Morgunblaðið - 09.08.2001, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 09.08.2001, Blaðsíða 25
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 2001 25 ÞEGAR Landsvirkjun lagði fram matsskýrslu á liðnu vori og óskaði eftir að fallist yrði á áformin um Kárahnjúkavirkjun vísaði fyrirtæk- ið til þess að umhverfisáhrif virkj- unarinnar væru innan viðunandi marka í ljósi þess efnahagslega ávinnings sem væntanleg virkjun myndi skila þjóðinni og þeirrar at- vinnuþróunar sem sölu orkunnar fylgir. Skýrsla þessi hefur nú fengið margfalda falleinkunn hjá Skipu- lagsstofnun og fyrir því eru færðar fjölmargar gildar ástæður. Undir- ritaður er sammála niðurstöðu Skipulagsstofnunar og meginatrið- um í þeim rökstuðningi sem fylgdi, þó með einni veigamikilli undan- tekningu. Ég tel að spurningin um þjóðhagslegan ávinning og tap eða hagnað af ráðgerðri framkvæmd varði ekki mat á umhverfisáhrifum skv. lögum nr. 106/2000. Í tilviki Kárahnjúkavirkjunar skipti því hagur Landsvirkjunar af raforku- sölu frá virkjuninni ekki máli þegar meta skal umhverfisáhrif af fram- kvæmdinni og vöntun á upplýsing- um um áætlað raforkuverð breyti engu í þessu samhengi. Umfjöllun um hagræna þætti framkvæmda er mér vitanlega ekki hluti af baksviði umræddrar laga- setningar, sem á rót að rekja til alþjóðlegrar réttarþróunar og sam- þykkta um umhverfis- vernd allt frá Stokk- hólsmráðstefnu Sameinuðu þjóðanna 1972 að telja. Vogar- skálarnar sem Lands- virkjun stillti upp í matsskýrslu sinni með náttúruspjöllin annars vegar og meintan efna- hagslegan ávinning hins vegar er þannig út í hött sem liður í um- ræddu mati og málatil- búnaður Landsvirkjun- ar að sama skapi veikari en ella. Viðfangsefni mats á umhverfisáhrifum er að átta sig á hvort um veruleg neikvæð um- hverfisáhrif sé að ræða að teknu tilliti til mótvægisaðgerða til að draga úr náttúru- spjöllum. Fjárhags- legar afleiðingar fyrir framkvæmdaaðilann eða þjóðarbúið eru annað mál, út af fyrir sig fullgilt til umfjöll- unar í öðru samhengi. Hagfræðileg greining á ráðgerðri fram- kvæmd, hver svo sem hún er, getur ekki verið viðfangsefni í mati á umhverfis- áhrifum að óbreyttum lögum. Vegna mats á umhverfisáhrifum skiptir engu á hvaða verði Landsvirkjun hyggst selja orku frá viðkomandi virkjun eða hvort líklegt sé að fyrirtækið hagnist eða tapi á rekstri hennar. Fyrir eigendur og viðskiptavini Landsvirkjunar er það hins vegar mikilvægt atriði. Ef vogarskálar Landsvirkjunar í Kárahnjúkaskýrslu væru gild að- ferðafræði þyrfti ekki að spyrja að leikslokum. Eftir slíkum mæli- kvarða væri sjálfgefið að virkja Gullfoss og Dettifoss fyrr en seinna, moka upp botni Mývatns eins og hann leggur sig og flytja út að bragði sem mest af eldborgum landsins til fyllingar í húsgrunna og vegfyllingar á meginlandinu. Mat á umhverfisáhrifum er einmitt tæki til varnar slíkum náttúruspjöllum. Hagfræðivangaveltur eiga heima í öðru samhengi. Gullfoss og vogarskálar Landsvirkjunar Hjörleifur Guttormsson Höfundur er fv. ráðherra. Kárahnjúkar Ég tel að spurningin um þjóðhagslegan ávinning, segir Hjörleifur Gutt- ormsson, varði ekki mat á umhverfisáhrifum. Höfðabakka 1, sími: 567 2190 Nýjar myndir 300 kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.