Morgunblaðið - 09.08.2001, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.08.2001, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ „HVAÐ varðar áhrif Kárahnjúka- virkjunar á sjó, hafði viðfangsefnið verið takmarkað við Héraðsflóa og engar nýjar rannsóknir eða áætlanir um rannsóknir voru gerðar til að meta áhrif breytinga á rennsli jökul- ánna til sjávar. Ábendingar um að áhrifa kynni að gæta á strand- strauminn, sem fer suður með fjörð- unum, voru einungis endurteknar í matsskýrslunni. Eftir að lýsing á þeim rennslisbreytingum, sem fylgja virkjuninni, kom fram í mars síðast- liðnum og með hliðsjón af ýmsum at- hugunum af Austfjarðarsvæðinu, sumum gömlum og öðrum nýjum, og með það í huga að undanfarin miss- eri hafa menn búist til að nýta um- hverfisaðstæður í sjó á Austfjörðum til eldis og ræktunar, vöknuðu spurningar um áhrif virkjunarinnar sem mér þótti nauðsynlegt að kæmu fram. Ég hef reynt að skoða vísbend- ingar um þessi áhrif á grundvelli tak- markaðra gagna og vísbendingarnar þykja mér hafa óhagstæða eða óljósa stefnu, en ómögulegt er að meta hve langt þær ná án rannsókna,“ segir Jón Ólafsson, prófessor við HÍ og haffræðingur á Hafrannsóknastofn- un, en greinargerð hans fylgdi um- sögn Hafrannsóknastofnunar um matsskýrslu Landsvirkjunar um Kárahnjúkavirkjun. – Í hverju gætu áhrifin helst fal- ist? „Þetta snýst um það hve mikið eiginleikar svonefnds strandsjávar við Austfirði munu breytast, einkum um sumar og vetur. Hver verða áhrif á seltu, hitastig, lagskiptingu, strauma, næringarefnabúskap, vöxt þörunga og tegundasamsetningu, fiskigöngur og staðbundna hrygn- ingu.“ Mikil áhrif á ferskvatnsflæði Náttúrufræðistofnun Íslands var falið að hafa yfirumsjón fyrir fram- kvæmdaraðilann, Landsvirkjun, um nauðsynlegar náttúrufræðirann- sóknir vegna virkjunarinnar. Þær rannsóknir skyldu ná frá Vatnajökli að Héraðsflóa og furðar Jón sig á því af hverju rannsóknir á sjó hefðu ver- ið takmarkaðar við Héraðsflóa. Samkvæmt áætlun, sem fram kom í mars sl. um breytingar, sem verða á rennsli til Héraðsflóa, munu fyrir- hugaðar virkjunarframkvæmdir hafa mikil áhrif á ferskvatnsflæði um sumar og vetur. Gert er ráð fyrir að Jökulsá á Dal og Jökulsá í Fljótsdal, ásamt allmörgum smærri ám, verði veitt að stöðvarhúsi neðanjarðar innst í Fljótsdal. Þaðan renni vatnið til Jökulsár í Fljótsdal og Lagar- fljóts. Árnar renni síðan áfram um sameiginlegan ós út í Héraðsflóa og færu svæði undir vatn þar sem gerð yrðu miðlunarlón. Þeirra stærst er Hálslón við Brúarjökul, um 57 fer- kílómetrar, eða svipað að stærð og Blöndulón á Auðkúluheiði. Lægri sjávarhiti fyrir austan Sjávarhiti við Austfirði er lægri en annars staðar við landið. Þar gætir minnst áhrifa hlýsjávar sem kemur upp að landinu sunnan úr hafi og fer vestan við landið inn á norðurmið. Því veldur ennfremur Austur-Ís- landsstraumurinn, sem flæðir til suðurs allnærri landi og ber með sér allkaldan yfirborðssjó. Einnig leitar kaldur djúpsjór inn að landi út af sunnanverðu Austurlandi til mót- vægis við yfirborðsstrauminn, sem þar tekur austlæga stefnu. Þessu til viðbótar eru sjávarfallastraumar við Austfirði miklu harðari en við aðra landshluta, en þeir auka lóðrétta blöndun og dreifa og jafna varma og seltu niður á meira dýpi en gerist annars staðar. Meðalstraumhraðinn á landgrunninu út af Austurlandi er talinn vera um 9 cm/sek eða 7,8 km á sólarhring, en ætla má að hann sé ívið meiri við landið. Það er senni- lega vegna sterkrar blöndunar að sjávarhiti á Austfjörðum að vetrar- lagi fellur ekki niður að frostmarki, en þvílíkt ástand er ekki óalgengt hér innst við Faxaflóa og í Hvalfirði, að sögn Jóns. „Ein afleiðing lágs sjávarhita er Austfjarðaþokan, sem er tíð að sum- arlagi þegar lofthiti er meiri en sjáv- arhiti. Það verða allt að tólf þoku- dagar í mánuði á Dalatanga þegar mismunur á sjávarhita og lofthita er hvað mestur. Af sjórannsóknagögn- um, sem við höfum frá ársfjórðungs- legum athugunum á grunnslóð út af Krossanesi, er selta þar minnst í ágúst vegna þess að þá eru mest ferskvatnsáhrif frá landinu. Þessi gögn eru því takmörkuð en staður- inn er um 80 km sunnan við Héraðs- flóa en mér sýnist sennilegt að hið mikla vatnsmagn, sem fellur í Hér- aðsflóa á sumrin, eigi mikinn þátt í þessu seltulágmarki og í strand- straumi suður með fjörðunum. Þessi gögn benda einnig til þess að sjórinn nái að hitna meir á sumrin þegar seltumagn er lágt. Af þessu má draga upp vísbendingar um afleið- ingar Kárahnjúkavirkjunar. Hún mun leiða til þess að seltan í strand- sjónum hækkar á sumrin að jafnaði og styrkur strandstraumsins minnk- ar. Lagskipting verður veikari að sumarlagi sem myndi leiða til lægra hitastigs og fleiri þokudaga. Að vetr- arlagi verður selta lægri en verið hefur og hugsanlegt er að lagskipt- ing myndist í yfirborðslögum sjávar en við það myndi yfirborðshitinn lækka,“ segir Jón og bætir við að hér sé aðeins um vísbendingar að ræða í hvaða átt breytingarnar geti orðið án þess að hann vilji nokkru spá um hversu langt þær muni leiða. Í fyrrasumar voru straumar mældir í Reyðarfirði og ýmsir eig- inleikar sjávar vegna fyrirhugaðs ál- vers þar. Straumar í firðinum voru yfirleitt hægir, inn fjörðinn að norð- an en út með honum sunnanverðum. Á miðju sumri jókst straumhraðinn og inn í fjörðinn streymdi sjór, sem var heitari og með lægri seltu en sá sem fyrir var. Þessi innstreymispúls fór um allan fjörð og endurnýjunar- tími sjávar í firðinum var, við þessar aðstæður, mun skemmri en áður. Frekari straummælingar voru gerð- ar sl. vetur og þá fóru einnig straumpúlsar um fjörðinn. „Það sem liggur að baki þessum straumpúls- um kann að vera vindafar, ástand strandstraumsins eða samspil þess- ara og annarra þátta. Það er nauð- synlegt að kanna hvort breytt ástand strandsjávar vegna Kárahnjúka- virkjunar dragi út tilhneigingu hans til að flæða inn á Reyðarfjörð og aðra firði fyrir austan.“ Ferskvatnsblandaður sjór öðruvísi – Hvað gerist þegar árvatn bland- ast sjó og hvað verður um sjávarhit- ann? Hvernig hegðar sú blanda sér og hvernig lífríki verður til í slíkri blöndu? „Þegar árvatn berst um ós til sjáv- ar hefst ferli, sem ræðst af eðliseig- inleikum sjó-árvatns blöndunnar. Eðlismassi eða eðlisþyngd þessarar blöndu er minni en fullsalts sjávar og ferskvatnsblandaður sjór flýtur því ofan á og helst aðskilinn, jafnvel við mikla útþynningu. Þessir eiginleikar draga einnig úr lóðréttri blöndun. Vegna eðlismassamismunar stendur yfirborð sjávarins örlítið hærra, en það dugar til þess að hann rennur áfram. Þó ekki sé um sýnilegan far- veg að ræða, valda kraftar sem stafa af snúningi jarðar því að ferskvatns- blandaði sjórinn streymir ekki beint út frá ósnum til hafs heldur sveigir til hægri og fylgir ströndinni. Þannig er til dæmis vatnið úr Ölfusá, Þjórsá og öðrum Suðurlandsám blandað niður á 50–80 m í strandstraumi sem er minna en 10 km breiður suður af Krísuvíkurbjargi. Sá straumur flyt- ur árvatnið áfram í vesturátt og sveigir inn á Faxaflóa. Þessir eðlis- eiginleikar eru þó aðeins einn þáttur af mörgum sem hafa áhrif á það hvernig strandsjór og strandstraum- urinn haga sér. Ferskvatnsrennsli af landinu er breytilegt eftir árstíðum og strandsvæðum en vindar eru einnig einkar mikilvægir. Vindar geta haldið strandsjónum innarlega á landgrunninu eða dreift honum út til hafs og veikt einkenni hans með blöndun við fullsaltan sjó. Sjórinn við strendurnar hitnar einnig meir á sumrin en sá sem er utar og það breytir eðlismassa og keyrir ásamt ferskvatninu strandstrauminn áfram. Sjávarfallastraumar og haf- straumar eru missterkir og hafa áhrif á blöndun og botnlögun hefur einnig áhrif á strauminn. Svæðis- bundnir staðhættir skipta því miklu máli og ekki er auðvelt að yfirfæra reynslu frá einu svæði til annars.“ – Kemur mikil næring fyrir lífríkið með ánum? „Hér verður að greina á milli upp- leystra efna og gruggs. Gruggið eða aur sem jökulárnar bera til sjávar er að langmestu leyti bergmylsna, ólíf- rænt efni sem þörungar geta ekki nýtt. Stærstu agnirnar falla fljótt til botns þegar út í sjó er komið og straumhraðinn verður lítill. Þær fín- gerðari ná að berast lengra, en lit- urinn af þeim þynnist smátt og smátt út. Gruggið dregur úr því hvað mikil birta berst niður í sjóinn og birtu verða þörungar að hafa til vaxtar. Auk birtu þurfa þörungar svokölluð næringarefni eða áburðarefni, sem eru í litlum styrk í sjó og takmarka yfirleitt vöxt þörunga og frjósemi hafsvæða. Þetta eru uppleyst ólíf- ræn efni, þau helstu eru fosfat og nítrat en einnig er uppleystur kísill nauðsynlegur kísilþörungum. Í efstu sjávarlögum hér við land er mest af þessum efnum um miðjan vetur þeg- ar þörungagróður er í lágmarki en minnst á sumrin. Í íslenskum ám er nítratstyrkur mjög lágur, miklu lægri en t.d. í Rín og öðrum evrópsk- um stórfljótum sem eru mótuð af at- höfnum manna. Fosfatið er sömu- leiðis lágt og lítil viðbót á það sem í sjónum er. En uppleystur kísill er í margfalt hærri styrk í árvatni en í sjó og því örvar þessi viðbót kísilþör- ungavöxt í strandsjónum á sumrin. Í fyrra kláraði Agnes Eydal líffræð- ingur á Hafrannsóknastofnun at- hyglisverða rannsókn á samspili næringarefna, þörungavaxtar og þörungategunda í Hvalfirði þar sem áhrif kísils frá ferskvatni komu vel fram. Áhrif árvatnsins á lífsskilyrði í sjó eru því fyrst og fremst vegna eðl- iseiginleika og koma fram í lagskipt- ingu, lóðréttri blöndun og í strand- straumnum og uppleystur kísill er vissulega mikilvægur fyrir kísilþör- unga og hefur þannig áhrif á teg- undasamsetningu þörungasvifsins.“ Lífríkið í strandsjónum Að sögn Jóns hefur lífríki strand- sjávar hér við land mest verið kann- að við Suður- og Suðvesturland á þeirri slóð þar sem eru hrygningar- stöðvar margra nytjategunda, t.d. þorsks og ýsu. Í apríl og maí, þegar sól er hækkandi á lofti, veldur minni selta strandsjávar því að lagskipt- ingar gætir þar, lóðrétt blöndun tak- markast við nokkra tugi metra þar sem birtu gætir og þörungar sem ná að vaxa þar, berast síður niður úr yf- irborðslaginu og birtunni. „Í úthafssjónum verður ekki lag- skipting fyrr en mörgum vikum síð- ar og þá vegna upphitunar. Þannig grænkar og dafnar líf miklu fyrr í strandsjónum en utar á land- grunninu. En ástand strandstraums og strandsjávar er mjög breytilegt, sérstaklega vegna áhrifa vindsins á dreifingu og blöndun. Í rannsóknum á ferskvatnsmagni í Faxaflóa sem Unnsteinn Stefánsson gerði á árun- um 1966–1967 og skrifaði um með Guðmundi Guðmundssyni, kom fram að stór hluti ferskvatnsblandaðs sjávar, sem er á hverjum tíma í Faxaflóa, er aðfluttur, hefur borist þangað fyrir Reykjanes frá suður- strandarsvæðinu. Ennfremur sýndu þeir fram á að vindar ráða miklu um magn og dreifingu ferskvatns í Faxaflóa. Suðlægir vindar auka við magnið og halda því inni í flóanum, en norðlægir vindar hafa gagnstæð áhrif með því að draga úr flutningi inn á svæðið og þrýsta yfirborðslag- inu út til hafs. Rannsóknir Hafrannsóknastofn- unar á þessu svæði tengjast auðvitað mikilvægi þess fyrir margar fiskteg- undir og fyrir mörgum árum komu fram vísbendingar um það að árang- ur hrygningar þorsks, nýliðun eða árgangastyrkur væri tengdur ástandi strandstraumsins. Þetta er ekki einfalt rannsóknarefni því ástand hrygningarstofnsins og ann- að í umhverfinu skiptir einnig máli. Nýlega hafa komið fram niðurstöður í rannsóknum Guðrúnar Marteins- dóttur og félaga á þorsknýliðun sem benda til þess að styrkur strand- straumsins á þessu svæði hafi já- kvæðari áhrif á nýliðun þorsks en aðrar breytilegar umhverfisaðstæð- ur. Hér getur strandstraumskerfið haft tvíþætt hlutverk, annars vegar sem lífvænlegt umhverfi þegar lirf- urnar byrja að afla sér fæðu og hins- vegar sem einskonar færiband sem flytur lirfurnar frá hrygningarstöðv- um og dreifir þeim á uppeldisstöðvar fyrir norðan land,“ segir Jón. – Hvaða áhrif gætu virkjunar- framkvæmdir við Kárahnjúka haft á lífríkið á Austfjörðum? „Þegar farið verður að safna vatni í uppistöðulón, verða á fyrsta sumri breytingar á rennsli til Héraðsflóa og ég tel að áhrif þeirra breytinga muni ná langt suður fyrir Héraðs- flóa. Þær vísbendingar um áhrif, sem ég nefndi áðan, eru settar fram á grundvelli takmarkaðra sjórann- sóknagagna og þess að eiginleikar sjávar breytast á þekktan hátt er sjórinn blandast ferskvatni. Það er mörgum spurningum ósvarað um samskipti fjarðanna við strandsjóinn úti fyrir,“ segir Jón Ólafsson að lok- um. Jón Ólafsson haffræðingur gagnrýnir umhverfismat vegna Kárahnjúkavirkjunar Morgunblaðið/Billi Kárahnjúka- virkjun kann að hafa áhrif á lífríki sjávar Samkvæmt áætlun um breytingar, sem verða á rennsli til Héraðsflóa, mun Kárahnjúkavirkjun hafa mikil áhrif á ferskvatnsflæði um sumar og vetur. Á sumrin mun meðalrennsli minnka um allt að 450 rúmmetra á sekúndu eða niður í þriðjung þess sem verið hefur. Miðlun þessa vatns að vetrarlagi mun auka meðalrennslið þá um 100 rúmmetra á sekúndu eða rösklega tvöfalda það sem verið hefur. Vegna þess hve uppistöðulón stendur í mikilli hæð, verða hinsvegar tiltölulega lítil áhrif á vorflóð vegna leysinga af láglendi. Auk þessara breytinga, sem lýst er sem með- alrennsli, mun virkjunin draga úr rennslissveiflum eða flóðum á sumrin. Myndin sýnir meðalrennsli við sameiginlegan ós Lagarfljóts og Jökuls- ár á Dal fyrir og eftir virkjun við Kárahnjúka. Skipulagsstofnun ríkisins hefur nú kveðið upp úrskurð sinn um mat á umhverfisáhrif- um Kárahnjúkavirkjunar. Meðal umsagn- araðila var Hafrannsóknastofnun. Jóhanna Ingvarsdóttir kynnti sér umsögnina og ræddi við Jón Ólafsson, prófessor við HÍ, haffræðing á Hafrannsóknastofnun og höf- und greinargerðar sem fylgdi umsögninni. join@mbl.is Jón Ólafsson, prófessor við HÍ og haffræðingur á Hafrannsóknastofnun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.