Morgunblaðið - 09.08.2001, Blaðsíða 30
UMRÆÐAN
30 FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Þ
að hljómar óneit-
anlega einkennilega í
eyrum Íslendings að
heyra danska lækna
lýsa því yfir að ráð-
lagður dagskammtur af áfengi
fyrir gamalmenni sé allt of stór
og beri að minnka hann. Þá fer
ekki síður um mann þegar ung-
lingaráðgjafar viðurkenna að lík-
lega sé drykkja á meðal tólf ára
barna og táninga árinu eldri farin
úr böndunum.
Þeir sem aldir eru upp við
áfengisstefnu líka þeirri sem tíðk-
aðist til margra ára á Íslandi
kunna flestir forsjárstefnu rík-
isins litlar þakkir. Yfirgengilegt
verð, takmarkaður aðgangur og
yfirþyrmandi sektarkennd hafa
verið nær ófrávíkjanlegir fylgi-
fiskar áfengisneyslu, jafnvel eftir
að tvítugs-
aldrinum er
náð. Það eru
afleiðingar
strangrar
áfengisvarn-
arstefnu sem
hefur gilt á Norðurlöndum og
gengur út á að hafi ríkið ekki
forsjá fyrir okkur norð-
urhjarafólki verðum við öll áfeng-
isbölinu að bráð. Eina landið sem
ekki hefur tekið þessa stefnu upp
á sína arma er Danmörk.
Þeir sem aðhyllast meira
frjálsræði í áfengismálum hafa
gjarnan bent á þjóðir á borð við
Danmörku sem dæmi um að ekk-
ert sé athugavert við að slaka að-
eins á klónni. Eftir árs búsetu í
því annars ágæta landi hlýt ég
hins vegar að mælast til þess að
menn taki önnur lönd sér til fyr-
irmyndar, t.d. Frakkland, Ítalíu
eða Þýskaland.
Í Danmörku er áfengi auðfáan-
legt, í öllum sjoppum og mat-
vöruverslunum og á nær öllum
tímum, þótt strangt til tekið eigi
ekki að selja það eftir klukkan
átta á kvöldin. Bjór er alls staðar
í boði og sést í hendi kvenna og
karla á öllum tímum dags. Það
sem þó hefur vakið athygli mína
er sú mikla drykkja sem við-
gengst. Drykkjumenningin er
sáralitlu betri en á Íslandi, menn
drekka til þess að verða fullir og
röflið og ruglið er hið sama og
norðar í álfunni.
Danir myndu sjálfsagt aldrei
skrifa upp á þetta, um það vitnar
fyrirlitning þeirra í garð Svía sem
streymdu stríðum straumum yfir
Sundið til að kaupa ódýrt áfengi
og drukku það gjarnan í Kaup-
mannahöfn. Þótt drykkjusiðir
hinna sænsku gesta hafi breyst
töluvert til batnaðar eimir enn
sterklega eftir af þessu gamla
viðhorfi.
En hvað er hægt að segja við
áðurnefndum yfirlýsingum lækna
um að eldra fólk drekki of mikið,
að gamalmenni þoli ekki ráðlagð-
an skammt? Danskir læknar hafa
hingað til talið það í lagi að karlar
drekki 21 skammt á viku en kon-
ur 14, þ.e. skammtur samsvarar
einföldum skammti af sterku
áfengi. Nú segja læknar að sá sið-
ur að hefja daginn á því að fá sér
einn lítinn á fastandi maga sé af
hinu slæma, því það margfaldi
hættuna á slysum, eldra fólk þoli
áfengi ekki eins vel og yngra fólk
og að það sé misskilin velvild að
ráðleggja eldra fólki að drekka,
einkum fyrrihluta dags. „Danir
drekka of mikið og það á ekki síst
við um eldra fólk. Líkaminn er
veikari og fyrir viðkvæmt tauga-
kerfi samsvarar einn snafs 3–4
snöfsum fyrir fólk á besta aldri.
Áfengið veldur röð erfiðleika og
vandamála við meðferð eldra
fólks. Það kostar samfélagið gríð-
arlegar fjárhæðir,“ sagði ónefnd-
ur yfirlæknir í samtali við eitt af
dagblöðunum fyrr í sumar.
Starfsfélagi hans bætti því við
að þegar kynslóðin sem er á milli
fertugs og sextugs komist á eft-
irlaunaaldurinn muni vandinn að-
eins aukast, því hún drekki ein-
faldlega svo mikið. Þetta er
kynslóð sem hefur alið upp þá
sem eru að komast til vits og ára,
og gefa foreldrum sínum, öfum
og ömmum ekkert eftir í drykkj-
unni.
Ekki aðeins þykir það ekki
lengur neitt tiltökumál að tólf ára
krakkar drekki bjór, foreldrar
þeirra hafa kvartað yfir því að
börn og unglingar séu undir æ
meiri þrýstingi að drekka. Ný-
lega birtust viðtöl við tólf og
þrettán ára skólakrakka sem
sögðu að það þætti fínt að vera
svo fullur í partíum að maður
myndi ekkert daginn eftir. Það
væri töff að drekka svo mikið að
maður kastaði upp og að þeir sem
ekki drykkju væru hallærislegir.
Þessi ungmenni, eða börn öllu
heldur, sögðust ekki aðeins
drekka bjór, einkum og sér í lagi
stelpurnar drukku sterkt áfengi.
Kennarar og sérfræðingar í
málefnum unglinga sögðu að-
spurðir að unglingar hæfu
drykkju æ fyrr og umgengjust
áfengi á æ óvarkárari hátt.
Ástæðuna sögðu þeir einfalda;
það lærðu börnin sem fyrir þeim
væri haft. Foreldrar væru ekki
aðeins ótrúlega umburðarlyndir
gagnvart tólf–þrettán ára krökk-
um þegar þau byrjuðu að drekka,
heldur sæju börnin foreldra sína
iðulega undir áhrifum áfengis og
teldu því ekkert athugavert við
að byrja að hella í sig.
Þessi afstaða til áfengis birtist
m.a. í því merki um vorkomuna í
Danmörku að skyndilega er fjöldi
fólks drukkinn á götum úti. Dag-
inn fyrir hátíðisdaga er mikil
drykkja, einkum ungmenna, ófrá-
víkjanleg staðreynd, og hún
stendur fram á hátíðisdaginn,
fyrir eldri þó einkum á börum
sem eru opnir á næturnar og
morgnana.
Þetta kemur sjálfsagt engum á
óvart sem dvalið hefur í Dan-
mörku þótt ég verði að við-
urkenna að ég átti von á sið-
menntaðri afstöðu til áfengis en
raunin varð. Kannski var það
óskhyggja, því ég tilheyri eftir
sem áður þeim hópi fólks sem tel-
ur stefnu íslenskra stjórnvalda í
áfengismálum gamaldags og úr-
elta og ekki til þess fallna að
bæta umgengni almennings við
áfengi.
Danska stefnan í áfengismálum
er þó hins vegar tæpast til eft-
irbreytni, ég leyfi mér aðeins að
vona að hún sé ekki til marks um
að Norðurlandabúar geti ekki
umgengist áfengi af neinni skyn-
semi, heldur að röng stefna hafi
verið valin, að umburðarlyndið
hafi ef til vill verið of mikið. Og að
allt sé best í hófi.
Er amma
full?
Danskir læknar segja eldra fólk drekka
allt of mikið og það sama á við um börn
og unglinga, þótt enn séu ekki margir
sem taka undir það.
VIÐHORF
Eftir Urði
Gunnarsdóttur
urdur@mbl.is
BORGARSTJÓRN
Reykjavíkur ráðstafar
nú Vatnsmýrinni eins
og hún eigi mýrina sjálf
og hafi átt skuldlausa
frá landnámi. Þó hlýtur
henni að vera ljóst að
fyrir seinna veraldar-
stríð bjó fjöldi Reykvík-
inga á svæðinu sem lagt
var undir breskan her-
flugvöll með ofbeldi.
Bæði vinaleg lögbýli
með gæðum og áhalds-
gögnum jafnt sem
reisuleg íbúðarhús með
mörgum fjölskyldum
við heilu göturnar.
Vatnsmýrin frá Öskju-
hlíð að Grímsstaðarholti var eins og
hvert annað blandað bæjarhverfi
sem hélt sig vera langt frá heimsins
vígaslóð.
Eigi að síður voru þessir Reykvík-
ingar sviptir bæði heimili sínu og
eignum ásamt hamingju með bráða-
birgðalögum ríkisstjórnar Her-
manns Jónassonar um að taka eign-
arnámi land við Skerjafjörð undir
flugvöll hinn 16. nóvember 1940.
Fólkið mátti horfa á eftir heimilum
sínum og bújörðum undir flugbrautir
eða fékk náðarsamlega að hunskast
með húsin sín inn á Teiga í annað
bæjarhverfi. Bætur frá stjórnvöldum
voru ekki upp í nös á ketti. Meðferðin
á þessum Íslendingum er hreinn og
klár mannréttindaglæpur og best
geymda feimnismál þjóðfélagsins
sem nú þarf að opna upp á gátt.
Landið í hers höndum
Breskur her tók land á Íslandi vor-
ið 1940 í óþökk íslensku þjóðarinnar.
Hernámið var hertaka í
orðsins fyllstu merk-
ingu og landið var í
hers höndum. Ríkis-
stjórnin mótmælti her-
náminu og sagði orð-
rétt að „hlutleysi
Íslands var freklega
brotið og sjálfstæði
þess skert“ og „mót-
mælir íslenska ríkis-
stjórnin kröftuglega of-
beldi því, sem hinn
breski herafli hefur
framið“. Jafnframt
sagði stjórnin ofbeldið
vera brot á löglegum
réttindum Íslands sem
frjáls og fullvalda ríkis.
Hermann Jónasson sagði í ávarpi til
Íslendinga að Bretar hefðu „hertekið
Reykjavík“ og að ríkisstjórnin hefði
áður hafnað breskri hervernd. Dag-
blöðin lögðu orð í belg í fréttum og
leiðurum og töluðu ýmist um „her-
nám“ eða „hertöku Íslands“. En hvað
þýðir orðið hernám?
Orðið hernám þýðir að hermenn
hafi numið landið eða tekið frá lög-
mætri ríkisstjórn og valdhöfum.
Herinn ráði lögum og lofum í landinu
þótt ríkisstjórnin fái að sitja áfram í
herkví og nýrri leppstjórn ekki kom-
ið á fót. En hvers virði er ríkisstjórn
sem er beitt ofbeldi í hertekinni höf-
uðborg í herteknu landi sem hún sjálf
lýsir sem ríki með brotið hlutleysi,
skert sjálfstæði og brotið fullveldi?
Hvað er þá eftir af sjálfstæðistákn-
um einnar þjóðar? Ríkisstjórn Ís-
lands var í raun og veru jafn valda-
laus og leppstjórnir Quislings norska
og Kavals franska. En hvað kemur
hernámið við splundraðri byggð í
Vatnsmýri Reykjavíkur?
Skerjafjarðarlögin og
Kópavogsfundurinn
Lögin um eignarnámið í Skerja-
firði voru sett af ríkisstjórn sem réð
ekki sínu eigin búi heldur stóð and-
spænis Breska heimsveldinu gráu
fyrir járnum. Flugvöllurinn var ekki
lagður fyrir Íslendinga heldur Breta
sem notuðu hann til hernaðarþarfa í
styrjöld sem snerti ekki Íslendinga
að því leyti. Óskir Breta um flugvöll
voru bornar fram á byssustingjum á
sama hátt og á Kópavogsfundinum.
Amerískir bandamenn Breta kalla
ofbeldi af þessu tagi haglabyssu-
brúðkaup. Að vísu var bótum fleygt í
húseigendur og fólk þiggur það sem
að því er rétt til að forða fjölskyldu
sinni frá vergangi þegar heimilin eru
jöfnuð við jörðu í hernumdu landi í
heimsstyrjöld. En kvittanir fólks fyr-
ir „skaðabótum“ vegna eignarnáms
við spjótsodda eru marklausar og
detta niður dauðar og ómerkar dag-
inn sem stríðinu lýkur. Skerjafjarð-
arlögin hafa aldrei öðlast lýðræðis-
legt gildi frekar en Kópavogsfund-
urinn því þau eru samþykkt við sömu
aðstæður. Lögin eru hluti af hörm-
ungum stríðsins sem siðaðar þjóðir
eru enn að leiðrétta um allan heim
með því að færa eigendum aftur her-
teknar eigur sínar og nú síðast í lönd-
um Austur-Evrópu. Og spyrja má:
Af hverju fengu fórnarlömb
Skerjafjarðarlaganna ekki eignir
Glæpirnir
í Skerjafirði
Ásgeir Hannes
Eiríksson
Stríðsminjar
Hvað hefur íslenska
ríkið haft miklar tekjur,
spyr Ásgeir Hannes
Eiríksson, af þessu illa
fengna landi frá
stríðslokum og til
dagsins í dag?
ALLIR sem hafa
starfað í háskóla
þekkja þá tilfinningu
að hafa metnað fyrir
hönd skólans og sinn-
ar deildar. Fyrir þá er
mikilvægt að kennsla
við skólann og rann-
sóknir á hans vegum
haldi sínum sessi til
þess að menntun
þeirra verði metin af
sanngirni í framtíð-
inni. Forsenda þess að
svo megi verða er að
við skólann starfi
hæfileikaríkt og dug-
andi fólk sem laði að
efnilega nemendur.
Sem betur fer er málum Háskóla
Íslands þannig háttað í dag en
þrátt fyrir það eru ýmsar blikur á
lofti og eigi orðstír skólans að
haldast verður vakning að eiga sér
stað.
Samkeppni um starfsfólk
Flestir gera sér grein fyrir mik-
ilvægi þess að Ísland dragist ekki
aftur úr í tæknibyltingu nútímans.
Ekki er gott að treysta einungis á
fiskvinnslu og stóriðju og hafa því
margir bundið vonir sínar við ís-
lenskt hugvit. Með fjölgun tækni-
fyrirtækja landsins hefur eftir-
spurn eftir vel menntuðu fólki
aukist til muna. Háskóli Íslands
stendur því frammi fyrir vanda-
máli sem hann hefur ekki þurft að
glíma við áður – mikilli samkeppni
um starfsfólk.
Á síðustu misserum hefur skól-
um sem bjóða sambærilega mennt-
un við menntun Háskóla Íslands
fjölgað. Það verður að teljast já-
kvæð þróun því æskilegt er að
stúdentar hafi sem
flesta valkosti í sínu
námi og að Háskólinn
hafi eðlileg viðmið í
rekstri sínum. Sú
hætta er þó alltaf fyr-
ir hendi að Háskóli Ís-
lands hafi ekki fjár-
muni í að keppa við
einkarekna skóla á
háskólastigi því kenn-
arar eru eins og annað
launafólk og leita eftir
góðum kjörum.
Skólar sem hafa
meiri fjárráð geta
einnig boðið upp á
betri náms- og
kennsluaðstöðu. Því má teljast lík-
legt að stúdentar horfi til þessara
þátta þegar háskólanám er valið og
er hætta á að gildi menntunar úr
Háskólanum rýrni.
Tækifæri fyrir þá sem
bera hag Háskóla Íslands
fyrir brjósti
Árið 1995 voru Hollvinasamtök
Háskóla Íslands stofnuð og er til-
gangur samtakanna tvíþættur.
Annars vegar er markmið þeirra
að veita kandidötum og öðrum
hollvinum Háskólans stuðning og
tækifæri til að taka þátt í hinu aka-
demíska samfélagi og hins vegar
er hlutverk þeirra að styrkja skól-
ann í baráttu sinni fyrir auknum
gæðum menntunar og fræðistarfa.
Samtökin hafa einnig yfirumsjón
með starfi einstakra hollvinasam-
taka skólans sem hafa nú verið
stofnuð í flestum deildum.
Nýjasta dæmið um slík samtök
er stofnun Hollvinafélags við-
skipta- og hagfræðideildar í Odda.
Yfirlýstur tilgangur félagsins er að
aðstoða viðskipta- og hagfræði-
deild við að þjálfa fólk til foryst-
ustarfa í íslensku atvinnulífi með
öflugum stuðningi við starf hennar.
Betri tengsl við atvinnulífið
Vaka hefur lengi haft uppi hug-
myndir um eflingu hollvinasam-
taka innan deilda háskólans, sem
hafa það að markmiði sínu að auka
og efla tengsl deildanna við at-
vinnulífið, fyrrum nemendur sína
og aðra þá er bera hag þeirra fyrir
brjósti. Þetta væri gert með það að
markmiði að bæta kennslu og
rannsóknastarf innan deildanna og
aðstoða þannig við þjálfun einstak-
linga sem í framtíðinni munu taka
þátt í atvinnulífi þjóðarinnar. Til
þess að samtökin geti sinnt hlut-
verki sínu verður háskólafólk að
leggja sitt af mörkum og samein-
ast um betri háskóla. Því er mik-
ilvægt að bæði fólk úr atvinnulífinu
og stúdentar skrái sig sem fyrst í
hollvinasamtökin til að geta tekið
þátt í eflingu Háskóla Íslands og
rannsóknastarfi hans.
Eflum hollvinasamtök
Háskóla Íslands
Brynjólfur
Stefánsson
Samtök
Mikilvægt er að fólk
skrái sig sem fyrst í
hollvinasamtökin, segir
Brynjólfur Stefánsson,
til að geta tekið þátt í
eflingu Háskóla Íslands.
Höfundur situr í atvinnulífsnefnd
Stúdentaráðs fyrir hönd Vöku.