Morgunblaðið - 09.08.2001, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 09.08.2001, Blaðsíða 19
FERÐALÖG MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 2001 19 Bíldshöfða 18 567 1466 opið til kl. 22:00 www.menntun.is  Árið 2015 er búist við að EIN MILLJÓN ferðamanna komi til Íslands. Búðu þig undir það !!!  Alþjóðlegt ferðamálanám IATA/UFTAA.  Alþjóðleg ferðamarkaðsfræði IATA/UFTAA.  Leiðsögunám, leiðsögn erlendra ferðamanna. ÍSLAND hefur upp á ótalmargt að bjóða þegar kemur að spennandi og öðruvísi ferðum. Eitt af því sem hægt er að gera er að bregða sér upp á Langjökul og fara í útsýnis- ferð á hundasleða. Farið var upp á jökulinn með opn- um jöklabíl um hádegi á sunnudegi frá skála Ævintýraferða. Þegar á jökulinn var komið fór að rigna nokkuð og skyggni var fremur slæmt. Keyrt var upp í um 1100 metra hæð þar sem búðir hunda- sleðamannanna eru. Á svæðinu voru fjórir sleðar og yfir 40 hundar sem geltu og spangóluðu hver í kapp við annan. Hundar og sleðar eru í eigu Dan- ans Denis Pedersens sem hefur rek- ið hundasleðaleigu hér á landi frá árinu 1998. Denis var áður hermað- ur í danska hernum og var einn af eftirlitsmönnum með stórum þjóð- garði á Grænlandi þar sem eftirlits- ferðir voru farnar á hundasleðum. Denis er sjálfur með í för þennan dag enda er hann að fylgjast með þegar nýr sleðamaður fer sína fyrstu ferð einn með ferðamenn. Leiðin liggur út á ísinn Lagt er af stað með sleðanum þegar hundarnir eru tilbúnir og haldið lengra út á jökulinn. Ferðin liggur um flatlendi að þessu sinni þar sem ný sprunga hefur opnast á venjulegri leið neðar á jöklinum. Það er gaman að fylgjast með hundunum þegar þessi sterklegu dýr draga sleðann með tvær manneskjur inn- anborðs og Dennis ásamt sleða- manninum okkar í eftirdragi á skíð- um. Hundarnir þurfa mikið aðhald og sleðamaðurinn er sífelt að hrópa hvatningar og skammir til forystu- hundsins. Hann trúir okkur fyrir því að hundarnir skilji oft bara nafnið sitt, skipanirnar eru hrópaðar í mis- munandi tónhæð til að hundarnir viti hvort sleðamaðurinn er ánægður með frammistöðu þeirra eða ekki. Sterkustu hundarnir eru hafðir aft- ast svo þeir sem veikari eru troði niður snjóinn og þeir sterku nái betri spyrnu. Fremsti hundurinn er þannig ekki endilega sá sterkasti heldur sá sem hefur reynslu til að velja leiðina og hlýðir skipunum vel. Hundarnir eru allir fastir með stutt- um þverböndum við eitt langt band sem bundið er við sleðann. Það er ólíkt þeim aðferðum sem margir Grænlendingar nota á ferð um haf- ísinn þegar hundarnir eru hafðir hver í sínu bandi. Denis segir þetta fyrirkomulag henta betur á löngum beinum ferðum um jökulinn, ólíkt ferðum um hafís þar sem oftar þurfi að sveigja til og frá eða snúa við. Gæfir sleðahundar Hundarnir hans Denis eru ekki grimmir eins og sleðahundar al- mennt á Grænlandi. Ferðamenn voru hvattir til að klappa hundunum og láta vel að þeim og segja þjálf- ararnir að það sé ódýrt þjórfé fyrir góða ferð. Denis segir grimmd grænlenskra sleðahunda koma til af uppeldinu og segir aðrar áherslur hjá sér heldur en hjá flestum Græn- lendingum. Hundarnir hans eru í raun líkastir stórum og sterklegum eintökum af íslenska fjárhundinum þegar þeir draga sleðann viljugir síðasta spölinn heim á leið með skottin hringuð til að sýna gleði sýna yfir því að vera að komnir aftur heim í búðirnar. Ferðin var í alla staði hin besta þó að þungbúið veður og stanslaus rigning hafi skemmt talsvert fyrir. Kunnugir segja að í ferðum sem þessum sé það helmingurinn af upp- lifuninni að sjá fagurt útsýni og njóta útiverunnar og því miður vant- aði þann hluta á ferðina. Þá er ekki annað að gera en skella sér aftur seinna þegar veðurspáin er skemmtilegri. Á hundasleða um Langjökul Morgunblaðið/Brjánn Jónasson Sleðinn rennur af stað eftir ísnum.Hundarnir njóta þess að slaka á eftir snarpann sprett að búðunum. Sleðinn rennur af stað eftir ísnum.Hundarnir njóta þess að slaka á eftir snarpan sprett að búðunum. NETVERSLUN Á mbl.is Brusi aðeins kr.400

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.