Morgunblaðið - 09.08.2001, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 09.08.2001, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 2001 43 DAGBÓK EDDIE Kantar kemur víða við í skrifum sínum. Hér hef- ur hann dregið fram spil úr frönsku móti, þar sem sagn- hafi fékk fjóra slagi á hjarta- litinn í þremur gröndum – K9 í blindum á móti 10873 heima! Vestur gefur; NS á hættu. Norður ♠ KG104 ♥ K9 ♦ Á1098 ♣ Á65 Vestur Austur ♠ D9875 ♠ 62 ♥ ÁDG62 ♥ 54 ♦ G2 ♦ D7643 ♣ 9 ♣ D7643 Suður ♠ Á3 ♥ 10873 ♦ K5 ♣ K10742 Vestur Norður Austur Suður 2 grönd * Dobl Pass 3 grönd !? Pass Pass Pass Opnun vesturs á tveimur gröndum lýsir veikum spil- um með hálitum eða láglit- um. Þessi opnun var í tísku fyrir nokkrum árum, en er á hröðu undanhaldi af skiljan- legum ástæðum. Hér áttu NS kost á 1.100 í þremur hjörtum eða spöðum dobluð- um, en suður nennti ekki að eltast við vestur og sagði þrjú grönd. Keppnisformið var tvímenningur og hann vildi ekki „spila á móti saln- um“. Kantar segir þetta um þriggja granda sögnina: „Ekki benda á mig – ég er bara sögumaður.“ Og þá er það sagan: Út kom laufnía, sem er vissulega undarlegur byrjunarleikur, en í anda spilsins. Sagnhafi tók gosa austurs með kóng, spilaði laufi á ás og aftur laufi að tíunni. Austur tók á drottninguna og skipti yfir í hjartafimmu. Vestur lét gos- ann og kóngurinn átti slag- inn. Ekkert undarlegt við það. Sagnhafi tók næst spaðaás og svínaði gosanum. Fór svo heim á tígulkóng til að spila tveimur frílaufum: Norður ♠ KG ♥ 9 ♦ Á ♣ – Vestur Austur ♠ D9 ♠ – ♥ Á2 ♥ 4 ♦ – ♦ D76 ♣ – ♣ – Suður ♠ – ♥ 10873 ♦ 5 ♣ – Vestur hafði þegar séð hvað var í aðsigi og í viðbún- aðarskyni losaði hann sig við hjartadrottninguna. Í þess- ari stöðu spilaði suður tígli á ásinn. Ef vestur hendir hjartatvisti, fær hann næsta slag á hjartaás og verður að gefa fría svíningu í spaða. En vestur ætlaði ekki að láta endaspila sig og þeirri von að austur ætti hjartatíu, henti hann hjartaásnum í tígulás- inn! Sagnhafi hafði húmor fyrir því að skilja spaðakóng- inn eftir í borði og yfirtaka hjartaníuna, enda ekki á hverjum degi sem fjórir slag- ir bjóðast á slíkan lit. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake LJÓN Afmælisbarn dagsins: Þú átt auðvelt með að bregða þér í allra kvikinda líki og aflar þér vinsælda með þeim hæfileika. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú þarft að hafa sérstakar gætur á fjármálunum og skalt varast fjárfestingar, sem minnsta áhætta er samfara. Trygging og traust eru lyk- ilorðin nú. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú stendur frammi fyrir viða- mikilli ákvörðun og verður að gefa þér góðan tíma til þess að kanna allar hliðar mála. Flas er ekki til fagnaðar. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Margir sækjast eftir vináttu þinni. En þótt gaman sé að nýjum vinum, skaltu fara þér hægt í að velja þá og enn hæg- ar í að hleypa þeim að þér. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú þarft að huga vandlega að þeim skuldbindingum sem þú hefur undirgengist. Athugaðu hvort ekki má einfalda málin og skrifaðu ekki undir fleiri í bili. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú virðist eiga erfitt með að einbeita þér þessa dagana svo þú skalt reyna að eiga eins létta daga og þú frekast get- ur, þar til breyting verður á. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Gefðu því gaum sem þú lætur ofan í þig og reyndu að halda þig við það sem er hollt. Heils- an er nefnilega öðru dýrmæt- ari svo þú skalt gæta hennar. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú verður að geta tekið utan- aðkomandi áreiti, því annars áttu á hættu að missa tökin á hlutunum. Gerðu þér grein fyrir því hvert þú vilt stefna. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Vita máttu að alltaf kemur að skuldadögum í lokin svo þú skalt varast að reisa þér hurð- arás um öxl. Athugaðu vel þinn gang. Betri er krókur en kelda. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú átt erfitt með að athafna þig vegna utanaðkomandi þrýstings svo þú verður að kaupa þér tíma til þess að geta undirbúið þig vandlega. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Það skiptir sköpum að þú hagir málflutningi þínum svo að fólk þurfi ekki að velkjast í vafa um fyrirætlanir þínar. Leyfðu sköpunargleðinni að blómstra. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú þarft að hafa það á hreinu hvað til þíns friðar heyrir. Láttu ekki ganga á hlut þinn og vertu alls óhræddur við að verja það sem er þitt. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Það er allskonar draugagang- ur á ferðinni í kring um þig. Best væri ef þú gætir látið hann sem vind um eyru þjóta, því honum linnir fyrr en varir. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. LJÓÐABROT Háfjöllin Þú, bláfjalla geimur með heiðjöklahring, um hásumar flý ég þér að hjarta. Ó, tak mig í faðm. Minn söknuð burt ég syng um sumarkvöld við álftavatnið bjarta. Þín ásjóna, móðir, hér yfir mér skín með alskærum tárum kristals dagga. Und miðsumars himni sé hvílan mín. Hér skaltu, Ísland, barni þínu vagga. Hér andar guðs blær, og hér verð ég svo frjáls, í hæðir ég berst til ljóssins strauma, æ lengra, æ lengra að lindum himinbáls, unz leiðist ég í sólu fegri drauma. Steingrímur Thorsteinsson STAÐAN kom upp í A-flokki skákhátíðarinnar í Pardu- bice í Tékklandi er lauk fyrir skömmu. Alexander Moroz (2512) frá Úkraínu hafði svart gegn Joerge Wegerle (2273) 65...Rd3! 66. Kxc2 Rb4+ 67. Kd2 Rxc6 68. Ke2 Re7 69. f3 f4 70. e4 Kd4 71. Kf2 Rg6 72. Ke2 Re5 og hvítur gafst upp. Lokastaða efstu manna í A-flokki varð þessi: 1. Matth- ias Womacka (2469) 7 ½ vinning af 9 mögulegum. 2.-6.Vladimir Bur- makin (2593), Dani- els Fridman (2562), Denis Yevseev (2530), Valery Neve- rov (2564) og Bartosz Socko (2559) 7 v. 7.-21. Sergey Sol- ovjov, Alexei Gavrilov, Ev- geny Tomashevsky, Vladim- ir Belov, Marek Vokac, Alexander Moroz, Krishnan Sasikiran, Vladimir Sergeev, Evgeny Vorobiov, Andrei Cioara, Vladimir Potkin, Vlastimil Babula, Bogdan Lalisc, David Navara, Pavel Jaracz og Aleksey Shestope- rov 6½ v. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. Árnað heilla Ljósmynd/Myndrún/FM BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 21. júlí sl. í Akureyr- arkirkju af sr. Svavari A. Jónssyni Fjóla Sveinmars- dóttir og Ingvar Ívarsson. Heimili þeirra er í Dan- mörku. Ljósmynd/Myndrún/RÞB BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 21. júlí sl. í Illuga- staðakirkju af sr. Pétri Þór- arinssyni Hrafnhildur Guð- mundsdóttir og Jóhann Tryggvi Arnarson. Heimili þeirra er í Seljahlíð 11a, Ak- ureyri. Jonathon Foster Williams BRÚÐKAUP. Hinn 14. júlí sl. voru Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir og Heiðar Ingi Svansson gefin saman í Laugarneskirkju af séra Bjarna Karlssyni og Jónu Hrönn Bolladóttur. Heimili þeirra er Laugarnesvegur 86 í Reykjavík. Ljósmynd/Bonni BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 7. apríl sl. í Háteigs- kirkju af sr. Þóri Haukssyni, Birna Jónsdóttir og Sigfús Ásgeir Kárason. Heimili þeirra er í Berjarima 9, Reykjavík. Sjúkdómsgreining: Sjón- varpssendirinn datt út þegar átti að fara að sýna „Friends“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.