Morgunblaðið - 09.08.2001, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 09.08.2001, Blaðsíða 39
ÞJÓNUSTA/FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 2001 39 13–17. Tekið er á móti hópum á öðrum tímum eftir sam- komulagi. FRANSMENN Á ÍSLANDI: Safn á Fáskrúðsfirði um veru franskra sjómanna á Íslandi. Opið daglega í sumar kl. 10.30-17. Sími 475 1525 og 864 2728. Netfang: alber- te@islandia.is FRÆÐASETRIÐ Í SANDGERÐI, Garðvegi 1, Sandgerði, s. 423 7551, bréfs. 423 7809. Opið alla daga kl. 13–17 og eftir samkomulagi. GAMLA PAKKHÚSIÐ í Ólafsvík er opið alla daga í sumar frá kl. 9–19. GOETHE-ZENTRUM: Laugavegur 18, 3. hæð, Reykjavík. Opið þri. og mið. kl. 15–19, fim., fös. og lau. kl. 15–18. S. 551 6061. Fax: 552 7570. Sumarleyfi er frá 11. júní til 13. ágúst. HAFNARBORG, menningar og listastofnun Hafnarfjarðar opin alla daga nema þri. frá kl. 11–17. LANDSBÓKASAFN ÍSLANDS _ HÁSKÓLABÓKASAFN: Frá 21.5. til 19.8. er opið sem hér segir: mán.–fös. kl. 9– 17, lau. 10–14. Sun. lokað. Þjóðdeild og handritadeild lok- aðar á laugard. S: 525 5600, bréfs: 525 5615. LISTASAFN ÁRNESINGA, Tryggvagötu 23, Selfossi: Opið eftir samkomulagi. S. 482 2703. LISTASAFN EINARS JÓNSSONAR: Opið alla daga nema mánudaga, kl. 14-17. Inngangur frá Eiríksgötu og Freyjugötu. Höggmyndagarðurinn við Freyjugötu er alltaf opinn. LISTASAFN ÍSLANDS, Fríkirkjuvegi. Sýningarsalir, kaffistofa og safnbúð: Opið daglega kl. 11–17, lokað mán. Skrifstofa safnsins og upplýsingar um leiðsögn: Opið alla virka daga kl. 8–16. Bókasafn: Opið þri.–fös. kl. 13–16. Aðgangur er ókeypis á mið. Uppl. um dagskrá á int- ernetinu: http//www.natgall.is LISTASAFN REYKJAVÍKUR THE REYKJAVÍK ART MUSEUM Lisatsafn Reykjavíkur – Kjarvalsstaðir Flókagötu – 105 ReykjavíkSími/Tel: (354) 552 6131 Fax: (354) 562 6191 Netfang/E-mail: listasafn@reykjavik.is mailto:listasafn- @reykjavik.is www.reykjavik.is/listasafn Opið fimmtu- daga–þriðjudaga 10–17 miðvikudaga 10–19 Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhúsið Tryggvagötu 17 – 101 Reykjavík Sími/Tel: 511 5155 Fax: 562 6191 Netfang/ E-mail: listasafn@reykjavik.is mailto:listasafn@reykja- vik.is www.reykjavik.is/listasafn Opið föstudaga–mið- vikudaga 11–18 Fimmtudaga 11–19 Listasafn Reykjavíkur – Ásmundarsafn Sigtúni – 105 Reykjavík Sími553 2155 Fax: 562 6191 Netfang: lista- safn@reykjavik.is www.reykjavik.is/listasafn Opið maí– september kl. 10–16 alla daga október–apríl kl. 13–16 alla daga LISTASAFN KÓPAVOGS – GERÐARSAFN: Opið dag- lega kl. 12–17 nema mán. LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR: Safnið er opið alla daga nema mánudag kl. 14-17. Upplýsingar í s. 553 2906. LISTASALUR Korpúlfsstöðum við Thorsveg er opinn alla mið. kl. 12-18. LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR: Grófarhús, Tryggvagata 15, Reykjavík. Sími 563 1790. Fax: 563 1799. reykjavik.is/ljosmyndasafn - Opið mán._föst. kl. 10-16. LYFJAFRÆÐISAFNIÐ: Neströð, Seltjarnarnesi. Safnið er opið á sun., þri., fim og laug. kl. 13-17. MENNINGAMIÐSTÖÐIN GERÐUBERG: Sýningatími í sumar er kl. 12-19 virka daga. Lokað um helgar. Sími 575-7700. MINJASAFN AKUREYRAR, Minjasafnið á Akureyri, Að- alstræti 58, Akureyri. S. 462 4162. Opið alla daga frá 1. júní til 15. sept. kl. 11-17. MINJASAFN AUSTURLANDS, Safnahúsinu Laufskógum 1, Egilsstöðum er opið alla daga nema mán. kl. 11–17 til 1. september. Alla sun. frá kl. 14–17 má reyna sig við gamalt handbragð í tóvinnu undir leiðsögn eldri borgara. Safnbúð með minjagripum og handverksmunum. Kaffi, kandís og kleinur. S. 471 1412, netfang minaust@eld- horn.is. MINJASAFN ORKUVEITU Reykjavíkur v/rafstöðina v/ Elliðaár. Opið á sun. kl. 15–17 og eftir samkomulagi. S. 567 9009. MINJASAFN SLYSAVARNAFÉLAGS ÍSLANDS Þor- steinsbúð við Gerðaveg, Garði. Opið alla daga í sumar frá kl. 13–17. Hægt er að panta á öðrum tímum í s. 422 7253. IÐNAÐARSAFNIÐ Á AKUREYRI, Dalsbraut 1 er opið frá 1. júní til 31. ágúst kl. 14–18, en lokað á mán. S. 462 3550 og 897 0206. MYNTSAFN SEÐLABANKA/ÞJÓÐMINJASAFNS, Ein- holti 4, s. 569 9964. Opið virka daga kl. 9–17 og á öðrum tíma eftir samkomulagi. NÁTTÚRUFRÆÐISTOFA KÓPAVOGS, Digranesvegi 12. Opið mið. og lau. 13–18. S. 554 0630. NÁTTÚRUGRIPASAFNIÐ, sýningarsalir Hverfisgötu 116 eru opnir sun. þri. fim. og lau. kl. 13.30–16. NESSTOFUSAFN. Opið laugardaga , sunnudaga, þriðju- daga og fimmtudaga frá kl. 13-17. NORRÆNA HÚSIÐ. Bókasafnið opið mán.–sun. 12–17. Sýningarsalur opinn þri.–sun. kl. 12–17, lokað mán. Kaffistofan opin mán.–laug. kl. 8–17, sun. kl. 12–17. Skrifstofan opin mán.–föst. kl. 9–16. Sími 551–7030, bré- fas: 552 6476. Tölvupóstur: nh@nordice.is – heimasíða: hhtp://www.nordice.is. PÓST- OG SÍMAMINJASAFNIÐ: Austurgötu 11, Hafn- arfirði. Opið þri. og sun. 15–18. S. 555 4321. RJÓMABÚIÐ á Baugsstöðum. Safnið er opið lau. og sun. til ágústloka frá l. 13–18. S. 486 3369. SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR, Bergstaðastræti 74, s. 551 3644. Sýning á uppstillingum og landslagsmyndum. Stendur til marsloka. Opin lau. og sun. kl. 13.30–16. SJÓMINJASAFN ÍSLANDS, Vesturgötu 8, Hafnarfirði, er opið alla daga frá kl. 13-17 fram til 30. september. Sími sýningar 565 4242. Skrifstofa, Lyngási 7, 210 Garðabær, sími 530 2200. Netfang: sjominjasafn- @natmus.is. SJÓMINJA- OG SMIÐJUSAFN JÓSAFATS HINRIKS- SONAR, Súðarvogi 4. Opið þri. – lau. frá kl. 13–17. S. 581 4677. SJÓMINJASAFNIÐ Á EYRARBAKKA: Hópar skv. samkl. Uppl. í s: 483 1165, 483 1443. SNORRASTOFA, Reykholti: Sýningar alla daga kl. 10–18. S. 435 1490. STOFNUN ÁRNA MAGNÚSSONAR, Árnagarði v/Suður- götu. Handritasýning opin:1. júní - 25. ágúst mánudaga - laugardaga kl. 11.00 - 16.00 STEINARÍKI ÍSLANDS, Görðum Akranesi: Opið alla daga kl. 10–18. Opnað fyrir hópa utan þess tíma. Forsýn- ing á safni Landmælinga Íslands. Maríukaffi býður upp á gómsætar veitingar. Til sölu steinar, minjagripir og ís- lenskt handveerk. S. 431 5566. Vefsíða: www.islandia.is/ steinariki SVEINSHÚS, KRÍSUVÍK: Opið fyrsta sunnudag í mánuði frá 3. júní til 2. sept. frá kl. 13-17. Áhugasamir geta pant- að leiðsögn fyrir hópa á öðrum tímum. Uppl. í símum 861-0562 og 866-3456. ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS: Sýningar við Suðurgötu lokaðar vegna endurbóta á húsnæði. ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ: Menningarsögulegar sýning- ar. Fundarstofur til leigu. Veitingastofa. Opið alla daga frá kl. 11–17. Sími 545 1400. AMTSBÓKASAFNIÐ Á AKUREYRI: Mán. til fös. kl. 10– 19. Lau. 10–15. LISTASAFNIÐ Á AKUREYRI: Opið alla daga frá kl. 14– 18. Lokað mán. NONNAHÚS, Aðalstræti 54. Opið a.d. kl. 10–17 frá 1. júní – 1. sept. Uppl. í s. 462 3555. NORSKA HÚSIÐ Í STYKKISHÓLMI: Opið daglega í sum- ar frá kl. 11–17. TAUGALÆKNIRINN og rithöf- undurinn Oliver Sacks mun halda fyrirlestur í Háskólabíói laugardag- inn 11. ágúst klukkan 13 stundvís- lega. Fyrirlesturinn nefnist „The Brain and Creativity“ eða heilinn og sköpunargáfa og er öllum heimill ókeypis aðgangur. Þetta er í annað sinn sem Oliver Sacks heldur fyrirlestur á Íslandi í boði lyfjafyrirtækisins Novartis. Hann er margverðlaunaður bæði á sviði læknisfræði og bókmennta og má til dæmis nefna að hann hefur hlotið heiðursdoktorsnafnbót í alls átta háskólum. Þekktasta bók hans er án efa „Awakenings“ en eftir henni var síðar gerð kvikmynd með þeim Robin Williams og Robert DeNiro í aðalhlutverkum. Hann stjórnaði einnig sjónvarpsþáttunum Lendur hugans (The Mind Travell- er) sem sýndir voru í Ríkissjónvarp- inu fyrir nokkrum árum. Sem stendur gegnir hann prófess- orsstöðum við Albert Einstein Col- lege of Medicine og New York Uni- versity, College of Medicine. Flytur fyrir- lestur um heilann DAGANA 9.–12. ágúst verða haldin ókeypis kynningarnámskeið í jóga undir yfirskriftinni „Beislaðu þitt innra afl“. „Á þessum kynningarnámskeið- um verður leitast við að opna augu fólks fyrir þeim ónýttu hæfileikum sem búa innra með okkur. Leitast verður við að svara spurningum eins og hvað sé lífsorka og hvernig hægt sé að auka hana, hver sé leyndardómurinn á bak við mikinn viljakraft og hvaða aðferðum beita heimsþekktir íþróttamenn við að beisla sinn innri kraft,“ segir í fréttatilkynningu. Námskeiðin, sem haldin eru í Tónskóla Sigursveins, Hraunbergi 2, fara fram sem hér segir: fimmtu- dag kl. 20–22, föstudag kl. 20–22, laugardag kl. 15–17 og sunnudag kl 15–17. Boðið verður upp á ókeypis fram- haldsnámskeið vikuna eftir. Ókeypis jóga-nám- skeið í boði Í KVÖLD fer fram 5 km hlaup, Sri Chinmoy 5000-hlaupið, á vegum Sri Chinmoy-Maraþonliðsins, við Tjörnina í Reykjavík. Hlaupið hefst við Ráðhús Reykjavíkur kl. 20 en þetta er í sjötta sinn sem efnt er til þess. Skráning hefst kl. 17 í ráðhús- inu. Hlaupið er í nágrenni Tjarn- arinnar og er hlaupaleiðin tiltölu- lega flöt. Keppt er í þremur aldursflokkum karla og kvenna þar sem sigurvegarar fá glæsileg verð- laun. Einnig verða dregnir út vinn- ingar í lok hlaupsins. Að hlaupi loknu verður boðið upp á ávaxta- hlaðborð. Sri Chinmoy 5000-hlaupið ÚTSÖLULOK verða í Kringlunni dagana 8.–11. ágúst næstkomandi. Útsölulokin verða með hefðbundnu sniði þar sem myndaður verður götumarkaður í Kringlunni. Versl- anir Kringlunnar munu koma sér fyrir á göngunum og bjóða upp á síðustu vörur útsölunnar á lækk- uðu verði. „Við hvetjum alla til að koma og upplifa skemmtilega stemmningu og gera góð kaup. Yf- ir 100 borð frá jafnmörgum aðilum verða á göngum Kringlunnar með- an á götumarkaði stendur og því ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Rétt er að benda á afgreiðslu- tíma Kringlunnar, hann er sem hér segir: mán. – mið. 10 – 18:30, fimmtudaga 10 – 21:00, föstudaga 10 – 19:00 og laugardaga 10 – 18:00,“ segir í fréttatilkynningu. Útsölulok í Kringlunni STEFÁN Haukur Jóhannesson sendiherra afhenti í fyrradag Vladimir Petrovsky, aðalfram- kvæmdastjóra Evrópuskrifstofu Sameinuðu þjóðanna, trúnaðarbréf sitt sem fastafulltrúi Íslands. Afhenti trúnaðarbréf Í DAG verður haldið málþing um stöðu og framtíð íslenskra fjölmiðla. Umsjón með málþinginu hefur Guðbjörg Hildur Kolbeins, lektor í hagnýtri fjölmiðlun, en umræðustjóri er Þorbjörn Broddason prófessor. Málþingið hefst kl. 13 og stendur til kl. 16.30 og er í stofu 101 í Odda. Málþing um fjölmiðla SUMARSKÓLI Hollráða er nú starf- ræktur annað árið í röð. Skólinn er fyrir börn frá sex til fimmtán ára aldurs og er hvert námskeið tvær vikur. Markmið skólans er að styrkja samskiptahæfni og sjálfs- mynd barna í gegnum listræna sköpun, mannleg samskipti, fram- komu á sviði og í ræðupúlti. Þau læra listina að segja vel frá og sam- skiptaæfingar og tjáningu. Börnin eru vakin til umhugsunar um sam- félagsleg málefni, s.s. umhverfismál og siðfræði. Siv Friðleifsdóttur umhverf- isráðherra var boðið í heimsókn til barnanna nýlega og starf skólans kynnt fyrir henni. Siv spjallaði við börnin og byggði með þeim úr kubb- um áður en þau settust að borðum. Þá lásu börnin nokkur af orðum dagsins fyrir ráðherrann og gáfu honum síðan gjöf sem samanstóð af öllum orðum dagsins og blómapotti. Námskeiðin eru undir hand- leiðslu Ástu Kr. Ragnarsdóttur náms- og starfsráðgjafa og fram- kvæmdastjóra Hollráða. „Börnin fræðast um umhverfismál og reynt er að nota sem umhverfisvænstar leiðir í útfærslu fræðslunnar. Við matarborðið læra þau um næringu og gildi umhverfisvænna leiða í borðbúnaði. Daglegar umræður eru við borðhaldið og hlýst jafnan nið- urstaða af þeim umræðum, sem eru kölluð orð dagsins, þar sem hug- myndir og skoðanir hópsins um mis- munandi málefni eru dregnar sam- an í fáum orðum. Börnin leita einnig að efni í dagblöðum sem tengist um- hverfismálum og er fréttin klippt út og flutt.“ Það er skilningur forsvarsmanna Sumarskóla Hollráða að það sé áhrifaríkt í baráttu fyrir bættum umhverfisháttum að virkja ung- menni á skapandi hátt. Í kennsluað- ferðum sem þessum gefst nem- endum kostur á að leggja sitt af mörkum með umræðum og hug- myndavinnu um samhliða þjálfun í að greina frá viðhorfum sínum og niðurstöðum. Morgunblaðið/Jim Smart Siv Friðleifsdóttir lék sér í Lego með krökkunum í Sumarskóla Hollráða. Umhverfisráðherra hjá Sumarskóla Hollráða ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.