Morgunblaðið - 09.08.2001, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 09.08.2001, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. UFFE Ellemann-Jensenvar utanríkisráðherraDanmerkur í tæp ellefuár, frá 1982 til 1993, en hann hætti störfum sem þingmaður og formaður frjálslynda flokksins, Venstre, eftir þingkosningarnar ár- ið 1998. Fyrir þær kosningar, sem enduðu með naumum sigri jafnað- armanna og bandamanna þeirra, hafði hann verið forsætisráð- herraefni borgaraflokkanna. Síðan hann dró sig í hlé frá stjórnmálun- um fyrir þremur árum hefur hann beint kröftum sínum að viðskiptalíf- inu en í Danmörku er allalgengt að fyrrverandi stjórnmálamönnum sé boðin stjórnarseta í fyrirtækjum þar sem þekkt andlit og góð tengsl eru álitin geta komið fyrirtækjun- um vel. Ellemann-Jensen á sæti í stjórn ýmissa fyrirtækja, meðal annars ýmissa dótturfyrirtækja dönsku A.P. Möller-samsteypunnar í Eystrasaltslöndunum, Póllandi og Þýzkalandi. Hann var og um tíma stjórnarformaður Royal Green- land. Hann hefur sýnt Eystrasalts- löndunum sérstaka ræktarsemi, en hann sýndi – ásamt hinum þáver- andi íslenzka starfsbróður sínum, Jóni Baldvini Hannibalssyni – ein- dreginn stuðning við sjálfstæði landanna þriggja þegar þau voru að hrista af sér hlekki sovéttímans fyr- ir réttum áratug. Hann mun reynd- ar taka þátt í dagskrá sem íslenzka forsætisráðuneytið hefur boðað til í Reykjavík síðar í þessum mánuði þar sem til stendur að þeir menn sem voru utanríkisráðherrar þess- ara ríkja fyrir tíu árum mæti. Nú er hann aftur á móti staddur hér á landi í einkaerindum en hann hefur stundað það í mörg ár að renna fyrir lax í íslenzkum ám. Í erindi sínu á morgunverðar- fundinum í gær færði hann rök að því að það væri smærri ríkjum Evr- ópu sérstaklega í hag að Evrópu- sambandið skyldi vera til og að sambandið væri – í takt við fjölgun aðildarríkja – að taka á sig fleiri sambandsríkiseinkenni. Sam- bandsríki í líkingu við Bandaríkin yrði Evrópusambandið þó aldrei, heldur bandalag fullvalda þjóðríkja. Erindi sitt hóf Ellemann-Jensen á að benda á, að við upplausn aust- urblokkarinnar fyrir áratug hefðu lítil og meðalstór þjóðríki fest sig í sessi sem grundvallarskipulagsein- ing Evrópu. Sagði hann þessa þróun hafa bæði jákvæðar og neikvæðar hliðar. Meðal jákvæðu hliðanna væri að sjálfsákvörðunarréttur þjóðanna nyti sín og frelsi og lýðræði dafnaði í flestum tilvikum einnig. En til nei- kvæðu hliðanna mætti telja aukna hættu á ýktri þjóðernishyggju og erjum henni fylgjandi sem væru til þess fallnar að grafa undan stöðug- leika í álfunni. Lausnin á þessu væri Evrópusambandið. Sagðist Elle- mann-Jensen trúa því, að lærdómar sögunnar hefðu kennt þjóðum Evr- ópu í vestri sem austri að affarasæl- ast væri fyrir alla að bindast tryggðarböndum í félagsskap eins og Evrópusambandinu. Aðgreina ber markmið og leiðir Í þessu sambandi minnti hann á að ekki bæri að rugla saman póli- tískum markmiðum þeim sem ESB er grundvallað á og þeim leiðum sem farnar eru í því skyni að nálg- ast þau. Innri markaðurinn væri til dæmis aðeins ein þessara leiða, ekki markmið í sjálfu sér. Þetta hefðu bæði Danir og Íslend- ingar gott af að hafa í huga þegar kostir og gallar ESB-aðildar væru ræddir. Þá sagði hann til- tölulega lítil ríki hafa hlutfallslega mest vægi í Evrópusambandinu eins og það er nú samsett. Benti hann á að öll þau 10 ríki Mið- og Austur-Evrópu, sem áður voru læst í viðjar áhrifasvæðis Sovétríkjanna en eru nú að semja um aðild að ESB, teljast frekar lítil nema Pól- land, þar sem búa álíka margir og á Spáni. Rúmeníu má kalla millistórt land (um 22 milljónir íbúa) en að meðtöldum Miðjarðarhafseyríkjun- um Möltu og Kýpur, sem eru langt komin með aðildarviðræður að sam- bandinu, eiga tíu lönd með á bilinu 0,4–10 milljónir íbúa eftir að bætast í raðir ESB á næstu árum og segir Ellemann-Jensen augljóst að ekki verði hægt að notast við sömu regl- ur við ákvarðanatöku í sambandinu eftir að aðildarríkjunum hefur fjölgað í vel á þriðja tuginn. Ef öll þessi litlu ríki fengju sam- bærilegt atkvæðavægi og t.d. Dan- mörk hefur nú miðað við fjölmenn- ustu aðildarlöndin eins og Þýzkaland gæti hópur lítilla ríkja með minna en helming íbúa sam- bandsins tekið meirihluta- ákvarðanir eða tekið sig saman um að hindra ákvarðanir. Þetta gangi augljóslega ekki og því sé nauðsyn- legt að stokka kerfið upp, eins og tilraun var gerð til í Nice-sáttmál- anum, nýjustu uppfærslunni á stofnsáttmála ESB sem ætlað er að búa sambandið í stakk fyrir stækk- unina til austurs. „Það er lýðræðislegt réttlætis- mál að fjölmennustu ríkin fái meira hlut- fallslegt vægi. Þegar andstæðingar virkr- ar þátttöku í alþjóð- legri samvinnu t.d. í Danmörku heyra þetta hrópa þeir hins vegar upp og mála skrattann á vegginn,“ sagði Ellemann-Jensen. Vissulega yrðu mörg vandamál samfara því að taka hin fátækari ríki Mið- og Austur-Evrópu inn í raðir sambandsins en þegar á heild- ina væri litið högnuðust all Það eitt að 100 milljónir n bættust við innri markað myndi stuðla að auknum h bæði í austri og vestri, sv væri nefnt. Ellemann-Jensen varaði leiðingunum ef stækkunar færu út um þúfur. „Þá sæ uppi með ástand í Evrópu, erjur gætu farið að breið sagði hann. Lagði Ellemann-Jensen s áherzlu á að öll Eystras þrjú, Eistland, Lettland og en, fengju aðild bæði að Atlantshafsbandalaginu. yrði enginn greiði gerður væri tekið á hótunum þeir andi aðild ríkjanna þrig NATO. Ekkert að óttast þótt ES á sig sambandsríkisein Utanríkisráðherrann andi sagðist vænta þess að sambandið tæki í framtíðin mynd sem að mörgu leyt sambandsríki, án þess þó a nokkurn tíma sambandsrík líkingu við Bandaríkin. Hann fullyrti að þessi þr smærri aðildarríkj- unum hagstæð. Dæmi um það væri Efnahags- og mynt- bandalag Evrópu (EMU), sem þegar er komið til framkvæmda e (og Bretar og Svíar) hafa standa utan við. Þar fórnu verjar mestu þar sem þe með þýzka markinu og þýzk bankanum ráðið langme peningamálastefnu Evróp Smærri ríki Evró sérstakan hag a Uffe Ellemann-Jensen, fyrrverandi u ríkisráðherra Danmerkur, hélt í gæ erindi á morgunverðarfundi Dansk íslenzka verzlunarráðsins. Auðunn Arnórsson hlýddi á fyrirlesturinn, en kom fram að aðild að ESB væri smæ ríkjum Evrópu sérstaklega hagstæ Morgunblaðið/ Uffe Ellemann-Jensen hlýðir á fyrirspurnir að loknu erindi s T að Raunveruleg áhrif fást aðeins með fullri þátttöku ENDURGJALD FYRIR ÚTBLÁSTURSKVÓTA Eftir að samkomulag náðist í Bonná dögunum um framkvæmdKyoto-bókunarinnar við lofts- lagssamning Sameinuðu þjóðanna hefur skriður komizt á stefnumótun einstakra ríkja um útfærslu ákvæða hennar. Í Morgunblaðinu í gær kemur fram í máli Halldórs Þorgeirssonar, skrifstofu- stjóra sjálfbærrar þróunar í umhverfis- ráðuneytinu, að markmiðið sé að stefna Íslands gagnvart útfærslu Kyoto-bók- unarinnar liggi fyrir á vordögum. Augljóslega er mikið verk fyrir hönd- um í því efni. Þrátt fyrir að Ísland hafi verið í hópi aðeins þriggja ríkja sem fengu heimild í Kyoto til að auka losun gróðurhúsalofttegunda er ljóst að við verðum að grípa til aðgerða til að draga úr losun. Fram kemur í umfjöllun Morg- unblaðsins í gær að jafnvel þótt ekki sé gert ráð fyrir neinni nýrri stóriðju spáir Hollustuvernd því að árið 2010 verði los- un gróðurhúsalofttegunda á Íslandi 3,58 milljónir tonna af koltvísýringi en Kyoto-bókunin heimilar losun 3,28 millj- óna tonna. Spá Hollustuverndar er reyndar í endurskoðun af því að hún gerir m.a. ekki ráð fyrir mótvægisáhrif- um af bindingu koltvísýrings með skóg- rækt og landgræðslu. Eigi að síður er ljóst að við verðum að leggja okkur fram um að leita allra leiða til að draga úr mengun, ekki sízt frá bíla- og skipaflota landsmanna, sem hvor um sig var upp- spretta u.þ.b. þriðjungs losunar gróður- húsalofttegunda árið 1990. Með ákvæðum Kyoto-bókunarinnar um viðskipti milli ríkja með losunar- kvóta er augljóslega orðinn til alþjóð- legur markaður fyrir heimildir til að losa gróðurhúsalofttegundir og því er spáð að gangverð á heimild til losunar á einu tonni af koltvísýringi eða ígildi hans geti orðið á bilinu 1.500–2.000 krónur. Geti slíkar heimildir gengið kaupum og sölum á milli ríkja virðist líka liggja beint við að hægt sé að verzla með kvóta innanlands og flest nágrannalönd okkar hyggjast koma á kvótamarkaði. Halldór Þorgeirsson bendir á ýmsa kosti slíks kvótamarkaðar út frá markmiðum lofts- lagssamningsins og þar með hagsmun- um umhverfisins. Þeir, sem geti dregið saman losun sína með bættri tækni, fái til þess efnahagslegan hvata vegna þess að þeir séu þá orðnir aflögufærir um út- blásturskvóta, sem þeir geti komið í verð. Jafnframt geti kvótakerfi stuðlað að því að binding koltvísýrings í gróðri verði markaðsvara; einfaldara yrði að beina fjármagni til bindingar vegna þess að eigendur lands, sem ætti að græða upp, gætu samið beint við fyrirtæki, sem þyrftu á losunarheimildum að halda. Halldór segir að íslenzk stjórnvöld muni byggja sína niðurstöðu varðandi fyrirkomulag kvótamarkaðar og úthlut- un útblástursheimilda í upphafi að tals- verðu leyti á því hvaða leið þau ríki fara, sem standa okkur næst, ekki sízt Evr- ópusambandsríkin. Innan ESB standi deila um það hvort úthluta beri kvótan- um miðað við losun árið 1990 eða beita uppboðskerfi. Það virðist ekki fara á milli mála að með því að hrinda Kyoto-bókuninni í framkvæmd hér á landi sé verið að taka upp takmörkun á þeim gæðum, sem fel- ast í heimild til losunar gróðurhúsaloft- tegunda. Það hvernig eigi síðan að út- hluta þeim takmörkuðu gæðum er vissulega stór spurning og henni verður ekki svarað nema með hliðsjón af þeim umræðum, sem farið hafa fram um út- hlutun á öðrum takmörkuðum gæðum, t.a.m. fiskveiðikvóta og rafsegulbylgj- um. Það er ekki hægt að segja að út- blásturskvótinn sé þjóðareign með sama hætti og fiskimiðin, en hann er hins veg- ar verðmæti, sem verða til með samn- ingum Íslands við önnur ríki, með sam- bærilegum hætti og tíðnisvið fyrir fjarskipti, sjónvarp og útvarp. Útblást- urskvótinn, sem Íslandi er úthlutað samkvæmt Kyoto-bókuninni, mun hafa tiltekið verðgildi, ekki aðeins á innan- landsmarkaði, heldur í alþjóðlegum við- skiptum. Það væri hæpið að ætla að úthluta þessum kvóta endurgjaldslaust og væri raunar í andstöðu við þá meginniður- stöðu auðlindanefndar ríkisstjórnarinn- ar, sem skilaði áliti sínu síðastliðið haust, að endurgjald ætti að koma fyrir öll slík réttindi í þjóðareign eða þjóð- arforsjá. Það myndi bjóða heim sams konar gagnrýni og sett hefur verið fram á núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi, ef menn högnuðust á því að selja útblást- urskvóta sem þeir hefðu fengið endur- gjaldslaust út á fyrri umsvif, en að nýtt fyrirtæki yrði að greiða fullt verð fyrir slíkan kvóta. Það væri líka á margan hátt hæpið að ætla að úthluta útblásturskvóta til fyr- irtækja á grundvelli losunar þeirra árið 1990. Með því fengi sá mest, sem meng- aði mest á þeim tíma, og ekkert tillit væri tekið til þess hvort menn hefðu náð að minnka losun gróðurhúsalofttegunda frá atvinnurekstri sínum áður. Í samn- ingaviðræðum um losunarkvóta fyrir ríki hafa íslenzk stjórnvöld bent á að Ís- land hafi náð miklum árangri í að draga úr brennslu jarðefnaeldsneytis fyrir 1990 og beri að njóta þess. Það sama hlýtur að eiga við þegar rætt er um út- hlutun kvóta til atvinnufyrirtækja. Auk- inheldur blasir við að það hlyti að verða afar umdeilt hvaða mælingar og viðmið- anir ætti að leggja til grundvallar slíkri úthlutun. Skynsamlegasta lausnin er því að við- hafa útboð á útblásturskvóta eða að end- urgjald komi fyrir hann með öðrum hætti. Útboðsaðferðin ætti að vera framkvæmanleg hvað varðar atvinnu- fyrirtæki en snúnara er að framkvæma hana gagnvart einstaklingum, sem eiga auðvitað sinn þátt í útblæstri gróður- húsalofttegundanna, t.d. með rekstri einkabíla. Í því tilfelli virðast umhverf- isskattar á notkun farartækja sem brenna jarðefnaeldsneyti hentugri leið; þannig má segja að menn væru að greiða fyrir sína hlutdeild í sameiginlegum út- blásturskvóta. Bent hefur verið á að það sé ekki endilega skynsamlegast að skattleggja ökutækið sjálft, þar sem slíkt hvetji til þess að menn reyni að nota það sem mest til að hafa upp í fast- an kostnað. Nær sé að taka upp vega- tolla í auknum mæli og skattleggja þannig notkunina. Hins vegar virðist liggja beint við að með sköttum eða skattaívilnunum eigi að hvetja til notk- unar farartækja, sem nýta umhverfis- vænni orkugjafa. Útfærsla Kyoto-bókunarinnar hér á landi er augljóslega flókið verkefni en um leið afar brýnt til þess að Ísland geti lagt sitt af mörkum til að fyrirbyggja al- varlegar afleiðingar gróðurhúsaáhrif- anna. Stefnumótun stjórnvalda hlýtur að taka mið af þeirri grundvallarstað- reynd að með því að takmarka rétt manna til að losa gróðurhúsalofttegund- ir hefur sá réttur öðlazt verðgildi og þeir, sem nota hann, eiga að greiða fyrir þau afnot.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.