Morgunblaðið - 09.08.2001, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 09.08.2001, Blaðsíða 36
MINNINGAR 36 FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF Almenn samkoma í Þríbúðum, Hverfisgötu 42, í kvöld kl. 20.00. Vitnisburðir. Ræðumaður: Valdimar Júlíusson. Fjölbreyttur söngur. Kaffi að lokinni samkomu. Allir velkomnir. www.samhjalp.is . Smiðjuvegi 5, Kópavogi. Samkoma í kvöld kl. 20.00. Uppskeruhátíð, ferðalangar okk- ar segja frá og vitna um ferð sína til Litháen. Lofgjörð, fyrir- bænir og brotning brauðsins. Allir hjartanlega velkomnir. Í kvöld kl. 20.00 Fagnaðarsamkoma fyrir nýju flokkstjórana, kafteinana Ragn- heiði Ármannsdóttur og Trond Are Schelander. Majór Knut Gamst stjórnar. Allir hjartanlega velkomnir. Aldrei er svo bjart yfir öðlingsmanni, að eigi geti syrt eins sviplega’ og nú, og aldrei svo svart yfir sorgarranni, að eigi geti birt fyrir eilífa trú! Þessar ljóðlínur Matthíasar Joch- umssonar komu mér í hug er ég fregnaði óvænt andlát frænda míns, Hjalta Guðmundssonar, en við vor- um systkinasynir. Ég veit að Sal- óme, dæturnar Ingibjörg og Ragn- hildur og barnabörnin þrjú finna styrk í trú sinni á sorgarstundu og boðskap þeim sem í orðum Matth- íasar felst. Afi okkar og amma, Sæ- mundur Sigurðsson (1859-1910) og Stefanía Jónsdóttir (1867-1953), bjuggu á Elliða í Staðarsveit og voru jafnan kennd við þann bæ. Þau eign- uðust nokkur börn sem létust ung en HJALTI GUÐMUNDSSON ✝ Sr. Hjalti Guð-mundsson, fyrr- verandi dómkirkju- prestur, fæddist í Reykjavík 9. janúar 1931. Hann lést á Landspítala, Landa- koti, 2. júlí síðastlið- inn og fór útför hans framfrá Dómkirkj- unni í Reykjavík 11. júlí. upp komust Sigurður verkstjóri (1896-1974), Guðmundur klæðskeri (1899-1939), Oddfríður húsfreyja (1902-2000), Jóhann, læknir og pró- fessor (1905-1955), og Aðalheiður móðir mín (1906-1946). Afi valdist fljótt til forystu í Staðarsveit. Hann var heimastjórn- armaður og fylgdi hin- um umdeilda sýslu- manni og þingmanni Snæfellinga, Lárusi H. Bjarnasyni. Vorið 1910 var amma skorin upp á Landa- kotsspítala. Afi fór sjóleiðis frá Stykkishólmi til að sækja hana. Hann kvefaðist á leiðinni, fékk lungnabólgu og lést úr henni í Reykjavík. Nú var Lárus H. Bjarna- son ekki lengur sýslumaður Snæfell- inga en orðinn forstöðumaður ný- stofnaðs Lagaskóla í Reykjavík. Er hann frétti lát samherja sínslét hann smíða kistu Sæmundar á sinn kostn- að. Sigurður Sæmundsson sagði mér þessa sögu og ég tel þess virði að hún falli ekki í gleymsku, ekki síst vegna þess hve ófögur mynd hefur oft verið dregin upp af Lárusi. Þegar Hjalti þjónaði Stykkishólmsprestakalli voru enn á lífi gamlir Snæfellingar sem mundu vel eftir afa. Amma fluttist til Reykjavíkur 1915 og vildi með því tryggja mennt- un og framtíð barna sinna. Guð- mundur fór í klæðskeranám hjá frænda sínum, Vigfúsi Guðbrands- syni, og varð seinna meðeigandi hans. Ég kynntist Hjalta vel þegar við unnum saman í veðdeild Lands- bankans snemma á sjöunda áratugn- um. Ég var þar sumarmaður og hann nýkominn frá Bandaríkjunum. Þarna vann úrvalsfólk og auk okkar Hjalta voru þeir Gústaf Jóhannesson og Barði Árnason miklir tónlistar- áhugamenn. Kaffitímarnir voru mjög skemmtilegir, einkum þegar talið barst frá íþróttum og stjórn- málum að tónlist og sönglögum. Hjalta var tónlistaráhugi í blóð bor- inn úr báðum ættum. Fyrir nokkrum mánuðum heyrði ég mér til mikillar ánægju í útvarpsþætti Bjarka Svein- björnssonar nokkrar upptökur með söng Ingibjargar, móður Hjalta. Faðir hans lést hins vegar svo snemma að ólíklegt er að til séu hljóðritanir með söng hans, en þó er aldrei að vita. Eins og Guðmundi Sæmundssyni hefur verið lýst fyrir mér held ég að Hjalti hafi líkst honum mjög að útliti og skapferli. Hjalta fylgdi ævinlega hlýja og glaðværð sem komu beint frá hjartanu. Kímnigáfu átti hann ómælda en algerlega græskulausa. Sumarið 1987 var Dinna systir hans í heimsókn hér. Barnabörnin frá Elliða komu þá saman á heimili mínu með mökum. Þá var Hjalti sannarlega hrókur alls fagnaðar. Í sextugsafmæli hans í safnaðarheimili Dómkirkjunnar komu Fóstbræður að sjálfsögðu í heimsókn. Þegar afmælisbarnið fékk að velja lag kom æringinn upp í dómkirkju- prestinum sem vildi fá að heyra: Hæ, tröllum á meðan við tórum. Því miður höguðu atvikin því svo að ég gat ekki fylgt Hjalta síðasta spölinn. Ég kveð þennan ljúfa frænda minn með innilegu þakklæti fyrir vináttu og hlýhug. Mér finnast niðurlagsorð 23. Davíðssálms lýsa lífi Hjalta vel: Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. Baldur Símonarson. Nú er skarð því að skjólið er horfið er skýldi í bernskunnar tíð og margt er í minningu sorfið er markaði gleði og stríð. Þau gleymast ei gömlu sporin er gengum við þér við hlið, um nóttlausu veraldarvorin við hlýddum á fuglanna klið. Ég veit að Guð þig mun geyma þó glitrar mér tár á kinn, við elskum og virðum allt heima vökum og biðjum um sinn. Við kveðjumst með klökkva í sinni er kallinu þú hefur hlýtt, en lífsstarf þitt lifir í minni þín leiðsögn og viðmótið blítt. (Reynir Hjartarson.) Elsku besti pabbi minn, þú kvadd- ir þennan heim skyndilega. Þér var þó alltaf tamt að ganga fljótt til verka. Við sem eftir sitjum munum sakna þín sárt. Við finnum þó hugg- un í því að það verður vel tekið á móti þér í guðsríki af syni, foreldrum og fleirum. Það er svo ótal margt sem ég vil segja um þig. Það sem þó stendur upp úr er að þú varst öðlingur í orðs- ins fyllstu merkingu, ávallt hjarta- KÁRI ELÍAS KARLSSON ✝ Kári Elías Karls-son fæddist á Rauðá í Bárðardal 18. ágúst 1919. Hann lést á heimili sínu hinn 30. júlí síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Akureyrar- kirkju 7. ágúst. hlýr við menn og mál- leysingja. Og allra best sást það eftir að veik- indi mömmu fóru versnandi, hvað þú varst blíður og góður. Hún þakkar það af ást og alhug pabbi minn. Gleðin var mikil hjá þér og mömmu þegar barnabarnabörnin fóru að koma hvert af öðru. Minningin um þig og þína eftirbreytni verð- ur þeim leiðarljós. Við Hreinn þökkum þér fyrir alla þína blíðu og hjálpsemi í gegnum árin. Sérstak- lega þökkum við mörg handtökin við byggingu hússins okkar í Eikar- lundi. Elsku mamma, guð hjálpi þér og okkur öllum að sjá ljós lífsins eins og pabbi hefði viljað. Guð leiði þig, en líkni mér, sem lengur má ei fylgja þér, En eg vil fá þér englavörð, míns innsta hjarta bænagjörð: Guð leiði þig. (Matth. Joch.) Þín dóttir og tengdasonur, Þórveig Bryndís og Hreinn. Og dagurinn leið í djúpið vestur, og Dauðinn kom inn til þín. Þú lokaðir augunum – andartak sem ofbirta glepti þér sýn. Og um varir þér brá fyrir brosi þeirra, sem bíða í myrkrinu og þrá daginn – og sólina allt í einu í austrinu rísa sjá. Og Dauðinn þig leiddi í höll sína heim þar sem hvelfingin víð og blá reis úr húmi hnígandi nætur með hækkandi dag yfir brá. Þar stigu draumar þíns liðna lífs í loftinu mjúkan dans. Og drottinn brosti, hver bæn þín var orðin að blómum við fótskör hans. Hann tók þig í fang sér og himnarnir hófu í hjarta þér fagnandi söng. Og sólkerfi daganna svifu þar um sál þína í tónanna þröng. En þú varst sem barnið, er beygir kné til bænar í fyrsta sinn. Það á engin orð nógu auðmjúk til, en andvarpar: Faðir minn! (Tómas Guðmundsson.) Vertu sæll elsku afi, við kveðjumst nú að sinni. Kveðjustundina bar brátt að eins og oft vill verða. Þrátt fyrir það að samverustundirnar á liðnum árum hafi ekki verið jafn- margar og áður vegna búsetu okkar bæði erlendis og í Reykjavík héldum við góðu sambandi. Þú fylgdir okkur ætíð á ferðum okkar þó að fjarlægðin væri oft mikil. Heimsóknirnar til afa og ömmu í Helgamagrastrætið og seinna í Víðilundinn voru ómissandi liður í ferðum okkur norður og gleymast ekki. Afi minn, þú skilur eftir gott veganesti fyrir okkur sem eftir erum. Hófsemi, iðni, hjarta- hlýja og hjálpsemi voru vörður á vegi þínum og okkur til eftirbreytni. Fyrir okkur sem eftir eru er hugg- unina að finna í minningunni um þig og í Guðsorði sem þú hafðir að leið- arljósi. „Jesús mælti: „Ég er upprisan og lífið. Sá sem trúir á mig, mun lifa, þótt hann deyi.“ Og hver sem lifir og trúir á mig, mun aldrei að eilífu deyja…..“. (Jóhannesarguðspjall 11; 25 – 26) Þínir dóttursynir, Kári og Arnar. ✝ Konráð SverrirAuðunsson frá Neskaupstað fæddist í Reykjavík 11. júlí 1941. Hann lést á sjúkrahúsinu í Nest- ved í Danmörku 21. júlí síðastliðinn. For- eldrar hans voru Auðunn Jóhannes Þórðarson, f. 26.9. 1909, d. 26.6. 1965, og Pálína Ásgeirs- dóttir, f. 17.7. 1914, d. 4.5. 1998. Systkini Konráðs eru Lilja Hulda, f.1944, S. Jó- hann, f. 1946, og Elísabet Sigríð- ur, f. 1959. Hinn 25. október 1964 kvæntist Konráð Mögnu Auðuns- son frá Klaksvík í Færeyjum, f. 16.9 1946. Foreldrar hennar eru John Lassen, f. 6.12. 1917, og Anna Lassen, f. 1.12. 1911. Dóttir Konráðs fyrir hjónaband er Krist- ín Björg, f. 10.11. 1961, í sambúð með Sigfúsi Ólafssyni og á hún tvö börn, Björgu Ólöfu og Ólaf, móðir Kristínar Bjargar er Jenný Aðalsteins- dóttir. Konráð og Magna eiga tvo syni: Auðun Jóhannes, f. 29.11. 1964, kvæntur Lilliane Svöðstein og eiga þau þrjú börn, Magna, Henning og Rebekku, þau eru búsett í Klaksvík í Færeyjum. Jón Meinhard, f.13.5. 1966, kvæntur Herthu Konráðsson og eiga þau þrjú börn: Konráð, Elsu Maríu og Rósu Maríu. Þau eru bú- sett í Noregi. Konráð byrjaði ungur til sjós og var sjómaður allt sitt líf, á Íslandi og í Færeyjum. Síðasta árið bjuggu Konráð og Magna á Mön í Danmörku vegna veikinda Kon- ráðs. Konráð var jarðsunginn frá Klaksvíkurkirkju í Færeyjum 31. júlí síðastliðinn. Ég opnaði blaðið mitt í gær 24. júlí og sá þar tilkynningu um and- lát. Það snart mig. Þessi maður, ásamt konu hans, var í mörgum minningabrotum í lífi mínu. Hann Konni. Konni hennar Mögnu, fær- eysku vinkonu minnar, – fólk sem ég hitti fyrst á Norðfirði, er ég bjó þar um tíma. Minningamyndir. Orkuboltinn Konni að koma heim úr vinnunni. Þá var fjölskyldan í Reykjavík, á leiðinni að flytja til Færeyja. Bjuggu í fleti hjá mér í nokkrar vikur. Hann Konni var þá að keyra stóra trukka langt fram á kvöld, al- veg þangað til þau fóru. Síðan eru komin u.þ.b. tuttugu ár. Magnea fór í framhaldsnám og gerðist barnakennari í Klakksvík. Konni stundaði sjóinn, drengirnir þeirra Jón og Auðunn uxu úr grasi, nú kvæntir menn og feður. Við höfðum lítið samband, bréfa- skriftir strjálar, en samt var ein- hver strengur á milli. Ég hitti Mögnu oft óvænt, námsferðir með skólanum hennar, Konna talaði ég við í síma er hann kom til Íslands til að fylgja móður sinni til grafar, en hitti hann ekki, þá var hann og að flýta sér heim til að vera við fermingu elsta barnabarnsins, Magna. Mér til mikillar ánægju heimsótti ég þau hjón til Færeyja, þar sem ég var að vinna verkefni, og bjó á Farfuglaheimilinu í Klakksvík, en kom daglega til þeirra, fékk góm- sætan kjúkling og aðrar kræsingar. Passaði svo hús þeirra þegar þau fóru í frí til Aberdeen þar sem Magna fór á listnámskeið í málun. Konni hvatti konu sína mikið í list- sköpun hennar, smíðaði ramma ut- an um myndirnar sem hún svo sýndi við góðar undirtektir. – Þau hjón fóru með mig í skoðunarferðir um næsta nágrenni, gegnum nokk- ur göng gegnum fjöll, sem Konni sagðist hafa unnið við, þá nýkvænt- ur ungur maður, um þrjátíu árum áður. Minningamyndir. Í mínum huga voru Magna og Konni alltaf eins. Konni kom Mögnu til að brosa og hlæja, það var eins og þau bættu hvort annað, voru hvort öðru góðir ogumhyggjusamir félagar. Konni hafði mikinn áhuga á þjóð- félagsmálum, og hafði skoðanir sem mér virtust mjög skynsamlegar, þótt ekki hefði vit á málum. Hann var mjög spenntur fyrir olíubor- ununum sem nú eru hafnar við Færeyjar, og á afmælisdegi Mögnu, 16. september, á að vera komin nið- urstaða um hvort um olíu er að ræða. Síðustu ár hafði Konni ekki verið heill heilsu, þurfti að dvelja lang- dvölum í Danmörku til lækninga, og bjó hjá yngri syni sínum og fjöl- skyldu þar. Síðast þegar ég hringdi í Mögnu voru þau saman í Klakks- vík að halda upp á afmæli hennar. Minningin lifir um góðan dreng. Ég vil votta Mögnu, Auðuni, Jóni, barnabörnunum, systkinum hans, tengdaforeldra og öðrum vandamönnum djúpa samúð. Norma E. Samúelsdóttir. KONRÁÐ AUÐUNSSON EIGI minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði ef útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: Í sunnudags- og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. Í miðviku- dags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að ber- ast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins til- tekna skilafrests. Skilafrestur minningargreina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.