Morgunblaðið - 09.08.2001, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 09.08.2001, Blaðsíða 41
KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 2001 41 Stretchbuxur kr. 2.900 Konubuxur frá kr. 1.690 Dragtir, kjólar, blússur og pils. Ódýr náttfatnaður. Brandtex fatnaður Nýbýlavegi 12, sími 5544433 verslunarmiðst. Eiðstorgi, sími 552 3970. Stretchbuxur St. 38–50 - Frábært úrval Meistarafélag Bólstrara www.bolstrun.is M EI ST AR AF ÉLAG BÓLSTRA R A STOFNAÐ 1928 Styrkir og verndar NAGLASTYRKIR Verðhrun á sumarfatnaði Haustvörurnar komnar Neðst á Skólavörðustíg Stórhöfða 21 við Gullinbrú, sími 545 5500. Dregið verður úr skorkortum (aðeins viðstaddra) að lokinni keppni. Vinningar m.a.: • Gjafakort frá veitingahúsinu Madonna. • Glæsilegar matarkörfur frá Argentína steikhús. • Gianni Versace baðsloppar og vöruúttektir frá Flísabúðinni o.fl o.fl. FLÍSABÚÐIN 2001 Opið golfmót á Öndverðarnesvelli laugard. 11. ágúst Aukaverðlaun fyrir að vera næstur holu á öllum par 3 holunum, 2. högg á 18. braut. Rástímar fyrir hádegi kl. 8-10, eftir hádegi kl. 13-15. Keppnisgjald kr. 2.000. Skráning í síma 482 3380 eftir kl. 17.00. - 18 holu punktakeppni - Glæsileg verðlaun Safnaðarstarf Hallgrímskirkja. Hádegistónleikar kl. 12 til 12.30. Einar Jóhannesson, klarinet og Pavel Manasek, orgel. Háteigskirkja. Foreldramorgunn kl. 10. Taizé-messa kl. 21. Þangað sækir maður frið og kyrrð, staldrar við í asa lífsins, tekur andartak frá til þess að eiga stund með Guði. Lif- andi ljós og reykelsi bjóða mann velkominn. Tónlist fallin til að leiða mann í íhugun og bæn, Allir vel- komnir. Kópavogskirkja. Kyrrðar- og bænastund í dag kl. 17. Fyrirbæn- um má koma til sóknarprests eða kirkjuvarðar. Vídalínskirkja. Nú er biblíu- og fræðsluhópurinn hættur fram á haust en bæna- og kyrrðarstund- irnar verða áfram í sumar kl. 22 í Vídalínskirkju. Hressing á eftir. STEFÁN Kristjánsson er efstur við annan mann á Inline Czechia- skákmótinu í Olomouc í Tékklandi þegar tvær umferðir eru til loka mótsins og á möguleika á að tryggja sér áfanga að alþjóðlegum meist- aratitli. Til þess þarf hann að fá 1½ vinning úr tveimur síðustu umferð- unum. Í næstsíðustu umferð, sem tefld var í gærkvöldi, atti hann kappi við Danann Peter Husted (2.176) sem hefur 3 vinninga, en Stefán er með 6½. Áætlun Stefáns hlýtur að vera sú að sigra Danann og gera svo jafntefli í síðustu um- ferðinni. Þá mætir hann Kasparov, ekki þó Gary Kasparov, heldur Búlgaranum og alþjóðlega meistar- anum Sergey Kasparov, sem er stigahæstur keppenda með 2.494 skákstig. Kasparov er með 5½ vinn- ing, hefur ekki tapað skák, en hins vegar unnið tvær og gert sjö jafn- tefli. Takist Stefáni að sigra Dan- ann verður því að teljast líklegt að Kasparov sé tilbúinn til að slíðra sverðin eftir stutta baráttu í síðustu umferðinni, ekki síst þar sem Stef- án er í hópi stigahærri þátttakenda á mótinu. Gangi þetta eftir nær Stefán sínum öðrum áfanga að al- þjóðlegum meistaratitli og vantar þá einn áfanga í viðbót til þess að verða alþjóðlegur meistari. Páll Agnar Þórarinsson tekur þátt í sama móti og Stefán og hefur feng- ið 3½ vinning. Þetta mót er reyndar liður í skákhátíð eins og eru orðnar svo algengar í Evrópu og fara fjög- ur skákmót fram samtímis. Íslensk- ir skákmenn taka þátt í þremur þeirra. Róbert Harðarson teflir í Valoz Cup og hefur staðið sig mjög vel. Hann átti möguleika á að ná alþjóð- legum áfanga allt þar til í níundu umferð, en tap í þeirri umferð gerði áfangavonina að engu. Greinilega er Róbert kominn í vaxandi hóp þeirra íslensku skák- manna sem geta gert sér raunhæfar vonir um alþjóðlega áfanga. Þeir Jón Viktor Gunnarsson og Sigur- björn Björnsson tefla í Pricenet Cup. Jón Viktor er með 4½ vinning eftir 9 umferð- ir og Sigurbjörn með 4. Þau þrjú mót sem nefnd hafa verið hér að ofan eru öll lokuð 12 manna mót, en auk þess fer fram opið skákmót og þar eru 4 Íslendingar meðal þátttakenda. Sjö umferðum af níu er lokið. Ingvar Þór Jóhannesson er efstur Íslendinganna með 4½ vinn- ing, Ólafur Kjartansson er með 4, Dagur Arngrímsson með 3½ og Guðmundur Kjartansson hefur fengið 3 vinninga. Skin og skúrir á Norðurlandamóti Norðurlandamótið í skák stendur nú yfir í Bergen í Noregi. Þrír ís- lenskir skákmenn taka þátt í mótinu, Þröstur Þórhallsson, Sæv- ar Bjarnason og Arnar Gunnars- son. Fjórum umferðum er lokið á mótinu og eru Íslendingarnir allir með 2½ vinning og eru í 21.–38. sæti. Þeir gerðu allir jafntefli í fjórðu umferð. Sævar Bjarnason og Þröstur Þórhallsson gerðu jafntefli í innbyrðis viðureign og Arnar E. Gunnarsson gerði jafntefli við norska skákmanninum Per Manne (2.386). Ánægjulegustu tíðindin af mótinu eru sigur Sævars Bjarna- sonar gegn næststigahæsta skák- manni mótsins, danska stórmeist- aranum Lars Schandorff, í annarri umferð. Þröstur Þórhallsson hefur hins vegar ekki náð að komast al- mennilega í gang í fyrstu umferð- unum og þurfti að sætta sig við jafn- tefli gegn stigalægri skákmönnum. Ísraelski stórmeistarinn Arthur Kogan (2.517) er efstur eftir fjórar umferðir með fullt hús. Fimmta umferð var tefld í gær. Arnar mætti þá stórmeistaranum Nikola Mitkov (2.547) frá Makedóníu, Þröstur tefldi gegn Norðmanninum Geir S. Tallaksen (2.239) og Sævar og Norðmaður- inn Carl F. Ekeberg (2.117) áttust við. Tómas Björnsson sigraði í Chrudim Tómas Björnsson náði þeim ágæta ár- angri að sigra á opna Chrudim-skákmótinu sem haldið var 29. júlí til 5. ágúst á sam- nefndum stað í Tékk- landi. Tómas hlaut 7 vinninga í 9 umferð- um. Hann sigraði stigahæsta kepp- andann á mótinu í lokaumferðinni, Tékkann Pokorny Zdenek (2.355). Jón Árni Halldórsson tók einnig þátt í mótinu og hafnaði í 10.–15. sæti með 5½ vinning. Alls tóku 52 skákmenn þátt í mótinu. Tómas var sá þriðji stiga- hæsti og Jón Árni var níundi í stiga- röðinni. Lilja í 13. sæti á Scandic-mótinu Guðfríður Lilja Grétarsdóttir hafnaði í 13. sæti á alþjóðlega Scandic-kvennamótinu sem lauk í Svíþjóð 5. ágúst. Lilja hlaut 4 vinn- inga í 9 skákum. Sænska skákkon- an Evgenia Pavloskaja (2.184) og hvít-rússneska skákkonan Irina Tetenkina (2.232) sigruðu á mótinu og hlutu 6½ vinning. Sævar Bjarnason í 15.–23. sæti í Tallinn Sævar Bjarnason fékk 5½ vinn- ing og hafnaði í 15.–23. sæti á minn- ingarmótinu um Paul Keres í Tall- inn í Eistlandi sem lauk 31. júlí. Rússneski stórmeistarinn Konstan- tin Sakaev (2.630) sigraði á mótinu, fékk 7½ vinning. Annar varð stór- meistarinn Viktor Gavrikov (2.567) frá Litháen með 7 vinninga. Keppendur voru 78 og var Sævar 27. stigahæsti keppandinn. Hann bætir við sig nokkrum skákstigum fyrir þessa frammistöðu. Nær Stefán Kristjánsson alþjóðlegum áfanga? SKÁK O l o m o u c , T é k k l a n d i OLOMOUC- SKÁKHÁTÍÐIN 1.–9. 8. 2001 Daði Örn Jónsson Stefán Kristjánsson flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is Súrefnisvörur Karin Herzog Vita-A-Kombi INNLENT ÞINGFLOKKUR Vinstrihreyfing- arinnar - græns framboðs hefur sent frá sér ályktun þar sem fagnað er niðurstöðu Skipulagsstofnunar um Kárahnjúkavirkjun. Þingflokk- urinn þakkar stofnuninni fyrir vandlega unninn, ítarlegan og vel rökstuddan úrskurð um þá fram- kvæmd sem henni var lögum sam- kvæmt falið að meta. „Hins vegar lítur þingflokkurinn alvarlegum augum viðbrögð ýmissa ráðherra ríkisstjórnarinnar við þeirri niðurstöðu sem þeim er ekki að skapi og harmar ummæli þeirra í garð Skipulagsstofnunar. Þeim um- mælum virðist ætlað að rýra trú- verðugleika stofnunarinnar og gera lítið úr stofnuninni sjálfri og starfs- fólki sem þar vinnur. Skipulagsstofnun er hluti af því eftirlits- og matskerfi sem Alþingi ákvað að tæki á málum af þessu tagi. Samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum er Skipulags- stofnun falið að „kveða upp rök- studdan úrskurð um mat á umhverf- isáhrifum á grundvelli fyrirliggjandi gagna“. Það hefur hún gert. Ráð- herrar í ríkisstjórn Íslands geta ekki leyft sér að kasta rýrð á störf fólks sem sinnir lögboðnum skyld- um sínum af fagmennsku og trún- aði. Látið hefur verið liggja að því að verði farið að úrskurði Skipulags- stofnunar muni byggð á Austfjörð- um stefnt í voða og jafnvel að með úrskurðinum séu afskrifaðar allar virkjanir norðan Vatnajökuls. Um árabil hefur Austfirðingum verið haldið í gíslingu vegna stór- iðjuáforma ríkisstjórnarinnar sem hefur skellt skollaeyrum við varn- aðarorðum um að byggja at- vinnuþróun í þessum landshluta nánast eingöngu á slíkum hugmynd- um. Það er ekki að undra að lands- menn, ekki síst á Austfjörðum, reið- ist því þegar í ljós kemur að þessi áform standast hvorki mat á um- hverfisáhrifum né efnahagslegar forsendur.“ Þingflokkurinn VG minnir á til- lögur sínar um uppbyggingu at- vinnulífs og fjölbreytt atvinnutæki- færi bæði á Austfjörðum og annars staðar á landinu. Fram kemur í ályktuninni að í upphafi þings í haust muni VG leggja til að Alþingi veiti sérstöku fjármagni til upp- byggingarstarfs á Austfjörðum. Fagnar úrskurði Skipulagsstofnunar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.