Morgunblaðið - 09.08.2001, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 09.08.2001, Blaðsíða 13
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 2001 13 HANDVERKSHÁTÍÐIN Hand- verk 2001 hefst á Hrafnagili í Eyja- fjarðarsveit í dag, fimmtudaginn 9. ágúst og stendur í fjóra daga. Hand- verkshátíðin er sú níunda í röðinni á jafn mörgum árum og er orðin að föstum og ómissandi lið í tilveru ís- lensks handverksfólks. Aðsókn að sýningunum hefur ver- ið einstaklega góð allt frá byrjun og sækja þær milli sex og átta þúsund gestir árlega víðs vegar af landinu. Hátíðin er því einn stærsti viðburður í ferðaþjónustu á Norðurlandi á hverju ári. Samtals er sýningarsvæðið um 1.700 fermetrar í íþróttahúsi og kennsluhúsnæði Hrafnagilsskóla. Einnig er sýnt í útibásum. Á sýning- arsvæðinu verða bæði sölu- og vinnubásar handverksfólks og gefst gestum tækifæri á að sjá handverks- fólk að störfum Þema sýningarinnar að þessu sinni er „sauðkindin“. Leit- ast verður við að móta umgjörð sýn- ingarinnar og dagskrá með þemað að leiðarljósi. Margt verður til af- þreyingar á sýningunni, s.s. spuna- keppni, bæði fyrir einstaklinga og lið, tískusýning, þar sem megin- áhersla verður lögð á föt úr ull og vinnubás verður fyrir börn þar sem þau geta fengið að spinna og þæfa. Ær, lömb og hrútar verða á svæðinu. Laugardag og sunnudag verður boð- ið upp á gæslu fyrir yngstu börnin. Ýmsir athygliverðir gestir koma á hátíðina og má þar nefna ættfræð- inginn Odd Helgason sem rekur ætt- ir fólks langt aftur, Grænlendinginn Gideon Qeqe sem sker út í rostungs-, hvala- og náhvalstennur, hreindýra- horn og austur-grænlenskan tálgu- stein. Einnig kemur sænski lista- maðurinn Knut Östgård og verður hann með bás á sýningunni þar sem hann sýnir tálgaða listmuni sína. Laugardaginn 11. ágúst verður hann með fyrirlestur um handverksmann- inn Hjalmar Edqvist þar sem sýnt og sagt er frá því hvernig hann hegg- ur og tálgar skeiðar og sleifar sínar í ferskt birki. Dagana eftir sýningu þ.e. 13.–15. ágúst, verður Knut með námskeið í tálgun. Í tengslum við Handverk 2001 verður komið upp útitjaldi og torgi þar sem seldar verða veitingar og þar verða einnig sölubásar þar sem megináhersla er lögð á afurðir heim- ilanna. Á laugardagskvöldinu verður skemmtikvöld í tjaldinu sem ber yf- irskriftina Skemmtidagskrá í sauða- litunum, þar sem ýmis skemmtiatriði verða á boðstólum og veittar verða viðurkenningar til handverksfólks. Þessi dagskrárliður er í boði menn- ingarmálanefndar Eyjafjarðarsveit- ar. Guðni Ágústsson landbúnaðarráð- herra setur hátíðina í dag kl. 16 og verður opið til kl. 21. Á morgun, föstudag og á laugardag verður opið frá kl. 13 til kl. 21 en sunnudaginn 12. ágúst verður opið frá kl. 13 til kl.18. Heimasíða Handverkshátíðarinn- ar er www.skyggnir.is/handverk. Handverkshátíðin Handverk 2001 á Hrafnagili Ómissandi þáttur í tilveru íslensks handverksfólks FRIÐARATHÖFN verður við tjörnina fyrir framan Minjasafnið við Aðalstræti á Akureyri í kvöld, fimmtudaginn 9. ágúst, til að minn- ast fórnarlamba kjarnorkusprengj- anna á Japan 1945. Þetta er fjórða árið í röð sem at- burðanna er minnst með þessum hætti á Akureyri. Athöfnin hefst kl. 22.30 með stuttu ávarpi Þórarins Hjartarsonar. Eftir það verður kert- um fleytt og verða flotkerti seld á staðnum. Kertafleyt- ing við Minjasafnið NORSKI predikarinn Gunnar Hamnöy talar á samkomu hjá KFUM og K í Sunnuhlíð á Ak- ureyri í kvöld, fimmtudaginn 9. ágúst. Gunnar Hamnöy hefur í mörg ár verið starfsmaður Kristni- boðssambandsins í Noregi og hefur haft mikil áhrif víðs vegar í heimalandi sínu. Hann hefur nokkrum sinnum komið til Ís- lands og hefur þá einnig heim- sótt Akureyri. Samkoman hefst kl. 20.30 og verður mál Hamnöy túlkað á ís- lensku. Boðið verður upp á molasopa eftir samkomuna. All- ir eru hjartanlega velkomnir. Kristni- boðssam- koma í Sunnuhlíð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.