Morgunblaðið - 09.08.2001, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 09.08.2001, Blaðsíða 18
NEYTENDUR 18 FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ ESSÓ-stöðvarnar Gildir til 31. ágúst nú kr. áður kr. mælie. Homeblest blátt, 200 g 139 155 700 kg Doritos snakk, 200 g 239 280 1.200 kg Doritos snakk, 50 gr 79 95 1.580 kg Stjörnupopp, 90 g 105 125 1.170 kg Stjörnu ostapopp, 100 g 110 130 1.100 kg Pik-nik kartöflustrá, 113 g 209 249 1.850 kg Góa Lindu buff 49 60 UPPGRIP-verslanir OLÍS Ágúst tilboð nú kr áður kr. mælie. Freyju draumur, 2 st. 149 210 Coca Cola 0,5 ltr og Freyju staur 169 210 NETTÓ Gildir á meðan birgðir endast nú kr. áður kr. mælie. Kjarnafæði grill lambakótelettur 1.265 1.582 1.265 kg Kjarnafæði grill lambasneiðar 983 1.229 983 kg Ísfugl Tex Mex læri m/legg 636 849 636 kg Kjarnafæði rauðv.legið lambalæri 908 1.298 908 kg MS Boxari 79 99 158 ltr Linda marsipansúkkulaði, 3 pk. 99 156 99 st. Linda kaffisúkkulaði, 3 pk. 99 156 99 st. ÍM tilboðsfranskar, 650 g 99 129 152 kg SAMKAUP Gildir til 12. ágúst nú kr. áður kr. mælie. Gourmet læri 1.092 1.365 1.092 kg Lambahryggur frosinn 839 1.049 839 kg Agúrkur íslenskar 189 349 189 kg Tómatar íslenskir 189 298 189 kg Blómkál íslenskt 295 389 295 kg Kínakál íslenskt 259 389 259 kg Spergilkál íslenskt 295 439 295 kg SELECT-verslanir Gildir til 29. ágúst nú kr. áður kr. mælie. Maarud flögur, 100 g 149 193 1.490 kg Mónu Rex súkkulaðikex 49 65 49 pk. Nóa-kropp, 150 g 199 235 1.330 kg Maltabitar, 200 g 229 290 1.150 kg Mc Vites Homewheat kex, 300 g 179 210 600 kg Snakkfiskur, ýsa og steinbítur, 70 g 199 245 2.840 kg Blue dragon núðlur, 85 g 49 59 580 kg Oetker pitsur, 330 g 369 440 1.120 kg Hel garTILBOÐIN VERÐ á sælgæti og gosi reyndist 28 til 43% dýrara í kvikmynda- húsum í Reykjavík en í söluturnum þegar verð var kannað á fimm teg- undum goss og sælgætis þann 2. ágúst síðastliðinn. Hæsta verðið var í Háskólabíói, þar reyndist vera um 43% hærra verð á sælgæti og gosi en meðalverð í söluturni á höfuðborgarsvæðinu. Lægsta verð á gosi og sælgæti reyndist vera í Laugarásbíói og munur um 12% á milli þess og Háskólabíós. Þá vekur einnig athygli að kvik- myndahúsin bjóða öll gos í sjálfsöl- um á mun hærra verði en yfirleitt fæst auk þess sem magnið er minna. Þannig selja kvikmynda- húsin 33 cl. gosdósir í sjálfsölum sínum á 150 krónur en úr venjuleg- um sjálfsölum annars staðar fæst alla jafna 50 cl. ílát á 130 krónur. Kannað var verð á algengu sæl- gæti og gosi í öllum kvikmynda- húsunum í Reykjavík. Einnig var kannað verð í nokkrum söluturnum á höfuðborgarsvæðinu og meðal- verð varanna fundið. Aðeins fimm tegundir reyndust til í öllum kvik- myndahúsunum og öllum söluturn- unum sem haft var samband við. Erfitt er því að fullyrða um gildi könnunarinnar en hún gefur vís- bendingar um talsverðan verðmun. Ekki bornir saman sambærilegir hlutir Einar Valdimarsson fram- kvæmdastjóri Háskólabíós segist ekki viss um að hér sé verið að bera saman sambærilega hluti. „Við höfum frekar reynt að halda miðaverðinu lágu og hafa hærri álagningu á sælgætinu, það er eitt- hvað sem fólk ræður hvort það kaupir eða ekki. Hjá kvikmynda- húsum er ákveðinn kostnaður sem söluturnar hafa ekki, þrif eru mjög dýr og ruslagjaldið eftir því hátt.“ Aðspurður um hvers vegna verðið hefði reynst hæst í Háskólabíó segir Einar: „Þetta kemur mér á óvart, við munum skoða verðið annars staðar og grípa til ráðstaf- ana ef satt reynist. Við höfum reynt að halda okkur í sama horfi og hin kvikmyndahúsin, án þess þó að um sé að ræða verðsamráð.“ Tekjurnar koma úr sælgætissölunni „Þetta er okkar tekjulind,“ segir Konstantín Mikaelsson, rekstrar- stjóri kvikmyndahúsa Skífunnar, Regnbogans og Stjörnubíós. „Við erum að fá okkar tekjur úr sæl- gætissölunni frekar en miðasöl- unni. Við erum með stórt húsnæði sem við þurfum að reka og verð bíómiðans stendur bara undir kaupum á myndunum. Einnig greiðum við laun að mestu með álagningu úr smásölunni.“ „Til að geta rekið þessi stóru kvikmyndahús þurfum við að hafa verðið á gosi og sælgæti svona hátt,“ segir Magnús Geir Gunn- arsson framkvæmdastjóri Laug- arásbíós. „Miðaverð hér er með því ódýrara sem gerist í heiminum og við höfum frekar farið þá leið að hafa hlé og reynt að fá tekjur með smásölu.“ Magnús tekur undir með Einari og segir mikinn kostnað við þrif og förgun á rusli hækka verð enn meira. „Mun á álagningu í kvikmynda- húsum og öðrum söluturnum má skýra með hærri kostnaði vegna starfsfólks og þrifa á húsnæði,“ segir Björn Árnason framkvæmda- stjóri SAM-bíóanna. „Það er höfð þessi álagning í kvikmyndahúsum til að geta réttlætt þann mikla starfsmannafjölda sem við þurfum, auk kostnaðar við þrifin.“ Ríflega 40% verðmunur á milli Háskólabíós og söluturna            + 9  :#;$ &   & <6+ 8  0 =             ) 8 #%' #%' #%' $' #"'  < 8 #(' #(' # ' $' #'' ! 8 #%' #%' # ' $' #'' " /5 8+ > 8+  #,' #(' # ' $' ##' # .   1/+ #"' #$" #$" #" %" $% STJÖRNUSPÁ mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.