine. Bíóöldin1971–1976 eftir Sæbjörn Valdimarsson Marlon Brando sem Don Vito Corl- eone í stórbrotinni mynd Francis Ford Coppola, The Godfather. Súrefnisvörur Karin Herzog Silhouette WAKE ME UP e. Hallgrím Helgason Stórsöngleikur Leikfélagsins WMU VEGNA FJÖLDA ÁSKORANA - AUKASÝNINGAR Fimmtudaginn 9. ágúst kl. 20.00 Laugardaginn 11. ágúst kl. 20.00 Miðasala: 568 8000 Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is Stóra svið   Í HLAÐVARPANUM Fös. 10. ágúst kl. 21.00 Hinsegin dagar Standi grín með Minu Hartong að því loknu Hljómsveitin Móðinz Mið. 15. ágúst kl. 20.30 Tónleikar Heavy Metal Beefolk              HEDWIG, Lofkastalinn, KL. 20.30 fös 17/8 nokkur sæti laus, lau 25/8 RÚM FYRIR EINN, Iðnó, KL. 12 fös 24/8, fös 31/8, súpa og brauð innifalið Miðsala kl. 11—16, sími 530 30 30             Sigurður Sævarsson REQUIEM — SÁLUMESSA Sýnt í Dráttarbrautinni við smábáta- höfnina í Keflavík (þvottastöð SBK) Frumsýning 10. ágúst kl. 20.00 örfá sæti laus 2. sýning 11. ágúst kl. 20.00 3. sýning 12. ágúst kl. 20.00 Aðeins þessar 3 sýningar. Listrænn stjórnandi: Jóhann Smári Sævarsson. Hljómsveitarstjóri: Garðar Cortes. Leikstjóri: Jón Páll Eyjólfsson. Forsala aðgöngumiða í Sparisjóðnum í Keflavík sími 421 6623.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.