Morgunblaðið - 09.08.2001, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 09.08.2001, Qupperneq 33
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 2001 33 son, vinur okkar hjóna, æskufélagi minn, bekkjarbróðir, sessunautur og samstúdent, er látinn. Í september 1939 braust heims- styrjöldin síðari út með innrás þýskra herja í Pólland og í októ- berbyrjun tókum við Helgi sæti í fyrsta bekk Verslunarskólans. Þar áttum við saman skólavist öll stríðsárin og kvöddum skólann saman vorið 1945, um þær mundir þegar þeir sömu herir lutu í lægra haldi fyrir bandamönnum og friður var saminn á ný. Þetta voru ár mikilla umbreytinga í íslensku at- vinnulífi. Búskaparhættir land- námsaldar voru kvaddir og vél- menningin streymdi inn í landið. Engin æska þessa lands hefur upplifað aðrar eins breytingar og mun naumast gera hér eftir. Enda þótt við Helgi hefðum alist upp í sama bæjarhluta og raunar mjög skammt hvor frá öðrum þekktumst við ekki fyrr en leið okkar lá saman í Verlsunarskól- anum, ef til vill vegna þess að hann var árinu eldri. Einhver örlög réðu því að við settumst saman við borð og sátum svo næstu fjóra vetur og raunar tvo til viðbótar. Snemma var ljóst að Helgi var ágætur námsmaður. Tungumál voru honum auðveld, en þó voru stærðfræði og bókfærsla hans sterkustu hliðar og naut ég oft góðs af hæfni hans á þeim sviðum. Helgi var félagslyndur, glaðvær og vinsæll af bekkjarsystkinum sín- um. Hann hafði hins vegar lítinn áhuga á félagsmálum og leiddi þau hjá sér, þótt eftir væri sótt. Hann tók hins vegar fullan þátt í tóm- stundastarfi bekkjarins og var á tímabili ágætur skíðamaður og hafði gaman af þeirri íþrótt með þeim frumstæða búnaði sem þá var kostur á. Svo hagaði til öll þessi ár að á sumrin var ég í sveit en hann í höf- uðborginni, svo að samvera okkar var þá stopul. Þeim mun meiri var hún í frístundum að vetrarlagi og má segja að flesta daga vorum við saman eða vissum hvor af öðrum. Mörg sporin átti ég þá upp fjórðu hæð á Laufásvegi 19, en þar bjó Helgi hjá foreldrum sínum. Hjörtur Hansson, faðir Helga, var þjóðkunnur athafnamaður, stórkaupmaður að atvinnu, félags- málafrömuður og m.a. formaður Verslunarmannafélags Reykjavík- ur á þeim tíma þegar það félag rúmaði bæði atvinnurekendur og launþega. Hjörtur hafði ákveðnar meiningar á flestum hlutum, var eindreginn sjálfstæðismaður og talaði ekkert tæpitungumál þegar stjórnmál bar á góma. Una Brandsdóttir, móðir Helga, var annarrar gerðar, blíð og elsku- leg og var talin með fallegustu konum á sinni tíð og um langan aldur. Bæði voru hjónin söngvin og þaðan höfðu Helgi og systkini hans ágæta söngrödd sem við heimilis- vinirnir fengum stundum að njóta, þegar Una settist við píanóið í stof- unni þeirra. Þegar hinu hefðbundna námi eft- ir fjögur ár í Verslunarskólanum lauk vorið 1943, voru horfur á því að leiðir skildu. Vissi hvorugur bet- ur en að þar með væri skólagöngu okkar lokið, enda búnir að ná því marki sem við höfðum sett okkur við inngöngu í Verslunarskólann. – Örlögin ákváðu annað. Vilhjálmur Þ. Gíslason skóla- stjóri hafði fengið því áorkað að sú hefð að menntaskólarnir í Reykja- vík og á Akureyri gætu einir út- skrifað stúdenta var brotin. Sumarið 1943 var lærdómsdeild stofnuð við Verslunarskólann og auglýst eftir umsóknum um skóla- vist í henni. Undirtektir voru dræmar. Þeir sem luku námi úr skólanum, höfðu lagt leið sína þangað til að afla sér haldgóðrar þekkingar með tilliti til starfa í at- vinnulífinu en ekki sem grundvöll langskólagöngu og embættisstarfa. Við sjálft lá að ekkert yrði úr lær- dómsdeildinni, en fyrir fortölur Vilhjálms héldu fjórir af þeim 51 sem útskrifuðust úr skólanum vor- ið 1943 áfram upp í lærdómsdeild- ina. Þar á meðal vorum við Helgi. Þrír aðrir bættust við úr eldri ár- gangi, svo að bekkjardeildin varð sjö nemendur, það fæsta sem þekkst hafði við framhaldsskóla til þess tíma. Vilhjálmur skólastjóri lét slag standa, trúaður á að fleiri myndu eftir fylgja, þótt naumast hafi hann gert sér grein fyrir að síðar myndi skólinn útskrifa nærri 200 stúd- enta á ári. Í fimmta og sjötta bekk héldum við Helgi hópinn, í skóla og utan. Voru þau kynni okkar þá orðin að þeirri vináttu sem aldrei rofnaði, þótt samverustundirnar yrðu stop- ulli. Þegar stúdentsprófi lauk fannst Helga nóg komið af bóknámi. Hug- ur hans stóð til athafna og verk- legra framkvæmda. Gerðist hann framkvæmdastjóri og síðar með- eigandi Magnúsar Víglundssonar í prjónlesverksmiðju, en þann iðnað kynnti hann sér í Leicester í Eng- landi á árunum 1945–1946. Á þeim árum voru skilyrði góð fyrir slíkan iðnað hér á landi og óx fyrirtækið og dafnaði í höndum Helga þar til hann ákvað að stofna eigið fyr- irtæki í sömu iðngrein. Til þess að búa hinu nýja fyrirtæki sínu sem hagstæðust skilyrði, var hús sem tengdamóðir hans átti á horni Skólavörðustígs og Óðinsgötu brot- ið niður og þar reisti Helgi stór- hýsi það sem þar stendur og þang- að voru keyptar nýjustu og bestu vélar sem þekktar voru í þessari iðngrein. Framtíðin virtist blasa við og vegurinn beinn fyrir þennan unga vel menntaða dugnaðarfork. Það fór þó á aðra leið. Innflutn- ingur frá útlöndum var gefinn frjáls, samkeppnin harðnaði og þótt Helgi ynni myrkranna á milli og beitti allri sinni hæfni og þekk- ingu dugði það ekki til. Fyrirtækið gat ekki gengið. Það var þó miklu verra að við allan þennan atgang, byggingu stórhýsisins í bullandi verðbólgu, þegar allt verðlag rauk upp úr öllu valdi og við þrotlausa vinnu við rekstur fyrirtækisins, lét heilsan undan. Þetta var meira en hann þoldi og eftir það gat Helgi varla á heilum sér tekið. Allt var hrunið. Sárast var að þegar svo var komið, gátu vinir hans og fjölskylda honum enga aðstoð veitt. Ekki þáði hann heimboð og engan vildi hann til sín fá. Þaðan í frá hittumst við einungis á götu. Þá lét hann á engu bera en greindi frá veikindum sínum sem læknar fengu ekki við ráðið. Það var gæfa Helga að eignast hina ágætustu konu. Daginn fyrir Þor- láksmessu árið 1946 gekk hann að eiga Auði Stefánsdóttur, Ólafsson- ar, forstjóra Framtíðarinnar, og Ingveldar Ólafsdóttur. Auður stóð með Helga eins og klettur öll þau ár sem hann stóð í stórræðunum við bygginguna og stofnun fyrir- tækisins og tók fullan þátt í þeim erfiðleikum sem þá dundu yfir. Eignuðust þau tvö mannvænleg börn, Ingu og Stefán, sem reynst hafa foreldrum sínum vel í þeirra erfiðleikum. Svo fór að lokum að Helgi og Auður ákváðu að skilja og var það líklega báðum fyrir bestu eins og komið var. Eins og vænta mátti var hóp- urinn sem fyrst innritaðist í lær- dómsdeild Verslunarskólans nokk- uð sérstæður. Hann átti ekki samleið með yngri nemendum í félagslífinu, hann átti ekki sameig- inlega fortíð, því að hann var af sitthvorum árganginum og annar helmingurinn hafði aldrei séð hinn og það voru engar hefðir til sem styðjast mætti við. Allt að einu þjappaðist þessi sjö pilta hópur vel saman svo að úr varð nokkuð samstæð heild. Návíg- ið við kennarana og eindreginn vilji þeirra til að gera úr þessum strák- um boðlega háskólaborgara hefur vafalaust ráðið þar miklu um. Af þessum sjö manna hópi er Helgi sá þriðji sem kveður. Áður eru látnir Gísli Guðlaugsson, skrif- stofustjóri hjá Tryggingamiðstöð- inni hf. og fyrsti dúx Verslunar- skólans, og Árni Fannberg viðskiptafræðingur. Eins og kynni okkar voru lítil í upphafi varð vin- átta okkar sterkari þegar frá leið. Eftir að veikindi útilokuðu Helga frá samskiptum við árgang- inn hefur Auður kona hans komið í hans stað og haldið hópinn með okkur. Af þeim 51 sem luku námi frá Verslunarskólanum vorið 1943 er nú 21 látinn. Blessuð sé minning Helga Hjart- arsonar. Samúðarkveðjur sendum við Benta Auði, börnum þeirra og Önnu systur hans. Valgarð Briem. Sími 562 0200 Erfisdrykkjur við Nýbýlaveg, Kópavogi ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla.                            !"  #$$    %& '   (# #$$  )' ! * #$$  +   '     !  ! ' !  !  ! &             ,- + ./ ,- )   0+  + 1 2  '            !  "   #$ 3 *,'  ' 3 4$3&5"    ) $  '  6(##$$     ' " 6  & %"    #   & &    '     (#  $ &  7 3  +/ %(5 ( - 4  "  0 8  9   ) " :+  !1&       )  !*       $   +  ,$ - , ' &  )  "    "        & ! $#$$ &        '       3+ ;)  ( -   $       +  ,$  $ ) &          (* 8     #$$  5  '  8   #$$   #$$  (# 8 +8 ' 7 8 # #$$  ) $"   #$$  ,'     "0 ' ) $"0 ' ,'   ) $ 8+ #$$   8 #$$  $0,' $0' ' !  ! & )    / -  + $0  6 !# ) ! '$ $              . &     *   "     //  /. !  & $*"      % &  $  <  % (39 - 3/ 6"  1      $0 & $123 '$  !  "     )  "      '" <&%&>'  &

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.