Morgunblaðið - 09.08.2001, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 09.08.2001, Blaðsíða 48
EFTIR AÐ þeirGaukur og Hösk-uldur hafa lokið fyrirsætustörfum uppi við Hallgrímskirkju hittir blaðamaður þá yfir kaffi- bolla á Mokka. Tilefnið er væntanlegt myndband frá strákunum í Quarashi og liggur því beinast við að inna þá eft- ir söguþræði myndbands- ins. „Það er bara spuni,“ byrjar Gaukur. „Þetta var knatt- spyrnuleikur sem við ætluðum að taka upp en svo fór þetta aðeins úr böndunum hjá okkur. Ég sem leik- stjóri missti öll tök á starfinu og handritinu. Það er auðvitað gíf- urlega erfitt að leikstýra svona stórum hóp af vitskertum röpp- urum. Það sést mjög vel í mynd- bandinu að leikstjórinn missir tök á stjórninni.“ Hver samdi handritið? „Það var Gaukur,“ svarar Hösk- uldur að bragði. „Já en Höskuldur kemur síðan aðeins inn í það,“ bætir Gaukur við. „Nema við værum stelpnaband“ Er myndbandið ætlað fyrir inn- lendan eða erlendan markað? „Við byrjum bara á Íslandi,“ seg- ir Gaukur og þeir félagar skella upp úr. „Ég held að fótbolti yrði ekki mjög vinsælt myndefni í Bandaríkjunum,“ segir Höskuldur og bætir við: „Nema við værum stelpnaband.“ „Svo er náttúrulega íslenskt fjár- magn í þessu,“ segir Gaukur. „Myndbandið kostaði ábyggilega það sama og ferð fyrir tvo á þjóðhá- tíð í Eyjum,“ segir Höskuldur hlæj- andi. „Fólk er samt alltaf að kvarta yf- ir því að ekki sé hægt að gera myndband nema fyrir einhverja ákveðna upphæð. Það er í raun og veru hægt að gera myndband, sama hversu lítið fjármagn maður hefur, svo lengi sem hugmyndin er snið- ug,“ segir Gaukur. Nóg að gera í október Hvað er svo á döfinni hjá Quar- ashi? „Það er alveg fullt,“ svarar Hösk- uldur. „Við erum að semja tónlistina fyrir leikritið Kristnihald undir jökli sem verður frumsýnt í Borg- arleikhúsinu í október. Við erum líka að fara að spila með Sinfóníu- hljómsveit Íslands í október. Svo erum við að semja tónlist við tölvu- leik. Smáskífa kemur út í Banda- ríkjunum í október. Vá, október verður viðburðaríkur mánuður! Svo kemur breiðskífa út frá okkur í byrjun næsta árs.“ En að öðru, hvað er til í því að út- gáfufyrirtæki ykkar hafi beðið um breytingar á textanum við lag ykk- ar „Stick’em up“? „Já, málið er að í text- anum kemur fyrir nafnið Adolf Hitler. Það fer svo- lítið fyrir brjóstið á mörgum Bandaríkja- mönnum, sérstaklega gyðingum,“ svarar Hösk- uldur. „Það væri auðvitað mjög leiðinlegt ef við gerðum ekki annað í blaðaviðtölum úti en að útskýra að við værum ekki nasistar eða aðdá- endur Adolfs Hitler.“ „Einnig er auðvitað alltaf hættan að nýnasistasamtök grípi þetta á lofti,“ skýtur Gaukur inn í. „Við erum að íhuga hvort við ætt- um að breyta textanum, það getur verið,“ heldur Höskuldur áfram. „En ef við finnum ekkert annað orð sem passar þá stendur þetta bara svona.“ „Erum ekki Fylkismenn!“ Umrætt myndband verður frum- sýnt sem áður sagði í kvöld í sjón- varpsþættinum 70 mínútur á Popp Tíví. Einnig verður það sýnt á Net- inu á www.nulleinn.is. „Við viljum að lokum fá að þakka Fylkismönnum fyrir aðstoðina við myndbandið þó að það sé engin sér- stök ástæða fyrir því að þeir eru í þessu myndbandi,“ segir Hösk- uldur ákveðinn. „Við erum ekki Fylkismenn, ég vil að það komi skýrt fram!“ „Samt þökkum við þeim vel fyr- ir,“ segir Gaukur. „Já alveg, þótt þeir megi falla í aðra deild fyrir mér,“ segir Hösk- uldur í gríni. Kostar jafnmikið og ferð fyrir tvo á þjóðhátíð Í kvöld frumsýnir hljómsveitin Quarashi nýtt myndband við lagið „Malone lives“. Birta Björnsdóttir mælti sér mót við þá Gauk Úlfarsson, leik- stjóra myndbandsins, og Höskuld Ólafsson, liðsmann Quarashi. Morgunblaðið/Jim Smart Frá upptökum myndbandsins sem frumsýnt verður í kvöld. Gaukur og Höskuldur horfa til himins. birta@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Jökull Annasamir tímar framundan hjá Quarashi PÓLITÍSK vefsíða hrinti af stað í apríl sl. grínherferð til að fá leik- arann John Cusack kosinn sem næsta forseta Bandaríkjanna, og nú þegar hafa 200 manns boðist til að aðstoða Cusack í kosningabarátt- unni, samkvæmt Dan Carol. Carol vann ásamt Stuart Trevel- yan við Clinton stjórnina, og eru þeir nú í leit að sterkum demókrat- ískum frambjóðanda fyrir næstu forsetakosningar sem verða árið 2004, og eru vissir um að Cusack sé rétti maðurinn. John hefur undanfarið sést á hvíta tjaldinu í kvikmyndunum High Fidelity, Being John Malko- vich, auk America’s Sweethearts sem bráðlega kemur í bíó. Carol hóf herferðina á Junction City, vefsíðu með ýmsum herferð- um einsog fyrir kvenréttindum, réttindum húsvarða og björgun á umhverfinu. Svalari en Malkovich Á síðunni eru gefnar fjórar ástæður fyrir því hvers vegna Cu- sack ætti að verða forseti: „Hann tók erfiða ákvörðun í kvikmyndinni Grosse Pointe Blank. Hann lét ekki plata sig í Eight Men Out. Hann er svalari en John Malkovich. Og okk- ur hefur líkað stjórnmálastefna hans hingað til.“ Og LA Times hefur eftir Carol: „Fyrst Ronald Reagan gat verið forseti, og Warren Beatty heldur að hann geti það, hvers vegna ætti John Cusack þá ekki að geta það?“ „Ætlunin er að sýna fram á svo mikið grasrótarfylgi að hann geti ekki hunsað það,“ bætti Carol við. Þar sem John Cusack er nýorð- inn 35 ára er hann orðinn kjör- gengur sem forseti. Vefsíðan býður þó einnig upp á annan valkost fyrir þá sem eru ekki ánægðir með frammistöðu Johns í kvikmynd- unum Say Anything, Con Air og Pushing Tin. „Okkur finnst Joan systir hans frábær. Hún hefur nógan dug til að leiða þjóðina og hógværð til að vilja ekki verða forseti Bandaríkjanna,“ segir þar. John Cusack kann að veifa til mannfjöldans. Getur það eins og Reagan Cusack næsti forseti Bandaríkjanna? 48 FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ NÝTT OG BETRA Álfabakka 8, sími 587 8900 og 587 8905 FYRIR 1090 PUNKTA FERÐU Í BÍÓ www.sambioin.is Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Vit 243.  strik.is Íslenskt tal. Sýnd kl. 4, 6 og 8. Vit nr. 245 Enskt tal. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Vit nr. 244 Ævintýrið góða sem aldrei var sagt frá …fyrr en nú. Crocodile Dundee Sýnd kl. 4 og 6. Vit 249 PEARL HARBOR Sýnd kl. 8. B.i.12 ára Vit 249 DRIVEN Sýnd kl.10. Vit 255 Kvikmyndir.com  Ó.H.T.Rás2 strik.is Kvikmyndir.com DV Hugleikur  DV Ný eyja. Nýjar tegundir. Nýjar hættur. Allt er þegar þrennt er. Myndin opnaði með þvílíkum látum í Bandaríkjunum nú fyrir stuttu. Júragarðurinn 1&2 var aðeins upphitun. Nú hefst rússíbanaspennan fyrir alvöru og af fullum krafti. Besta Júragarðsmyndin til þessa. Sam Neill William H. Macy Téa Leoni Varaðu hvað þú gerir í tölvunni þinni! Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. B.i.10 ára Vit nr. 260. Sýnd kl. 3.40, 5.45, 8 og 10.15. Vit nr. 261. HÁSKÓLABÍÓ þar sem allir salir eru stórir Hagatorgi sími 530 1919 Kvikmyndir.com DV  strik.is Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.  Ó.H.T.Rás2Hugleikur Sýnd kl. 6 og 10.  strik.is Ævintýrið góða sem aldrei var sagt frá …fyrr en nú. Kvikmyndir.com Mbl DV TILLSAMMANSTI Sýnd kl. 8. B.i. 12. 1/2 Kvikmyndir.com  H.L. Mbl.  H.K. DV  Strik.is  ÓHT Rás 2 Sýnd kl.4 og 6. Ísl tal kl.8 og 10. Enskt tal. Kvikmyndir.com RadioXDV Ný eyja. Nýjar tegundir. Nýjar hættur. Allt er þegar þrennt er. Myndin opnaði með þvílíkum látum í Bandaríkjunum nú fyrir stuttu. Júragarðurinn 1&2 var aðeins upphitun. Nú hefst rússíbanaspennan fyrir alvöru og af fullum krafti. Sam Neill William H. Macy Téa Leoni Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. B.i.10 ára Sýnd kl. 4.B.i. 12. Flashdance kl. 7.30. Top Gun kl. 10.30.                                ! "    #$ $$

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.