Morgunblaðið - 09.08.2001, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 09.08.2001, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 2001 11 ALÞJÓÐLEGT þing ónæmisfræð- inga var haldið á Hótel Loftleiðum nýverið. Á þinginu voru samankomn- ir ónæmissérfræðingar frá hinum ýmsu löndum. Umfjöllun þingsins var helguð helstu nýjungum og fram- förum er orðið hafa á sviði bólusetn- inga og sjúkdóma er eiga rætur að rekja til ónæmisviðbragða slímhúða, en mikilvægar uppgötvanir hafa orð- ið á þessu sviði undanfarin ár. Meðal fyrirlesara var bandaríski ónæmis- sérfræðingurinn dr. Warren Stober og hinn skoski dr. Allan Mowat. „Það sem við erum að ræða er hvernig ónæmiskerfið og vefir eins og lungu, garnir og fleiri eru vernd- aðir fyrir sýkingum. Við ræðum hvernig þessi líffæri geta orðið fyrir skemmdum vegna bólgusjúkdóma og hvernig við getum þróað bóluefni sem vernda gegn sýkingum í vefjun- um,“ sagði Mowat, en á þinginu voru haldnir fyrirlestrar um nýjar leiðir til meðferðar sjúkdóma, er eiga rætur að rekja til ónæmisviðbragða í slím- húðum og má þar nefna astma, of- næmi og bólgusjúkdóma í görn. 90 prósent af bólgusjúkdómum tengjast slímhúðinni Að sögn Strobers sér fólk fyrir sér líffæri eins og nefið, beinmerginn og annað þegar það hugsar um ónæm- iskerfið en gleymir gjarnan slímhúð- inni. „90% af bólgusjúkdómum tengj- ast slímhúðinni. Hún er mjög mikilvægt svæði og því nauðsynlegt að mikið sé fjallað um hana í ónæm- isfræðinni,“ sagði hann. Aðspurður sagði Strober að hann teldi það mjög mikilvægt fyrir ónæmissérfræðinga að hittast og ræða þessa hluti. Hann nefndi sem dæmi að ýmsar framfarir í bólusetningum hefðu orðið undan- farið og meðal efnis á ráðstefnunni nú væri þróun nýrra og öruggari bóluefna og bólusetningarleiða og einnig hvernig erfðabreytt matvæli geta nýst sem bóluefni. Talið barst að þessum nýju bólusetningaraðferð- um. Strober benti á að í dag væri vitn- eskjan um ónæmiskerfið orðin það mikil að hægt væri að einblína sér- staklega á nýjar læknisfræðilegar aðferðir til að stjórna miklum bólgu- myndunum. Hann tók sem dæmi bólgusjúkdóma í görnum, sem að verði að nokkru leyti vegna offram- leiðslu á bólgumiðlum ónæmiskerfis- ins. Síðustu tvö til þrjú ár hefðu sjúk- lingar fengið mótefni er beinast gegn þessum bólgumiðlum er finnast inn- an bólgusvæða slímhúðarinnar og hafi það reynst mjög áhrifaríkt. Sí- fellt fleiri slík mótefni væru að koma inn á markaðinn, mótefni sem væru sérstaklega hönnuð til að halda aftur af slíkum óæskilegum bólguvið- brögðum. „Til dæmis eru nú í gangi klínískar rannsóknir á fólki þar sem lyf úr þessum flokki eru notuð til að hindra óeðlilega íferð fruma á þessi bólgusvæði og er það mikill áfangi í baráttunni við bólgusjúkdóma í görnum,“ sagði hann og spáði að á næstu 20-50 árum ætti eftir að finna upp öflugar meðferðir við sjúkdóm- unum. „Marga þessa bólgusjúkdóma er mjög erfitt að meðhöndla í dag, vegna þess að þeir eru ólæknandi og meðferðir eru frekar hættulegar. Þær eiga það til að orsaka algjöra bælingu á allri færni til að sýna við- brögð gegn sýkingum. Meðferðirnar líkar þeim sem Strober talaði um gætu verið ákjósanlegri, gætu hindr- að bólgur í görnunum en myndu láta aðra mikilvæga þætti ónæmiskerfis- ins ósnerta, þar með talið varnir lík- amans gegn sýkingum,“ hélt Mowat áfram. Markmiðið er að finna mótefni gegn eyðni Að Mowat sögn er meirihluti sýk- inga, sem algengastar eru í heimin- um, í vefjum eins og görnum og lung- um og svo framvegis, sjúkdómar eins og niðurgangssjúkdómar, sem or- sakast af völdum vírusa, salmonellu, shigella eða kóleru. „Þessir sjúkdóm- ar eru enn miklir skaðvaldar um all- an heim. Þegar fólk fær þessa sjúk- dóma verður það að fá bóluefnið á réttan stað, til dæmis ef bóluefnið er gefið í gegnum húðina eða í vöðvann virkar það ekki vel gegn sýkingum lungum eða í görnum. Bóluefnið verður að fara í gegnum munninn eða nefið eða í lungun beint og það er mjög erfitt.“ Strober leiddi talið að eyðni. „Það er án efa eitt af aðalmarkmiðum læknisfræðinnar í dag að finna upp mótefni gegn eyðni. Það er mjög mikilvægt fyrir allan heiminn að ná stjórn á eyðni, sérstaklega fyrir van- þróuðu löndin,“ sagði hann og benti á að HIV-veiran skipti sér í upphafi í meltingarfærunum. Því væri það æskilegra að hægt væri að koma mótefni í gegnum þau. Sem dæmi um aðra sjúkdóma sem krefjast nýrra bólusetningaraðferða nefndi Mowat kóleru, en hann sagði að í gegnum tíðina hefði bóluefni gegn kóleru verið gefið með sprautu í gegnum húðina og í vöðvann. „Það er í rauninni gagnslaust til að koma í veg fyrir alvarlega kólerusýkingu. Það eru nýjar kynslóðir af bóluefni sem eru gefnar í gegnum munninn og vernda fólk betur gegn kóleru. Gæti einnig verið áhrifaríkara við HIV-veirunni eða niðurgangssjúk- dómum,“ sagði hann og benti á að þessi aðferð gæti verndað betur stærri hópa og til lengri tíma litið verði hún ef til vill notuð. „Fólk vill líka frekar taka bóluefni í gegnum munn heldur en að vera sprautað.“ Alþjóðlegt þing ónæmisfræðinga haldið í Reykjavík Morgunblaðið/Billi Dr. Warren Strober og dr. Allan Mowat. Nýjar og öruggari bólu- setningarleiðir ÞÁTTURINN „Ísland í bítið“, morgunþáttur Stöðvar 2, hefur útsendingar á ný eftir sumarið föstudaginn 24. ágúst. Þátturinn hefur fengið nokkuð nýja mynd og má þá helst nefna nýja þátta- stjórnendur. Það eru þau Þórhall- ur Gunnarsson, sem fólk þekkir helst úr Ísland í dag, og Jóhanna Vilhjálmsdóttir, sem hefur unnið á Ríkissjónvarpinu, sem þula og fréttamaður í afleysingum sem munu stjórna þættinum í vetur. Heimir Jónasson, aðstoðardag- skrárstjóri Stöðvar 2, segir að stöðin hafi lagt mikla áherslu á að koma með nýtt og ferskt fólk inn í dagskrágerð og gera til- færslur til að halda besta fólkinu þeirra á skjánum. „Þórhallur og Jóhanna eru bæði með mjög sterka og jákvæða útgeislun. Okkur fannst þau vera rétta fólk- ið í starfið og eru einnig á þeim aldri sem markhópurinn okkar er.“ „Þátturinn heldur sínum föstu dagskrárliðum en við ætlum hins vegar að tengja okkur betur við fólkið í landinu, fá skoðun þess á atburðum líðandi stundar. Þátt- urinn fær létta andlitslyftingu. Það verður sterkari blær á útliti, nýrri mynd og hljóðvinnslu. Þátt- urinn verður einnig hreyfanlegri, þ.e. við verðum ekki jafn bundin við sófasettið, stjórnendurnir taka ekki endilega viðtölin saman og sviðsmyndirnar verða fleiri. Þá verður reynt að fara meira út til fólksins auk þess að ný fram- setning verður á fréttum og íþróttafréttum,“ sagði Heimir. Hraðari atburðarás Jóhanna Vilhjálmsdóttir, sem er stjórnmálafræðingur að mennt, segir að þátturinn verði bæði létt- ur og lifandi og jafnframt hraðari atburðarás. „Fólk er að horfa á þáttinn áður en það fer í vinnuna og allur dagurinn er framundan. Við hjálpum fólki að mæta deg- inum á bjartan og jákvæðan hátt. Þátturinn er jafnframt fjöl- skyldutengdari og munum við reglulega fá til okkur fólk sem fjallar um áhugaverð málefni sem snerta fjölskylduna. Einnig verð- ur farið í leiki og teiknimyndir sýndar. Í þættinum koma fram allar upplýsingar sem fólk þarf, fréttir, lifandi efni sem verður bæði fræðandi og skemmtilegt fyrir fjölskylduna á margan hátt og að sjálfsögðu tökum við púls- inn á þjóðmálum hverju sinni. Það skiptir líka máli að þátt- urinn er bæði í sjónvarpi og út- varpi. Fólk getur fylgst með hvort sem það er í bílnum eða heima. Þetta er ekki þáttur þar sem er setið og horft allan tím- ann. Fólk vill geta komið inn í þáttinn hvenær sem er enda er þetta allt stílað inn á það hvernig hegðun fólks er á morgnana.“ Jóhanna segist hlakka til að takast á við þetta verkefni og segir það mjög spennandi. Þórhallur Gunnarsson er leik- ari en hefur jafnframt lokið al- mennu markaðsnámi í sjónvarps- þáttagerð í Bretlandi. Hann segist hlakka til að vakna snemma á morgnana og fá margt skemmtilegt fólk í þáttinn til að spjalla. „Við byggjum á þeim góða grunni sem þátturinn var búinn að skapa sér en fáum síðan nýja hluti inn sem okkur finnst styrkja hann. Ég vona að áhorf- endur skemmti sér jafn vel og við því við ætlum að hafa gaman af þessu í vetur.“ Sjónvarpsþátturinn Ísland í bítið hefur göngu sína á ný Morgunblaðið/Billi Jóhanna Vilhjálmsdóttir og Þórhallur Gunnarsson eru nýir stjórnendur morgunþáttar Stöðvar tvö; „Ísland í bítið“, Nýir stjórnend- ur taka við þættinum GÚSTAF Adolf Skúlason, forstöðu- maður stefnumótunar- og sam- skiptasviðs Samtaka atvinnulífsins, segir svör Sigurbjörns Sveinssonar, formanns Læknafélags Íslands, varðandi viðmiðunargjaldskrár LÍ sem birtust í Morgunblaðinu sl. föstudag koma sér verulega á óvart. „Formaðurinn talar um að vott- orðanefnd félagsins hafi í vetur litið á þessa gjaldskrá og að breytingar á henni hafi verið til í handriti en ekki komið til umræðu í stjórn LÍ. Við- miðunargjaldskrá þessi barst hins vegar heilsugæslustöðvum í nafni Læknafélagsins og á grundvelli hennar hefur um helmingur heilsu- gæslustöðva á landinu hækkað gjald fyrir vottorð um fjarvistir til atvinnu- rekenda og hugsanlega fleiri vottorð en viðmiðunargjaldskráin nær til 52 vottorða,“ segir Gústaf. Hann gerir einnig athugasemd við að svo virðist sem þetta gjald renni beint til heilsugæslulæknanna sjálfra. „Launakjör þeirra eru hins vegar heildarkjör samkvæmt úr- skurði kjaranefndar og ekki greitt fyrir aukaverk nema í tilteknum til- vikum sem talin eru upp í fylgiskjali og ekki er getið umræddra vottorða,“ segir Gústaf. Hann telur það því ekki séð að heilsugæslulæknum sé heimilt að þiggja umræddar greiðslur. „Þá segir formaðurinn að stjórn LÍ telji fullkomlega löglegt að læknar taki greiðslu fyrir útgáfu veikindavottorða. Í fréttabréfi SA kemur aftur á móti fram að ekki verður séð að heimild sé fyrir slíkri gjaldtöku á heilsugæslustöðvum heldur er þeim eingöngu heimilt að innheimta komugjald í slíkum tilfell- um.“ Samtök atvinnulífsins Heilsugæslulækn- um ekki heimilt að þiggja greiðslur ÚRSKURÐUR Skipulags- stofnunar, um mat á umhverfis- áhrifum Kárahnjúkavirkjunar, var birtur 1. ágúst síðastliðinn og er hann kveðinn upp sam- kvæmt 11. gr. laga nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum. 12. gr. laganna fjallar um mál- skot og segir þar að heimilt sé að kæra úrskurð Skipulags- stofnunar til umhverfisráð- herra. Í greininni kemur einnig fram að öllum sé heimilt að kæra en í úrskurðinum nú segir að kærufrestur sé til 5. sept- ember næstkomandi. Ef kæra berst umhverfisráð- herra hefur hann átta vikur frá því að kærufrestur rennur út til að kveða upp rökstuddan úr- skurð. Samkvæmt 13. gr. lag- anna skal ráðherra leita um- sagnar Skipulagsstofnunar, framkvæmdaraðila, leyfisveit- enda og annarra aðila eftir því sem við á. Umhverfisráðherra hefur því frest til 31. október til að kveða upp úrskurð ef úr- skurður Skipulagsstofnunar verður kærður. Í 3. mgr. 13. gr. laganna segir að úrskurður ráðherra sé fulln- aðarúrskurður á stjórnsýslu- stigi. Orðalagið á stjórnsýslu- stigi tekur af öll tvímæli um að heimilt sé að skjóta úrskurði ráðherra til dómstóla en um það gilda almennar málsmeð- ferðarreglur. Öllum heimilt að kæra úrskurði Skipulagsstofnunar Ráðherra fær 8 vik- ur til að úrskurða SÍMINN hefur tekið í notkun nýja þjónustu, Póst í síma, sem hentar þeim sem vilja hafa stöðugan aðgang að tölvupóstinum. Hægt er að nálgast póstinn í gegnum VIT-valmynd, WAP-valmynd eða með SMS- skammvali. Að sögn Evu Magnús- dóttur, kynningarfulltrúa Símans, er aðgangur að pósthólfinu óháður því hvaða netaðila viðskiptavinir tengjast að því undanskildu að hann verður að bjóða upp á svokallaðan IMAP eða POP aðgang að pósthólfum notenda. Hægt er að fá senda tilkynningu í farsímann þegar ný skilaboð berast í hólfið. Einnig er hægt að sækja póst úr pósthólfinu með farsímanum. Að auki er hægt að búa til eigin netfanga- skrá, halda dagbók og fá sendar áminningar um helstu viðburði í gegnum SMS skilaboð. Þessi þjón- usta er m.a. hugsuð fyrir þá sem eru mikið á ferðinni og vilji halda tengslum við tölvupóst eða dagbók. Síminn býður upp á nýja þjónustu Póstur í símann

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.