Morgunblaðið - 09.08.2001, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 09.08.2001, Blaðsíða 24
UMRÆÐAN 24 FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ STEINGRÍMUR J. Sigfússon getur ekki leynt gleði sinni yfir úrskurði Samkeppnis- stofnunar. Hann við- urkennir að vísu, að fyrirfram hafi hann ekki búist við, að úr- skurðurinn yrði svo afgerandi, sem er eft- irtektarvert og eykur satt að segja ekki traust manna á rétt- mæti hans. Og það lýsir Steingrími J. Sigfússyni líka vel, að hann skuli í viðtali við Morgunblaðið kalla það „hreina fásinnu“, ef úrskurðinum yrði áfrýjað til um- hverfisráðherra. Þó er slíkt mál- skot eðlilegt í öllum stærri málum. Og auðvitað hefði Steingrímur J. Sigfússon kosið að áfrýja, ef úr- skurður Skipulagsstofnunar hefði fallið á hinn veginn. Þannig er nú það. Steingrímur J. Sigfússon hrósar sér af því að hafa verið á móti ál- veri við Reyðarfjörð og segir það satt. Ég efast um að hann hafi haft aldur til að ólmast gegn Búrfells- virkjun og álverinu við Straumsvík. En síðan hefur hann jafnan snúist öndverður gegn allri stóriðju hér á landi. Eins og hann hefur snúist öndverður gegn ýmsum öðrum framfaramálum. Ég tek þrjú dæmi: Hann var á móti því að útvarps- og sjónvarpsrekstur yrði gefinn frjáls. Hann var á móti aðild Íslands að hinu evrópska efna- hagssvæði og hann var á móti frjálsum gjaldeyrisviðskiptum. Þó er það nú svo, að vinstri-grænir telja sig eina nútímastjórn- málaflokkinn hér á landi! Steingrímur J. Sig- fússon getur orðið mælskur, þegar hann hefur vondan málstað að verja. Ég tek til- vitnun úr Morgun- blaðinu sl. fimmtudag: „ …en nú skiptir máli að menn sameinist um kraftmikla fram- kvæmdaáætlun um að bæta sam- göngur, byggja upp menntun á æðri skólastigum og taka á öðrum þáttum atvinnu-, félags- og byggðamála á Austurlandi og und- irstrika með því að Austfirðingar verði ekki skildir eftir á köldum klaka“. Síðustu orðin eru merkileg úr munni Steingríms J. Sigfússon- ar og engu líkara en hann hafi ekki hugsað það, sem hann sagði. Eða hvað? Finnst honum virkilega úr- skurður Skipulagsstofnunar svo kaldranalegur og miskunnarlaus gagnvart Austfirðingum að nú sé eins og mannlíf þar sé skilið eftir á köldum klaka? Varla. Ég held að rétt sé að skilja ummæli hans sem venjulegan vaðal. Rétt er samt að líta ögn betur á þau. Steingrímur J. Sigfússon var samgönguráðherra fram á vordaga l991. Langtímaáætlun í vegamálum lá þá fyrir þinginu og hafði verið afgreidd úr nefnd. Þar var ekki gert ráð fyrir því að bæta sam- göngur milli Norður- og Austur- lands það sem eftir lifði aldarinnar. Mitt fyrsta verk sem samgöngu- ráðherra var að snúa þessu við og Hárekstaðaleið var lögð, sem eng- inn vill nú án vera. En öruggt vega- samband yfir fjöllin er að sjálf- sögðu forsenda þess, að Norðlendingar og Austfirðingar geti unnið saman á hinum ýmsu sviðum þjóðlífsins. En það var ekki framtíðarsýn Steingríms J. Sigfús- sonar samgönguráðherra sem olli því, að þessi draumur rættist. Steingrímur J. Sigfússon og fleiri þingmenn vinstri-grænna hafa verið að gera því skóna, að margvíslegar opinberar stofnanir geti komið í staðinn fyrir orkuver og álver við Reyðarfjörð. Hefur í því sambandi verið talað um „lif- andi háskóla“. Ég get ekki að því gert en mér finnst holur tónn í þessum málatilbúnaði. Slíkt álver gjörbreytti rekstrarforsendum fyr- ir margvíslegan þjónustuiðnað á Austurlandi á svipstundu og skap- aði nýja þörf fyrir menntað og þjálfað fólk. Það kallaði aftur á öfl- ugra skólastarf, líka á æðri stigum, og öflugri heilbrigðisþjónustu og svo koll af kolli. Brandur af brandi brennur uns brunninn er, funi kveikist af funa, stendur í Hávamálum og eru þau orð jafnsönn í dag og þau voru, þegar þau voru sögð fyrsta sinni. Ráð vinstri-grænna í atvinnu- málum hafa m.a. verið þessi, þegar sleppir tínslu fjallagrasa: 1. Það á að byggja upp smáiðnað og látið í veðri vaka að það sé hægt með réttri byggðastefnu, þ.e. með fjárgjöfum úr ríkissjóði, þegar eng- inn grundvöllur er fyrir rekstrin- um. Þetta var reynt meðan Stein- grímur J. Sigfússon sat í ríkisstjórn en átti eftir að hefna sín, svo að sum byggðarlög hafa ekki náð sér síðan og enn sést í endann á skuldahalanum í ríkis- sjóði. Stóriðjufyrirtæki á Reyðar- firði hefði gjörbreytt þessari mynd eins og við getum séð á Akranesi og raunar á Húsavík og Mývatns- sveit líka, ef áhrif Kísiliðjunnar eru réttilega metin. 2. Vinstri-grænir tala um strand- veiðar. Með þessu orði, „strand- veiðum“, skilst mér að skírskotað sé til þess, að fiskveiðiheimildir verði teknar af togurunum við Eyjafjörð og færðar til þeirra staða, sem best liggja við smábáta- miðum. Þetta getur verið góð latína fyrir vestan og austan, en hún er þá jafnvond á Siglufirði, Ólafsfirði, Dalvík og Akureyri. Þannig er það alltaf, þegar byggðarlögum er att saman, fiskimanni gegn fiskimanni. En þingmönnum er skylt að vinna eftir samvisku sinni og það gerum við Steingrímur J. Sigfússon báðir. 3. Vinstri-grænir vilja byggja upp landbúnað á Austurlandi. Gaman væri það! En í þessu efni á Steingrímur J. Sigfússon sína sögu síðan hann var landbúnaðarráð- herra. Þá gerði hann búvörusamn- ing við sauðfjárbændur um að út- flutningsbætur skyldu lagðar af og það kom í minn hlut að efna samn- inginn. Þar með voru þær skorður settar lambakjötsframleiðslunni að hún takmarkaðist við innanlands- neyslu í stórum dráttum. Þótt bændur hafi þreifað fyrir sér um útflutning á dilkakjöti hefur enginn sá árangur náðst, sem réttlæti um- mæli af því tagi, að hægt sé að byggja upp sauðfjárbúskap á Aust- urlandi með útflutning fyrir aug- um. Úrskurður Skipulagsstofnunar er áfall fyrir Austfirðinga og raun- ar landsmenn alla. Auðvitað er það grafalvarlegt, ef því verður slegið föstu í eitt skipti fyrir öll, að engin virkjun verði byggð norðan Vatna- jökuls. Það veikir efnahag þjóðar- innar þegar í stað og skerðir lífs- afkomuna til lengri tíma litið. Þetta er augljóst vegna þess, að vatns- orkan er náttúruauðlind, sem þjóð- in getur ekki án verið. Hún er að sönnu ein helsta skýringin á því, hversu vel við búum Íslendingar. Ég er ansi hræddur um, að dýpri ráð þurfi til að koma en þau ráð, sem vinstri-grænir ráða yfir, ef við Íslendingar eigum í framtíðinni að vera jafnvel settir án orkuvera og með því að eiga þau. Steingrímur J. Sigfússon er við sama heygarðshornið Halldór Blöndal Virkjanir Úrskurður Skipulags- stofnunar er áfall fyrir Austfirðinga, segir Hall- dór Blöndal, og raunar landsmenn alla. Höfundur er forseti Alþingis. Í KJÖLFAR umræðu sem hefur verið að undanförnu um rekstur Tilkynningaskyldu íslenskra skipa og leit og björgun á hafinu og við strendur Íslands er nauðsynlegt að setja þá umræðu í rétt samhengi og skýra sjónarmið Slysavarnafélags- ins Landsbjargar sem er rekstr- araðili Tilkynningaskyldu núna. Tilkynningaskylda Tilkynningaskylda íslenskra skipa var stofnuð árið 1968. Slysa- varnafélag Íslands (sameinaðist Landsbjörg – landssambandi björg- unarsveita í október 1999 og heitir í dag Slysavarnafélagið Landsbjörg) hafði frumkvæði að stofnun skyld- unnar og hefur séð um rekstur hennar síðan. Tilkynningaskylda fyrir íslenska sjómenn hafði þá ver- ið baráttumál félagsins um margra ára skeið og það var eðlilegt að félaginu væri falið að sjá um rekst- ur tilkynningaskyldu. Lög um Til- kynningaskyldu voru svo samþykkt árið 1977. Frá árinu 1979 hefur varðstaða í vaktstöð skyldunnar verið 24 tíma á sólarhring allan árs- ins hring. Meðan Tilkynningaskyld- an hefur verið í rekstri Slysavarna- félagsins hefur verið reynt að tryggja framþróun hennar. Það var m.a. gert með tölvuvæðingu hennar árið 1987, en áður hafði hún verið unnin handvirkt. Það var svo 3. maí árið 2000 að tekin var í notkun sjálfvirk tilkynningaskylda. Í dag eru um 1.500 skip í sjálfvirkri til- kynningaskyldu. Þáttur Slysavarnafélagsins Landsbjargar Rekstur björgunarmiðstöðvar á sjó hjá Slysavarnafélaginu Lands- björg má rekja allt til ársins 1928 og frá árinu 1929 en þá var form- lega tekin upp björgunarvakt hjá félaginu. Hlutverk hennar var m.a. að útvega björgunaraðila vegna slysa á sjó, hvort sem var að fá þyrlur til sjúkraflugs eða að skipuleggja leitir á sjó. Var það alltaf gert í góðu samstarfi við skipherra varðskipa eða starfsmenn varn- arliðsins. Rekstur Til- kynningaskyldu auð- veldaði félaginu að sinna þessu verkefni, vegna 24 tíma varð- stöðu frá 1979 og upp- lýsinga um stöðu báta og skipa til að nýta til leitar og björgunar. Árið 1987 breyttist þetta nokkuð þegar Landhelgisgæsla Íslands hóf rekst- ur stjórnstöðvar með vakt allan sól- arhringinn. Það varð til þess að 16. maí 1990 var sett reglugerð um skipulag leitar og björgunar á haf- inu og við strendur Íslands. Þar er kveðið á um að Landhelgisgæsla Ís- lands og Slysavarnafélagið Lands- björg reki hvort fyrir sig sjóbjörg- unarstjórnstöð. Umráðasvæði stjórnstöðvanna afmarkast af því að stjórnstöð Slysavarnafélagsins Landsbjargar sér um aðgerðastjórn meðfram strönd landsins og á svæð- inu næst henni, en stjórnstöð Landhelgis- gæslunnar annast að- gerðastjórn á svæðinu þar fyrir utan. Slysa- varnafélagið Lands- björg hefur á síðustu árum komið sér upp stærri björgunarskip- um, sem staðsett eru víða um land, til þess að koma til aðstoðar þegar slys eða óhapp verður á sjó; þau eru staðsett á eftirfarandi stöðum: Reykjavík, Rifi, Ísafirði, Siglufirði, Raufarhöfn, Neskaup- stað, Vestmannaeyj- um, Grindavík og Sandgerði. Framtíð Tilkynningaskyldu íslenskra skipa Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur séð um rekstur Tilkynninga- skyldu í 33 ár. Félagið hefur staðið að rekstri skyldunnar með dyggum stuðningi samgönguráðuneytisins. Félagið hefur talið þennan rekstur vera lykilatriði vegna öryggismála sjómanna. Með breyttri tækni og þeirri staðreynd að Landssími Ís- lands hf. hefur tekið við rekstri strandstöðva er ljóst að stjórnvöld hafa áhuga á að samþætta rekstur strandstöðvaþjónustu. Samgöngu- ráðherra hefur ákveðið að láta fara fram útboð á fjarskiptaþjónustu fyrir skip, þar með talið rekstur sjálfvirkrar tilkynningaskyldu. Slysavarnafélagið Landsbjörg fyrir sitt leyti sér kosti við samþættingu þessa starfs, svo fremi að það komi ekki niður á öryggisþáttum. Félagið hefur alla tíð talið að rekstur Til- kynningaskyldu og stjórnstöðvar fyrir leit og björgun á hafinu fari vel saman. Með nútímatækni er hinsvegar ljóst að hægt er að flytja upplýsingar frá vaktstöð Tilkynn- ingaskyldunnar til þess aðila er stjórnar leit og björgun á hafinu. Stjórnstöð fyrir leit og björgun Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur lýst yfir þeirri skoðun sinni að reka eigi eina stjórnstöð fyrir leit og björgun á sjó og landi. Ein stöð myndi tryggja að allir aðilar sem að þessum málum koma hér á landi sitji við sama borð. Það eykur öryggi allra sem þurfa á hjálp að halda og kemur í veg fyrir tafir og misskilning sem orðið getur milli stjórnstöðva ef þær eru fleiri. Þessi mál hafa að undanförnu verið til umræðu milli þeirra aðila sem að þeim koma, það hefur orðið til þess að í burðarliðnum er nú samkomulag milli Almannavarna ríkisins, Flugmálastjórnar, Ríkis- lögreglustjóraembættisins og Slysa- varnafélagsins Landsbjargar. Eins og áður hefur komið fram telur Slysavarnafélagið Landsbjörg að farsælast sé að að þessari stjórn- stöð komi einnig sjóbjörgunar- stjórnstöð félagsins og sjóbjörgun- arstjórnstöð Landhelgisgæslunnar. Og má í því sambandi líta til Nor- egs þar sem ein stöð sér um alla samræmingu björgunaraðila, hvort sem er á sjó eða landi. Að lokum Það er von mín að við lestur þess- arar greinar sé ljóst hver er stefna Slysavarnafélagsins Landsbjargar með hið merka öryggistæki sem Tilkynningaskylda íslenskra skipa er. Það er félaginu ekki kappsmál að reka tilkynningaskylduna, þó að félaginu sé annt um öryggi sjó- manna og það vilji vinna að öryggis- málum þeirra. Félagið telur hinsvegar nauðsyn- legt að þær upplýsingar sem þar eru fyrir hendi nýtist til öryggis fyrir sjómenn og við leit og björg- un. Í tengslum við viðræður um samþættingu í leit og björgun á landi er lagt til að tryggja að leit og björgun á sjó sé tryggð á sem best- an hátt. Tilkynningaskylda íslenskra skipa Jón Gunnarsson Slysavarnir Félagið telur nauðsyn- legt, segir Jón Gunn- arsson, að þær upplýs- ingar sem þar eru fyrir hendi nýtist til öryggis fyrir sjómenn og við leit og björgun. Höfundur er formaður Slysavarna- félagsins Landsbjargar. strets- gallabuxur tískuverslun v. Nesveg, Seltjarnarnesi. sími 561 1680. Kringlunni - sími 588 1680. Mörkinni 3, sími 588 0640 G læ si le g hú sg ög n Sérpantanir Opið virka daga frá kl. 12-18. Fullkomnaðu verkið með þakrennukerfi þakrennukerfi BLIKKÁS EHF. SKEMMUVEGUR 36 200 KÓPAVOGUR SÍMI 557 2000 - FAX 557 4111 Fagm enns ka í fyrir rúmi Söluaðilar um land allt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.