Morgunblaðið - 09.08.2001, Side 6

Morgunblaðið - 09.08.2001, Side 6
FRÉTTIR 6 FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÚTIHÁTÍÐIR verslunarmanna- helgarinnar og þá einkum Eldborg- arhátíðin vöktu fólk á nýjan leik til umhugsunar um hvort ekki þurfi að taka útihátíðamenningu lands- manna til rækilegrar endurskoðun- ar. Fulltrúar ýmissa aðila, sem þekkja vel til þessara mála, hafa fundað undanfarna daga til að fara yfir það ástand sem skapaðist á útihátíðum um helgina og nú hefur Sólveig Pétursdóttir dóms- og kirkjumálaráðherra komið á fag- legum starfshópi sem ætlað er að fara yfir gildandi lög og reglur er snerta skemmtanahald á útihátíð- um. Hópnum er ætlað að samræma enn frekar en nú er samstarf þeirra aðila sem koma að lög- og heilsu- gæslu á slíkum hátíðum. Formaður hópsins er Jón Þór Ólafsson, lög- fræðingur í dómsmálaráðuneytinu, en í starfshópnum munu eiga sæti fulltrúar frá ríkislögreglustjóra, landlæknisembættinu, Stígamót- um, Neyðarmóttöku vegna nauðg- ana, Sýslumannafélagi Íslands og Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Að sögn Jóns Þórs veita lög- reglustjórar í hverju umdæmi leyfi fyrir útihátíðum og hafa til hliðsjón- ar reglur sem dómsmálaráðuneytið gaf út árið 1990 og eru að auki bundnir við ýmsar aðrar reglugerð- ir. Hann telur að eðli útihátíða hafi breyst töluvert á þessum tíma og því sé nauðsynlegt að koma saman nú og fara yfir þessi mál. „Í þessum hópi verða þeir sem koma hvað mest að þessum útihátíðum. Það er verið að reyna að nýta þá þekkingu sem er á hverjum stað og með svona víðfeðmum hópi ætti að nást betri yfirsýn,“ segir hann. Lágmarksheilbrigðisþjónusta þarf að vera fyrir hendi „Það er ljóst að við munum ekki stoppa svona útihátíðir, þær hafa verið haldnar hér í áratugi og verða haldnar áfram, en kannski er aðal- atriðið að búa svo um hnútana að það verði hægt að draga eitthvað úr þessum látum sem þarna eru. Eins og þessu hefur verið lýst hafa menn notað orðið stríðsástand,“ segir Sigurður Guðmundsson landlæknir en hann hefur undanfarna daga átt fundi með heilbrigðisstarfsfólki sem var á Eldborg, dómsmálaráð- herra og fleiri aðilum. Hann segir að á Eldborg hafi lágmarksheil- brigðisþjónusta einfaldlega ekki verið fyrir hendi og það sé mjög al- varlegt, sérstaklega þar sem nokk- ur þúsund ölvaðir einstaklingar hafi verið þar saman komnir. „Við þurfum að búa okkur til einhvers konar skilmerki um hvað þarf raun- verulega að vera fyrir hendi þannig að við getum sætt okkur við að svona útihátíðir verði haldnar, skil- yrði sem við viljum að verði uppfyllt af hálfu mótshaldara áður en mót af þessu tagi eru haldin,“ segir Sig- urður og nefnir sem dæmi að þetta lúti að aðstöðu lögreglu til að rann- saka mál, að það verði tryggt að allt starfsfólk sé nægilega vel upplýst og starfsfólk fái haldbærar upplýs- ingar um til dæmis hvernig það eigi að þekkja einstaklinga sem séu undir áhrifum smjörsýru, svo dæmi séu tekin. Hann telur að tryggja þurfi ákveðna aðstöðu fyrir heil- brigðisþjónustu, upphituð hús og rennandi vatn og ýmislegt fleira. „Ég held að það megi segja að ef við grípum ekki í taumana muni fyrr eða síðar verða stórslys á hátíð af þessu tagi og jafnvel dauðsfall. Það er ljóst að hér verðum við að leggja ákveðnar línur. Það er alveg ljóst að þessar hátíðir verða haldn- ar áfram og það á að vera hægt að skemmta sér í náttúrunni án þess að það endi með svona ósköpum. Við munum reyna að gera það, þetta er sem sagt forvarnaraðgerð sem við erum að leggja í,“ bendir Sigurður á. Hann segir að það sé ekki hægt að sætta sig við það að tíu til fimmtán nauðgunarmál komi upp á einni helgi og 150 manns þurfi að leita læknis, eins og var á Eldborg, út af alvöru málum og þá sé hann ekki að tala um fólkið sem þurfti bara plástur og verkjalyf. Fjöldaþátturinn vegur þungt „Ég held að mönnum hljóti að vera hollt að fara í smá naflaskoðun varðandi þessar útihátíðir allar saman,“ segir Karl Steinar Vals- son, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Reykjavík, og bendir á að þetta séu alltaf sömu hlutirnir. Að hans sögn vegur fjöldaþátturinn mjög þungt í þessu vandamáli, ráðstafanir eru oft gerðar miðað við færri einstak- linga en svo sækja viðkomandi skemmtanir. Hann tekur sem dæmi Eldborg þar sem gert hafi verið ráð fyrir þrjú til fjögur þús- und manns en síðan mæti átta þús- und. Allar ráðstafanir, hvort heldur var salernisaðstaða eða löggæsla, gerðu ráð fyrir lægri tölunni. Karl Steinar minnir einnig á ald- urstakmörk og telur að auðvitað eigi að framfylgja reglum um tutt- ugu ára aldur varðandi neyslu áfengis. Oft vilji brenna við að á þessum útihátíðum sé mjög ungt fólk og yfirleitt hafi það áfengi um hönd. Aðspurður hvort vandinn færist ekki ef skipulagðar hátíðir leggist af segir Karl Steinar að það sé al- veg rétt, krakkar muni ekki hætta að skemmta sér, en hins vegar sé ekkert því til fyrirstöðu að þetta skipulagða skemmtanahald verði tekið til skoðunar. Hann telur að greinilegt sé að mikil reynsla í þess- um málum líkt og Vestmannaeying- ar búi yfir skili sér, auk þess sem þar sé blandaður aldurshópur og eldra fólkið veiti aðhald. „Þessi hlutur vegur þungt, þarna erum við að tala um kántríhátíð með um tíu þúsund manns, mjög blandaður aldurshópur, og þau eru teljandi á fingrum annarrar handar vanda- málin sem tengjast því. Auðvitað skiptir aldurshópurinn sem sækir þessar hátíðir miklu máli,“ segir hann. Karl Steinar segir að menn geti lært af Eldborgarhátíðinni og fleiri útihátíðum. Sambærileg vandamál hafi t.d. komið upp á Uxa-hátíðinni fyrir nokkrum árum. „Það er í sjálfu sér ekki hægt að bera útihá- tíðir fyrir 1990 saman við þessar í dag, aðallega af því að fíkniefna- neyslan er með allt öðrum hætti og ástand fólks eftir því.“ Margir fara úr bænum hvort sem skipulagt hátíð- arhald er fyrir hendi eða ekki „Ég veit ekki hvort ég er rétti að- ilinn til að segja til um hvort útihá- tíðir sem slíkar eigi rétt á sér. Það er nú margt sem maður þarf að hugsa og skoða áður en hægt er að segja til um það,“ segir Einar Bárð- arson, einn af skipuleggjendum Eldborgarhátíðarinnar. Hann segir að skipuleggjendur hafi þurft að uppfylla heilmörg skilyrði til að fá leyfi fyrir hátíðinni, m.a. hafi tólf til þrettán milljónir króna farið í lög- gæslukostnað, gæslu og annan umönnunarkostnað á svæðinu. „Það er náttúrulega heilmikil áhætta að vera búinn að hella sér út í þá skuldbindingu áður en ein- hverjum er hleypt á svæðið.“ Einar segist þeirrar skoðunar að fólk muni fara út á land að skemmta sér um verslunarmannahelgi, hvort sem það fer á útihátíð eða eitthvert tjaldstæði. Það fari alveg sami fjöldinn út úr bænum hvort sem auglýst er skipulagt hátíðarhald eða ekki, það sé öruggt. „Auðvitað finnst manni mjög miður sem hátíðarhaldara að fólk hafi þurft að líða þjáningar fyrir að koma á hátíð sem maður stóð fyrir en sömuleiðis vonar maður að þeir aðilar, er ollu þessum þjáningum, náist og fái sanngjarna meðferð miðað við það sem þeir gerðu,“ seg- ir hann og bendir á að misindis- mennirnir hafi auðvitað ekki verið velkomnir á hátíðina. Að hans sögn á eftir að gera hátíðina upp og skoða gaumgæfilega og þá komi í ljós hvaða lærdóm megi draga af svona hátíðarhaldi. Útihátíðahald landsmanna tekið til endurskoðunar Morgunblaðið/Árni SæbergFrá Eldborgarhátíðinni. Hópur fagfólks fari yfir reglur um útihátíðir Dómsmálaráðherra skipaði í gær starfshóp til að fara yfir reglur um skemmtanahald á útihátíðum. Hópurinn er skipaður í kjölfar umræðu í þjóðfélaginu um útihátíðir um nýafstaðna verslunarmannahelgi. FJÓRIR af fimm þingmönnum Vestfjarða funduðu í gær um málefni smábátaeigenda og yfirvofandi kvótasetningu aukategunda króka- báta en lög þess efnis eiga að taka gildi hinn 1. september nk. Fundinn sóttu allir þingmenn kjördæmisins nema Kristinn H. Gunnarsson. Einar Kristinn Guðfinnsson, þing- maður Sjálfstæðisflokksins og for- maður sjávarútvegsnefndar, segir að á fundinum hafi þingmennirnir skipst á upplýsingum og skoðunum en ekki komist að ákveðinni niður- stöðu. Þeir hafi hins vegar allir verið sammála um að ástandið væri mjög alvarlegt og við svo búið mætti ekki standa. „Óbreytt lög með þeim veiðirétti sem þau fela í sér eru algerlega óvið- unandi fyrir vestfirskar útgerðir. Við viljum styrkja stöðu smábátaútgerð- arinnar en það eru skiptar skoðanir um hvaða leiðir eigi að fara í þeim efnum,“ segir Einar. Karl V. Matthíasson, þingmaður Samfylkingarinnar, lagði á fundin- um fram tillögu þess efnis að skorað yrði á stjórnvöld að kalla saman þing til að ræða hina alvarlegu stöðu smá- bátaeigenda. Einnig að skorað yrði á stjórnvöld að setja bráðabirgðalög til að fresta gildistöku kvótasetningar- laganna. Að sögn Karls náðist hins vegar ekki samstaða um tillögurnar á fundinum. „Á fundinum kom eigi að síður fram að allir þingmennirnir hafa verulegar áhyggjur af hinni al- varlegu stöðu sem upp kemur ef smábátarnir fara í kvótasetningu,“ segir Karl. Einar segir að ekki hafi náðst samkomulag um tillögu Karls á fundinum. „Stjórnarandstaðan studdi ekki frestun á gildistöku þess- arar lagasetningar fyrir ári, þannig að mér finnst dálítið holur hljómur í þessari kröfu,“ segir Einar. Ekki samstaða um leiðir Þingmenn Vestfjarða funda um smábátamál SAMKVÆMT skoðanakönnun DV, sem gerð var á þriðjudagskvöld, er meirihluti kjósenda, eða 53,3%, fylgjandi því að Kárahnjúkavirkjun verði byggð en 46,5% eru andvíg framkvæmdunum. Afstöðu í könnuninni tóku 74,5% en spurt var hvort fólk væri fylgj- andi eða andvígt Kárahnjúkavirkj- un. Ef litið er á allt úrtakið reyndust 39,8% fylgjandi virkjuninni en 34,7% andvíg. Óákveðnir voru alls 22,2% og 3,3% neituðu að svara. Úrtakið í könnuninni var sex- hundruð manns og var skipting milli kynja sem og milli höfuðborgar- svæðis og landsbyggðar jöfn. 53,3% fylgj- andi Kára- hnjúka- virkjun ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ BÍLL valt á Hellisheiði, við Hvera- dali, síðdegis í gær. Ökumaðurinn, sem er á tíræðisaldri og var einn á ferð, hlaut höfuðáverka en ekki lífs- hættulega. Sjúkrabíll frá Selfossi var staddur nærri þegar slysið varð og flutti manninn á slysadeild í Reykja- vík. Óhappið varð með þeim hætti að bílnum var ekið niður Hveradala- brekkuna, út af veginum hægra megin, inn á veginn aftur og valt að lokum niður af veginum vinstra meg- in. Bílvelta við Hveradali

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.