Morgunblaðið - 09.08.2001, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 09.08.2001, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 2001 35 ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I ATVINNA ÓSKAST Ungur maður sem stjórnað hefur lítilli rekstareiningu hefur áhuga á að taka að sér rekstareiningu með jafn- vel eignarhlut í huga. Vinsamlega sendið fyrirspurnir á auglýsinga- deild Mbl. merktar: „Röskur — 11479". Mjólkurfélag Reykjavíkur Verkamaður Verkamann vantar í fóðurblöndunarstöð okkar í Sundahöfn. Upplýsingar gefur verkstjóri á staðnum eða í síma 540 1119. Mötuneyti Starfsfólk óskast í mötuneyti Iðnskólans í Reykjavíkur, Menntaskólans í Kópavogi og Borgarholtsskóla. Upplýsingar gefur Haraldur í síma 891 9072. Frá Höfðaskóla á Skagaströnd Myndmenntakennarar Við Höfðaskóla er laus staða myndmenntakennara. Flutningsstyrkur. Húsnæðishlunnindi. Nánari upplýsingar veita Ingibergur Guðmunds- son, skólastjóri, vs. 452 2800, hs. 452 2824/ 898 2824, og Ólafur Bernódusson, aðstoðarskóla- stjóri, vs. 452 2800, hs. 452 2772/899 3172. Spennandi ferðaskrifstofustarf Þekkt fyrirtæki með ferðir í heimsklassa óskar eftir að ráða starfskraft nú þegar eða á næst- unni til að vinna að spennandi úrlausnum í ferðalögum um allan heim. Fjölhæfni í starfi er kostur, til greina kemur símsvörun, sala ferða, uppgjör, afgreiðsla, bókhald. Skilyrði er ágæt menntun, vakandi áhugi og dugnaður í starfi, góð tölvukunnátta og reynsla, m.a. af Amadeus, en fyrst og fremst ábyrgðartil- finning, almenn hæfni og þjónustulund. Umsóknir ásamt greinargóðum uppl., um menntun, störf og meðmæli ásamt mynd, sendist auglýsingadeild Mbl. hið fyrsta og eigi síðar en 20. ág., merkt: „Á ferð og flugi — 60666“. Starfsmenn óskast í eldhús Arnarholts til almennra starfa í eldúsi. Leitað er að starfsfólki á öllum aldri. Unnið er á 12 tíma vöktum og er akstur á vinnustað í boði. Upplýsingar veita Sigurður Sumarliðason yfirmatreiðslumaður eða Ragnheiður Karls- dóttir vaktstjóri í síma 566 7138. Umsóknarfrestur er til 27. ágúst. Varmárskóli í Mosfellsbæ auglýsir: Skólaliðar Skólaliða vantar til þess að hafa umsjón og eftirlit með nemendum og ræstingu á skólahúsnæði. Hæfniskröfur: Samskiptahæfni og færni til þess að umgangast og starfa með nemendum á grunnskólaaldri. Umsóknarfrestur er til 18. ágúst nk. Ráðið verður í stöðurnar sem fyrst. Laun eru skv. kjarasamningi STAMOS og Mosfellsbæjar. Umsóknum skal skilað á skrifstofu Mos- fellsbæjar, Kjarna, Þverholti 2, 270 Mos- fellsbær. Upplýsingar um starfið veitir Herþrúður Ólafsdóttir skrifstofustjóri í síma 861 3405. Grund dvalar- og hjúkrunarheimili Starfsfólk óskast Hjá okkur starfar góður hópur fólks sem hefur valið að starfa við aðhlynningu aldraðra. Það er göfugt verkefni að kynnast og aðstoða aldraða. Mikilvægt er að einstaklingar sem ráðnir verða hafi til að bera góða samskipta- hæfni. Við óskum nú eftir aðstoð þinni til að stækka okkar góða hóp. Stöður sem við leitum eftir fólki í eru: Aðhlynning: Morgun-, kvöld- og næturvaktir, starfshlutfall eftir samkomulagi. Býtibúr: Starfshlutfall 100%. Vinnutími frá kl. 0.8.00— 16.00 virka daga og aðra hvora helgi. Einnig óskum við eftir sjúkraliðum og hjúkrunarfræðingum. Í ofangreind störf er óskað eftir sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi. Upplýsingar hjá starfsmannastjóra og hjúkrun- arforstjóra í síma 530 6100 alla virka daga kl. 10.00—12.00. Á Grund búa 260 einstaklingar á hjúkrunar- og dvalardeildum. Á heimilinu er margþætt starfsemi, s.s. sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun, handavinna, leikfimi, sund, fótaaðgerðastofa og hárgreiðslustofa. R A Ð A U G L Ý S I N G A R FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Freeportklúbburinn 25 ára Freeportklúbburinn ætlar að minnast þessara tímamóta í félagsheimilinu á Flúðum laugar- daginn 11. ágúst. Mæting kl. 18.00. Kvöldverður með fjölbreyttri dagskrá. Þátttaka tilkynnist í síma 897 9136 eða 552 0553. Allir freeportarar velkomnir! FYRIRTÆKI HÚSNÆÐI ÓSKAST Bráðvantar herbergi eða litla íbúð helst á 101 svæðinu. Ég heiti Sandra Guðmundsdóttir og er að fara í Kvenna- skólann á annað ár. Reglusöm og reyklaus. Gæti tekið að mér þrif eða pössun. Skólinn hefst 23. ágúst. Áhugasamir hringi í síma 864 5630. ÞJÓNUSTA                   !" TILKYNNINGAR Hross í óskilum Fjögur hross eru í óskilum á Hvítárbakka, Borg- arfjarðarsveit. Grámósótt meri - 2—4 vetra gömul. Ómörkuð. Brúnstjörnótt meri - 4—6 vetra gömul. Markið er óljóst en líklega: Biti framan hægra, fjöður aftan vinstra. Rauðblesóttur hestur - 3—5 vetra gamall. Ómarkaður með breiða blesu. Spakur. Ljósrauðblesóttur hestur - 7 vetra eða eldri. Mark- fjöður framan vinstra. Spakur. Nánari upplýsingar í s. 435 1140 og 435 1530. Sveitarstjóri Borgarfjarðarsveitar. Höfn vi að Hrauni í Reyðarfirði, Fjarðabyggð Mat á umhverfisáhrifum — úrskurður Skipulagsstofnunar Skipulagsstofnun hefur úrskurðað samkvæmt lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrif- um. Fallist er á fyrirhugaða byggingu hafnar við iðnaðarsvæði að Hrauni í Reyðarfirði, Fjarðabyggð, eins og henni er lýst í mats- skýrslu framkvæmdaraðila. Úrskurðurinn í heild liggur frammi hjá Skipu- lagsstofnun, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Úrskurðinn er einnig að finna á heimasíðu Skipu- lagsstofnunar: http://www.skipulag.is . Úrskurð Skipulagsstofnunar má kæra til um- hverfisráðherra og er kærufrestur til 12. sept- ember 2001. Skipulagsstofnun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.