Morgunblaðið - 09.08.2001, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 09.08.2001, Blaðsíða 45
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 2001 45 Hinn árlegi stórdansleikur á B r o a d w a y l a u g a r d a g i n n 11. á g ú s t RADISSON SAS, HÓTEL ÍSLANDI Forsala miða alla virka daga kl. 11-19. Sími 533 1100 • Fax 533 1110 Forsala aðgöngumiða í Samspil/Nótunni Skipholti 21, sími 595-1960. Einnig er forsala á Broadway alla daga. MÆRINGARNIR MILLJÓNA O G S Ö N G V A R A R N I R P á l l Ó s k a r, R a g g i B j a r n a , S t e p h a n H i l m a r z o g B j a r n i A r a Húsið opnað klukkan 23:00. Miðaverð aðeins kr. 1.800. St af ræ na H ug m yn da sm ið ja n / 2 81 0 segull EÐA „Galdur og gaman“ eins og segir í opinberri dagskrá frá hátíð- arhöldurum. Sýningin Galdrastef á ströndum, sem hýst er á Hólmavík, mun nefni- lega standa fyrir um margt óvenju- legri menningar- og fjölskylduhátíð um þessa helgi, þ.e. dagana 10.-12. ágúst, þar sem temað er galdrar á Íslandi í sinni fjölbreytilegustu mynd. Hátíðin mun fara fram í Bjarnarfirði á Ströndum, en Strandamenn þóttu rammastir seið- manna hér á öldum áður. Í Bjarn- arfirði er um þessar mundir verið að byggja upp Búandkarlakot, annan áfanga Galdrasýningarinnar, en alls er áætlað að „útibú “ sýningarinnar verði fjögur, öll staðsett á Strönd- um. Morgunblaðið innti Hilmar Örn Hilmarsson, einn aðstandenda sýn- ingarinnar, eftir því af hverju ákveðið hefði verið að ráðast í þetta verkefni. Hann svarar því til að í fyrra hafi hann komið að opnun fyrsta áfanga safnsins í Hólmavík. „Ég varð svo bara ástfanginn af þessu safni,“ segir hann. „Hún er frábær hugmyndin sem liggur þarna að baki. En það er alltaf erfitt að fá peninga í svona framkvæmdir þannig að það var ákveðið að vera með uppákomu sem sýnir um leið annan áfanga safnsins.“ Hilmar segir ekki hafa staðið á fólki sem vilji leggja þessu lið; fjöldi listamanna verður með uppákomu um helgina og margt verður hægt að gera sér til skemmtunar. Um ástæður þessa mikla áhuga er hann þó ekki viss. „Ég veit ekki hvað þetta er. Mér finnst eins og þessi hlutir sem hafa þótt hallærislegir og hjákátlegir séu orðnir móðins. Kannski hefur Harry Potter eitthvað með þetta að gera?“ Margt á seyði Dagskráin er annars æði tilkomu- mikil og fer hér á eftir upptalning á því helsta: Strax eftir setningu hátíðarinnar munu galdramenn á Ströndum kveða niður drauga og aðrar for- ynjur ásamt Leikfélagi Hólmavíkur, en þar á eftir mun sönghópurinn Gríma flytja íslenska tónlist frá 17. öld, en þá var uppgangur galdraof- sókna hérlendis hvað mestur. Ný- legar rannsóknir hafa nefnilega leitt í ljós að tónlistararfur Íslend- inga er til muna fjölskrúðugri en áð- ur var talið og fá gestir að heyra dæmi um það hjá Grímu. Þar á eftir mun síðrokksveitin (seiðrokks- sveitin?) Sigur Rós leika ásamt kvæðamanninum Steindóri And- ersen og strengjasveitinni Animu. Þetta verða líkast til síðustu tón- leikar Sigur Rósar hérlendis á þessu ári. Að dagskrá lokinni verður svo táknræn minningarathöfn um þá ólukkans einstaklinga sem urðu fyr- ir áðurnefndum galdraofsóknum á sínum tíma. Hilmar Örn Hilmarsson, Edda Heiðrún Backman og Magnús Rafnsson taka þátt í flutningi minn- ingarstemmu ásamt strengjakvart- ettinum Animu. Fjölmargt er svo hægt að gera sér til fróðleiks og skemmtunar. Risarennibraut, sund- laug og hoppukastali er á staðnum og hægt verður að fara í reiðtúra, húðkeipssiglingu og hlusta á lestur þjóðsagna í sérstöku þjóðsagna- tjaldi. Sölubásar, mynd- og hand- verkssýningar verða og í gangi. Á laugardaginn kl. 13:00 mun Möguleikhúsið sýna Völuspá eftir Þórarin Eldjárn og í kjölfarið á sýn- ingunni verður farið í yfirgripsmik- inn ratleik um Bjarnarfjörð sem nefnist „Hvar er Vala?“ Ung- listahópurinn Morrinn og víking- urinn Guðjón Guðmundsson verða einnig með uppákomur. Kvölddagskrá laugardagsins hefst með því að Arnar Jónsson og Harpa Hlín Jónsdóttir koma fram sem Hemúllinn og Harpa en síðan koma fram m.a. Kvennakórinn Norðurljós, sagnamennirnir Sig- urður Atlason og Magnús Rafnsson, Andrea Gylfadóttir, Eddi Lár, Stein- dór Andersen og Guðlaugur K. Ótt- arsson, fyrrum Kuklari. Einnig mun sjálfur meistari Megas troða upp. Kvöldinu lýkur svo með frumflutn- ingi á verki eftir Hilmar Örn Hilm- arsson sem fjallar um galdramann- inn Svan á Svanshóli og er hann studdur valinkunnum hljómlist- armönnum og forláta flugeldasýn- ingu sem spilar stóran þátt í verk- inu. Miða á hátíðina er hægt að nálg- ast í síma 800-6434 og 595-7999. Einnig á midasala.is. Kukl og kátína Morgunblaðið/GolliHilmar Örn ásamt Sigur Rós. TENGLAR .................................................... http://www.vestfirdir.is/galdrasyn- ing/galdrastef2.htm Galdrastef á ströndum - fjölskylduhátíð í Bjarnarfirði ÞAÐ vill gleymast í miðri orrahríð markaðs- og R og B-vænnar hipp- hopptónlistar að til eru margar hliðar og mismunandi á þessu vinsæla formi. Neðanjarðarrappið fer t.d. ekki hátt í almennri umræðu og ekki nema furða – enda er það neðanjarðar! Þar fer þó iðulega fram mikil tilrauna- og braut- ryðjandastarfsemi sem skilar sér svo oftast upp á yfirborðið í útvatnaðri mynd seint og síðar meir. Einn af at- hyglisverðari undirgrundarhipp- hoppurum síðustu ára er Brooklynbú- inn Sensational en á dögunum kom út fjórða breiðskífa pilts, Get on my Page. Nálgun Sensational við hipphoppið er æði sérstök og nýstárleg. Tónlistin frumstæð, með einföldum og „skítug- um“ töktum; rappið muldrað líkt og hann liggi hálfrotaður undir teppi. Berstrípað og kæruleysislegt en þess má geta að á fyrstu plötunni, Loaded with Power (1997), var röddin tekin upp í gegnum heyrnartól en ekki hljóðnema. Sensational komst fyrst til metorða er hann gekk í hina fornfrægu rapp- sveit Jungle Brothers og vann með þeim að hinni umdeildu en framsýnu plötu J. Beez Wit the Remedy (1993). Hann var þá einungis fimmtán ára gamall og notaðist við nafnið Torture sem er nokkuð hæfandi ef miðað er við skuggalegt og skítugt hipp-hoppið sem hann átti eftir að fást við síðar. Sem Torture átti hann nokkur lög á safnplötum frá útgáfunni WordSound sem einbeitir sér að útgáfu á sértæku rappi („abstract hip-hop“) og hinu skringilega nefnda „illbient“, sem er vel steikt og soðin stórborgartónlist; hvar finna má raftóna, sveim, „dub“, hipp hopp og trommu og bassa (ágætt dæmi er fín plata DJ Spooky frá 1998 Riddim Warfare). Þrjár fyrstu plötur Sensational, áð- urnefnd Loaded with Power, Corner the Market (1999) og Heavyweighter (2000), komu svo út á WordSound og vöktu á honum verðskuldaða athygli, þótt vissulega njóti hann fremur aðdáunar gagnrýnenda en kaupenda – enn sem komið er a.m.k. Á nýjustu afurðinni fetar Sensational enn hinn bugðótta stíg og taktrímið er tryllt sem fyrr. Okkar maður býr eins og stendur alls staðar og hvergi; gistir á sófum hjá vinum og vandamönnum. En allt- af er hann að; vinnur hörðum höndum að sínu afskræmda og einstaka hipp hoppi upp á hvern einasta dag. FORVITNILEG TÓNLIST Sens- ational Þessi mynd segir í raun allt sem segja þarf um Sensation- al og list hans. Arnar Eggert Thoroddsen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.