Morgunblaðið - 09.08.2001, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 09.08.2001, Qupperneq 20
ERLENT 20 FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞRÍR menn létust í hörðum árekstri í jarðgöngum í Austurríki í gær. Þá voru ekki liðnir nema tveir dagar frá öðrum sams konar árekstri sem kostaði fimm manns lífið. Áreksturinn varð á milli fólks- flutningabifreiðar með aldrað fólk og lítils vörubíls í Amberg-jarð- göngunum milli Bregenz og Inns- bruck. Létust tveir menn í fólks- flutningabifreiðinni og einn í vörubílnum. Að minnsta kosti 12 manns slösuðust og þar af tveir al- varlega. Talið var að allt fólkið væri Austurríkismenn. Eftir áreksturinn rákust tvær bif- reiðar og eitt vélhjól á fyrstu bílana tvo en þó án þess að alvarleg slys hlytust af því. Samkvæmt bráðabirgðarannsókn á slysinu stafaði það af því, að öku- maður vörubílsins sveigði af ein- hverjum ástæðum yfir á rangan vegarhelming. Báðir ökumennirnir létust. Síðastliðinn mánudag létust fimm manns og fjórir slösuðust í líkum árekstri í jarðgöngum fyrir norðan borgina Graz og þá kviknaði í nokkrum bifreiðum. Fólkið sem lést var allt úr sömu fjölskyldu. Hafa þessi óhöpp vakið áhyggjur af öryggi í austurrískum jarðgöng- um enda hafa slys í þeim verið mjög tíð. 1999 týndu 12 manns lífi er eldur kom upp í bifreið í Tauern-göngun- um og 155 fórust í fyrra er kviknaði í lest eða kláfi sem dreginn var upp göng við Alpabæinn Kaprun. Jarðgöng í Austurríki eru samtals um 250 km löng og þau lengstu meira en fimm kílómetrar. Skoðana- kannanir sýna, að 77% Austurrík- ismanna kvíða gangaakstrinum og sumir ökumenn sýna einkenni, sem minna mest á innilokunarkennd. Í göngunum fer umferðin í báðar áttir og yfirleitt er ekkert, sem skilur ak- reinarnar. Að því er þó unnið í Am- berg-göngunum. Ýmsir umferðarsérfræðingar segja, að gangaakstur sé ekkert hættulegri en annar að því tilskildu, að menn átti sig á því hvar þeir eru staddir. Mestu skipti að aka hægar og hafa hæfilegt bil á milli bíla. Enn slys í austurrískum jarðgöngum Þrír létust og margir slösuðust Vín. AFP. TVÖ börn létust í bænum Hiroo í Norður-Japan í gær er maður braust inn á heimili þeirra og stakk þau með hnífi. Þriðja barnið er á sjúkrahúsi en ekki hafði verið skýrt frá líðan þess. Börnin tvö sem létust voru systkin, tveggja ára drengur og fimm ára stúlka, en maðurinn lagði einnig til sex ára gamallar systur þeirra. Að ódæðisverk- inu loknu flýði maðurinn af vettvangi en nokkru síðar skýrði lögreglan svo frá að maður nokkur hefði gefið sig fram við hana. Var þar líklega um að ræða ódæðismanninn án þess að það væri tekið fram. Glæpir af þessu tagi hafa lengi verið fátíðir í Japan en á því hefur orðið nokkur breyting á síðustu misserum landsmönn- um til mikillar hrellingar. Er skemmst að minnast árásar á skólabörn í bænum Ikeda í júní sl. en þá voru átta börn stungin til bana. Japan Tvö börn stungin til bana Tókýó. AFP. SADDAM Hussein, forseti Íraks, varaði Breta og Bandaríkjamenn við í gær og sagði að hann myndi svara árásum þeirra af fullri hörku. Skor- aði hann jafnframt á þá að flytja allt sitt herlið frá Persaflóa. Saddam sagði í sjónvarpsávarpi í tilefni af því, að 13 ár eru frá lokum styrjaldarinnar milli Íraka og Írana, að Írakar og leiðtogar þeirra ætluðu sér ekki að láta árásum breskra og bandarískra orrustuvéla ósvarað. „Ef þið viljið hlífa flugmönnum ykkar og flugvélum við skothríð hinna hugrökku Íraka verðið þið að hætta árásum á landið og hypja ykk- ur burt með allt ykkar hafurtask,“ sagði Saddam en bandarískar flug- vélar réðust gegn flugskeytastöð skammt frá borginni Mosul sl. þriðjudag. Talsmaður íraska hersins sagði að einnig hefði verið ráðist á „borgaraleg mannvirki“ en nefndi ekki mannfall. George W. Bush, forseti Banda- ríkjanna, sagði að árásirnar hefðu verið nauðsynlegar og lýsti Írak sem ógnun við heimsfriðinn. Saddam hótar fullri hörku Bagdad. AFP. ÁTTA erlendir hjálparstarfsmenn sem teknir hafa verið höndum í Af- ganistan, sakaðir um að boða kristna trú, eiga ekki yfir höfði sér dauða- dóma, en gætu hlotið fangelsidóm eða verið reknir úr landi, að því er sagði í gær í fregnum fréttastofunnar Afgh- an Islamic Press, sem starfrækt er í Pakistan. Þá sagði ennfremur að samkvæmt strangri túlkun talíbanastjórnarinnar í Afganistan á lagabókstafnum mætti dæma Afgani til dauða fyrir að pred- ika kristna trú, en útlendingar geti ekki sætt þeirri refsingu. Hafði fréttastofan eftir ótilgreindri yfirlýs- ingu frá upplýsingamálaráðuneytinu, að útlendingar sem fundnir væru sek- ir um umræddan glæp ættu yfir höfði sér að vera dæmdir í þriggja daga til eins mánaðar fangelsisvistar, eða að verða reknir úr landi. Hjálparstarfsmennirnir – tveir Bandaríkjamenn, tveir Ástralir og fjórir Þjóðverjar – voru handteknir um sl. helgi ásamt 16 öðrum starfs- mönnum þýskra, sjálfstætt starfandi hjálparsamtaka er nefnast Shelter Now. Hafa hjálparstarfsmennirnir verið sakaðir um að hafa reynt að snúa afgönskum múslímum til krist- innar trúar. Tilskipun sem leiðtogi talíbana- hreyfingarinnar, sem fer með völdin í Afganistan, gaf út fyrr á þessu ári hefur yfirleitt verið talin kveða á um að taka skuli af lífi hvern þann sem staðinn sé að því að reyna að snúa af- gönskum múslímum til annarrar trú- ar, og einnig hvern þann Afgana sem afneitar Islam. Ströng túlkun talí- banastjórnarinnar á lagabókstaf Is- lams á sér ekki hliðstæðu í öðrum mú- hameðstrúarlöndum. Bandarískir, ástralskir og þýskir stjórnarerindrekar hafa krafist þess að fá að hafa samband við hjálpar- starfsmennina. En tilraunir þeirra til að beina málinu í „hefðbundinn dipló- matafarveg“ hafa lítinn árangur borið og neita afgönsk yfirvöld að leyfa heimsóknir til fólksins á meðan rann- sókn á meintum glæpum þess standi yfir. Aðstoðaryfirmaður trúarlögregl- unnar, Mohammad Salim Haqqani, neitaði því ekki að útlendingarnir gætu hlotið dauðadóma. „Við höfum ekki gert þeim neitt, en þessir útlend- ingar hafa brotið reglur íslamska em- írsdæmisins og afganskrar menning- ar,“ sagði hann við fréttastofuna AFP. Fæst ríki í heiminum hafa við- urkennt stjórn talíbana í Afganistan. Að því er fram kemur á fréttavef BBC í gær hafa talíbanar greint frá því að þeir hafi fundið mikið af mynd- böndum og hljóðsnældum með kristnum boðskap í fórum útlendu hjálparstarfsmannanna, og biblíur þýddar á afgönsk tungumál. Sam- kvæmt upplýsingum stofnunarinnar sem fólkið vinnur fyrir hafði það þetta efni meðferðis einungis til einkanota. Erlendir hjálparstarfsmenn í Afganistan handteknir Ekki taldir eiga dauða- refsingu yfir höfði sér Islamabad, Kabúl. AFP. Reuters Sohail Shaheen, aðstoðarsendiherra Talíbanastjórnarinnar í Pakistan, sagði að erlendu hjálparstarfsmennirnir í Afganistan hefðu verið búnir að fá aðvörun um að hætta trúboði, áður en þeir hafi verið handteknir. NEMENDUR horfa út um aftur- rúðuna á gulum skólastrætó, eins og þeim sem vel eru þekktir frá Norður-Ameríku, en þessi vagn er á ferðinni í sveitum Yorkshire í Bret- landi, þar sem hann er notaður til að flytja nemendur í barnaskólum og forskólum. Er þetta í fyrsta sinn sem breskum skólabörnum er ekið í skólann á þennan „ameríska“ máta. Reuters Amerísk áhrif EINMITT þegar breska stjórnin hefur nýlega lýst áhuga sínum á frekari einkavæðingu í heilbrigð- isþjónustunni kemur á óvart að bresk heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir að þau séu að kaupa einka- sjúkrahús í London fyrir 27,5 millj- ónir punda. Kaupin eru gerð til að draga úr bið eftir hjartaaðgerðum, ekki aðeins í London, heldur um allt land. Þjóðvæðing einkaspítala hefur ekki átt sér stað síðan að breska heilbrigðiskerfið í núverandi mynd var sett upp eftir stríð á tímum Clement Attlee forsætisráðherra og leiðtoga Verkamannaflokksins. Um er að ræða sjúkrahús í mið- borg London, skammt frá Harley- stræti, þar sem eftirsóttustu læknar borgarinnar hafa lækna- stofur. Formlega séð er það Uni- versity College-spítalinn sem kaupir og tekur yfir Heart Hospit- al. Spítalinn sagður fást fyrir mjög gott verð Spítalinn hefur lengi verið sér- hæfður á sviði hjartalækninga og var hluti þess spítala, þar sem fyrst var skipt um hjarta í manni í Bretlandi 1968, en sjúkrahúsið var selt einkaaðilum á síðasta áratug. Spítalinn hefur verið gerður upp nýlega og um leið allur tækjakost- ur hans. Þeir sem standa að kaup- unum segja að miðað við búnað fá- ist spítalinn fyrir mjög gott verð. Við sjúkrahúsið starfa um 170 manns, sem öllum verður boðið starf innan opinbera kerfisins, en ekki er ljóst hversu margir kjósa að starfa undir nýjum eigendum. Bresk heilbrigðisyfirvöld eru undir miklum þrýstingi fyrir langa bið- lista og þá einnig í hjartaaðgerð- um. Breska stjórnin hefur lofað að fjölga aðgerðum svo hámarksbið eftir hjartaaðgerðum 2005 verði sex mánuðir. Bretland Ríkið kaupir einka- spítala London. Morgunblaðið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.