Morgunblaðið - 09.08.2001, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 09.08.2001, Blaðsíða 21
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 2001 21 K O R T E R SAMTÖK indíána á Amazon-svæð- inu í Kólumbíu fara nú fram á að eit- urúðun, sem styrkt er af Banda- ríkjastjórn, á uppskeru bænda, er rækta kókalauf og valmúa á svæð- inu, verði hætt. Talsmenn samtak- anna segja að illgresiseyðirinn sem sprautað er á uppskeruna sé hættu- legur heilsu fólks sem býr á svæð- inu. Eiturlyfin kókaín og heróín eru unnin úr kókalaufum og valmúa. Bændur og samtök fylkisstjóra frá suðurhluta Kólumbíu hafa jafnframt krafist þess að úðun verði hætt og hafa fylkisstjórarnir jafnvel heim- sótt Bandaríkjaþing til að færa rök fyrir máli sínu. Herferðin hefur á undanförnum vikum fengið aukinn stuðning fólks sem segir úðunina ekki einungis hættulega heilsu íbú- anna heldur einnig menga eitt frjósamasta vistkerfi heims. Þá hafa kólumbískir fjölmiðlar jafnframt gagnrýnt eiturúðunina vegna þess að hún eyðileggi uppskeru fátækra bænda hverra lífsviðurværi er rækt- un valmúa og kókaplöntu. Úðun stöðvuð tímabundið Þann 27. júlí sl. skipaði dómari í borginni Bogota í Kólumbíu fyrir um að úðun illgresiseyðisins yrði stöðv- uð tímabundið á landi indíána á Amazon-svæðinu vegna fullyrðinga- samtaka þeirra. Samkvæmt dómar- anum, Gilberto Reyes, stöðvaði hann úðunina til að indíánarnir fengju tækifæri til að sanna framburð sinn. Í kjölfarið lét sendiherra Banda- ríkjanna í Kólumbíu, Anne Patter- son, hafa eftir sér að stöðvun úðun- arinnar gæti haft það í för með sér að aðstoð Bandaríkjanna við eitur- lyfjabaráttu kólumbískra yfirvalda verði hætt. „Ég efast ekki um að ýmsar raddir á Bandaríkjaþingi muni nú fara fram á að aðstoð við Kólumbíu verði hætt,“ sagði Patter- son í viðtali við kólumbíska dagblað- ið El Tiempo. Gustavo Socha hershöfðingi, yfir- maður eiturlyfjadeildar kólumbísku lögreglunnar, sagði í viðtali við AP- fréttastofuna sl. laugardag að um samsæri eiturlyfjasala gegn eiturúð- uninni væri að ræða en þeir hafa tap- að hundruðum milljóna króna vegna hennar. „Eiturlyfjasalar komu af stað upplognum orðrómi [um úð- unina] og þeir neyða fólk til að breiða hann út,“ sagði Socha. Hann sagði jafnframt að dreifingaraðilar eiturlyfja neyddu bændur til að bera ljúgvitni fyrir dómi um að úðunin valdi veikindum, án þess að þeir geti nefnt tiltekin dæmi um slíkt. Eiturúðunin á uppskeru bænda er stór þáttur í baráttu bandarískra yf- irvalda við að hafa hemil á eiturlyfja- framleiðslu í Kólumbíu en frá engu öðru landi berst jafnmikið magn af kókaíni og heróíni til Bandaríkjanna. Úrskurður felldur úr gildi vegna ónógra sannana Síðastliðinn mánudag úrskurðaði Reyes dómari að halda mætti eitur- úðuninni áfram. Að sögn aðstoðar- manns dómarans, Jaime Ardila, felldi hann tímabundna stöðvun úð- unarinnar úr gildi þar sem indíán- arnir gátu ekki fært sönnur fyrir því að hún væri skaðleg heilsu manna. Jorge Rojas, talsmaður „Paz Kól- umbía“, óháðra kólumbískra sam- taka, sagði að úrskurðinum yrði áfrýjað. Í kjölfar úrskurðarins sagði- bandaríski sendiherrann að eyðing eiturlyfjauppskeru væri lykillinn að áframhaldandi stuðningi Washing- ton-stjórnarinnar við baráttu stjórn- valda í Kólumbíu gegn eiturlyfjum. Hún sagðist hafa áhyggjur af því að ef „eiturúðun heldur ekki áfram munum við ekki geta veitt Kólumb- íustjórn þá aðstoð sem hún þarf á að halda.“ Frá því að skipulögð eiturúðun hófst í desember fyrir tilstilli kól- umbískrar áætlunar sem beint er gegn fíkniefnaframleiðslu í landinu hafa um 50.000 hektarar lands, þar sem kókaplantan er ræktuð, verið úðaðir. Markmið áætlunarinnar er að árið 2002 verði búið að úða 80.000 hektara lands. Indíánar í Kólumbíu mótmæla eiturúðun Uppskera kókaplöntu og valmúa í Kól- umbíu er úðuð með eiturefnum til að sporna við framleiðslu eiturlyfja í landinu. Andstæðingar úðunarinnar segja hana hættulega heilsu manna auk þess sem hún spilli vistkerfinu. Bogota, Kólumbíu. AP. AP Flugvél úðar ólöglegan valmúaakur í Kólumbíu með illgresiseyði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.