Morgunblaðið - 09.08.2001, Blaðsíða 17
NEYTENDUR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 2001 17
ljósi þess má leiða líkur að því að
verð sé aðeins lægra í ár en á
sama tíma í fyrra, sér í lagi á tóm-
ötum, en aðeins tæpra 5% verð-
lækkun hefurorðið á grænni papr-
iku frá í fyrra. Tollar á grænni
papriku hafa lækkað um þriðjung
frá því á sama tíma í fyrra, að
sögn Guðmundar Sigþórssonar,
skrifstofusjóra í landbúnaðarráðu-
neytinu. „Sú tollalækkun ætti að
skila sér í lægra verði á grænni
papriku, íslenskri eða innfluttri, sé
sú staðhæfing rétt að tollarnir
haldi verði til framleiðenda uppi
um sumartímann þegar framleiðsl-
an er hvað mest.“
Tollar á litaðri papriku, sperg-
ilkáli og kínakáli bera hins vegar
sömu gjöld og í fyrra, að sögn
Guðmundar.
Nóg framboð af papriku
Framboð er nóg af papriku og
öðru íslensku grænmeti þar sem
tíðin hefur verið þokkaleg í sumar,
um 171% milli Bónuss og Ný-
kaups. Tómatar voru dýrastir í
Hagkaupi, á 298 kr. kg, en ódýr-
astir í Bónus, á 135 kr. Verðmun-
urinn er því um 121%.
Tollalækkun á grænni papr-
iku skilar sér ekki í verði
Hagstofa Íslands gerir mánað-
arlega verðupptöku á matvörum
sem birt er í Hagtíðindum, og í
nóvemberhefti síðastliðins árs
kemur fram að meðalverð á
grænni papriku var í byrjun ágúst
í fyrra 614 kr., kínakálið kostaði
324 kr. og tómatarnir 287 kr. Í
MIKILL verðmunur reyndist vera
á íslensku grænmeti milli verslana
á höfuðborgarsvæðinu, þegar
blaðamenn Morgunblaðsins könn-
uðu verð í sex verslunum sl.
þriðjudag.
Þegar heildarverð fimm græn-
metistegunda var borið saman var
karfan 100% ódýrari í Bónus en í
Nýkaupi og Hagkaup fylgdi þar á
eftir. Um 106% verðmunur reynd-
ist vera á grænni papriku, hún var
ódýrust í Bónus á 339 kr. en dýr-
ust í Nóatúni og Nýkaupi á 699 kr.
Einnig reyndist mikill verðmunur
vera á kínakáli milli verslana, mest
svipuð og í meðalári, að sögn Kol-
beins Ágústssonar hjá Sölufélagi
garðyrkjumanna. Verð á íslensku
grænmeti á að fara eftir framboði,
að mati Kolbeins, en ekki eftir því
hve tollar eru háir á innfluttu
grænmeti. „Ef verðið er hátt á ís-
lensku vörunni geta menn séð sér
hag í að flytja inn grænmeti, ann-
ars ekki.“ Skýringu á háu papr-
ikuverði miðað við aðrar grænmet-
istegundir segir Kolbeinn vera
minni uppskeru á hvern fermetra,
sé til dæmis miðað við agúrkur.
Lituð paprika er alla jafna dýrari í
verslunum en græn þar sem hún
þarf að vaxa lengur.
Kál og gulrætur
munu líklega lækka
Hagstætt verð á tómötum og
agúrkum þessa dagana skýrir Kol-
beinn með því að framboð sé gott
sem hafi skilað sér í lægra vöru-
verði. „Kál af ýmsum tegundum er
hins vegar nýkomið á markað, og
verð er hátt enn sem komið er, en
mun ef að líkum lætur lækka í
verði á næstunni og það sama á við
um gulrætur, en þær hafa hingað
til eingöngu verið ylræktaðar.“
Auk þess nefnir Kolbeinn að upp-
skera á íslenskri papriku hafi enn
ekki náð hámarki.
Misræmi í verði í Hagkaupi
Ekki var að finna neitt misræmi
á hillu- og kassaverði verslana
nema í Hagkaupi. Þar kostaði
kínakálið 389 kr. hvert kíló við
kassann en í hillu var það verð-
merkt á 199 kr. Aftur á móti var
spergilkálið dýrara í hillu en við
kassa.
Verðkönnunin var gerð um kl.
17.30 þriðjudaginn 7. ágúst í sex
matvöruverslunum á höfuðborgar-
svæðinu. Tekið skal fram að ekki
var tekið tillit til gæða grænmetis
í könnuninni eða til þjónustu í
verslunum, heldur einungis spurt
um verð.
Verðkönnun á íslensku grænmeti á höfuðborgarsvæðinu
Um 100% verðmunur á
milli Bónuss og Nýkaups
!
""!
#"
$!
" !
#%!
#&"'(
) *
+
%%,
(,!
$!,
%,
"!
",!
$&"!"
-
./00
!
"!!
$$$
(,
#%
#,!
#&%!
- 1
- 1
%!,
(!!
#!!
!
!
#!!
$&$,%
/
) 2
* (,%
#!,
""!
",
"!,
$&'('
-3
%!,
(!!
$$!
!,
!!
,
$&(#'
4
5
%&1 $''#
6)7)
+
8 &
Rauð paprika er seld á 798 kr. í Nýkaupi og Nóa-
túni skv. nýrri verðkönnun Morgunblaðsins en
ódýrust er hún á 459 kr. Gott verð er á tómötum en
meira en 100% verðmunur er á milli verslana á
kínakáli, tómötum, gulrótum og grænni papriku.
Morgunblaðið/Ásdís
Tollar hafa lækkað um þriðjung á grænni papriku frá því á sama
tíma í fyrra en það hefur lítið skilað sér í verði.
EITUREFNI fundust í þriðjungi
sýna grænmetis og ávaxta í nýrri
rannsókn Evrópusambandsins og
fleiri efni en leyfileg eru komu fram í
5% sýnanna. Könnunin náði til allra
Evrópusambandslandanna auk Ís-
lands og Noregs að því er fram kem-
ur í Berlingske Tidende.
Á meðal þeirra landa sem komu
illa út úr könnuninni voru Frakk-
land, Holland og Austurríki en tals-
vert er flutt hingað til lands af vörum
frá þessum löndum.
Reglulegt eftirlit hér á landi
Hollustuvernd er með mjög virkt
eftirlit með eiturefnum í grænmeti
og ávöxtum, bæði innfluttum og inn-
lendum, að sögn Elínar Guðmunds-
dóttur matvælafræðingur hjá Holl-
ustuvernd ríkisins. „Við tökum
reglulega sýni af grænmeti og ávöxt-
um sem verið er að flytja til landsins
og mælum hvort í þeim séu eiturefni
yfir leyfilegum mörkum. Það kemur
stundum fyrir að efnin eru yfir
mörkum og þá eru vörurnar ekki
seldar hér. Fjöldi þessara tilvika er
mjög svipaður frá ári til árs og við
höfum ekki séð miklar sveiflur und-
anfarið,“ segir Elín.
Fram kemur í skýrslu Hollustu-
verndar um eiturefni í matvælum frá
1999 að á árunum 1994 til 1999 voru
3,3% með leifar af eiturefnum yfir
leyfilegu hámarki og tekin voru að
meðaltali tæplega 240 sýni á ári.
Svipað hlutfall sýna innihélt eitur-
efni og í könnun nýju Evrópusam-
bandsins, eða um 33%.
Eiturefni í þriðj-
ungi grænmetis
KOMINN er á markað undirfatn-
aður frá Oroblu sem heitir Dolce
Vita. Fatnaðurinn er saumlaus og
því mótar ekki fyrir honum í
gegnum fatnað. Boðið er upp á
nokkrar tegundir af buxum og
toppum.
Saumlaus
undirföt
Nýtt