Morgunblaðið - 09.08.2001, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 09.08.2001, Blaðsíða 46
FÓLK Í FRÉTTUM 46 FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ Borgarkringlan, Ath. við erum flutt á 3. hæð fyrir ofan Hagkaup þar sem Krista og læknastofur eru Kringlan 8–12, s. 581 1380. www.betralif.is Wicca bækur Steinaspil Orkuarmbönd Rúnir Tíbet bjöllur www.betralif.is NÝ SENDING  ÁLAFOSSFÖT BEZT: Tónleikar með Robin Nolan trio laugardags- kvöld kl. 22:00. Hljómsveitin spilar django-sígaunadjass. 1000 króna að- gangseyrir.  BROADWAY: Milljónamæring- arnir með sinn árlega sparidansleik laugardagskvöld. Söngvarar Millj- ónamæringanna verða að þessu sinni þeir Raggi Bjarna, Stephan Hilmarz, Bjarni Ara og Páll Óskar.  BÚÐARKLETTUR, Borgarnesi: Diskórokktekið og plötusnúðurinn Skugga-Baldur föstudagskvöld. Þotuliðið leikur laugardagskvöld.  CATALINA, Hamraborg: Þotulið- ið leikur föstudagskvöld. Hinir eld- hressu Gammel Dansk sjá um fjörið laugardagskvöld.  FÉLAGSHEIMILIÐ BLÖNDU- ÓSI: Á móti sól leika á Bylgjulest- arballi laugardagskvöld.  GAUKUR Á STÖNG: Hljómsveitin Jet black Joe kemur aftur saman fimmtudagskvöld. Sálin hans Jóns míns föstudagskvöld. Forsala að- göngumiða á Gauknum. Hljómsveitin Buttercup laugardagskvöld. Striga- skór no. 42 mánudagskvöld.  H.M. KAFFI, Selfossi: Hljómsveit- in Spilafíklarnir leikur föstudags- og laugardagskvöld.  KAFFI REYKJAVÍK: Hinir lands- frægu Lúdó og Stefán spila föstu- dags- og laugardagskvöld. Dj Antik hitar upp.  KRINGLUKRÁIN: Hljómsveit Rúnars Júlíussonar sér um að skemmta gestum föstudags- og laug- ardagskvöld.  KRÚSIN, Ísafirði: Rúnar Þór ásamt Ísfirðingunum Reyni Guð- mundssyni og Samúel Einarssyni, eða „Samma rakara“ föstudags- og laugardagskvöld.  LUNDINN, Vestmannaeyjum: Hljómsveitin Hafrót leikur fyrir dansi föstudags- og laugardagskvöld.  SPOTLIGHT: Dj Cesar í búrinu í kvöld, föstudagskvöld. Allir hýrir og kátir á Spotlight laugardagskvöld kl. 23:00. Hinsegin hátíðardansleikur í tilefni Gay Pride. Dj Cesar, Dj Dagný og Dj Páll Óskar halda uppi stemmningu langt fram á morgun. Drottningarnar í DivaLicious stíga á svið.  STAPINN, REYKJANESBÆ; Land og synir laugardagskvöld.  VIÐ POLLINN, Akureyri: Dans- sveitin KOS skemmtir föstudags- og laugardagskvöld.  VÍDALÍN: Batterí spila fimmtu- dagskvöld. Fram koma Hjörleifur Jónsson, Þorgrímur Jónsson, Dj Gísli galdur og Samúel Jón Samú- elsson. Djass-skotinn hipphopspuni í anda St. Germain og Air. Buffbræð- urnir Pétur, Matti og Bergur sjá um skemmtunina föstudags- og laugar- dagskvöld. Frá A til Ö Lúdó og Stefán spila á Kaffi Reykjavík um helgina. SÚ íþrótt að renna hönd upp um pils er víst stunduð grimmt á vaxmyndasafninu Madame Tuss- aud’s Waxwork í London. Þó þurfa þær stúlkur sem heimsækja safnið ekki að örvænta, því það er vaxstytta ofurfyrisætunnar Elle Macpherson sem verður iðu- lega fyrir barðinu. Slík er ágengni karlpeningsins að nú hefur verið ráðinn vörður til þess að vernda styttuna frá gælum þeirra. Styttan er metin á um 5,6 milljónir króna og því gæti áframhaldandi káf valdið safninu töluverðu fjártjóni. „Menn geta ekki haldið höndunum af Elle,“ er haft eftir einum safnvarðanna. „Við þurfum stöðugt að vera laga á henni hárið, skyrtuna og pils- ið.“ Vaxstytta Elle Macpherson áreitt Reuters Fyrirsætan Elle Macpherson, holdi klædd. Dónar á vaxmynda- safni NÚ ERU aðeins níu mán- uðir þar til kafli tvö í Stjörnustríðsgeimsápuóper- unni verður frumsýndur vestanhafs. Skoðanir manna á fyrsta kaflanum eru misjafnar en þó eru flestir eldri aðdáendur myndaraðarinnar á þeirri skoðun að ekki hafi tekist nægilega vel til í það skipt- ið. Bíða þeir því spenntir eftir að sjá hvort leikstjór- inn George Lucas nái að endurheimta þann ljóma sem hvílir yfir eldri þrí- leiknum á ný með útgáfu nýju myndarinnar. Rétt fyrir helgi gáfu framleiðendur Stjörnu- stríðsmyndanna út fréttatil- kynningu á www.starwars.- com þar sem nafn næstu myndar var opinberað. Á hún að heita Attack of the Clones og er þar vísað til „klónastríðsins“ sem Ben gamli Kenobi (Alec Gui- ness) talaði um í kafla fjög- ur, eða fyrstu myndinni sem gerð var. Aðdáendur hafa brugðist mis- vel við nafninu, en framleiðendur myndanna segja nafnið skírskotun í svokallaðar „pulp-bókmenntir“, þaðan sem upprunalegu myndirn- ar drógu innblástur sinn. Kafli tvö gerist tíu árum eftir kafla eitt, The Phantom Menace, en miklar breytingar hafa átt sér stað í stjörnuþokunni í óra, óra fjarlægð. Sagan segir frá því er örlögin leiða söguhetjur okkar saman á ný, í fyrsta sinn síðan þau endurheimtu sjálfstæði plánetunn- ar Naboo úr höndunum á hinu illa Viðskiptabandalagi. Hetjan okkar, Anakin Skywalker (leikinn af Hay- den Christensen), maðurinn á bak við grímu Svarthöfða í eldri þrí- leiknum, er nú orðinn þrautreynd- ur Jedi-lærlingur Obi Wans Ken- obi (Ewan McGregor). Þeir fá það verkefni að vernda Padmé (Natalie Portman), fyrrverandi drottningu Naboo og núverandi þingmann, en lífi hennar er ógnað af mönnum sem vilja fella þingið. Illi þingmað- urinn í sykurpúðagervinu, Palpat- ine (Ian McDiarmid), heldur áfram að salsa til sín völdum á laun og hefur hann augastað á hinum unga Jedi-Riddara. Nýtt illmenni lítur dagsins ljós, Count Dooku (Chri- stopher Lee), fyrrverandi Jedi- riddari sem snéri baki í regluna og féll fyrir freistingum myrkravald- ana. Anakin og Padmé fella hugi saman og pilturinn stígur sín fyrstu skref í átt til glötunar og inn í járngrímu eins magnaðasta illmennis kvikmyndasögunnar. Myndin á að hafa töluvert alvar- legra yfirbragð en sú síðasta og verður aðkoma sprelligosans Jar Jar Binks víst í minna lagi. Guði sé lof fyrir það. Stjörnustríðskafla tvö gefið nafn Árás klónanna Leikarinn Hayden Christensen í hlut- verki Anakins Skywalkers í Star Wars: Episode 2 – Attack Of The Clones.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.