Morgunblaðið - 09.08.2001, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 09.08.2001, Blaðsíða 32
MINNINGAR 32 FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÝMSIR kunningjar mínir hafa spurt mig að undanförnu um veru mína í stjórn Lyfjaverslunar Íslands um þriggja mánaða skeið á sl.vori. Hvers vegna ég hafi tekið þar sæti, og um hvað var í raun verið að deila í stjórn Lyfjaverslunar Íslands. Þeir hafa sumir hverjir átt erfitt með að átta sig á staðreyndum þrátt fyrir þá miklu umfjöllun sem um málið hefur verið frá því í júnímánuði. Kannske fremur vegna hennar. Ég hef sagt þeim söguna eins og hún veit við mér. En vegna þess ég næ ekki til annarra en þeirra sem hafa samband við mig, en hugsanlega vilja fleiri vita, er eft- irfarandi sett á blað og Morgunblaðið beðið um að birta. Nokkrar ástæður liggja að baki þess að ég féllst á að taka sæti í stjórn Lyfjaverslunar Íslands. Í fyrsta lagi hef ég lengi haft áhuga á heilbrigðismálum, einkum umönnun aldraðra. Sjálfsagt vegna þess að ýmsir mér nákomnir hafa þurft á umönnun að halda á stofn- unum síðustu ár ævinnar. Þótt við þessa aðila hafi í flestu verið vel gert hefur mér orðið æ ljósara að margt mætti betur fara. Ég átti þess einnig kost fyrir atbeina Jóhanns Óla Guð- mundssonar að fylgjast með hinu svonefnda Sóltúnsverkefni frá því það fór af stað. Ég varð strax mjög hrifinn af því hvernig að því öllu var staðið. Fyrst af hálfu ríkisstjórnar- innar undir forystu þáverandi heil- brigðisráðherra, Ingibjargar Pálma- dóttur, og svo af hálfu þeirra sem áttu lægsta tilboð í verkið, þ.e. Ís- lenskra aðalverktaka og Securitas, nú Frumafl. Þar var ekkert til spar- að þegar menn lögðu grunn að bygg- ingu og rekstri slíks heimilis sem Sóltún verður. Mér þótti vænt um að fá að fylgjast með þróun verkefnis- ins og jafnvel á stundum að leggja orð í belg. Í öðru lagi nefni ég sem ástæðu fyrir því að ég varð við beiðni um að taka sæti í stjórn Lyfjaverslunar Ís- lands að mér var vel kunnugt um áhuga þáverandi stjórnarmanna að Lyfjaverslun haslaði sér frekari völl á sviði heilbrigðismála og höfðu þess vegna ákveðið að kaupa Frumafl. Margir fundir og alls kyns minnis- blöð liggja að baki þeirri ákvörðun og ég minnist þess sérstaklega þegar ég spurði um það á sameiginlegum fundi Frumaflsmanna og stjórnar- manna Lyfjaverslunar Íslands sum- arið 2000 hvort órofa samstaða væri um þessar fyrirætlanir. Ég var full- vissaður um að svo væri og í því heið- ursmannasamkomulagi sem þarna var gert voru stjórnarmennirnir Margeir Pétursson og Örn Andrés- son engir eftirbátar – þeir hinir sömu og síðar áttu eftir að snúa svo rækilega við blaðinu. Í október síð- astliðnum átti ég þess síðan kost að sitja sérstakan fund með stjórninni og nokkrum fleirum þar sem farið var yfir þá framtíðarsýn sem átti að verða að veruleika fyrir Lyfjaversl- un Íslands með kaupunum á Frum- afli. Þar voru allir á einu máli; að þessu skyldi unnið af heilindum. Auðvitað vissu menn af pólitískum deilum sem uppi voru um svonefnda einkavæðingu í heilbrigðisgeiranum. Jafnframt gerðu menn sér ljóst að allt væri það viðkvæmt mál, en til muna hlyti það að vera auðveldara fyrir alla aðila að slíkur rekstur sem Sóltún yrði í höndum félags sem skráð væri á markaði og í eigu mikils fjölda hluthafa. Þar er allur rekstur gegnsær og uppi á borðum og upp- lýsingagjöf því talsvert frábrugðin því sem tíðkast í einkahlutafélögum. Því ætti það að vera til framdráttar þessum mikilvæga málaflokki að skráð hlutafélag yrði rekstraraðili, þótt slíkt geti aldrei orðið neitt skil- yrði. Þá nefni ég í þriðja lagi þá ástæðu að ég er ekki lengur í föstu starfi, hættur þingmennsku og kominn á eftirlaun. Ekki var ég að leita mér að nýju launuðu starfi, enda stjórnarseta í fyr- irtæki ekki annað en trúnaðarstarf. Hins vegar þótti mér sem áratuga reynsla í opin- beru starfi, fyrst sem sveitarstjórnarmaður fyrstu starfsárin að loknu lögfræðiprófi, og síðan sem alþingismað- ur í 28 ár, hefði aflað mér þekkingar sem mætti nýta, m.a. á sviði heilbrigðismála. Satt að segja vildi ég gjarn- an að þátttaka mín myndi leiða það í ljós að talverð reynsla í bland við áhuga minn og rúman tíma, gæti nýst og um leið orðið öðrum hvatn- ing til þess að sækjast eftir þekkingu og sjónarmiðum þeirra sem eldri eru og lokið hafa mestu vinnuskyldun- um. Of algengt er t.d. að þeir sem hætta á þingi, komnir á þann aldur að þeir fara ekki í nýtt launað starf, hafi fátt fyrir stafni og lítið sem ekk- ert sé sóst eftir reynslu þeirra, sem t.d. gæti nýst í stjórnarsetu fyrir- tækja og félagasamtaka sem starfa á sérstöku áhuga- eða reynslusviði þeirra. Af þessum ástæðum sem ég hef hér nefnt að framan varð ég við beiðni um að taka sæti í stjórn Lyfja- verslunar á síðastliðnu vori. En það varð stutt í þessari stjórnarsetu, að- eins rúmir þrír mánuðir. Ástæða þess var aðeins ein: Ráðandi hlut- hafar, undir forystu þess stærsta, stóðu ekki við orð sín og undirritaðar yfirlýsingar. Sú leikflétta sem þar var spunnin kom meirihluta stjórn- arinnar, sem kjörin var 2. apríl sl. og fór frá á hluthafafundi 10. júlí sl., í opna skjöldu. Þegar ég tók sæti í þessari stjórn hafði ég alls enga ástæðu til að efast um heilindi stjórnarmanna og einhug um stefnu og framtíðarsýn Lyfjaverslunar Ís- lands. Menn höfðu sammælst um að vinna að því að ganga formlega frá áður ákveðnum kaupum á Frumafli og Thorarensen Lyfjum. Frá kaup- um á A. Karlssyni hafði áður verið gengið. Fyrir þessu höfðum við ein- róma álit þeirra sem tóku þátt í áð- urnefndum stefnumótunarfundi í október sl. og til viðbótar undirskrif- aða pappíra frá fyrrverandi stjórn og Aðalsteini Karlssyni. Síðar ákváðu tveir stjórnarmanna, þeir Lárus Blöndal og Örn Andrésson, að ganga á bak orða sinna og undirskrifa. Hvað okkur hina varðaði, þ.e. und- irritaðan, Grím Sæmundsen, stjórn- arformann félagsins sl. þrjú ár, og Óskar Magnússon, ásamt vara- stjórnarmönnunum Ásgeiri Bolla Kristinssyni og Ólafi Jónssyni, geng- um við allir til þessa verks með það að markmiði að vinna að heill Lyfja- verslunar og hluthafa félagsins. Því miður kom í ljós að innistæða var ekki fyrir þeim einhug sem margsinnis var látinn í ljós innan stjórnarinnar. Lárus Blöndal, stjórnarformaður A. Karlssonar hf. og nú stjórnarmaður í Lyfjaverslun Íslands, hóf leikinn í stjórninni með hótunum um lögsókn á okkur hina ef við staðfestum kaupin á Frumafli. Honum kæmi ekkert við hvað Að- alsteinn Karlsson eða stjórnarmenn í fyrri stjórn hefðu skrifað undir þrátt fyrir að hann hafi tekið þátt í að semja plaggið og verið viðstaddur undirritun þess. Síðar bættust opin- berlega í þennan hóp fyrrverandi stjórnarmenn, þeir Margeir Péturs- son, Sverrir Sverrisson, Örn And- résson og Ólafur Njáll Sigurðsson. Grímur Sæmundsen, stjórnarfor- maður, tók ekki þátt í þeim leik. Eftirleikurinn er þekktur. Stór- meistarafléttur voru hannaðar til þess að hrifsa völdin í Lyfjaverslun Íslands og koma í veg fyrir að staðið væri við áður gerða samninga við Frumafl. Í þessari refskák var einsk- is svifist og menn hikuðu ekki við að ráðast að mannorði Jóhanns Óla Guðmundssonar og í leiðinni okkar hinna sem vildum standa við gefin loforð og undirritaða pappíra. Látið var heita svo að deilan snerist um verðið á Frumafli, sem þessir sömu menn höfðu þó samþykkt. Allt annað réði ferð. Þegar litið er til baka blasir það við að átökin snerust um völd til þess að gæta persónulegra hags- muna fárra stórra hluthafa á kostnað heildarinnar – hinna fjölmörgu smáu eigenda fyrirtækisins. Peðin voru nýtt af mikilli kunnáttu og náðu al- veg upp í borð. Þegar skákinni lauk eftir miklar leikfléttur og fórnir stóð kóngur uppi sem ótvíræður sigur- vegari. Það var kallað sigur lýðræð- isins. Þáttur Margeirs Péturssonar, núverandi stjórnarformanns Lyfja- verslunar Íslands, var mikill í þess- ari atburðarás. Hann var sem þáver- andi stjórnarmaður Lyfjaverslunar öflugur þátttakandi í kaupunum á Frumafli – rétt eins og hann var í fylkingarbrjósti þeirra sem sneru við blaðinu. Ég tók þátt í stjórnmálum í um fjóra áratugi. Oft hef ég heyrt talað um að á þeim vettvangi sé mikið um um baktjaldamakk og óheiðarleg vinnubrögð. Rétt er það að hluta en margt líka ýkt eða ósatt. Og eitt er alveg víst: Þar vita menn hvar þeir hafa hvern annan. Menn skipa sér í stjórnmálaflokka eftir lífsskoðunum. Þar sem annarsstaðar hafa menn fulla heimild til að skipta um skoðun. Það er þá gert fyrir opnum tjöldum. Ég kynntist allt öðru í minni stuttu stjórnarsetu í Lyfjaverslun Íslands. Þar vissi ég ekki annað en allir væru að vinna að sameiginlegu markmiði fyrr en alveg undir lokin, eða í júní sl. Þá kom allt annað í ljós. Ég kann ekki að skýra hvernig menn geta samvisku og sjálfsvirðingar sinnar vegna horfið frá fyrri ákvörð- unum sínum og hvorki kannast við pappíra sem þeir hafa sett upphafs- stafi sína á né heldur við undirrit- aðar yfirlýsingar í votta viðurvist. Mér er fyrirmunað að skilja hvernig viðskiptasiðferði af þessu tagi fær þrifist. Raunar trúi ég því að það gangi ekki til lengdar. Sá tími kemur að það hittir þá sem því beita. Metnaðarfull framtíðarsýn Frum- afls á sviði einkavæddrar öldrunar- þjónustu felur í sér mikil tækifæri fyrir íslenska heilbrigðisgeirann. Fyrirtækið mun halda sínu striki við uppbyggingu og rekstur Sóltúns- heimilisins. Sannfærður er ég um að þar verði um mikið framfaraspor að ræða, sem verði hvatning til áfram- haldandi þróunar í átt til einkavæð- ingar innan heilbrigðisgeirans. Von- andi er einnig að Lyfjaverslun Íslands nái fyrri styrk sínum þannig að hinn almenni hluthafi skaðist ekki vegna átaka og ákvarðana undanfar- inna vikna. HVERS VEGNA - OG UM HVAÐ? Ólafur G. Einarsson Mér er fyrirmunað að skilja, segir Ólafur G. Einarsson, hvernig við- skiptasiðferði af þessu tagi fær þrifist. Höfundur er fyrrverandi alþing- ismaður og sat í stjórn Lyfjaversl- unar Íslands á síðastliðnu vori. ✝ Helgi TraustiHjartarson fædd- ist í Reykjavík 15. janúar 1924. Hann lést af völdum heila- blóðfalls á Grensás- deild Landspítalans 22. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Hjörtur Hansson stór- kaupmaður, f. 24.8. 1883, d. 1.10. 1956, og Una Brandsdóttir, f. 1.3. 1894, d. 29.12. 1975. Helgi var yngst- ur fjögurra systkina en hin eru: 1) Hans Adolf, framkv.stj. Smjörlíkisgerð- arinnar Ljómi, f. 29.9. 1912, d. 21.l. 1951, k.h. Guðrún Havstein, f. 15.3. 1919, d. 14.8. 1968. 2) Hjörtur, for- stjóri J. Þorláksson og Norman, f. 6.4. 1915, d. 2.1. 1992, k.h. Anna M. Þorláksson, f. 21.7. 1915, d. 24.9. 1974. 3) Anna, f. 31.10. 1917, gift Hannesi Þorsteinssyni, fv. útibús- stjóra og aðalféhirði Landsbanka Íslands, f. 7.12. 1918. Hinn 22. desember 1946 kvænt- ist Helgi Auði Stefánsdóttur fv. bankastarfsm., f. 5.6. 1923. Þau slitu samvistir. Foreldrar hennar voru Ingveldur Ólafsdóttir, f. 30.5. 1894, d. 5.2. 1991, og Stefán Ólafs- son frá Kálfholti, forstj. Ullarverk- smiðjunnar Framtíðin, f. 6.2. 1897, d. 29.12. 1974. Börn Auðar og Helga eru: 1) Inga, flugfreyja, f. 24.9. 1947, maki Sverrir Þórhalls- son verkfræðingur, f. 31.7. 1944. Þeirra börn eru Auður, verkfræð- ingur, búsett í Dan- mörku, f. 18.12. 1974, og Þórhallur, kerfis- fræðingur hjá Ný- herja, f. 27.3. 1976. 2) Stefán Ólafur, for- stöðumaður hjá Reiknistofu bank- anna, f. 16.5. 1951, k.h. Elín Vilhelms- dóttir, uppeldisfr. og kennari, f. 17.1. 1950. Þeirra börn eru Finnur Freyr, nemi, f. 29.10. 1983, og Garðar Þór, nemi, f. 26.5. 1986. Stefán á Hjördísi, háskólanema, f. 19.9. 1979. Elín á Guðrúnu Árnýju Guð- mundsdóttur hjúkrunarfr. Helgi varð stúdent frá Verzlun- arskóla Íslands 1945 í sjö manna hópi fyrstu stúdenta skólans. Hann hóf störf sama ár hjá Magnúsi Víg- lundssyni og dvaldi í Leicester í Englandi á hans vegum í tæp tvö ár við nám í rekstri og uppbyggingu prjónavéla. Hann var forstöðu- maður og síðar meðeigandi Magn- úsar að fata- og sokkaverksmiðju. Helgi stofnaði síðan eigin prjóna- og fataverksmiðju 1955 og var með umfangsmikinn rekstur ásamt eig- inkonu sinni til ársins 1964 er heils- an brást. Hann vann með hléum hjá Iðntæknistofnun sem ráðu- nautur, hjá Prjónastofu Önnu Þórðardóttur og Pólarprjóni á Blönduósi. Útför Helga fór fram í kyrrþey frá Garðakirkju 3. ágúst. Íslensk náttúra skartaði sínu fegursta þegar mér barst fregnin um að Helgi móðurbróðir minn væri látinn, 22. júlí síðastliðinn. Ég stóð í endalausri skeljasandsfjöru, Snæfellsjökul bar við himin og ég fann hve þessi umgjörð hæfði Helga. Þegar hann var svo borinn til grafar í kyrrþey á Görðum á Álftanesi var heiðríkja, fuglasöng- ur og öldugjálfur. Landið var að þakka einum af sínum framsæknu sonum er ruddu okkur braut inn í nýja öld tækni og iðnaðar. Helgi var frumkvöðull á sviði prjónaiðn- aðar, sótti þekkingu út fyrir land- steinana og tók virkan þátt í upp- byggingu nútímasamfélags á árunum eftir heimsstyrjöldina síð- ari. Allt sem laut að tækni var hon- um sem opin bók, á því sviði nutu sín vel gáfur hans og hugmynda- auðgi. Allt of snemma þurfti Helgi að rifa seglin vegna þungbærra veikinda, en hann tókst á við þau af reisn þess sem kann að skipuleggja og vill hafa vald á lífi sínu. Síðustu árin kaus Helgi að búa í húsi Ör- yrkjabandalagsins við Hátún og var það áreiðanlega rétt ákvörðun. Þannig gat hann dregið sig í hlé á stundum, eins og sjúkdómurinn krafðist, en sinnt áhugamálum sín- um og notið samvista við fólk þess á milli. Þá var hann veitandi frem- ur en þiggjandi, ætíð tilbúinn að hjálpa öðrum og ráða þeim heilt. Með sitt rólega yfirbragð, hlýtt en þó ákveðið, var hann fastur punkt- ur í tilveru nágranna sinna í Há- túni. Nú sakna margir vinar í stað. Þetta veit ég, því ég var svo lán- söm að eiga vinnustað í næsta húsi. Oft hlýnaði mér um hjartarætur við að heyra „sæl, frænka“ er ég gekk um ganga. Eins og hans var háttur var kveðjan oftast stutt, svona eins og staðsetningarpunkt- ur í tilverunni, en fyrir kom að faðmlag létti mér eril dagsins. Móður minni, Önnu, er enn í fersku minni er Helgi kom í heim- inn, yngstur systkina, eftirlæti for- eldra og stolt stóru systur. Hann var stórt barn, fallegur og bráðger. Fjölskylduböndin hafa alltaf verið sterk. Sú venja hefur haldist allt fram á þennan dag, að hittast í kaffi á sunnudagsmorgnum, fyrst hjá ömmu Unu og síðar hjá mömmu. Nú er stóllinn hans Helga auður og mamma hefur með trega séð á bak öllum bræðrum sínum þremur. Við sendum Ingu og Stefáni, öðrum í fjölskyldunni og öllum vin- um Helga innilegar samúðarkveðj- ur. Guðrún og Vilhjálmur. Elskulegur föðurbróðir minn og vinur, Helgi Hjartarson, er látinn. Hann fékk heilablóðfall og lést á Grensásdeild Landspítalans tveim- ur dögum síðar án þess að komast til meðvitundar. Líf Helga hafði lengi verið hon- um og hans nánustu erfitt vegna langvarandi veikinda hans. Hann skilaði samt góðu dagsverki, bæði sem sjálfstæður iðnrekandi og starfsmaður hjá öðrum. Í því sam- bandi kemur mér í hug afburða verklagni hans, samviskusemi og vinnusemi. Þegar veikindin ágerðust forð- aðist hann öll mannamót en oftast kom hann þó í morgunkaffi til Önnu systur sinnar og Hannesar á sunnudögum þar sem fjölskyldu- meðlimir hittast yfir kaffibolla og góðu „bakkelsi“. Þennan ánægju- lega sið hafði Una, föðuramma mín, tekið upp á sínum tíma. Ófá voru skiptin sem hann kom á heimili mömmu og okkar bræðra, bæði til að spjalla en ekki síður til að rétta hjálparhönd ef eitthvað þurfti að lagfæra sem ungar hend- ur réðu ekki við. Við Helgi áttum þess oft kost að ræða saman um hin fjölbreyttustu mál. Var hann einstaklega við- ræðugóður og vel heima í mörgu. Alltaf sýndi hann hlýju og áhuga á því sem maður var að fást við og auðvitað bar heilsu hans oft á góma. Þar var aldrei uppgjafartón að heyra. Smám saman tókst hon- um að „finna taktinn“ í hinu dag- lega lífi og fá eins mikið út úr því og aðstæður leyfðu. Þótt það sé alltaf sárt að sjá á eftir ástvinum sínum má þakka fyrir hvernig frændi minn og vinur fékk að fara, án þjáninga og með fullri reisn. Við Gulla og fjölskylda sendum Ingu, Stefáni og fjölskyldum þeirra sem og Önnu okkar innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning hans. Gunnar. Rúmlega 60 ára vináttusamband er á enda runnið. Helgi Hjartar- HELGI TRAUSTI HJARTARSON SKOÐUN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.