Morgunblaðið - 09.08.2001, Side 34

Morgunblaðið - 09.08.2001, Side 34
MINNINGAR 34 FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Margrét NatalíaEide Eyjólfs- dóttir fæddist á Fá- skrúðsfirði 16. júlí 1922. Hún andaðist á heimili sínu hinn 30. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ingeborg Henrietta Eide ætt- uð frá Noregi og Eyjólfur Sigurðsson ættaður frá Reyðar- firði. Margrét átti sex systkini. Þau eru: Hermína, Hans Óli, Egill, Kristín og Ingólfur sem öll eru látin. Eina eftirlifandi systkinið og það yngsta er Bergþóra og býr hún í Keflavík. Hinn 1. maí 1943 giftist Mar- grét Karli B. Árnasyni gler- skurðarmeistara frá Ísafirði, f. 24. febrúar 1923, d. 29. júlí 1990. Foreldrar hans voru Brynjólfína Jensen og Árni Magnússon. Karl átti þrjú syst- kini, þau Málfríði, Stellu og Magnús sem öll eru látin. Mar- grét og Karl eignuðust sex börn. Þau eru: 1) Eyjólfur Borg- þór, f. 28.6. 1943. Börn hans eru: Margrét, Jóhanna, Árni Vignir og Helga. 2) Brynjólf- ur, f. 25.6. 1946, eiginkona hans er Þórdís Mjöll Jóns- dóttir, f. 25.5. 1946. Þeirra börn eru: Guðlaug Stella og Karl Björgvin. 3) Reynir, f. 30.7. 1947. Hans börn eru: Haraldur Karl, Heiðar, Elimar, Al- dís Bára og Einar Bjarni. 4) Haraldur, f. 5.10. 1950, eiginkona hans er Guðrún Jóna Júlíusdóttir, f. 6.2. 1950. Þeirra börn eru: Ingibjörg Stella, Júlíus Reynar og Elísabet Ragna. 5) Sveinbarn, f. í mars 1954, lést nýfætt. 6) Stella Sig- urlaug, f. 29.10. 1955, eiginmað- ur hennar er Svavar Gunnars- son, f. 10.12. 1950. Þeirra synir eru Sigurjón og Reynir. Barna- börnin eru þrettán að tölu. Útför Margrétar fer fram frá Bústaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Þú varst svo sterk, en einnig af- ar viðkvæm. Þú gafst okkur styrk þegar við þurftum á að halda. Allar gleðistundirnar með þér verða geymdar í hugum okkar. Þú varst búin að vera veik svo lengi. Nú hefur þú sofnað svefninum langa og ert komin til Kalla afa. Nú getið þið tvö átt saman góðar stundir og dansað saman, eins og ykkur þótti svo skemmtilegt á meðan þið vor- uð frísk. Þið voruð svo glæsileg saman. Elsku mamma, amma og tengda- mamma, takk fyrir allt. Minning þín verður ætíð ljós í lífi okkar. Löng þá sjúkdómsleiðin verður, lífið hvergi vægir þér, þrautir magnast, þrjóta kraftar, þungt og sárt hvert sporið er, honum treystu, hjálpin kemur, hann af raunum sigur ber. Drottinn læknar – Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. (Sig. Kr. Pétursson) Stella, Svavar, Sigurjón og Reynir. „Þegar þú ert sorgmæddur skoðaðu hug þinn og þú munt sjá að þú grætur vegna þess sem var gleði þín.“ Kveðjustundir eru oft þungbær- ar og svo er það nú er kær kona er kvödd, kona sem var eiginkona, móðir, amma, langamma og hún var tengdamóðir mín sl. 35 ár. Hún Dalla, eins og hún var kölluð var ein af þeim sem eru ávallt ungir í anda og var líka einstaklega glæsi- leg kona sem naut þess að vera vel tilhöfð og elegant og lét engan sjá sig öðruvísi. Mér verður það alltaf minnisstætt þegar hún þurfti að mæta í aðgerð á spítala. Þá hafði hún meiri áhyggjur af því ef hún kæmist ekki í lagningu áður, held- ur en að kvíða aðgerðinni sjálfri. Ég kann því miður ekki hennar sögu alla en ung fór hún að heiman til að vinna og oft var lífið henni erfitt en aldrei lét hún bugast heldur varð sterkari með hverri raun. Hún var afar gestrisin og fátt gladdi hana meira en að halda veislur og taka á móti gestum og var þá oft kátt á hjalla bæði á heimilinu, í hjólhýsinu og sum- arbústaðnum og veitt af rausn. Er heilsan fór að gefa sig fékk hún ómetanlega hjálp frá Stellu dóttur sinni, manni hennar og sonum sem studdu hana með elsku og um- hyggju á allan hátt. Eftirlifandi systur Döllu, henni Bergþóru, sendi ég samúðarkveðj- ur og þér Stella mín sem og öllum bræðrunum, votta ég samúð mína. Þið hafið misst mikið en þið eruð dugleg enda börn foreldra ykkar. Ég veit að guð græðir öll sár og nú líður henni betur. Guð blessi þig og varðveiti, Dalla mín, takk fyrir allt. Þín tengdadóttir, Þórdís Mjöll. Hvítu mávar, segið þið honum að mitt hjarta slái aðeins fyrir hann…. (Björn Bragi Magnússon.) Ég man svo vel eftir henni ömmu minni syngja þessar laglín- ur í hjólhýsinu á Þingvöllum í gamla daga, kátri og glæsilegri. Allt fullt af gestum og veitingar aldrei af skornum skammti. Það er mér ákaflega sterkt í minningunni hve gestrisin þau afi og amma voru og áttum við Kalli bróðir minn margar góðar stundir með þeim í hjólhýsinu á Þingvöllum. Þetta eru góðar minningar. Amma var ákaflega glæsileg kona. Í veikindum sínum nú síð- ustu misserin bar hún sig vel og lagði sig fram um að vera alltaf vel til höfð, var tignarleg eins og drottning. Nú er hún amma ekki veik, nú veit ég að hún dansar við afa gömlu dansana við undirleik harmonikkunnar. Með lagið henn- ar ömmu í huga, sem Helena Eyj- ólfsdóttir flutti, kveð ég hana ömmu, hana ömmu á Tungó. Guðlaug Stella. Bless, elsku Dalla amma, það er ekki alltaf létt að hafa ömmu sína langt í burtu, sérstaklega seinni árin. Við í Svíþjóð og þú á Íslandi. En stundirnar sem við áttum með þér á Íslandi eða þegar þú hefur verið hjá okkur í Svíþjóð hafa sennilega gefið okkur meira en ef við hefðum búið hér alltaf. Það var oft stuttur tími en við höfum öll gefið meira af okkur sjálfum. Við munum eftir þér sem góðri og hressri ömmu. Við elskum þig. Barnabörnin Ingibjörg, Júlíus og Elísabet, Svíþjóð. MARGRÉT NATALÍA EIDE EYJÓLFSDÓTTIR Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við með- allínubil og hæfilega línulengd – eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. 4        #     #'   &    "     "     + / (  -   0$*?@% 6" 8& 5"     $   #$$    ,# ' $0   ' 87  #$$ ' !  ! & *     $     '          + 9./     %' ! $AB %'    6    7. $ 5"     $     %"   "  #     &  &      +  '    +#$$   7  '  8  8+#$$    +'  C * 3 4$,#  #$$  + $0+' !  ! ' !  !  ! &              + 9./    0- #  8 $$    0   +       7   &             //  /899   & :  "   ;89 3 $$ 8 D& ' 0 & #$$  $7&%"  '  & #$$  1 (&$   %   '    %"  ' %0    #$$    '  $  &     $     '         )  9 DE /    F " !  %'   &    *&     //  /.99 (#+8 ' +8 (#' -!" #$$  D4$ (#'   ) $"0#$$  ,'   (#'  G   #$$  !  ! ' !  !  ! & *       &  "     #     &    &    "  ;  D /   0+    8?A  6 & D0 +&%" '   #$$  D0   "#' $  8 #$$ '     $  &                                                          ! " !   !"# $%#" &'() ) *&# !"# ) )"+ # $%#" * ) #" ,- . &)) #/("# !"# #) * ) 0))1  # )"+ #/("# Mér er það ljúft að minnast kærrar vin- konu minnar Gunn- hildar sem lést langt um aldur fram hinn 9. júlí sl. Hún var ný- lega sjötug en í mínum augum var hún bara „stelpa“ hvað varðar hressileika, lífsorku og allt fas. Við Gunnhildur kynntumst í gegnum starf eiginmanna okkar sem eru bæjarstjórar. Bæjarstjórar og makar þeirra hafa lengi hist öðru hvoru og fundað og gert sér glað- an dag. Alltaf var Gunnhildur GUNNHILDUR ÓSK GUÐMUNDSDÓTTIR ✝ Gunnhildur ÓskGuðmundsdóttir fæddist í miðbæ Reykjavíkur 3. októ- ber 1930. Hún lést á Landspítalanum 9. júlí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Víðistaða- kirkju 19. júlí. langhressust á þess- um mótum og hrókur alls fagnaðar. Glað- værðin var hennar að- alsmerki. Það var stutt í hláturinn hjá henni. Mér brá illilega þegar ég leit í Morg- unblaðið fimmtudag- inn 19. júlí sl. og sá minningarorð um þessa ljúfu vinkonu. Andlátstilkynningin hafði algjörlega farið framhjá mér, sem er mjög óvanalegt. Ég veit að ég mæli fyrir munn hinna makanna í hópnum þegar ég segi að það er sjónar- sviptir að þér elsku Gunnhildur. Ég veit að við sjáumst hressar í næsta lífi og hlæjum saman. Guð styrki Jón Gunnar í hans miklu sorg. Sigríður Gyða, Seltjarnarnesi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.